Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 43
Andra Snæs, þetta var bara fikt, hugmynd, hann var með sprengju og þarna var hugmyndakassi. „Ég var alltaf með hugmyndir. Hvort sem það voru draumar um risa­ vaxna legóborg í geymslunni hjá mömmu og pabba eða hugmyndir um það hvernig ég vildi hafa skóla­ blaðið. En ég þorði ekki að segja neinum frá hugmyndum mínum og man pirringinn sem ég fylltist þegar ég sá svo eitthvað gerast og vissi að ég hafði betri hugmyndir.“ Þorði ekki í myndlist Þórður Helgason var ljóðskáld og vinur föður hans. Eftir mennta­ skóla fór Andri Snær að lesa ljóðin hans og heillaðist. „Allt í einu var ég kominn með eitthvert efni og þá var spurning hvort ég ætti að gefa það út eða ekki.“ Þórður hvatti hann áfram, sagði að þetta væri gott og hann ætti að birta þetta. „Annars hefði ég örugg­ lega skúffað þetta. Þegar maður er búinn að skúffa eitt og farinn að vinna við eitthvað annað þá líður tíminn hratt og það erfitt að halda áfram.“ Árið 1993 þegar Andri Snær byrjaði að skrifa þá var ákveðin deyfð í samfélaginu. „Öll róttækni í samfélaginu var dáin og málefni samkynhneigðra, réttindi kvenna og aðgengi fatlaðra voru að þróast í rétta átt. Atvinnuleysi var til stað­ ar en það voru engar lausnir í sjón­ máli.“ Þá byrjaði geðveikin Stóriðjulausnin var ekki kom­ in á skrið og Andri Snær hélt að hálendið væri að verða sjálffriðað. Það var ekki fyrr en Guðmundur Páll stakk niður fána í Hágöngum að Andri Snær vissi að eitthvað væri að. „En ég hafði engar upplýsingar um hvað væri yfirvofandi eða yfir­ sýn yfir þá staði sem voru í hættu.“ Í kringum 2000 skall allt í einu á með Kárahnjúkavirkjun og þá hófst geðveikin. Andri Snær fékk um­ hverfismálin á heilann og hugsaði um húsið í Árbænum sem hann sá alltaf eftir að hafa ekki bjargað og reiði óx innra með honum. „Ég vissi að ef ég hefði haft valkostinn um að kaupa húsið á fimm milljónir eins og verktakinn þá hefði vel getað það. En það er alltaf eitthvað annað sem liggur undir.“ Því dýpra sem hann sökkti sér ofan í málin því helteknari varð hann. „Allt í einu áttaði ég mig á því að það var eitthvað að verk­ fræðistéttinni. Ég var á eðlisfræði­ braut og við héldum að við værum langklárastir í skólanum. Þetta var hroki, strákahroki. Almennt er fólk frekar lélegt í stærðfræði og þegar þú ert að læra stærðfræði lítur þú niður á þá sem eru í félagsfræði. Síðan kemstu að því að þú getur lagt fram einhverja stærðfræði og af því að fólk er svo hrætt við hana þá samþykkir það það sem þú segir.“ Nema Andri Snær. Hann lagðist yfir tölurnar sem voru birtar í fjöl­ miðlum, allar terawattstundirnar sem átti að virkja. Þegar hann fór að skoða niðurstöðurnar áttaði hann sig á því að það átti að virkja allt og miklu meira en allt. „Allt í einu sá ég að í embættismannakerfinu voru menn fastir inni í einhverri kúltúrbólu og hættir að skilja hvað þeir voru að gera samfélaginu. Þess vegna finnst mér það óhugnanlegt þegar talað er um að taka upp rammaáætlun og að hún eigi eingöngu að byggja á niður­ stöðum vísindamanna.“ Galdrafár Fyrir ekki svo löngu lagðist hann aftur yfir áætlanir um virkjanakosti frá árinu 2006. „Eyðileggingin sem fylgdi áætlunum var yfirþyrmandi og mér fannst ég vera lentur í ein­ hverjum absúrd veruleika. Það er sorglegt að sjá að þetta hafi verið lagt fram sem raunveruleg stefna, að fólk hafi trúað á þessa framtíðar­ sýn og að þeir sem hafi verið á móti þessu hafi raunverulega verið rakk­ aðir niður. Mér finnst það hrika­ leg tilhugsun að þessir sömu flokk­ ar komist aftur til valda. Ég held að þessir flokkar þurfi miklu lengri fjarveru frá völdum til að öðlast eðlileg viðhorf.“ Samtímis voru Þjórsárver, Langisjór, Torfajökulssvæðið, Gjá­ stykki, Þeistareykir, allt Reykjanes­ ið, rúmlega öll Hellisheiðin og laxinn í neðri hluta Þjórsár, sem er fimm prósent af laxastofni Ís­ lands, í hættu, segir hann. „Þetta var galdrafár, einhvers konar síkósa þjóðar sem hafði uppfyllt allar sínar þarfir. Það var eins og fólk væri læst inni í herbergi og orðið tryllt, hefði engan sans fyrir umheiminum lengur. Allri sem trúa enn á þetta þurfa að flytja til útlanda til að rétta sig af og sjá heiminn í öðru ljósi því það er ekkert eðlilegt við þetta.“ Valdaleysi og örvænting Sem listamaður var hann heppinn að finna sér farveg með Drauma­ landinu til þess að verða samferða sjálfum sér. „Þegar listamaður, sem væri í eðlilegu árferði að skoða allt aðra hluti, lendir í því að eitthvað brennur svona á honum er mikil­ vægt að listin lúti ekki í lægra haldi. Með því að skrifa Draumalandið og gera myndina þá gat ég unnið með það sem var mér svo dýrmætt.“ Þó að það hafi verið bæði lær­ dómsríkt og gefandi að taka slaginn var ekki auðvelt að vera mótmæl­ andi. Baráttan heltók Andra Snæ og reyndi mjög á alla aðstandend­ ur, heimilið og hann sem var fastur í stríðsástandi, fastur í spennu­ ástandi, að berjast fyrir stöðum sem að hans mati vo ru hálfheilagir. „Þetta lagðist þungt á marga því þetta var ekki leikur. Fólki fannst það raunverulega missa allt og ég sá marga, sem tóku kyndil­ inn, brenna upp. Það var svo mik­ il sóun á kröftum fólks sem venju­ lega gefur mikið til samfélagsins að halda því í herkví árum saman og traðka á skoðunum þess með þeim afleiðingum að það finnur til valdaleysis og örvæntingar. Það var mikil sorg í hreyfingunni eftir Kárahnjúkavirkjun.“ Það hafði einnig áhrif á heilsu na. Það var vont að sjá að fólk færa rök fyrir sínu máli og mæta fyrir­ litningu. „Ég var orðinn mjög reiður á tímabili, fékk oft svartar hugsan­ ir og var með miklar dýnamít fanta­ síur um hvað væri hægt að gera til þess að snúa þessu kerfi. Ég var ekki búinn með heilsuna, en fólk þarf að passa sig að brenna ekki upp í svona slag.“ Fjögurra barna faðir Það kom því að því að Andri Snær varð að draga sig út, hreinsa hug­ ann og vinna að öðrum verkum eftir langa törn. Hann er fjögurra barna faðir, þriðja barnið fæddist árið 2005 þegar Draumalandið kom út og það fjórða árið 2008. Þau eru fimm, sjö, ellefu og sextán ára, tíu ára að meðaltali og samtals fer­ tug á þessu ári. „Árið 2008 áttuðum við okkur á því að við vorum í fyrsta sinn í mörg ár bara tvö ein saman í útlöndum, ég og konan mín, þang­ að til hún leit niður á magann á sér og mundi að hún var komin átta mánuði á leið,“ segir hann hlæj­ andi. Fólk talar oft um að pólitík sé ekki fjölskylduvæn og þegar hvirfil­ bylurinn í kringum Draumalandið náði hápunkti um haustið reyndi á Andra Snæ. Bókin varð metsölu­ bók, hann hélt fyrirlestra úti um allt land og kynntist fjölda fólks. „Eftir á að hyggja var þetta algjör bilun.“ Kona Andra Snæs, Margrét Sjöfn Torp, er hjúkrunarfræðingur og einn besti yfirlesari sem Andri Snær hefur haft. „Það hefur kannski reynt á þar, þegar ég er kominn í tímaþröng og hún er að lesa yfir og við erum með nýfætt barn og allt í gangi. Við erum á hápunkti erilsins núna, með fjögur börn á leikskóla­ og skólaaldri. Þegar ég er bara með tvö börn þá finnst mér stundum eins og ég sé í fríi.“ Til þess að stilla saman strengina fara þau stundum til Ítalíu þar sem þau dvelja á Sikiley í mánuð eða tvo. Alltaf jafn ástfanginn Þau kynntust hérna í Elliðaárdaln­ um þar sem þau voru bæði við störf í rafmagnsveitunni, átján ára, og hafa verið saman síðan. Andri Var fastur í stríðsástandi„Ég var orðinn mjög reiður á tímabili, fékk oft svartar hugs- anir og var með mikl- ar dýnamítfantasíur um hvað væri hægt að gera til þess að snúa þessu kerfi. „Annars eru vinstri menn svolítið eins og Snæfríður Ís- landssól og velja frekar það versta en það næst besta. Viðtal 43Helgarblað 26.–28. apríl 2013

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.