Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Síða 42
Hjálp! Hvar er síminn minn? 42 Lífsstíll 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað Geimorrusta háð í Hörpu um helgina n Hægt að prófa nýjasta leik CCP, Dust 514, á UT messu um helgina H in svokallaða UT messa fer fram í Hörpu um helgina og verður margt um að vera þar. Um er að ræða ráðstefnu um upplýsingatækni þar sem ýmislegt verður á baugi, örkynningar og fyrir- lestrar um nýjustu hugmyndir innan tæknigeirans á Íslandi. CCP, einn af helstu bakhjörlum messunnar, mun bjóða fólki að prófa opna beta-útgáfu af nýjasta leik fyrir- tækisins, Dust 514, í Norðurljósa- sal Hörpu. Þar gefst gestum færi á að taka þátt í orrustu í leiknum, sem er fyrstu persónu skotleikur og er tengdur hinum geysivinsæla fjöl- spilunarleik Eve Online. Hinn síðari gerist í geimnum, hinn fyrri á jörðu niðri. CCP hyggst gefa nokkrum þeim sem prófa Dust 514 tækifæri á að vinna Playstation 3-leikjatölvu. Hægt verður að prófa leikinn föstu- daginn frá 10 til 18 og laugardaginn frá 10 til 16. Aðrir viðburðir í Hörpu eru lok- aðir almenningi á föstudeginum en á laugardeginum verður opið allan daginn og gjaldfrjálst inn. Í sölum á fyrstu hæð Hörpu verður fræðsla um ýmislegt sem tengist daglegu lífi og upplýsingatækni. Einnig verða ýmsar getraunir og hægt verður að fá aðstoð tæknimanna við ýmis vanda- mál sem tengjast upplýsingatækni. Þá verður keppt um besta íslenska appið – eða snjallsímaforritið – á markaði en einnig verða veitt verð- laun fyrir bestu hugmyndina að slíku forriti. „Sýningin er ætluð almenn- ingi, konum og körlum, stelpum og strákum, ungum sem öldnum,“ segir á vefsíðu UT messunnar. n S íminn þinn er framlenging af sjálfum þér. Það er hræðilegt að týna símanum sínum, all- ar myndirnar af litla krílinu glatast, öll heitu smáskila- boðin hverfa og síðast en ekki síst símaskráin með tengslanetinu. Ekki örvænta, það er hægt að rekja sím- ann eftir að hann týnist, ef þú gerð- ir ráðstafanir. Það er lítið mál að setja upp öpp til að finna símann ef hann týnist. Windows Phone- og iPhone- símar eru með innbyggð öpp til að rekja síma og auðveldlega er hægt að finna app fyrir Android-síma. Lestu þetta og vertu vitur fyrirfram. iPhone: Find my iPhone í iCloud Það er mjög auðvelt að setja „Find my iPhone“ og það er meira að segja gert ráð fyrir því þegar þú setur upp sím- ann í fyrsta skiptið. Þegar búið er að virkja „Find my iPhone“ er hægt að skrá sig inn á vefsíðuna icloud.com eða opna „Find My iPhone“ á öðrum síma og skrá sig inn með AppleID. Þar er hægt að finna tækið á korti, senda skilaboð á skjáinn, læsa tækinu með lykilorði eða í versta falli eyða öllu af tækinu þannig að óprúttnir aðilar nái ekki að nýta sér gögnin í símanum. Í nýjustu útgáfu iOS-stýrikerfisins (iOS 6) er hægt að setja á „Lost Mode“, þar sem síminn læsist með fjögurra stafa númeri og birtir símanúmer sem er hægt að hringja í á skjánum. Ef ein- hver góðhjartaður finnur símann get- ur hann því haft samband við þig og skilað honum! Í „Lost Mode“ fer í gang sjálfvirk rakning á staðsetningu sím- ans, þannig að það er auðvelt að finna hann. Windows Phone: Find My Phone Windows Phone-símarnir bjóða allir upp á innbyggt app sem getur rakið týnda síma. Það er líka hægt að láta símann hringja, læsa honum og eyða öllum gögnum. En fyrst þarf að setja upp „Windows Live“-aðgang (rétt eins og maður notaði fyrir „MSN mess- enger“) þannig að síminn sé tengdur við þann aðgang. Svo fer maður og setur upp „Find My Phone“ undir „Settings“-hluta símans. Þegar því er lokið og þú hefur týnt símanum þá fer maður inn á vefsíðuna window- sphone.com. Þar inni smellir maður á „My Phone“ og skráir sig inn með „Windows Live“-aðganginum. Það er hægt að láta „Find My Phone“ vista staðsetningu á nokkurra klukkutíma fresti eða nota stöðugar tilkynningar til þess að nota skipanir frekar en smá- skilaboð. Það krefst samt meira raf- magns og rafhlaðan tæmist fyrr, en er þó öruggara. Android: Where’s My Droid „Where’s my Droid“ er frítt app sem að býður upp á nokkrar einfaldar leið- ir til þess að hafa uppi á símanum. Þar er m.a. hægt að láta símann hringja, kveikja á GPS og birta staðsetninguna á Google Maps. Það er hægt að kveikja á appinu með því að senda fyrirfram ákveðið orð með smáskilaboðum ef síminn týnist. Einnig er hægt að setja læsingu á að henda út öppum til þess að koma í veg fyrir að þjófurinn hendi vörninni út. Það er í boði að kaupa dýrari týpuna af þessu appi á 3,99 dollara og eru þar enn fleiri möguleik- ar. Þú getur tekið mynd með síman- um eða eytt öllum viðkvæmum gögn- um af símanum. Vertu vitur eftir á Android er eina stýrikerfið sem býður upp á að setja inn app eftir að síminn týnist, sem þú getur notað til að rekja símann þinn. Ef síminn er enn í gangi, nettengdur og uppsettur með þínum Google-aðgangi, þá er hægt að fara á „Google Play Store“ og setja appið upp í gegnum netið. „Windows Phone“-stýrikerfið býður upp á að setja upp öpp í gegnum netið, en þar sem „Find My Phone“ er innbyggt í símann er ekkert app til að setja upp. n Grein: Simon.is n Gerðu réttu ráðstafanirnar „Find My Phone“ Það er hægt að láta „Find My Phone“ vista staðsetningu á nokkurra klukkutíma fresti. Android er viturt eftir á Android er eina stýrikerfið sem býður upp á að sett sé inn app eftir að síminn týnist. Það getur þú notað til að finna símann. Vill eftirlits- nefndir um tölvuglæpi Nýtt frumvarp liggur nú fyrir Evrópuþinginu en verði það sam- þykkt skikkar það öll fyrirtæki í Evrópu, yfir 40 þúsund talsins, til þess að tilkynna allar tölvuárásir til sérstakrar viðbragðsnefndar í heimalandi sínu. Frumvarpið skikkar allar ESB-þjóðir til þess að skapa sérstaka viðbragðsnefnd við tölvuglæpum. Þessar nefndir muni svo ákveða hvort greint verði opinberlega frá tölvuglæpnum eður ei. „Evrópa þarf sterk netkerfi og ef ekki verður gripið inn í myndi það kosta neytendur, fyrirtæki og samfélagið í heild sinni mikla fjármuni,“ segir Neelie Kroes hjá framkvæmdaráði sambandsins, sem lagði fram frumvarpið. Gervimaður hlustar á rapp „Ég heiti Rex og hef gaman af rapptónlist,“ er eitt af því fáa sem gervimaðurinn Rex getur sagt. Hann kostaði um 125 milljónir króna og getur hreyft sig, talað, skynjað og skilið einföld skilaboð. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 fjármagnaði gerð gervimanns- ins og verður hann til sýningar á vísindasafninu í London í fram- tíðinni. Vélmennið er hið fullkomnasta til þessa en Rex hefur vélútlimi af sömu gerð og fjölmargir þeirra sem misst hafa útlim nota. Þar að auki er hann með gervinýra, gervibris, gervimilta og gervibarka ásamt því að hann er með blóð- rásarkerfi sem virkar. Sky News greinir frá því að allir íhlutir gervi- mannsins geti virkað sem eins konar varahlutir í manneskju; svo langt eru vísindin komin. Orrusta háð í Hörpu Nýjasti leikur CCP, skotleikurinn Dust 514, verður til prófunar í Hörpu. Leikurinn er tengdur hinum geysivinsæla fjölspilunarleik Eve Online, hinn síðari gerist í geimnum en hinn fyrrnefndi á yfirborði ýmissa pláneta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.