Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 29
Tækifæri sem kemur ekki aftur! Setjum 800 milljarða í samhengi Jákvæð áhrif góðra samninga Takið þátt í áskorun þjóðarinnar til stjórnmálamanna – www.snjohengjan.is til stjórnmálamanna Áskorun Eitt af brýnustu hagsmunamálum Íslendinga er að hefja nýja sókn til bættra lífskjara með fjölgun starfa, aukinn kaup- mátt og meiri lífsgæði að leiðarljósi. Íslenskt atvinnulíf hefur verið læst í fjármagnshöftum um nærri fimm ára skeið sem skýrir að stórum hluta þá stöðnun sem ríkt hefur hérlendis á þessum tíma. Haftalæsing Íslands stafar að miklu leyti af aflandskrónum í eigu erlendra aðila, einkum svonefndra vogunarsjóða og bankastofnana, sem þeir hafa ekki komist með úr landi. Þessar krónueignir eru oft í daglegu tali kallaðar “Snjóhengjan“. Afnám gjaldeyrishafta Lækkun skatta Lækkun opinberra skuldaAukinn kaupmáttur Snjóhengjan Aflandskrónur í eigu erlendra aðila sem nema um 800 til 1.000 milljörðum eru í daglegu tali nefndar Snjóhengjan. Þessar fjárhæðir eru í dag fastar vegna gjaldeyrishafta á Íslandi. Hér er um svo stórar fjárhæðir að ræða að með engu móti er hægt að ætla það að landsmenn geti reitt fram þann gjaldeyri sem þarf til að skipta þessum krónu- eignum á núverandi gengi Seðlabanka Íslands. Upptaka á erlendum gjaldmiðli mun ekki leysa þennan vanda og því er mikilvægt að hagstæðir samningar náist við eigendur þessara aflandskróna. Tækifærið er núna Uppgjöri á þrotabúum gömlu bankanna fer senn að ljúka. Reikna má með að uppgjörinu ljúki með útgreiðslu til erlendra kröfuhafa á eignum þrotabúanna. Í þrotabúunum í dag eru yfir 2.000 milljarðar í erlendum eignum og 400 milljarðar af íslenskum krónum, eða helmingur af Snjóhengjunni. Mikilvægt er því að ná niðurstöðu samhliða því að kröfuhafar óski eftir að fá erlendar eignir þrotabúanna leystar til sín. Samningsstaðan er sterk Til þess að geta greitt þessar fjárhæðir úr landi þarf undanþágu frá lögum um gjaldeyrishöft. Íslenska þjóðin mun bera skaða af um ókomna tíð ef þessum verðmætum er öllum hleypt úr landi. Það er því mikilvægt að stjórnvöld standi á rétti þjóðarinnar og heimili ekki erlendum aðilum að leysa til sín þessar eignir, nema að hagstæð niðurstaða náist hvað varðar krónueign þessara erlendu aðila á Íslandi. Við virðum eignarétt þessara aðila, en til að veita undanþágu frá gildandi lögum er nauðsynlegt að semja um slíkt. Eitt stærsta hagsmunamál Íslendinga Tækifærið felst í því að semja um krónueignir samhliða því að nauðasamningar klárist við þrotabú gömlu bankanna. Íslendingar þurfa að standa á réttindum sínum og tryggja að stjórnmálamenn nýti tækifærið sem er í dag til að losa þjóðina undan höftum. Ef gömlu þrotabúunum verður heimilt að færa eignir úr landi, mun Ísland glata samningsstöðu sinni og tækifærinu til að lækka skuldir ríkisins. Hagstæð lausn á Snjóhengjunni skiptir íslenska þjóð sköpum. Við megum ekki gefa eftir rétt okkar eða veita undanþágur frá lögum nema að við náum hagstæðum samningum. Við skorum því á stjórnmálamenn að sýna þessu máli festu og tryggja hagstæða lausn samhliða uppgjörum á gömlu bönkunum. Snjóhengjan er eitt stærsta hagsmunamál Íslendinga fyrr og síðar og getur hagstæð lausntryggt Íslendingum verulega bætt lífskjör um komandi ár. Rekstur Háskóla Íslands Þorskaflinn á árinu 2011 Rekstur allra sjúkrahúsa á Íslandi Rekstur Háskóla Íslands í 80 ár Þorskafli Íslendinga í 17 ár Rekstur allra sjúkrahúsa í 17 ár 10m* 46m* 47m* * Allar tölur eru í milljörðum króna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.