Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Síða 2
2 Fréttir 26.–28. apríl 2013 Helgarblað n Gunnar var tvírukkaður um komugjald n Svona eru reglurnar Þ eir tóku á móti mér en sögð­ ust ekkert geta gert fyrir mig, segir Gunnar Þór Guð­ mundsson sem slasaðist á fingri í byrjun febrúar. Hann leitaði á Heilbrigðisstofnun Suður­ lands á Selfossi (HSU) í þeirri von að þar yrði gert að sárum hans. „Puttinn á mér fór mjög illa. Þetta var opið beinbrot þannig það þurfti að tjasla puttanum saman og sauma,“ útskýrir Gunnar. Svörin sem hann fékk á HSU voru hins vegar þau að þeir hefðu ekki að­ stöðu til að gera að sárinu þar sem sú deild væri lokuð. „Þeir bundu að vísu um sárið og deyfðu mig,“ segir Gunnar sem í kjölfarið var sendur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. „Þá varð ég frekar fúll“ Á Landspítala háskólasjúkrahúsi var gert að sárum Gunnars og greiddi hann 8.000 krónur fyrir þá þjónustu. Þá þurfti hann einnig að greiða 7.500 krónur fyrir sjúkrabíl­ inn frá Selfossi til Reykjavíkur. „Þegar ég fékk svo reikning frá HSU líka þá varð ég frekar fúll,“ segir Gunnar hreinskilinn. En nokkrum dögum eftir komuna á sjúkrastofnunina fékk hann send­ an reikning upp á 6.000 krónur, skráð sem komugjald. Gunnari þótti sérstakt að vera rukkaður um komugjald á báðum sjúkrastofnunum, í ljósi þess að önnur þeirra gat ekki veitt honum þá þjónustu sem hann þurfti. Hann taldi þetta óeðlilega mik­ inn kostnað og gerði nokkrar til­ raunir til að hafa samband við inn­ heimtufulltrúa hjá HSU í síma til að fá skýringar á reikningnum, en án árangurs. Til að fá einhver svör fór hann upp á HSU þar sem ritari tjáði honum að reikningurinn hlyti að hafa verið sendur fyrir mistök. Gunnar greiddi því ekki reikn­ inginn, enda taldi hann sig ekki þurfa að greiða fyrir þjónustu sem hann fékk ekki. Vísaði í reglurnar Hann sendi innheimtufulltrúanum engu að síður tölvupóst og óskaði skýringa. Hann fékk fljótlega svör sem voru þó ekki eins og hann hafði búist við. Gunnari var tjáð að samkvæmt reglum Sjúkratrygginga Íslands þá bæri honum skylda til að greiða komugjald á báðum stöðum. Í póst­ inum segir: „Reglurnar eru ef þú kemur tvisvar sama sólarhringinn á sömu stofnun þá greiðir þú bara einu sinni, en þar sem þetta er sitt hvor stofnunin er þetta svona því miður.“ Gunnar var mjög hissa yfir því að það skipti máli hvort um væri að ræða sömu sjúkrastofnun eða ekki, þar sem þær væru báðar innan sama heilbrigðiskerfisins. Reikningurinn kominn í innheimtu Þegar svörin bárust var um rædd ur reikningur kominn í milli innheimtu með tilheyrandi kostnaði. „Fyr­ ir utan þennan milli inn heimtu­ kostnað þá er þetta komið upp í rúmar 20 þúsund krónur hjá mér,“ segir Gunnar. Þá þurfti hann að fara fimm sinnum til Reykjavíkur svo hægt væri að skipta um umbúð­ ir á fingrinum, því ekki var hægt að gera það á Selfossi. „Það er auðvit­ að kostnaður við það líka, en maður lætur sig hafa það. Þannig að þetta er orðið svolítið dýrt dæmi.“ Gunnar er ekki bara ósáttur við að þurfa að greiða komugjald á báðum sjúkrastofnunum, heldur þykir honum einnig bagalegt að HSU geti ekki sinnt tilfellum eins og hans, enda hafi ekki verið um að ræða meiriháttar áverka. DV hafði samband við Sjúkra­ tryggingar Íslands þar sem það fékkst staðfest að reglurnar væru eins og innheimtufulltrúi HSU gaf upp. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Þetta var opið beinbrot þannig það þurfti að tjasla putt- anum saman og sauma. Sendur burt með opið beinbrot Tvírukkaður Gunnari finnst undar- legt að þurfa að borga komugjald á tveimur sjúkrastofnunum sem hann leitaði til sama daginn. Sérstaklega í ljósi þess að honum var vísað frá á öðrum staðnum. „Ég þekki þessa menn ekki neitt“ 3 Snorri Sturlu­son lögmaður sat í gæsluvarð­ haldi í þrjá daga fyrr í þessum mánuði vegna gruns um aðild að smygli á 300 grömm­ um af kókaíni. DV fjallaði um málið á miðvikudag. Aðspurður hvort grunur lögreglu væri á rökum reistur, svaraði Snorri: „Það er dómstólanna að dæma um það, ef það verður gefin út ákæra.“ Snorri liggur undir grun um að hafa átt að taka á móti kókaíni sem tveir Þjóð­ verjar reyndu að smygla til landsins í byrjun mánaðarins. „Ég þekki þessa menn ekki neitt,“ sagði Snorri við blaðið. Fæddist með hjartagalla 2 Anney Birta, sem brátt verður ellefu ára, kemur um þessar mundir fram í aug­ lýsingum þar sem fólk er hvatt til þess að gefa blóð. Ann­ ey Birta fæddist með alvarlegan hjartagalla og fer á þriggja mánaða fresti til hjartalækn­ is í sónar og aðrar rannsóknir. Hún og Guðrún Bergmann Franzdóttir, móðir hennar, voru í viðtali í mánu­ dagsblaði DV þar sem þær lýstu erfið leikum undanfarinna ára. Fyrir liggur að Anney Birta þurfi að fara í aðgerð seinna á ævinni, hún er með gerviæð sem þarf að skipta út og svo þarf að setja nýja loku í hjartað. Ingólfur látinn 1 Ingólfur Júlíus­son, frétta­ ljósmyndari og margmiðlunar­ hönnuður, lést að­ faranótt mánudags­ ins eftir hetjulega baráttu við bráða­ hvítblæði. Ingólfur var fæddur 4. maí árið 1970 og ólst upp fyrstu árin í Syðra­Garðshorni í Svarfaðardal en frá fimm ára aldri í Breiðholtinu í Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona Ingólfs er Monica Haug en þau eiga saman tvær dætur; Hrafn­ hildi og Söru. DV ræddi við nokkra af vinum Ingólfs sem var afar vinmargur. „Það sem mér dettur fyrst í hug er að hann var aldrei í vondu skapi,“ sagði Gunnþór Sigurðsson, vinur Ingólfs og hljómsveitarfélagi, þegar hann var beðinn um að lýsa vini sínum, Ingólfi. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni Funduðu um símahleranir Umboðsmaður Alþingis og rík­ issaksóknari héldu á miðviku­ dag upplýsingafund þar sem fjallað var um símahleranir lög­ reglu. Þar var einnig rætt hvern­ ig ríkissaksóknari ræki eftirlit sitt með símahlustunum. Á vef umboðsmanns Alþingis segir að honum hafi að undanförnu borist athugasemdir og ábendingar vegna símahlustana lögreglu og eftirlits með þeim. Hann hefur til skoðunar hvort tilefni sé til að taka framkvæmd þessara mála til athugunar. Ríkissaksóknari hefur eftirlit með tilkynningum til hlust­ unarþola um aðferðina. Skrópaði oftast Árni Johnsen, þingmaður Sjálf­ stæðisflokksins, skrópaði oftast þegar greidd voru atkvæði, sam­ kvæmt vef sem Pírataflokkurinn hefur sett í loftið en vefurinn nefn­ ist Alþingisrýnir. Árni var með 810 fjarvistir þegar kom að því að greiða atkvæði um mál á Al­ þingi. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var í öðru sæti með 749 fjarvistir. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var með 454 fjarvistir og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, með 455 fjarvistir. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar Framtíðar, var með 510 fjarvistir og Sigmundur Davíð Gunnlaugs­ son, formaður Framsóknarflokks­ ins, með 524 fjarvistir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.