Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Qupperneq 42
42 Viðtal E in fyrsta minning Andra Snæs er frá því hann var þriggja ára og bílstjóri í sjúkrabíl bauð honum að sitja frammi í. Fjölskyldan hafði lent í slysi í Öxnadal þar sem bíllinn valt og kollsteyptist hring eftir hring og fjölskyldan tvístraðist. „Mamma hálsbrotnaði og ég man að ég lá á maganum á pabba og hann andaði þungt. En meira að segja þetta drama var eitthvað sem ég tók inn í sjálfsmyndina sem lífs- reynslu. Ég er viss um að foreldrum mínum hefur fundist það hrikalegt að velta allri fjölskyldunni uppi á miðri heiði en fyrir mig var þetta saga að segja frá.“ Strax eftir slysið þurfti að fað- ir hans að halda til Ameríku þar sem hann átti að mæta í sérnám og móðir hans varð eftir heima með börnin, barnshafandi með hálskraga. Skömmu síðar fylgdi hún á eftir og krakkarnir með. „Þetta var stór breyting á lífi okk- ar sem ég man mjög vel eftir. Pabbi var læknir og vann úti í sex ár. Á þeim tíma fluttum við þrisvar en áður en við fórum út bjuggum við á Seyðisfirði. En á meðan við vor- um úti þá fékk ég rómantíska fjar- lægð frá Íslandi. Mér fannst Ísland rosalega kúl og kunni að meta það sem fólkið heima sá sem vankost. Eins og að það væri ekki sjónvarp á sumrin. Ég þoldi ekki þegar vin- ir mínir úti vildu vera inni að horfa á sjónvarpið á sumrin. Sumir voru með kapalsjónvarp og sátu náfölir við skjáinn allan daginn alla daga. Ég skildi þá ekki. Ég vildi vera úti að veiða froska og kom svo heim til Ís- lands með slöngubit á hendinni því ég hafði verið bitinn af slöngu. Mér fannst það svolítið kúl,“ segir hann hlæjandi. Leitaði til Friðriks Sophussonar Andri Snær situr gegnt mér í göml- um stól í mælaherberginu í Topp- stöðinni. Herbergið gegnir hlut- verki setustofu, það er fullt af gömlum stólum á víð og dreif og hér er einnig gamalt brúnt leður- sófasett sem er orðið hálflúið eins og gólfið sem er slitið. Á veggnum eru alls konar mælar, fleiri en tölu verður á komið. Hér eru meira að segja til yfirlit yfir rafmagnsnotkun borgarbúa á aðfangadag fyrri ára. Út úr herberginu er útsýni að tveimur túrbínum og einhverju sem lítur út fyrir að vera feiknarstór ketill. Þaðan er gengið inn í rými þar sem dauðar dúfur lágu á gólf- inu þegar þau komu hingað fyrst og er fyrir vikið kallað Where the doves die. Héðan sér maður líka niður skrifstofuganginn, þetta er varðturninn. Í Toppstöðinni hafa sjálfstætt starfandi hönnuðir, arkitektar og listamenn aðstöðu. Andri Snær var í hópi þeirra sem komu því í kring að þeir fengju hér inni. Honum leist þó ekki á blikuna þegar hann áttaði sig á því að það var Lands- virkjun sem fór með ákvarðana- valdið og ákvað að senda Friðriki Sophussyni persónulegan póst og biðja hann um aðstoð. „Ég var viss um að hann væri með Machiavelli á náttborðinu, sem sagði að ef mað- ur væri í vanda ætti maður að leita á náðir óvinarins og ákvað að prófa. Það reyndist rétt ákvörðun.“ Toppstöðin er í Elliðaárdaln- um, yfirgefin rafstöð sem minnir á skuggahlið jólanna. Skrímsliskumb- aldi í náttúruvin borgarinnar. Hér var rafmagn framleitt á mestum álagspunktum ársins, eins og þegar jólasteikin fór í ofninn á heimilum borgarbúa. Húsið er of stórt fyr- ir dalinn en hefur verið þar lengi, málað í daufbrúnum litum og fell- ur einkennilega inn í landslagið. Harður og kaldur veruleiki iðnað- arins kallast á við náttúruna, orku- ver keyrt áfram á kolum, mengandi skrímsli sem liggur nú í dvala. Hef- ur ekki verið notað lengi, nema sem miðstöð hugmynda. Stigi liggur upp á piparmyntu- grænan skrifstofuganginn og inn í aðalvélarýmið þar sem Andri Snær beið okkar. Terrazo-gólfið er slitið þannig að það glittir í styrktarjárn undir tröppunum. Loftið er kalt og ferskt, einhvers staðar blæs inn, það drýpur úr loftinu og járngólfin eru ryðguð í hreinum rauðum lit. Drifkraftur í ást og kærleika Drama lífsins er til umræðu. Klisjan um að rithöfundar geti ekki skrifað nema þeir hafi upplifað sársauka hræddi Andra Snæ. „Ég hafði oft áhyggjur, því ég hafði lesið þetta,“ segir hann hlæjandi. „Ég er mjög heppinn því ég á enn tvær ömmur og tvo afa, átti reyndar þrjá og er bú- inn að missa einn. Jú, ég upplifði góða ástarsorg þegar ég var sautján ára og það var alveg heimsendir þá,“ segir hann í gríni og hlær. „En ég held að mik- il ást á sögum, ljóðum og landi og almennur kærleikur í uppeldi geti verið jafn mikill drifkraftur og sárs- auki. Fyrir utan það að ég held að það sé mjög misjafnt hvernig fólk upplifir sársauka og skynjar heim- inn, hvort fólk geti sett sig í spor annarra, sem ég held að skipti meira máli. Ég hef skrifað rosalega súrar bækur og stundum fæ ég fyr- irspurnir um hvaða eiturlyf ég hafi notað þegar ég skrifaði Love Star. En ég hef alltaf verið mjög „straight“ og hef aldrei notað eiturlyf. Það lá ekki beint við að ég endaði svona, sem mótmælandi og rithöfundur.“ Hann sá það heldur ekki endi- lega fyrir sjálfur. Afi hans er lækn- ir, pabbi hans líka og systir hans var meira að segja fyrsta íslenska kon- an sem varð heilaskurðlæknir. Eft- ir stúdentinn tók hann eina önn í læknisfræði en féll á „klásusnum“ þegar hann skrifaði um anatómíu hafmeyja. „Ég held að ég hefði ekki orðið góður læknir.“ Afi skar upp Íranskeisara Ekki eins og afi hans sem var fræg- ur heilaskurðlæknir í Ameríku, skar upp Íranskeisara, Andy Warhol og Oppenheimer sem fann upp kjarn- orkusprengjuna og „hafði þannig puttana í mannkynssögunni,“ eins og Andri Snær orðar það. „Son- ur afa var einn besti krókódílasér- fræðingur í heimi. Hann ólst upp í Ameríku með froska í garðin- um og dó úr malaríu. Þegar hann dó var heilsíðugrein um hann í Economist. Hann var í raun frægari en afi, en hann var samt mjög hóg- vær. Systir hans afa var síðan barn- fóstra hjá Tolkien. Þannig að þetta var merkileg fjölskylda. Amma og afi í Árbænum voru það líka, en þau fóru í brúðkaups- ferð á Vatnajökul og voru frum- kvöðlar í hálendisferðum. Í raun kom þessi hálendiskúltúr þaðan. Þau voru fyrsta fólkið sem fór á marga þessa staði, voru Sjerpar og stofnuðu jöklarannsóknarfélagið. Síðan var föðurfjölskyldan alltaf á eyðibýli á Melrakarsléttu öll sum- ur. Á öllum þessum stöðum voru sögur sem heilluðu mig þegar ég var yngri og mikil væntumþykja. Þannig að löngunin til þess að skrifa kom meira út frá ást en harmi. Ég notaði þetta líka til þess að slá um mig þegar ég þurfti að bæta upp fyrir það hvað ég var lélegur í fótbolta og búa til smá „edge“. Þá sagði ég sögur af ömmu sem var fyrsta íslenska konan til að fljúga og langafa mínum sem stofnaði Val hjá séra Friðriki og þessu fólki. Það hjálpaði.“ Húsið sem enginn bjargaði Lengst af bjó Andri Snær í Ár- bænum þar sem langamma hans og langafi eru frumbýlingar og mamma hans fæddist. „Langamma og langafi byggðu eitt fallegasta húsið í Árbænum sem var mjög sögufrægt því þar voru fyrstu mess- urnar í Árbænum og þar var fyrsta pósthúsið og þarna var ákveðinn miðpunktur. Bankinn eignaðist húsið en á því hvíldi sú kvöð að það yrði ekki rifið. Sú kvöð var þó ekki þyngri á metunum en svo að það var síðar selt einhverjum verktaka, fyrir andvirði einnar raðhúsalóð- ar, sem reif það og byggði raðhús á lóðinni. Ég vissi að ættinni þótti sárt að sjá húsið rifið en það gerði enginn neitt. Þá sá ég að fólk hefur oft sterkar skoðanir á einhverju en á meðan það er í hlutlausum gír og gerir ekkert þá er hægt að draga það hvert sem er. Við hefðum getað bjargað þessu húsi og þarna myndi ég segja að ákveðinn aktífismi hafi kviknað í mér. Þegar ég sá allar þessar áætlanir varðandi hálendið var ég sannfærður um að stór hóp- ur væri andvígur þeim en myndi ekki gera neitt. Við myndum láta þetta gerast og svo yrðum við ótrú- lega leið á eftir.“ Hugmyndakassinn sprengdur Hann var vel upp alinn strákur af prúðari gerðinni, lék sér með legó fram eftir aldri, var góður í skóla, reifst aldrei og drakk ekki. Sprengdi reyndar einu sinni upp hugmynda- kassa í Árbæjarskóla þegar hann var sextán ára. „Það var síðasta sprellvirkið sem ég vann.“ En því fór fjarri að uppreisn hafi verið hvatinn að því spellvirki Andri Snær Magnason rithöfundur rifjar upp fyrstu minninguna af því þegar fjölskyldan lenti í bílslysi í Öxnadal og mamma hans hálsbrotnaði. Hann rifjar það einnig upp þegar vinur hans sagði stelpunni sem hann var skotinn í að hann vildi tala við hana. Þau voru átján og eru enn saman í dag, gift og fjögurra barna foreldrar. Hann rifjar einnig upp geðveikina í kringum átökin um Kárahnjúkavirkjun en hjartað sló hraðar í baráttunni, eins og sást á síritan- um sem hann bar. Sjálfur var hann hvattur til þess að stofna flokk og fara á þing en ákvað að hreinsa hugann, skrifa ævintýri og finna hamingjuna. Var fastur í stríðsástandi „Ég hef alltaf verið mjög straight og hef aldrei notað eiturlyf. Það lá ekki beint við að ég myndi enda svona, sem mótmælandi og rit- höfundur. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal 26.–28. apríl 2013 Helgarblað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.