Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Side 53
Menning 53Helgarblað 26.–28. apríl 2013 Vængstýfður engill um sig sjálfan. Hann er aleinn og lentur í strætinu; þessi greindi og viðkvæmi maður hefur ekki ann­ an félagsskap en rónana og aðra sem komnir eru á botninn; þegar smákrimmar ráðast á hann og stela af honum því sem er eftir af örorkunni hans, getur hann ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Það var líka einn af kostum kvikmyndar­ innar hversu góð skil hún gerði þeim kafla í lífssögu Páls. En hér er honum hespað af, eins og ekk­ ert sé. Allt í einu er bara komið að því að ljúka þessu af, maðurinn gerir sig kláran í sjálfsvígið – og sagan er á enda. Eins og hendi sé veifað. Um frammistöðu leikenda er ekki margt að segja. Mynd Atla Rafns af Páli er að sjálfsögðu mótuð af sýn leikstjóra og leik­ gerðarhöfunda; hún er sem fyrr segir fráhrindandi, einkum fram­ an af, á meðan persónan er hvæsandi af árásargirni, sendandi skot í allar áttir. Eftir hlé slakn­ ar á og þar tókst leikaranum á stöku stað að opna sýn inn í til­ finningalíf Páls. Annars er helst ástæða til að minnast á leik Sól­ veigar Arnarsdóttur í hlutverki móðurinnar; hún kom fáum en mikilvægum orðum hennar til skila af látleysi og einlægni. Eggert Þorleifsson var pikkfastur í gamal­ kunnum Eggerts­töktum, sem ég hugsa að fáir myndu sakna, og Baldur Trausti Hreinsson var sviplítill í sviplitlu hlutverki föð­ urins. Persónuleikstjórn var auð­ sæilega gloppótt – ólíkt því sem var í fyrrnefndri sviðsetningu Þor­ leifs á Pétri Gaut sem var að vísu afdráttarlausari í listrænni aðferð og nálgun. Að öðru leyti var öll ytri um­ gerð sýningarinnar vönduð: leik­ mynd, ljós, búningar, tónlist og hljóð, allt unnið af þeirri fag­ mennsku og smekkvísi sem við var að búast. Hvorki sál né hjarta Þeir Þorleifur Örn Arnarsson og Símon Birgisson eru klárir leik­ húsmenn og þess óskandi að kraftar þeirra beggja eigi eftir að nýtast íslenskri leiklist í framtíð­ inni. Nú þurfa þeir hins vegar að staldra við og ná áttum. Góð leik­ sýning er ekki útpæld yfirborðs­ mennska eða flottheit. Það verður að vera í henni bæði sál og hjarta og hér finn ég hvorugt. Þar sem saga Einars Más er hlý og djúp, er sýning Þjóðleikhússins grunn og köld. Stundum hafa flogið englar um sali Þjóðleikhússins, en svo er ekki að þessu sinni. n Grunn og köld Þar sem saga Einars Más er hlý og djúp, er sýning Þjóðleikhússins grunn og köld. Stundum hafa flogið englar um sali Þjóðleikhússins, en svo er ekki að þessu sinni. SS-pylsum slátrað í Þýskalandi n „Of saltar“ n Blóðpylsuriddari smakkar SS-pylsu M arcus Benser er enginn venjulegur pylsugerðar­ maður. Hann er blóð­ pylsuriddari og er fyrstur Þjóðverja til að bera þá tign. Á hverju ári er einn úr hópi pylsugerðarmanna sleginn til riddara, og þótt undarlegt megi virð­ ast fer samkeppnin fram í Normandí í Frakklandi og ekki í Þýskalandi. Marcus hefur reyndar þrisvar hlot­ ið riddaratignina eftirsóttu frá árinu 2001. En hvað finnst honum um ís­ lenskar pylsur? Ég rétti Markúsi pakka af SS­pyls­ um þar sem við sitjum á skrifstofu hans í Neukölln­hverfi í Berlín. Ég vona að hann taki ekki eftir skamm­ stöfuninni sem hér í landi merkir eitthvað allt annað en Sláturfélag Suðurlands. Hann býður mér að fylgja sér yfir að sláturborðinu sem er í næsta herbergi, rétt aftan við búð­ ina sem hann rekur einnig. Pylsugerð í stað bankakreppu Markús er kominn af langri röð pylsugerðarmanna, allt aftur í sjö­ unda ættlegg sem er talsvert, því sé farið svo langt aftur í ættir á Íslandi ku allir vera skyldir hver öðrum. „Faðir minn sagði að þar sem ég kynni að reikna og skrifa ætti ég að verða eitthvað annað en pylsu­ gerðarmaður, að ég ætti heldur að fara að vinna í banka. Ég lærði því viðskiptafræði í nokkur ár, en fann að það átti ekki við mig. Ég vildi hafa eitthvað í höndunum, fást við eitt­ hvað raunverulegt, sjá eitthvað verða til. Og eftir bankakreppuna er ég sannfærður um að ég hafi tekið rétta ákvörðun.“ Sláturhús á Karl Marx-torgi Fyrir 20 árum var Markús tekinn inn sem lærlingur í sláturhúsinu á Karl Marx­torgi í Austur­Berlín, sem þá var. Rétt eins og í spennu­ mynd þar sem háseti þarf að taka við stjórn skipsins þegar kafteininn deyr skyndilega varð pylsugerðarmeistari hans brátt veikur og Markús þurfti að taka við stjórn pylsugerðarinnar rétt 22 ára að aldri. Ég vona að Markús verði ekki bráðkvaddur af hinum íslensku pyls­ um. Hann opnar pakkann, tekur fram pylsu, sker af tvo bita og réttir mér annan. Ég bíð spenntur á meðan hinn hverfur upp í meistarann. Dómur felldur yfir SS-pylsum „Of saltar,“ segir meistarinn sam­ stundis. Hann pakkar leyfunum af íslensku pylsunum saman í plast­ poka og réttir mér og kallar síðan á aðstoðarkonu sína. Sú kemur hlaup­ andi með vínarpylsu hússins sem er hvítari að sjá en við erum vön. Markús bíður á meðan ég fæ mér bita. „Hún er ekki jafn sölt,“ segi ég við ágætisundirtektir. „Hvað seturðu eiginlega í þetta?“ bæti ég við. „Ég nota bæði nauta­ og svínakjöt, um tíu prósent vatn, salt, en samt ekki jafn mikið og þið, og náttúruleg krydd eins og pipar og papriku.“ Ég lít á SS­pylsupakkann. Sam­ kvæmt innihaldslýsingu er meðal annars í þeim að finna kinda­, nauta­ og svínakjöt, undanrennuduft, kart­ öflumjöl, sojaprótín og kjötkraft. „Ég nota aðeins náttúruleg hrá­ efni í pylsurnar,“ segir Markús. „Ef mig langar í mjöl fæ ég mér brauð.“ Vinsælar pylsur Markús segir viðskiptin aukast ár frá ári. „Fólk veit að við notum góð hrá­ efni frá litlum býlum sem við höfum unnið með í 20 ár eða lengur. Litlar einingar virka best, þannig er hægt að hafa yfirsýn yfir allt,“ segir Markús sem sjálfur hefur tíu manns í vinnu og hefur lítinn áhuga á að stækka við sig. „Það eru um 30 pylsugerðarmenn í Berlín, sem er ekki svo mikið miðað við borg með yfir þrjár milljónir íbúa. Þeir eru fleiri í Suður­Þýskalandi, þar sem fólk hefur hærri tekjur og leggur meira upp úr ferskleika og gæðum.“ Pylsur í karríi Markús borðar sínar vínarpylsur helst með sinnepi og brauði við hliðina á, en hvað finnst honum um nýjungar á borð við „currywurst“? Pylsur í karrísósu eru afskaplega vin­ sælar hér í bæ, en eru ef til vill til fleiri leiðir til að matreiða pylsur sem enn á eftir að kanna? „Það er búið að finna pylsuna upp einu sinni, það þarf ekki að gera það aftur,“ segir Markús og telur pylsur bestar eins og þær eru. n Pylsuriddarinn ekki hrifinn af SS-pylsum „Ég nota aðeins náttúruleg hráefni í pylsurnar,“ segir Markús. „Ef mig langar í mjöl fæ ég mér brauð.“ „Þessir þættir fylla mann þakklæti fyrir hversdagslífið“ Sjónvarp Walking Dead „Krefjandi en góður“ „Þættirnir hafa sjaldséðan kost... – þeir eru trúverðugir“ God of War Ascension Game of Thrones HBO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.