Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Side 49
 49Helgarblað 26.–28. apríl 2013 ára var elsta fórnarlamb raðmorðingjans José Vega sem herjaði á eldri konur í nágrenni spænsku hafnarborgarinnar Santander á árunum 1987–1988. Fórnarlömb Vega voru alls 16 talsins en hann nauðgaði þeim áður en hann réð þeim bana. Vega var dæmdur í 440 ára fangelsi snemma á 10. áratugnum. Skömmu eftir að hann hóf afplánun, árið 1992, var hann stunginn til bana af tveimur samföngum sínum.93 F ólk leggur ólíkan skilning í hjú- skaparheitið „þar til dauðinn aðskilur oss“. Einn þeirra sem túlkaði það á sinn veg var Jack nokkur Alderman. Fyrir vik- ið varð Jack þess vafasama heiðurs aðnjótandi að dvelja manna lengst á dauðadeild í bandarísku fangelsi áður en hann fékk, fyrir tilstuðlan eit- ursprautu, far með Karoni yfir ána Styx og hitti þar skapara sinn, eins og stundum er sagt. Jack þessi fæddist 29. maí 1951, og í þessari frásögn verður ekki dval- ið við uppvaxtarár hans og það sem þau hugsanlega kunna að geyma. Við stökkvum beint til ársins 1975, 14. júní nánar tiltekið, en þá var Jack, þá 24 ára, sakfelldur fyrir að hafa orðið konu sinni, Barböru, að bana. Ekki einn að verki Saksóknari byggði málarekstur sinn á því að Jack hafi viljað komast yfir líf- tryggingarfé Barböru, 20.000 banda- ríkjadali. Þar sem gildistími áður- nefnds hjúskaparheits er mislangur taldi saksóknari að sennilega hefði Jack ekki hugnast biðtíminn sem hann sá fram á og því hafi hann grip- ið til eigin ráða. Jack fékk til liðs við sig John Arthur Brown. Hann var boðaður á heim- ili Alderman-hjónanna og varð það hans hlutskipti að slá Barböru í höf- uðið með skiptilykli, en slíkt verkfæri er til margra hluta nytsamlegt. Í kjölfar höfuðhöggsins var kom- ið að Jack, og fullyrti saksóknari að hann hefði haldið fyrir vit eiginkonu sinnar þar til hún missti meðvitund og gaf síðan upp öndina. Síðan óku þessir miklu dáðadrengir með Bar- böru í fjölskyldubílnum í gilskorn- ing nokkurn, og settu Barböru í bíl- stjórasætið. Áhöld um áreiðanleika sönnunargagna Þegar lögreglan tók Jack tali árla næsta morgun sáu þeir blóð á skyrtu hans – blóð eiginkonunnar. Hann kom með þá skýringu að þegar hann hefði komið heim að lokinni vinnu kvöldið áður hefði hann komið að tómu húsi. Hann ályktaði að Barbara hefði skroppið til ættingja sinna og var á leið þangað þegar hann rak aug- un í bifreið hennar í gljúfrinu. Hann hefði fundið eiginkonu sína látna, þrýst, harmi sleginn, höfði hennar að bringu sinni og síðan flúið, enda í miklu áfalli, eins og allir hlytu að skilja. John Arthur Brown lenti í djúp- um skít við yfirheyrslur og í grein á Timesonline segir: „Félagi Alderman á sakborningabekknum, John Brown, fíkill og áfengissjúklingur, játaði á sig morðið, en breytti síðar frásögn sinni til að bendla Alderman við málið. Brown fullyrti að hann og Alderman hefðu í sameiningu banað frú Ald- erman, og að Alderman hefði heitið honum greiðslu fyrir vikið. Engin rannsóknargögn voru til staðar og Alderman var dæmdur, einungis á grundvelli framburðar Brown.“ Málum blandið Hver veit nema frásögnin á Time- sonline eigi við rök að styðjast. Í það minnsta var John Arthur sleppt úr fangelsi eftir að hafa afplánað aðeins tólf ár. Hann ákvað síðar að bíða ekki eðlilegs dauðdaga og svipti sig lífi. Marcel Berlins hjá The Guardian skrifaði: „Alderman hafði allar götur haldið fram sakleysi sínu, hann hafn- aði meira að segja boði um að játa sekt sína, boði sem hefði orðið hon- um til lífs, því með því að taka boðinu hefði hann viðurkennt sök sína.“ Í september árið 2007 var aftöku Jack frestað tímabundið á meðan Hæstiréttur Bandaríkjanna velti fyrir sér stjórnarskrárlegu réttmæti notk- unar banvænnar sprauti við aftökur. Þann 2. september, 2008, var Jack færður á skrifstofu fangelsisstjórans og afhent skjöl varðandi eigin aftöku. Honum var ekki leyft að snúa aftur í klefa sinn og kveðja félaga sína, en var færður samstundis í „Dauðahús- ið“ þar sem hann var í einangrun og undir sólarhringseftirliti vopnaðra varða um tveggja vikna skeið. Stóri dagurinn Hinn 16. september 2008, rann upp síðasti dagur Jack Alderman. Hann kaus að flytja engin lokaorð en þáði félagsskap prests í dauðaklefanum. Áður hafði hann þó samið yfirlýsingu þar sem hann „þakkaði öllum þeim sem höfðu gert líf hans bærilegra í ljósi kringumstæðna.“ Lögfræðingur Jack, Michael Seiml, sagði, eftir að síðustu tilraun hans til að fá vægari dóm var hafnað: „Hann er búinn að vera fyrirmyndar- fangi í 34 ár. Ef það nægir ekki til að vera sýnd miskunn, þá get ég ekki ímyndað mér hvað þarf til.“ Að kvöldi 16. september, klukkan 19.25, var Jack Alderman úrskurðað- ur látinn eftir að hafa fengið banvæna sprautu. n SEKUR EÐA SAKLAUS n Jack var dæmdur fyrir morð á eiginkonu sinni n Sat manna lengst á dauðadeild„Engin rannsóknar- gögn voru til staðar og Alderman var dæmd- ur, einungis á grundvelli framburðar Brown. Í góðum félagsskap Margir töldu að með aftöku Jack hefði verið framið réttarmorð. Jack Alderman Hlaut enga náð þrátt fyrir langa dvöl á dauðadeildinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.