Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 56
56 Lífsstíll 26.–28. apríl 2013 Helgarblað n Hagstæðara að fara í sólarlandaferð en að gista í bústað n Nokkrar lúxusferðir N ú er sumarið komið samkvæmt dagatalinu að minnsta kosti og margir farnir að huga að þvi hvert halda skal í fríinu. Margir sjá fyrir sér hvítan sand og slökun við sundlaugarbakkann á meðan aðrir kjósa að ganga á fjöll eða bara skella sér í bústað svo dæmi séu tekin. Svo eru einhverjir sem vilja njóta náttúrunnar í botn og tjalda og njóta útiverunnar á fallegum íslenskum sumarkvöldum. En hvað skyldi 14 daga frí kosta fyrir tvo fullorðna einstaklinga? Við tókum saman nokkra mismunandi pakka sem geta verið ágætis viðmið fyrir ferðaþyrsta í sumar. En það ber að taka fram að þessi verð eru ekki heilög en tekin voru meðalverð á gistingu hérlendis og erlendis og miðað var við meðalstærð af bíl sem ferðast er á og einnig er fæðiskostn- aður mismikill hjá einstaklingum. Hér var gert ráð fyrir að fólk leyfði sér smá munað í fríinu og í þessu tilfelli eiga einstaklingarnir sem miðað er við heima miðsvæðis í Reykjavík og neyta báðir áfengis. Hagstæðara er að fara í sólar- landaferð með öllu inniföldu en að taka sumarbústað á leigu á almenn- um markaði, samkvæmt þessum út- reikningi. Balí í 14 daga Það munar miklu á hótelverði í Indó- nesíu, en meðalverð á fjögurra stjörnu hóteli er um 350 dollarar á nótt. Hér er verið að tala um pínu lúxus, enda ekki á hverjum degi sem fólk ferðast á þessar slóðir. Hótelið er að sjálfsögðu með sundlaug, líkamsræktaraðstöðu, snyrtistofu og nuddstofu og góðum veitingastöðum. Morgunmatur er innifalinn en miðað er við að ferða- langarnir fái sér léttan hádegisverð sem gæti kostað um 5.000 krónur á dag. Það þarf að fá sér snarl um miðj- an dag, eins og samloku, kaffibolla eða gos og gæti það kostað um 3.000 krónur á dag. Drykkir á daginn þegar legið er við sundlaugarbakkann geta verið mismundi eftir eintaklingum en hér gerum við ráð fyrir að báðir aðilar fái sér léttvín eða bjór um miðjan dag og gæti það kostað um 2.500 krónur á dag. Kvöldmatur á meðalgóðum veitingastað ásamt einni flösku af léttvíni gæti verið um 10.000 krónur. Hafa ber í huga að uppgufun áfengis er meiri í hita og líkurnar eru þverr- andi á að einstaklingarnir verði of- urölvi á því magni áfengis sem gert er ráð fyrir að neytt sé. Kostar að komast út á flugvöll Leigubíll til og frá Leifsstöð kostar um 30.000 krónur. Tengiflug í gegn- um Kaupmannahöfn er um 220.000 krónur á mann báðar leiðir og tekur ferðalagið rúman sólarhring. Hér er ekki gert ráð fyrir að gist sé ein nótt á leiðinni út og heim. Leigubílakostnaður á meðan dvalið er á Balí gæti verið um 20.000 krónur. Annar kostnaður eins og skoðunarferðir og þvíumlíkt gæti verið um 30.000 krónur. Tenerife í 14 daga Hér er gert ráð fyrir að keypt sé ferð þar sem allt er innifalið. Flug, gisting, fullt fæði og allir drykkir, áfengir sem óáfengir, eru innifaldir í þess- um pakka. Hér er um að ræða þriggja stjörnu hótel sem er staðsett að- eins um 400 metra frá ströndinni. Þar eru góðir veitingastaðir, bar, líkamsræktar aðstaða og að sjálfsögðu er sundlaug líka. Við gerum ráð fyr- ir því að einstaklingarnir skelli sér í bæjarferð fjórum sinnum í ferðinni og fái sér drykk og snarl. Innanlands er ekki alltaf ódýrast Algengt verð á ágætis hóteli er um 20.000 krónur nóttin fyrir tvo full- orðna. Við gerum ráð fyrir því að farið sé á meðalfína veitingastaði fjórum sinnum í ferðinni og léttvín sé keypt í þau skipti. Í hin skiptin er borðað á skyndibitastað. Hádegismatur er pylsa, samloka eða súpa til dæmis og á daginn er gos og annað bakkelsi verslað í stórmarkaði. Útivistartýpurnar Tjaldútilega heillar marga og getur slík ferð verið ævintýraleg og endur- nærandi fyrir líkama og sál. Í svona ferð er oft notast við ferðagrill og prímus, en þannig sparast mikið fé. Við gerum samt ráð fyrir að farið sé út að borða fjórum sinnum í ferðinni. Það er í lagi að leyfa sér lúxus þó svo að tjaldað sé. Sumarbústaðir eru kósí Algengt verð á sumarbústað á al- mennum markaði er um 22.000 krónur fyrir nóttina ef miðað er við lengri gistingu en tvær nætur, en þá lækkar verðið. Í þessu tilfelli er gert ráð fyrir bústað með heitum potti, útigrilli og staðsetningin er á Suðurlandinu. Hér er svipað og með tjaldútileguna, megnið af matnum er eldað í bústaðnum og má því gera góð kaup í stórmörkuð- um. Gert er ráð fyrir að farið sé út að borða, frekar fínt, í þrjú skipti. n Getur munað rúmri milljón á ferðalaginu Balí Dásam- legt í alla staði en kostar sitt. Íris Björk Jónsdóttir blaðamaður skrifar iris@dv.is Balí Leigubílar 50.000 krónur. Flugmiðar 440.000 krónur. Hótelkostnaður 600.000 krónur. Hádegisverðir 70.000 krónur. Snarl á daginn 35.000 krónur Kvöldverðir 140.000 krónur. Annað 30.000 krónur. Heildarkostnaður 1.365.000 krónur. Tenerife Flug, gisting og fullt fæði fyrir tvo 400.000 krónur. Annar kostnaður, skoðunarferðir og þvíumlíkt 30.000 krónur. Bæjarferðir með snarli 40.000 krónur Leigubílar 50.000 krónur. Heildarkostnaður 520.000 krónur Hótel innanlands Bensín 30.000 krónur. Hótel 280.000 krónur. Kvöldverðir 130.000 krónur. Hádegisverðir 60.000 krónur. Skoðunarferðir, sund og annað 50.000 krónur. Heildarkostnaður 550.000 krónur. Tjaldútilega Bensín 30.000 krónur. Gjald á tjaldsvæði 30.000 krónur. Matvörur 70.000 krónur. Léttvín eða bjór 15.000 krónur. Út að borða 40.000 krónur. Skoðunarferðir, sund og annað 50.000 krónur. Heildarkostnaður 220.000 krónur. Sumarbústaður Bensín 30.000. Matur 70.000 krónur. Léttvín og bjór 15.000 krónur. Út að borða 50.000 krónur. Sund, skoðunarferðir og annað 50.000 krónur. Sumarbústaður 310.000 krónur. Heildarkostnaður 525.000 krónur. Tenerife Fallegt og stutt að fljúga þangað. Tjald Það getur verið afar rómantískt að fara í tjaldútilegu. Dýari týpan Sumarbústaðir nú til dags eru vel útbúnir og líkjast fimm stjörnu hóteli. Lúxus Það er gaman að gista á hóteli innanlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.