Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 12
lögga heima á launum 12 Fréttir 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað L ögreglumaður sem embætti lögreglustjórans á höfuð­ borgarsvæðinu kærði fyrir fjár­ drátt í lok árs 2011 fékk starfs­ lokasamning eftir að rannsókn málsins lauk hjá ríkissaksóknara fyr­ ir um ári, samkvæmt heimildum DV innan lögreglunnar. Lögreglumaðurinn, sem meðal annars hafði umsjón með óskilamun­ um hjá lögreglunni, var leystur und­ an vinnuskyldu á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Hann var grunaður um að hafa hagnast á því að taka til sín verðmæti. Sjálfur hefur lögreglu­ maðurinn, sem á að baki tæplega 40 ára starf í lögreglunni, ávallt neitað sök í málinu. Ríkissaksóknari komst að þeirri niðurstöðu að umræddur lögreglu­ maður hefði brotið lög en ekki var höfðað mál á hendur honum þar sem brotin þóttu smávægileg. Samningurinn lengri en ár Heimildirnar herma að í kjölfarið hafi verið gert samkomulag við lögreglu­ manninn líkt og starf hans hefði verið lagt niður, sem það var ekki. En slík­ ur starfslokasamningur hljóðar upp á launagreiðslur í heilt ár. Heimild­ irnar herma þó að starfslokasamn­ ingurinn sem gerður var við lögreglu­ manninn sé mun lengri. Þá hafi liðið nokkrir mánuðir frá því að rannsókn málsins lauk þangað til ákvörðunin um starfslokasamninginn var tekin og maðurinn hafi setið heima á full­ um launum allan þann tíma. Hann hafi því ekki eingöngu fengið óeðli­ lega langan starfslokasamning held­ ur einnig greidd laun mun lengur en samningurinn gerir ráð fyrir. „Ég get staðfest að hann er ekki við störf hjá okkur og kom ekki til starfa aftur eftir þetta,“ segir Stefán Eiríks­ son, lögreglustjóri á höfuðborgar­ svæðinu, í samtali við DV. Hann seg­ ist ekki geta tjáð sig frekar um mál einstakra lögreglumanna. Vakti furðu og óánægju Samkvæmt heimildum DV vöktu þær málalyktir, að maðurinn fengi starfs­ lokasamning, bæði furðu og óánægju meðal lögreglumanna sem töluvert hafa rætt málið sín á milli. Þykir það sérstakt á tímum niðurskurðar að lögreglumaður sé á fullum launum í lengri tíma án þess að þurfa að sinna vinnu. Hafi maðurinn gerst brotlegur við lög þá hafi einfaldlega átt að víkja honum úr starfi, að öðrum kosti hefði hann átt að snúa aftur til starfa. Þetta eru þær vangaveltur sem lögreglu­ menn hafa pískrað um sín á milli, að því er heimildir herma. Sjálfur mun lögreglumaðurinn ekki hafa verið sáttur við málalyktirnar. Einn heimildarmaður sagði í sam­ tali við DV að hann teldi lögreglu­ stjórann hafi farið fram úr sjálfum sér. Hann hefði viðhaft stór orð um það í votta viðurvist, þegar rannsókn máls­ ins var á frumstigi, að umræddur lög­ reglumaður kæmi ekki aftur til starfa. Telur heimildarmaðurinn að lög­ reglustjóranum hafi verið persónu­ lega uppsigað við lögreglumanninn og ekki viljað fá hann aftur til starfa. Það sé lykilástæðan fyrir því að gerð­ ur var við hann starfslokasamningur. Þarf sérstaka lagaheimild Í áliti umboðsmanns Alþingis frá ár­ inu 2007 í tilefni frumkvæðisathug­ unar hans um hvernig staðið sé að gerð starfslokasamninga hjá ríkinu og lagagrundvöll slíkra samninga, kemur fram sú afstaða fjármálaráðu­ neytisins að ekki sé unnt, án sérstakr­ ar lagaheimildar, að gera starfsloka­ samninga við ríkisstarfsmenn. Þessar heimildir eru: n Lögleg uppsögn ráðningarsamn­ ings, sbr. 43. gr. starfsmannalaga, sem ekki felur í sér neinar heimildir til launagreiðslna eftir að uppsagnar­ fresti lýkur, n Fyrirvaralaus frávikning úr starfi án frekari launa, sbr. 45. gr. sömu laga. n Lausn vegna heilsubrests þegar þau skilyrði eru fram komin með 3ja mánaða lausnarlaunum – og … n Niðurlagning starfs sem biðlauna­ réttur er tengdur við með sex eða tólf mánaða launum samkvæmt ákvæði starfsmannalaga til bráðabirgða. Svo virðist sem síðastupptalda heimildin hafi verið nýtt í tilfelli um­ rædds lögreglumanns. Samkvæmt heimildum var starf hans þó aldrei eiginlega lagt niður. Þá herma heim­ ildirnar jafnframt að þrátt fyrir að störf einstakra lögreglumanna séu lögð nið­ ur þá sé ekki sjálfgefið að þeir fái starfs­ lokasamning. Algengara sé að menn séu þá færðir til í starfi. Misjöfn málsmeðferð Einn heimildarmanna DV segir áhugavert að bera meðferð máls umrædds lögreglumanns saman við málsmeðferð lögregluvarðstjóra á höfuðborgarsvæðinu sem í þrí­ gang hefur verið kærður fyrir barn­ aníð. Sá var hvorki leystur undan vinnuskyldu né færður til í starfi á meðan málin voru til rannsóknar. DV fjallaði um mál mannsins í jan­ úar, en kærurnar þrjár hafa nú all­ ar verið felldar niður. Móðir einnar stúlk unnar sem segir manninn hafa beitt sig kynferðisofbeldi krafð­ ist þess að maðurinn yrði leystur undan vinnuskyldu á meðan rann­ sókn málsins stóð yfir, eða yrði að minnsta kosti færður til í starfi. Þótti henni það eðlileg krafa í ljósi þess að lögregluvarðstjórinn sinnti, og sinnir enn, útkallsskyldu í hverfi stúlkunnar. Í bréfi ríkislögreglustjóra kemur hins vegar fram að þar sem embættið fái ekki aðgang að rannsóknargögn­ um málsins frá ríkissaksóknara hafi embættið ekki næg gögn í höndun­ um til að taka ákvörðun um það hvort víkja beri umræddum lögreglumanni tímabundið frá störfum. Ólík mál Stefán Eiríksson hefur svarað því opinberlega að sú ákvörðun að vísa lögreglumönnum frá störfum sé í höndum ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri bar hins vegar fyrir sig að þar sem emb­ ættið fengi ekki aðgang að rann­ sóknargögnum málsins frá rík­ issaksóknara þá hefði það ekki höndunum næg gögn til að taka ákvörðun um það hvort víkja bæri lögreglumanninum frá störfum. Í svari embættis ríkislögreglustjóra til DV vegna fyrirspurnar um málið segir meðal annars: „Vegna alvar­ leika málsins beindi embætti ríkis­ lögreglustjóra því hins vegar til lög­ reglustjóra höfuðborgarsvæðisins að meta hvort hann leysti lögreglu­ manninn undan vinnuskyldu, en það er einnig á forræði viðkom­ andi lögreglustjóra að ákveða um tilfærslu í starfi og við hvaða ver­ kefni lögreglumaður starfar. Sam­ kvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er greinarmunur á þessum úrræðum og því að leysa embættismann frá embætti um stundarsakir.“ Samkvæmt öðrum heimildum DV innan lögreglunnar eru ástæður ólíkrar málsmeðferðar í þessum tveimur málum þær að í öðru tilfell­ inu er um að ræða kæru fyrir brot í opinberu starfi sem tengdust beint störfum mannsins. Í hinu tilfellinu hafi kærurnar á hendur manninum verið til komnar vegna meintra brota utan vinnutíma og tengist ekki störf­ um hans með beinum hætti. „Má ekki anda á toppana“ Lögreglumaðurinn sem fékk á sig barnaníðskærurnar var hins vegar á síðasta áratug dæmdur í Hæsta­ rétti fyrir brot í opinberu starfi og umferðar lagabrot. Honum var gefið að sök að hafa ekki gætt lög­ mætra aðferða í aðgerð lögreglu til að stöðva ætlaðan hraðakstur öku­ manns bifhjóls. Heimildir DV herma að skömmu eftir dómurinn féll hafi lögreglumaðurinn verið gerður að varðstjóra. Þegar DV fjallaði um mál varð­ stjórans í janúar var haft eftir heimildarmanni að þeir lögreglu­ menn sem færðir eru til í starfi eða settir af tímabundið eigi það flestir sameiginlegt að vera ekki nógu „hlýðnir“ eins og hann orð­ aði það. „Það má ekki anda á topp­ ana í löggunni því þá eru menn settir til hliðar.“ Hann vildi meina að góð tengsl lögreglumanna við yfirmenn sína gætu haft áhrif á meðhöndlun mála þegar eitthvað kæmi upp á. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is n Kærður fyrir fjárdrátt og fékk langan starfslokasamning Kærður fyrir fjárdrátt Maðurinn, sem á að baki tæp- lega 40 ára starf í lögreglunni, hefur ávallt neitað sök. Mynd EyÞÓr ÁrnaSon „Það má ekki anda á toppana í löggunni því þá eru menn settir til hliðar yfirmaðurinn Lögreglumaðurinn starfaði undir stjórn Stefáns Eiríkssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.