Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 60
60 Afþreying 26.–28. apríl 2013 Helgarblað
Vasaklútar af dýrara taginu
K
osningasjónvarp RÚV
hefur slegið í gegn
á mínum bæ. Þar fá
allar raddir að heyr-
ast og framboðin kynnt ræki-
lega. Reyndar svo rækilega
að í þáttunum Forystusætið
þar sem rætt er við formenn
flokkana hafa vasaklútar af
dýrara taginu verið teknir
fram. Bjarna Benediktssyni,
formanni Sjálfstæðisflokks,
og Katrínu Jakobsdóttur,
formanni Vinstri grænna,
tókst í þættinum að svara
spurningum þátta stjórnenda
af kostgæfni. Frammi staðan
á mögulega þátt í því að fylgi
flokka þeirra hefur þokast upp
á við.
Öðrum gekk verr og spurn-
ingar þáttastjórnenda stund-
um svo nærgöngular og
óvægnar að áhorfendur finna
til óþæginda af samlíðan með
forystufórnarlambinu. Þegar
annar þáttastjórnenda, Heiðar
Örn, spurði Sturlu Jónsson
hvort hann væri ekki bara að
gera allt fyrir athyglina, gnísti
höfundur þessa pistils tönnum
af stressi af samkennd með
Sturlu. Hann Sturla er ekki
sérlega orðheppinn, styrkur
hans liggur í öðru. Þá varð við-
tal við Ylfu Mist Helgadóttur,
frambjóðanda Landsbyggðar-
flokksins, umtalað. „Spyrlar
kvöldsins voru vantrúaðir og
tortryggnir á svip í viðtalinu
við Ylfu Mist Helgadóttur
frambjóðanda Landsbyggðar-
flokksins í kvöld,“ sagði Ólína
Þorvarðardóttir, þingkona
Samfylkingar, um þá Einar og
Heiðar Örn. Um það má deila.
En þetta er gott sjónvarp.
Litríkir frambjóðendur
minni flokkanna hafa ekki síst
sett svip sinn á dagskrárgerðina.
Að þessu sögðu þá hefur Stöð
2 ekki sýnt nægilega framsýni í
sinni þáttagerð. Þeir bjóða ekki
til sín talsmönnum allra flokka
í sama mæli og RÚV. Útkoman
er verra sjónvarp. Dýru vasa-
klútarnir liggja því samanbrotn-
ir og enginn engist í sófanum
heima yfir líflausu kosninga-
sjónvarpi Stöðvar 2.
Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 26. apríl
Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport
dv.is/gulapressan
Fjórpólitík
Norðurlandameistari
Norðurlandamót
stúlkna fór fram um
síðustu helgi í Svíþjóð.
Ísland sendi gott lið
til keppni sem hefur
þjálfað vel að undan-
förnu hjá Davíð Ólafs-
syni landsliðsþjálfara
kvenna. Góður árang-
ur náðist á mótinu.
Jóhanna Björg Jó-
hannsdóttur tefldi nú
í síðasta sinn á þessu
móti. Kvaddi hún
vel með silfri í elsta
flokknum. Nansý Dav-
íðsdóttir er ung telpa úr Rimaskóla og hefur vakið nokkra athygli að
undanförnu fyrir góðan árangur. Þannig má nefna að í fyrra varð hún
Íslandsmeistari barna, fyrst stúlkna. Í ár varð hún svo í öðru sæti á eftir
vini sínum og skákfélaga, honum Vigni Vatnari Stefánssyni sem kemur
úr Taflfélagi Reykjavíkur. Í febrúar á þessu ári varð Nansý í öðru sæti á
Norðurlandamótinu í skólaskák – þá einnig á eftir Vigni sem varð Norð-
urlandameistari. Í Svíþjóð gerði Nansý sér lítið fyrir og tryggði sér Norð-
urlandameistaratitilinn og á Ísland því Norðurlandameistara í yngsta
flokki hjá bæði strákum og stelpum!
Áður nefndur Vignir teflir nú á Heimsmeistaramóti áhugamanna
sem fer fram í Rúmeníu . Eftir fjórar umferðir er Vignir með tvo og hálf-
an vinning og hefur aukin heldur náð góðum árangri á hraðskákmóti
sem haldið var samhliða aðalmótinu. Mótið er fyrir skákmenn með und-
ir 2000 ELO-stig og í fyrra var Oliver Aron Jóhannesson úr Skákdeild
Fjölnis meðal keppanda og komst á verðlaunapall sem var sannarlega
frábær árangur.
Um þessa helgi heldur Skákfélag Akureyrar minningarmót um Jón
Ingimarsson sem hefði orðið hundrað ára í ár. Jón var um áratugabil í
framvarðarlínu akureyrskra skákmanna. Meðal keppenda á mótinu er
Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari okkar Íslendinga. Nánar má lesa um
mótið á skak.is.
dv.is/blogg/skaklandid
Stefán Bergsson skrifar
Skáklandið
15.00 Alþingiskosningar 2013 -
Forystusætið (Regnboginn)
Formaður framboðs situr fyrir
svörum um stefnumálin. Textað
á síðu 888 í Textavarpi. e.
15.40 Ástareldur (Sturm der Liebe)
Endursýndir þættir vikunnar.
16.30 Ástareldur (Sturm der Liebe)
Endursýndir þættir vikunnar.
17.20 Táknmálsfréttir
17.30 Íslandsmótið í hópfimleikum
Bein útsending frá Íslands-
mótinu í hópfimleikum sem
fram fer í íþróttahúsi Gerplu
við Versali í Kópavogi. Stjórn
útsendingar: Óskar Nikulásson.
19.00 Fréttir
19.30 Veðurfréttir
19.40 Alþingiskosningar 2013 -
Leiðtogaumræður Formenn
framboða sem bjóða fram á
landsvísu mætast í sjónvarps-
sal og ræða helstu stefnumál
sín fyrir alþingiskosningarnar
27. apríl. Umsjón: Jóhanna
Vigdís Hjaltadóttir og Sigmar
Guðmundsson. Textað á síðu
888. Umræðurnar eru sendar út
samtímis með táknmálstúlkun á
rásinni RÚV Íþróttir.
22.05 Hraðfréttir Endursýndar
Hraðfréttir úr Kastljósi. Textað á
síðu 888 í Textavarpi.
22.15 Ævintýraland 6,9
(Adventureland) Sumarið
1987 fær námsmaður vinnu í
skemmtigarði í New York sem
reynist ágætur undirbúningur
fyrir alvöru lífsins. Leikstjóri er
Greg Mottola og meðal leikenda
eru Jesse Eisenberg, Kristen
Stewart og Ryan Reynolds.
Bandarísk bíómynd frá 2009.
Atriði í myndinni eru ekki við
hæfi ungra barna.
00.05 Valentínusarmessa er óþol-
andi 4,5 (I Hate Valentine’s
Day) Þetta er ástarsaga
sem gerist á Manhattan.
Blómaskreytingakona sem
hittir engan karlmann oftar en
fimm sinnum vill breyta út af
vananum eftir að hún kynnist
nýjum veitingamanni í bænum.
Leikstjóri er Nia Vardalos og
meðal leikenda eru Nia Vardalos
og John Corbett. Bandarísk
bíómynd frá 2009. e.
01.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:05 Malcolm In The Middle (13:22)
08:30 Ellen (132:170)
09:15 Bold and the Beautiful
09:35 Doctors (68:175)
10:20 Celebrity Apprentice (4:11)
11:55 The Whole Truth (11:13)
12:35 Nágrannar
13:00 Percy Jackson and The
Olympians: The Lightning
Thief
15:00 Barnatími Stöðvar 2
16:50 Bold and the Beautiful
17:10 Nágrannar
17:35 Ellen (133:170) Skemmtilegur
spjallþáttur með Ellen DeGener-
es sem fær til sín góða gesti og
slær á létta strengi.
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:47 Íþróttir
18:55 Kosningar 2013 - kvöldið fyriir
kjördag Kosningabaráttan
gerð upp og sérfræðingar spá í
spilin fyrir kjördag. Umsjónar-
maður er Sindri Sindrason.
19:20 Simpson-fjölskyldan (11:22)
Tuttugasta og fjórða þáttaröðin
í þessum langlífasta gaman-
þætti bandarískrar sjónvarps-
sögu. Simpson-fjölskyldan er
söm við sig og hefur ef eitthvað
er aldrei verið uppátektar-
samari.
19:45 Týnda kynslóðin (31:34) Týnda
kynslóðin er frábær skemmti-
þáttur í stjórn Björns Braga
Arnarssonar og félaga sem
munu fá til sín landskunna gesti
í skemmtileg og óhefðbundin
viðtöl þar sem gestirnir taka
virkan þátt í dagskrárgerðinni í
formi innslaga af ýmsu tagi.
20:10 Spurningabomban (18:21) Logi
Bergmann Eiðsson stjórnar
þessum stórskemmtilega
spurningaþætti þar sem hann
egnir saman tveimur liðum,
skipuðum tveimur keppend-
um hvort, sem allir eiga það
sameiginlegt að vera í senn
orðheppnir, fyndnir og fjörugir
og þurfa að svara laufléttum og
skemmtilegum spurningum um
allt milli himins og jarðar.
21:00 American Idol (30:37)
22:25 Push Ævintýralegur framtíðar-
tryllir með Dakota Fanning í
aðalhlutverki.
00:15 Noise 6,1 Mögnuð mynd með
Tim Robbins og William Hurt og
fjallar um mann sem hefur feng-
ið nóg af hávaðanum í New York
og ákveður að taka til róttækra
aðgerða.
01:45 The Mist Spennutryllir sem
byggir á sögu Stephen King um
hóp af blóðþyrstum verum sem
lenda óvænt í smábæ.
03:45 Percy Jackson and The
Olympians: The Lightning
Thief (Percy Jackson og leiftur-
þjófurinn)
05:40 Fréttir
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Dr. Phil Bandarískur spjall-
þáttur með sálfræðingnum Phil
McGraw sem hjálpar fólki að
leysa vandamál sín í sjónvarps-
sal.
08:40 Dynasty (17:22) Ein þekktasta
sjónvarpsþáttaröð veraldar.
Þættirnir fjalla um olíubaróninn
Blake Carrington, konurnar í lífi
hans, fjölskylduna og fyrirtækið.
09:25 Pepsi MAX tónlist
16:20 Necessary Roughness (4:12)
Bráðskemmtilegur þáttur
um sálfræðinginn Danielle
sem á erfitt með að láta enda
ná saman í kjölfar skilnaðar.
Hún tekur því upp á að gerast
sálfræðingur fyrir ruðningslið
með afbragðsgóðum árangri.
Vinsældir hennar aukast jafnt
og þétt og áður en hún veit af
eiga hörkuleg meðferðarúr-
ræði hennar upp á pallborðið
hjá stærstu íþróttastjörnum
landsins. Dani reynir að komast
að því hvers vegna grænjaxlinn
Randall Boozle skrópar stöðugt
á æfingum.
17:05 The Office (3:24) Skrifstofu-
stjórinn Michael Scott er
hættur störfum hjá Dunder
Mifflin en sá sem við tekur er enn
undarlegri en fyrirrennari sinn.
Starfsmennirnir í vöruhúsinu
hætta eftir að hafa dottið
óvænt í lukkupottinn sem skilur
stjórnendurna eftir í súpunni.
17:30 Dr. Phil Bandarískur spjall-
þáttur með sálfræðingnum Phil
McGraw sem hjálpar fólki að
leysa vandamál sín í sjónvarps-
sal.
18:10 An Idiot Abroad 8,2 (1:3)
Þetta er þriðja og síðasta þátta-
röðin af þessu óborganlegu
þáttum en í þeim slæst leikarinn
Warwick Davis í hóp með Karl til
að ferðast sömu leið og Marco
Polo gerði á sínum tíma. Karl og
Warwick ferðast um Ítalíu og
Makedóníu í þessum þætti
19:00 Minute To Win It
19:45 The Ricky Gervais Show (1:13)
20:10 Family Guy (1:22) Ein
þekktasta fjölskylda teikni-
myndasögunnar snýr loks aftur
á SkjáEinn. Peter Griffin og fjöl-
skylda ásamt hundinum Brian
búa á Rhode Island og lenda í
ótrúlegum ævintýrum þar sem
kolsvartur húmor er aldrei langt
undan.
20:35 America’s Funniest Home
Videos (19:44) Bráðskemmti-
legur fjölskylduþáttur þar sem
sýnd eru fyndin myndbrot sem
venjulegar fjölskyldur hafa fest
á filmu.
21:00 The Voice (5:13)
23:30 Ljósmyndakeppni Íslands
(5:6)
00:00 Excused
00:25 Lost Girl (4:22)
01:10 Cass Mögnuð saga af Cass,
þekktustu fótboltabullu
veraldar. Kvikmyndin fjallar um
ættleiðingu hans frá Jamaíku í
faðm ríkrar hvítrar fjölskyldu í
Lundúnum, um uppvöxt hans
og frama innan West Ham
gengisins Inter City Firm.
03:00 Pepsi MAX tónlist
20:00 Hrafnaþing Kosningavaka
heimastjórnarinnar
21:00 Hrafnaþing Kosningavaka
heimastjórnarinnar
ÍNN
07:00 Dominos deildin (Stjarnan -
Grindavík)
16:50 Dominos deildin (Stjarnan -
Grindavík)
18:20 Evrópudeildin (Basel - Chelsea)
20:00 Meistaradeild Evrópu -
fréttaþáttur
20:30 Spænski boltinn - upphitun
(La Liga Report)
21:00 Evrópudeildarmörkin
21:30 Dominos deildin (Stjarnan -
Grindavík)
23:00 Evrópudeildin (Fenerbahçe -
Benfica)
07:00 Lalli
07:15 Refurinn Pablo
07:20 Áfram Diego, áfram!
07:45 Waybuloo
08:05 Svampur Sveinsson
08:30 Könnuðurinn Dóra
08:55 Doddi litli og Eyrnastór
09:20 UKI
09:25 Strumparnir
09:50 Mörgæsirnar frá Madagaskar
10:10 Ofurhundurinn Krypto
10:30 Histeria!
10:50 Lukku láki
11:15 Njósnaskólinn (9:13)
11:45 Ofurhetjusérsveitin
12:10 iCarly (39:45)
12:35 Lalli
12:43 Lalli
12:51 Refurinn Pablo
12:57 Áfram Diego, áfram!
13:22 Waybuloo
13:41 Svampur Sveinsson
14:06 Könnuðurinn Dóra
14:31 Doddi litli og Eyrnastór
14:52 UKI
14:58 Strumparnir
15:22 Mörgæsirnar frá Madagaskar
15:47 Ofurhundurinn Krypto
16:12 Histeria!
16:33 Áfram Diego, áfram!
16:53 Lukku láki
17:13 Njósnaskólinn (9:13)
17:33 Ofurhetjusérsveitin
17:53 iCarly (39:45)
18:18 Bernard
18:25 Doctors (20:175)
19:05 Ellen (133:170)
19:45 Það var lagið
22:30 American Idol (31:37)
23:50 Það var lagið
03:05 Tónlistarmyndbönd
10:40 Come See The Paradise
12:50 Mr. Popper’s Penguins
14:25 An Affair To Rembember
16:20 Come See The Paradise
18:30 Mr. Popper’s Penguins
20:05 An Affair To Rembember
22:00 The River Wild
23:50 American Pie 2
01:40 Seven
03:45 The River Wild
Stöð 2 Bíó
15:55 Sunnudagsmessan
17:10 Fulham - Arsenal
18:50 Swansea - Southampton
20:30 Heimur úrvalsdeildarinnar
21:00 Enska úrvalsdeildin - upp-
hitun
21:30 Ensku mörkin - neðri deildir
22:00 WBA - Newcastle
23:40 Enska úrvalsdeildin - upp-
hitun
00:10 Enska B-deildin (Burnley -
Cardiff)
Stöð 2 Sport 2
Stöð 2 Krakkar
Stöð 2 Gull
Grínmyndin
Ég mun ná í boltann minn Þótt það verði mitt síðasta verk!
Kosningasjónvarp
Kosningasjónvarp RÚV og Forystusætið
Kristjana
Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Sjónvarp