Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 36
36 Umræða 26.–28. apríl 2013 Helgarblað É g var svo heppin að alast upp hjá ömmu minni. Amma er bóndakona af Hrauni á Skaga sem vann sem vinnu- kona um sveitirnar frá Skagafirði að Borgarnesi og seinna sem póstburðarkona í Reykjavík. Hún er harðdugleg, gefst aldrei upp þótt á móti blási og tekur líf- inu með bros á vör. Amma er fyrir- myndin mín. Ég kalla það heppni að hafa fengið tækifæri til að umgangast eldra fólk þegar ég var barn því í dag er það ekki sjálfgefið og sjald- gæfara en hitt. Viðhorfið gagnvart eldra fólki er neikvætt, svo nei- kvætt að stundum finnst mér eins og við bíðum eftir því að það fari yfir móðuna miklu því þangað til er það hreinlega fyrir okkur. Við heyrum talað illa um gamlan karl með hatt í umferðinni eða konu sem telur klinkið sitt á kassanum í Bónus. Skilningurinn og um- burðarlyndið er ekkert og þetta virðingarleysi hefur smitast út í stjórnsýsluna og kemur þar fram í bótaskerðingu og réttleysi. Kjör eldri borgara versna ár frá ári og þjóðfélagið stuðlar að ein- angrun og útskúfun. Eldri borgar- ar hitta sjaldnast yngra fólk nema þá sem starfsmenn á dvalarheim- ilum eða náskylda ættingja. Öllum brögðum er beitt til að auka á órétt- lætið, tekjutenging við bæturnar gerir það að verkum að fólk sem vill vinna getur ekki gert það með góðu móti og hættir því að sjást í þjóðfélaginu. Ríkisstarfsmönnum eldri en 70 ára er bannað að vinna nema þeir séu alþingismenn, ráð- herrar eða forsetinn því sá hópur er auðvitað öðrum æðri. Æsku- dýrkunin er orðin svo mikil að fólk á eftir fimmtugt í vandræðum með að fá vinnu aftur, missi það hana. Ástandið er hræðilegt og fáir virð- ast láta það sig varða. Árið 2005 skrifaði ég ritgerð sem ber nafnið Ofbeldi gegn öldruðum þar sem ég tala meðal annars um þjóðfélagslegt ofbeldi gegn eldri borgurum. Það eru átta ár síðan og þá var engin kreppa, engar yfir gnæfandi þjóðarskuldir en samt voru kjör þessa hóps mjög slæm og margir lifðu við sára fá- tækt og höfðu ekki efni á að bíta og brenna. Við þurfum að fara að horfast í augu við að gengið hefur verið á eldri borgara mikið leng- ur en við viljum viðurkenna. Við þurfum að horfast í augu við að níðst hefur verið á þessu fólki því við komumst upp með það þar sem það kvartar ekki og sækir ekki rétt sinn. Við þurfum að hætta að eyðileggja framtíð okkar og nú- tíð fólksins sem lagði grunninn að þjóðfélaginu okkar. Þetta er ekki mannúðlegt, þetta er ekki réttlætan legt og nú er nóg komið! Það sorglegasta er að vanda- málið hefur ekkert með skort á fjármagni að gera heldur skort á áhuga. Tekjutenging þeirra sem hafa það verst er kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið. Hún stuðlar að einangrun sem veldur veikindum og kostnaði fyrir heilbrigðis- og fé- lagslega kerfið. Hún kemur í veg fyrir að fólk sem langar að vinna vinni og skili tekjuskatti en ef það vinnur þá er eina leiðin að vinna svart. Fátækt er rándýr fyrir þjóð- félagið. Króna á móti krónu segja þeir og telja það í lagi. Aldraðir hafa það ágætt segja þeir og hafa aldrei lifað við skort. Ég get ekki lofað árangri en ég mun reyna. Ég get ekki lofað áhuga annarra en ég mun vera ákveðin og beita rökum. Ég get ekki lofað að ég mæti ekki mótspyrnu en ég mun ekki gefast upp. Þetta er mér hjart- ans mál og það hefur ekkert með þessar kosningar að gera. Ég vona að þessi hugleiðing mín veki upp reiði hjá fleira fólki en mér og við sjáum betri tíð á komandi árum. Takk fyrir mig. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Ég kvíði því að eldast Aðsent Hildur Sif Thorarensen „Kjör eldri borgara versna ár frá ári og þjóðfélagið stuðlar að einangrun og útskúfun. V ilt þú að stjórnvöld beiti sér betur í eineltismálum í þjóðfélaginu? Vilt þú að allir njóti jafns réttar til náms? Vilt þú hafa áhrif á nýtingu náttúruauðlinda landsins? Það er alltaf skrítið að kjósa í fyrsta sinn, ég man þegar ég kaus fyrst. Ég vandaði mig hrikalega mikið, vildi sko ekki gera neina villu, braut saman kjörseðilinn og setti í kassann. Gekk síðan út á bíla- stæði, hálfsmeykur við að einhvern veginn hefði ég samt klúðrað þessu. Það felst ákveðin ábyrgð í því að búa í lýðræðisríki. Að búa við lýð- ræði eins og á Íslandi krefst þess m.a. að sem flestir mæti á kjörstað, merki X við þann flokk sem þeim þykir bestur (skástur) eða skili jafn- vel auðu. Sumir skrifa meira að segja ljóð á sína kjörseðla. Það má, þó kjörseðillinn sé þar með ógildur. Hér á landi er nú svo kom- ið að ungt fólk virðist hafa minni áhuga en áður á stjórnmálum. Það skiljum við vel enda ímynd ís- lenskra stjórnmála ekki upp á sitt besta; endalaust rifrildi, þvaður og pólitíkusar sem tala og tala en segja samt ekki neitt. Það er mjög skiljan- legt að maður vilji frekar eyða tíma sínum í eitthvað allt annað. Hinsvegar - ef þú vilt hafa áhrif, ef þú vilt gera eitthvað til að hafa áhrif á jafnrétti til náms, eineltis- mál í skólum eða að skoðuð sé lög- gjöf um hámarkshraða, þá er fyrsta skrefið að kynna sér málin og taka svo upplýsta ákvörðun um hvernig atkvæði þínu er best varið. Ungt fólk tekur síður þátt í kosningum Samkvæmt skýrslu sem Landssam- band æskulýðsfélaga (LÆF) gaf út í byrjun mars eru vísbendingar um að þátttaka ungs fólks í kosningum á Íslandi sé umtalsvert minni en annarra aldurshópa og fari auk þess snarlega minnkandi. Í samantekt sem LÆF tók saman og birti þann 9. október árið 2012, um fjárútlát ríkisins til æskulýðsmála og stöðuna í mála- flokknum, kemur fram að að- eins 7,6% fjármagns sem rennur til æskulýðsmála rennur til starfs sem beinist og/eða er haldið uppi af ungu fólki á aldrinum 15–24 ára. Gæti það stafað af því að þessi þjóðfélagshópur hafi orðið út undan í íslenskum stjórnmálum og stjórnvöld sjái ekki ástæðu til að annast hann sérstaklega? Ætlar þú að láta aðra taka ákvarðanir fyrir þig? Við erum heppin að búa í landi þar sem hver sem er getur valið hvað hún eða hann vill kjósa. Við erum svo heppin að við getum meira að segja kosið að sitja heima. En kannski er kominn tími til að unga fólkið láti í sér heyra; það er jú það sem tekur við landinu og okkar kynslóð er sú sem mun taka við því búi sem alþingismenn nútímans eru að byggja. Stefnumót við stjórnvöld 3. apríl buðum við hjá LÆF og Æskulýðsvettvanginum ungu fólki til stefnumóts við stjórnmálin, þar sem fulltrúum allra framboða til Alþingis var boðið að mæta og ræða við unga fólkið á jafningja- grundvelli um þau málefni sem brenna helst á ungu fólki í íslensk- um stjórnmálum og samfélaginu. Stefnumótið var vel heppnað en yfir 100 ungmenni tóku þátt í um- ræðunum og var það okkar mat að vel hefði heppnast til. Stefnumótið var liður í að fá ungt fólk til að kynna sér málin og geta tekið ákvörðun byggða á upplýsingum og samtali við frambjóðendur framboðanna. Við hvetjum ungt fólk til að kynna sér þá flokka sem eru í boði og stefnu þeirra. Við hvetjum ungt fólk til að mæta á laugardaginn og nýta rétt sinn til að kjósa. Höfundur er framkvæmdastjóri LÆF. Ungt fólk mun líklegra til að sitja heima Aðsent Unnsteinn Jóhannsson „Við hvetjum ungt fólk til að mæta á laugardaginn og nýta rétt sinn til að kjósa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.