Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Qupperneq 40
H ér þarf að koma á þjóðar- sátt, er vinsæll frasi þessa stundina þegar rætt er um kvótann. Uppskriftin að þeirri þjóðarsátt er mis- munandi eftir því hver talar. Minna hefur verið rætt um uppgjör eða ábyrgð áður en hin marg umrædda þjóðarsátt á að eiga sér stað. Staðreyndir og staðreyndavillur um málið fljúga þvers og kruss og hafa gert um margra ára bil. Stað- hæfingar sem er slengt fram, í tíma og ótíma, af alþýðu og valdhöf- um, hagsmunaaðilum og óháð- um. Alltaf er einhver að rífast um kvótann. Um kennitöluflakk eða glæpastarfsemi. Heiðaleika og vinnusemi. Dugnað eða svindl. Að hér fari allt á hvolf ef þetta eða hitt verði gert eða ekki gert. Einn seg- ir Ísland vera með besta fiskveiði- stjórnunarkerfi í heimi, annar tal- ar um misskiptingu og spillingu. Sumir hrópa ranglæti en aðrir réttlæti. Svona væri lengi hægt að reifa hvað sagt er þegar kvótinn er ræddur manna á milli. En hvað er satt og hvað er logið vita hins vegar færri. Þeir eru ekki margir sem hafa heildarsýn á þann veruleika sem um er rifist. Þó hafa allir sína sýn sem oft og tíðum virðist vera sú eina rétta. Kannski getum við ekki fyllilega rakið það ferli sem hefur átt sér stað frá því við settum miðin á markað til dagsins í dag. En sakar að reyna? Væri svo vitlaust að reyna að rekja það örlagaríka ferli sem hefur átt sér stað síðan kvótanum var út- deilt til að fá heildarsýn yfir hvað hefur gerst og hvernig? Gleymum því ekki að margir sem kjósa núna og munu kjósa næst og þarnæst voru ekki fæddir þegar framsalið var lögfest, aðrir voru aðeins börn. Unga kynslóðin hefur ekki fylgst með því ferli sem hefur átt sér stað frá upphafi. Stór hluti landsmanna hefur því ekki grundvöll til að gera umræddan ágreining upp á sann- gjarnan hátt, fái hann ekki aðgang að upplýsingum til að geta metið stöðuna eins og hún er og af hverju hún er þannig. Er unga kynslóðin kannski ekki hluti af þessari þjóðarsátt? Eða þjóðin öll? Gæti verið að einhverjir slái þessum frasa framan í fólk og ætli þessari þjóðarsátt aðeins að eiga sér stað inni á Alþingi? Vonandi ekki. Þjóðin tekur þátt í þjóðarsátt, það hlýtur að vera al- veg ljóst og því fagnaðarefni að svo margir frambjóðendur virðast ætla að leyfa þjóðinni að koma að þátttöku í eins viðamiklu máli og skipting aflaheimilda, þjóðareignar landsmanna, er. Þó svo að margir landsmenn hafi ekki fulla yfirsýn yfir þá stöðu sem upp er komin, og hvernig hún kom til, finnur hver einasti Íslendingur fyrir henni á eigin skinni. Skipting þjóðareignar á að vera þjóðarmál sem sett er fram í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að þjóðin hefur verið upplýst um allar hliðar málsins. Vissulega er það hlutverk stjórn- valda að vanda til verka, í takt við þjóðina og í samræðu við hana, við að finna heppilegar lausnir á deilunni eftir að öll spilin hafa verið lögð á borðið. Þorum við að læra af reynslunni eða viljum við aðeins gleyma því sem að baki er og prófa eitthvað nýtt? Þorum við að leyfa öllum sjónarmiðum að heyrast á réttmætan, hlutlausan og heild- stæðan hátt? Erum við að tala um enn eina rannsóknar skýrsluna? Höfundur er í 2. sæti Lands­ byggðarflokksins í Norðvestur­ kjördæmi. 40 Umræða 26.–28. apríl 2013 Helgarblað Satt og logið um kvótann? Hrægammarnir og skytturnar Aðsent Steinunn Ýr Einarsdóttir „Gleymum því ekki að margir sem kjósa núna og munu kjósa næst og þarnæst voru ekki fæddir þegar framsalið var lögfest. E f marka má málflutn- ing framsóknarmanna eru hrægammar mestu skað- ræðisskepnur, reyndar svo slæmir að búið er að spyrða þá saman við vogunarsjóði, svokall- aða hrægammasjóði. Fuglafræðingi sem ég hef rætt við finnst illa að hrægömmum vegið því engin ógn stafi af þeim í náttúrunni. Hann vill þó ekki tjá sig um þetta opinberlega eða láta nafn síns getið af ótta við að verða úthrópaður sem andstæðing- ur heimilanna eða handbendi er- lendra fjármagnseigenda. En þetta sagði hann mér um hrægamminn; „… þeir eru hræætur og heldur hug- lausir í samanburði við ýmsa aðra fugla, eins og til dæmis fálkann. Ólíkt fálkanum sem er ránfugl drepa hrægammar sér ekki til matar. Svíf- andi í uppstreyminu bíða þeir þol- inmóðir eftir að komast að hræjum sem rándýrin skilja eftir sig.“ Þess vega þótti honum bæði sérkennilegt og miður að þessi myndlíking skyldi verða eitt af áhrifaríkustu áróðursbrögðum kosningabaráttunnar. Reyndar gæti myndlíkingin öðlast nýtt líf. Trúað- ir markaðshyggjumenn sem hafa bent á að vogunarsjóðirnir „sér- hæfi sig í að kaupa hæpnar kröfur“ og mætti kannski túlka það þannig að þeir gegni þannig göfugu hlut- verki í lífríki markaðarins. Sama hlutverki og hrægammurinn gegnir í lífríkinu. Hann kemur þegar rán- dýrin hafa étið sig södd og hreinsar restarnar af beinunum. Við og fuglafræðingurinn höfum því miklar efasemdir um að mynd- líkingin eigi vel við þó hún sé gott áróðursbragð. Nema að því leyti að hrægammar geta beðið þolinmóðir eftir að komi að þeim í goggunarröð- inni. Kröfuhöfum (eða hrægömm- um) sem annaðhvort hafa átt kröf- urnar frá hruni og fært verð þeirra verulega niður á bókum sínum eða hafa keypt þær á hrakvirði, liggur því sennilega ekki eins mikið á að semja og framsóknarmenn halda. Stórkarlaleg orðræða um hrægamma og haglabyssur virð- ist helst vera bragð til að breiða yfir það að Framsóknarflokkurinn er annaðhvort ekki með – eða ekki sammála um hvaða leiðir á að nota til að láta kröfuhafa fjármagna dýrar leiðréttingar á húsnæðislánum heimilanna. Og verst er að umræð- an festist í þessum einstrengings- legu og óupplýstu hjólförum. Sér- staklega fyrir okkur sem erum sammála um að nauðsynlegt sé að leiðrétta verðtryggð lán. Ef ríkið fer ekki í leiðréttingar munu þær ger- ast af sjálfu sér með óskipulegum, skaðlegum og kostnaðarsömum hætti þegar afskrifa verður skuld- irnar hjá Íbúðalánasjóði, þegar fjölskyldur gefast upp á að borga samviskusamlega, á meðan lán- in hækka um hundruð þúsunda á milli mánaða. Það er eins og fram- sóknarmenn benda á réttlætismál að vinda ofan af þessu rugli. Flestir hljóta að vera sammála um það og þess vegna þarf að ræða leiðirnar að því markmiði en ekki hrægamma og haglabyssur. EN það er ekki nóg að leiðrétta skaðann sem orðinn er, það þarf líka að hugsa til framtíðar! Annað og ekki síður mikilvægt atriði sem kemst eiginlega ekki að í hrægammaumræðunni stórkarla- legu er hvernig eigi að koma í veg fyrir að leiðréttu lánin haldi svo áfram að hækka og íþyngja fjöl- skyldunum um ókomna framtíð? Það er álíka skammgóður vermir og að pissa í skóinn sinn að eyða 300 milljörðum í að niðurgreiða verðtryggð húsnæðislán um 20% ef verðtryggingarvítisvélin fær svo svo bara að malla áfram og hækka skuldirnar á ný. Á að standa að 20% niðurfell- ingu á fjögurra til fimm ára fresti? Eða, á að banna verðtryggingu og vera bara í staðinn með himin- háa vexti vegna þess óstöðugleika sem hefur undanfarna áratugi ein- kennt efnahagslíf okkar og gjald- miðil? Látum ekki uppnefni, slag- orð og skrum verða til þess að við horfumst í augu við stöðuna í dag eða framtíðina. Spurningin er í rauninni ekki hvort, heldur hvern- ig leiðréttingin á að fara fram og hvernig við ætlum að komast út úr þessu til framtíðar. Höfundur er MA­nemi í heimspeki. Aðsent Sævar Finnbogason „Við og fugla- fræðingurinn höf- um því miklar efasemdir um að myndlíkingin eigi vel við þó hún sé gott áróðursbragð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.