Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 18
18 Kosningar 2013 26.–28. apríl 2013 Helgarblað
Arfleifð Framsóknar
og Sjálfstæðisflokks
n Einkavæddu ríkisfyrirtæki n Reistu Kárahnjúkavirkjun n Lýstu yfir stuðningi við Íraksstríðið
Þ
egar litið er á niðurstöður
skoðanakannana er senni-
legt að Sjálfstæðisflokk-
urinn og Framsóknarflokk-
urinn myndi ríkisstjórn og
stjórni landinu næstu fjögur árin. Í
ljósi þess er ekki úr vegi að rifja upp
hvernig það gafst síðast. Hér verður
fjallað stuttlega um embættisverk
ríkisstjórna Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins á árunum
1995 til 2007. Farið verður sérstak-
lega yfir stefnu stjórnanna í skatta-
málum, utanríkismálum og um-
hverfismálum auk þess sem greint
verður frá einkavæðingu ríkisfyrir-
tækja um aldamótin og málefnum
Íbúðalánasjóðs.
Íbúðamál
Árið 2004 var ákveðið að hrinda í
framkvæmd kosningaloforði Fram-
sóknarflokksins um að Íbúðalána-
sjóður fengi heimild til að veita
90 prósent íbúðalán til allra sem
stóðust greiðslumat. 90 prósent
lán höfðu verið í boði frá 1986 en
einungis til þeirra sem voru tekju-
lágir og gegndu þannig félagslegu
hlutverki. Þetta olli því að íbúðaverð
hækkaði upp úr öllu valdi og á ár-
unum 1997 til 2007 hækkaði íbúða-
verð á höfuðborgarsvæðinu um 180
prósent að raunvirði. Þessi kerfis-
breyting er talin eiga stóran þátt í
uppgreiðsluáhættu Íbúðalánasjóðs
sem er stærsti vandi hans í dag. Frá
árinu 2008 hefur sjóðurinn skilað
um 50 milljarða króna tapi og hefur
íslenska ríkið þegar lagt sjóðnum
til 46 milljarða króna. Þá hefur IFS
greining sagt í skýrslu að ríkið þurfi
að leggja 22,5 milljarða eða meira til
viðbótar til sjóðsins á næstu þremur
til fimm árum. Samkvæmt tölum
frá Lánasýslu ríkisins er ríkisábyrgð
Íbúðalánasjóðs um 950 milljarð-
ar króna. Sjóðurinn hefur tekið yfir
meira en 2.000 íbúðir frá banka-
hruninu en 80 prósent þeirra eru á
landsbyggðinni og margar hverjar
á svæðum þar sem erfitt og jafnvel
ómögulegt hefur reynst að selja fast-
eignir.
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs frá
júlí 2004 til maí 2007: 175 milljarð-
ar króna.
Uppgreiðsla lána frá júlí 2004 til
maí 2007: 246 milljarðar króna.
Heildarútlán íslensku bankanna
til fasteignakaupa frá júlí 2004 til
maí 2007: 407 milljarðar króna
Skattamál
Stefán Ólafsson, prófessor í félags-
fræði við Háskóla Íslands hefur
margoft bent á að skattastefna Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins frá 1995 til 2007 var fyrst
og fremst hliðholl hátekjufólki en
lágtekjuhópar þurftu að þola aukna
skattbyrði. Þetta sést vel í töflu úr
skýrslu Þjóðmálastofnunar Háskóla
Íslands sem Stefán veitir forstöðu.
Menntamál
Í tíð Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins var mikil áhersla
lögð á að styðja við einkarekna
skóla. Þannig varð Háskólinn í
Reykjavík til árið 1998. Þrátt fyrir að
vera rekinn af Sjálfseignastofnun
Viðskiptaráðs Íslands fær skólinn
um 2,2 milljarða króna árlega í rík-
isframlag. Það sem upp á vantar
fær skólinn inn í formi skólagjalda.
Lánasjóður íslenskra námsmanna
lánar hins vegar að stærstum hluta
fyrir skólagjöldunum. Því hafa
sumir talað um að stóraukning á
skólagjaldalánum LÍN hafi ver-
ið eins og einkavæðing háskóla-
kerfisins í boði ríkisins. Árið 2001
veitti LÍN 115 milljónir króna í
skólagjaldalán. Árið 2011 veitti LÍN
hins vegar um 2,3 milljarða króna
í skólagjaldalán sem að stærstum
hluta er veitt vegna náms við há-
skóla á Íslandi. Þannig tuttuguföld-
uðust framlög LÍN til skólagjalda-
lána á einum áratug. Sem
menntamálaráðherra hvatti Björn
Bjarnason til þess að gengið yrði
til samninga við Ólaf Johnson um
stofnun framhaldsskólans Hrað-
brautar og skólanum úthlutað fé á
fjárlögum. Síðar kom í ljós að Ólafur
Johnson og eiginkona hans, Borg-
hildur Pétursdóttir, tóku tugi millj-
óna króna út úr skólanum í formi
arðs og lána.
Umhverfismál
Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins festist íslenska
stóriðjustefnan rækilega í sessi og er-
lend álfyrirtæki voru löðuð til lands-
ins. Helsta beitan var lágt raforku-
verð á Íslandi sem Landsvirkjun hélt
leyndu fyrir almenningi um árabil,
en jafnframt voru fyrirtækjum veitt-
ir ríflegir skattaafslættir og annars
konar ívilnanir. Ráðist var í stærstu
virkjanaframkvæmdir Íslands-
sögunnar við Kárahnjúka. Fram-
kvæmdin olli miklum deilum, enda
benti fjöldi fólks á að virkjunin ætti
eftir að stórskaða lífríkið í Lagarfljóti
og valda landbroti í ánni. Þetta mat
reyndist á rökum reist því samkvæmt
nýlegri skýrslu Landsvirkjunar er líf-
ríki Lagarfljóts á vonarvöl. Þetta var
fyrirséð, enda lagðist Skipulagsstofn-
un gegn framkvæmdunum á sínum
tíma. Siv Friðleifsdóttir, umhverfis-
ráðherra Framsóknarflokksins,
hnekkti hins vegar niðurstöðunni.
Þegar gengið var frá Kyoto-bókun
Sameinuðu þjóðanna um losunar-
heimildir gróðurhúsalofttegunda sá
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins til þess að Ís-
land fengi verulegar undanþágur.
Í bók eftir hagfræðinginn Roger
Bate kemur fram að Davíð Oddsson
hafi líklega verið eini leiðtoginn í
Evrópu sem gerði lítið úr loftslags-
breytingunum. „Hann studdi Bush
bak við tjöldin á nokkrum fundum
í Evrópu þar sem spurningar um
loftslagsbreytingar voru teknar fyrir,“
segir í bókinni.
Utanríkismál
Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins
og Framsóknarflokksins studdi Ís-
land dyggilega við Bandaríkin á al-
þjóðavettvangi. Það lýsti sér meðal
annars í stuðningsyfirlýsingu Hall-
dórs Ásgrímssonar og Davíðs Odds-
sonar við ólöglegt innrásarstríð í
Írak sem kostað hefur hundruð þús-
unda óbreyttra borgara lífið. Þegar
ákvörðunin var tilkynnt fullyrti Hall-
dór Ásgrímsson að sýnt hefði verið
fram á með óyggjandi hætti að Írakar
hefðu yfir efnavopnum að ráða.
Síðar hefur komið í ljós að þetta átti
sér ekki stoð í raunveruleikanum.
Björn Bjarnason hvatti til þess að
stofnaður yrði íslenskur her, sér-
staklega ef bandaríski herinn færi af
landi brott. Þá breyttust friðargæslu-
störf Íslendinga talsvert í stjórnar tíð
flokkanna og fóru í auknum mæli að
tengjast hernaði. Því hefur margoft
verið haldið fram að þjónkun ís-
lenskra stjórnvalda við Banda-
ríkjastjórn á þessum tíma hafi fyrst
og fremst þjónað þeim tilgangi að
koma í veg fyrir að bandaríski herinn
léti sig hverfa frá Íslandi. n
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar annas@dv.is
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannp@dv.is
Einkavæðingin
1998
Seldu 49 prósenta hlut
í Fjárfestingabanka
atvinnulífsins
1998
Seldu 11 prósenta hlut í
Íslenskum aðalverktökum
1999
Seldu 51 prósents hlut í Fjár-
festingabanka atvinnulífsins
1999
Seldu 13 prósenta hlut í Búnaðar-
banka Íslands
1999
Seldu 13 prósenta hlut
í Landsbanka Íslands
2001
Seldu 51 prósents hlut í
Kísiliðjunni
2002
Seldu 20 prósenta hlut í Lands-
banka Íslands
2002
Seldu 46 prósenta hlut í Lands-
banka Íslands
2003
Seldu 9 prósenta hlut í Búnaðar-
banka Íslands
2003
Seldu 46 prósenta hlut í Búnaðar-
banka Íslands
2003
Seldu 40 prósenta hlut í Íslenskum
aðalverktökum
2005
Seldu 98,8 prósenta hlut í Lands-
símanum
n Fjárfestingabanki atvinnulífsins
sameinaðist Íslandsbanka árið
2000. Árið 2006 varð Glitnir til en
bankinn fór í þrot við bankahrunið.
Það sama á við um Landsbankann
og síðar kom í ljós að Búnaðarbank-
inn hafði lánað Björgólfsfeðgum fyrir
stórum hluta af kaupverði
hans. Búnaðarbanki
Íslands sameinaðist
Kaupþingi árið 2003
sem einnig fór í
þrot í október 2008.
Landssíminn varð síðar
að Símanum og Skiptum
en í dag standa yfir viðræður við
lánadrottna og skuldabréfaeigendur
um fjárhagslega skipulagningu.
n Samson keypti Landsbankann í
október 2002 en fyrir hópnum fóru
feðgarnir Björgólfur Guðmundsson
og Björgólfur Thor Björgólfsson.
Bankinn hrundi með braki og brest-
um átta árum síðar.
170 milljarðar
Tekjur ríkisins af einkavæðingu
ríkisfyrirtækja í tíð ríkisstjórnar
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar
1995–2007.
414 milljarðar
Beinn kostnaður íslenska ríkisins
vegna endurreisnar íslenska
fjármálakerfisins í kjölfar banka-
hrunsins í október 2008.
Skattbyrði
Taflan sýnir hversu stóran hluta af
heildartekjum þeir allra tekjulægstu og
eitt prósent tekjuhæstu greiddu í beina
skatta frá 1995 til 2007. Tölur í %.
Ár Tekjulægstu Tekjuhæstu
1996 -6,0 32,2
1997 -6,0 27,8
1998 -4,2 27,7
1999 -1,9 24,5
2000 -1,4 22,0
2001 0,8 17,4
2002 0,4 16,5
2003 2,2 15,3
2004 4,1 15,8
2005 3,1 13,3
2006 3,3 13,1
Davíð Oddsson
Var forsætisráðherra frá 1991–2003
Siv Friðleifsdóttir
Var umhverfisráðherra frá 1999–2003.
Geir H. Haarde
Var fjármálaráðherra frá 1998–2004.
Björn Bjarnason
Var mennta- og síðar dómsmálaráðherra
frá 1995–2002 og 2003–2009
Halldór Ásgrímsson
Var utanríkisráðherra frá 1995–2003.
Finnur Ingólfsson
Var iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá
1995–1999.