Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Qupperneq 27
„Ég er ekki bitur maður“
hjónabandi á hann Halldór Reyni
en saman eiga þau Sigurveig
María, Önnu Ragnheiði sem er 15
ára. Fyrir átti hún Sigurveigu Mist
og Veigar svo fjölskyldan er stór.
„Við erum þessa dagana að fara
að setjast niður með þeirri yngstu
og velja menntaskóla. Það er gam-
an. Annar drengurinn okkar er að
klára sinn menntaskóla og sá þriðji
starfar við kvikmyndagerð. Stelpan
okkar klárar svo líffræði frá Kaup-
mannahafnarháskóla um næstu
áramót,“ segir hann, en stjúpbörn
Tryggva voru aðeins tveggja og
sjö ára þegar þau Sigurveig fóru
að vera saman. „Ég hef því alið
þau upp og lít á þau sem mín eig-
in börn. Þar er enginn greinar-
munur gerður á,“ segir Tryggvi og
bætir við að þegar hans pólitíska
ferli ljúki ætli hann að gefa fjöl-
skyldunni meiri tíma.
„Ég sinni minni vinnu fram að
kosningum og er núna [miðviku-
dag] að fara til Washington á fund
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að
funda um það hvernig við getum
losað gjaldeyrishöftin. Eftir kosn-
ingar tekur svo annað við. Auð-
vitað reynir maður að sinna fjöl-
skyldunni betur en það er sífelldur
höfuðverkur fyrir fólk eins og mig
sem er ekki mikið heima.“
Ungmenni lengur börn
Tryggvi var pönkari á sínum ung-
lingsárum, klæddist leðri og
skreytti sig með merkjum Sex
Pistols. Hann starfaði á þeim tíma
sem hljóðmaður og var á kafi í tón-
list. „Maður þóttist vera anarkisti
eins og allir pönkarar á þessum
tíma. Maður skemmti sér mikið.
Ekki samt þannig að ég hafi beðið
tjón af.“ Hann segist ekki hafa
áhyggjur af unglingunum sínum.
„Þetta er allt öðruvísi í dag. Ung-
menni eru lengur börn. Kannski
mætti vera meiri millivegur eins
og þetta var og þetta er í dag.
Ungmenni er samt alltaf eins,
þau standa fyrir sínu og verða
svo að fullorðnu fólki og taka sína
stefnu í lífinu. Maður styður þau til
að gera það sem þau vilja og reynir
að móta þau ekki of mikið. Ég legg
áherslu á að kenna mínum börn-
um góða siði og hvað skipti máli
í lífinu. Svo gera þau við það það
sem þau vilja.“
Hann segir fjölskyldunni hafa
létt við niðurstöðu prófkjörsins.
„Konan mín er það mikil keppnis-
manneskja og var ekki jafn ánægð
með að ég hafi tapað en við erum
öll sátt með að ég sé að hætta. Þau
hafa samt aldrei lent í neinu út af
mér. Allavega hafa þau aldrei sagt
mér það.“
Aðspurður segir hann þau
Sigur veigu góð saman. „Allavega
höfum við tollað saman í öll þessi
ár. Við erum samtaka í mörgu og
gefum hvort öðru svigrúm. Ég get
ekki annað sagt en að ég sé ánægð-
ur með hana. En nú fyrst fer að
reyna á þetta hjá okkur,“ segir hann
brosandi og bætir við: „Ég er bara
þannig karakter, hef alltaf unnið
mikið og verið djúpt sokkinn í það
sem ég er að gera. Þótt maður lofi
að verða betri maður og sinna sér
og fjölskyldunni meira hefur það
ekki tekist hingað til. En auðvitað
þarf maður að fara að gera það,
kominn á þennan aldur.“
Sá gallana í pólitíkinni
Hann segir sinn pólitíska áhuga
ekki hafa kviknað að viti fyrr en
við hrunið. „Ég er ekki alinn upp í
stjórnmálunum og stjórnmál voru
aldrei rædd á mínu æskuheimili.
Þegar ég var 23 ára fór ég að vinna
á Stöð 2 þar sem ég klippti frétt-
ir. Þá fór pólitískur áhugi minn að
vakna en það var ekkert meira en
gengur og gerist. Ég hef alltaf fylgst
vel með en hafði aldrei hugsað um
að bjóða mig fram fyrr. Ekki fyrr en
í janúar 2009.“
Aðspurður segir hann það af
og frá að fyrrverandi tengdapabbi
hans, Halldór Blöndal, fyrrverandi
alþingismaður, hafi orðið til
Viðtal 27Helgarblað 8.–10. febrúar 2013
Pönkari Tryggvi Þór var
pönkari þegar hann var ungur
maður. Nú elur hann upp fjögur
ungmenni ásamt eiginkonu
sinni, Sigurveigu Maríu.
Feginn Tryggvi Þór ætlaði aldrei að
vera nema eitt kjörtímabil á þingi.
Hann segist feginn að ævintýrinu sé nú
að ljúka en að hann hafi ekki gert sér
grein fyrir því fyrr en úrslitin í prófkjör-
inu lágu fyrir. DV mynD/ SigtryggUr AriV