Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Page 10
10 Fréttir 3.–5. maí 2013 Helgarblað Vax á eplum meinlaust n Fellur undir reglugerð um aukefni í matvælum Þ að er mikilvægt að þvo epli upp úr volgu vatni og jafnvel að bursta þau með sérstökum bursta áður en þeirra er neytt. Ástæðan er vax sem er á eplunum sem betra er að fjarlægja fyrir neyslu. Eplin eru gjarnan vaxhúðuð til að verja þau og koma í veg fyrir að þau þorni. Öll epli eru með náttúrulegt vax á sér sem hindrar að þau þorni því hýðið hleypir í gegnum sig raka. Þegar þau eru tínd af trjánum til sölu eru þau þvegin og við það fer vaxið af. Þá á eftir að flytja þau til sölustaði og því er sett á þau vax til að koma í veg fyrir að þau þorni á leiðinni. Samkvæmt upplýsingum frá Mat- vælastofnun á vaxhúð epla að vera æt og fellur undir reglugerð um aukefni í matvælum. Eftirlit með aukefnum hérlendis er almennt þannig háttað að merkingar vöru eru skoðaðar og fyr- irtæki heimsótt, en varan ekki greind sjálf. Þetta kemur fram í svari Mat- vælastofnunar vegna fyrirspurnar DV um hvort eftirlit sé með því hvernig vax er á innfluttum eplum. Fyrirtæk- in beri ábyrgð á sinni vöru og að hún uppfylli skilyrði reglugerða. Þess- ar upplýsingar eigi að fylgja vörunni með viðskiptaskjölum við innflutn- ing. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hafi síðan eftirlit með innflutningsfyr- irtækjum og geti þá fengið aðgang að þessum skjölum og upplýsingum. Að auki sé framleiðslan undir eftirliti heil- brigðisyfirvalda í viðkomandi landi. Jafnframt kom fram að greining á rannsóknastofum sé mjög sérhæfð og kostnaðarsöm og engin rannsóknar- stofa sé hérlendis sem geti framkvæmt slíka greiningu. Matvælastofnun hefur ekki fengið upplýsingar síðustu ár um að hingað hafi verið fluttir ávextir sem húðaðir hafi verið öðrum efnum en leyfilegum. Ef þau finnist í Evrópu fái Matvælastofnun upplýsingar um það í gegnum, evrópskt tilkynningakerfi fyr- ir matvæli og fóður. n gunnhildur@dv.is AlltAf vísAð í fyrri stefnu n Vilja fella niður skuldir n Óljóst hvort þeir standi við 20 prósentin V erðtryggð fasteignalán eru líklega um 12.000 milljarð- ar og ef við notum þessi 20 prósent sem viðmiðun er auðvelt að reikna að 20 prósent af því, það eru 240 millj- arðar, eitthvað svoleiðis,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í viðtali í Kastljósi í febrúar síðast- liðnum. Viðtalið var tekið að loknu flokksþingi Framsóknar þar sem viðruð var áhersla flokksins á leið- réttingu verðtryggðra lána. Í álykt- un þingsins var vísað til fyrri stefnu um skuldaleiðréttingar. Það var þó ekki langt liðið frá því að stórkost- legt gengi Framsóknarflokksins í kosningunum varð ljóst að Sig- mundur Davíð reyndi að draga í land með að 20 prósenta niðurfell- ingu hefði verið lofað. Fór að draga í land Strax í umræðum stjórnmálaleið- toga í Ríkissjónvarpinu í hádegi á sunnudag reyndi Sigmundur Davíð að draga úr væntingum fólks um 20 prósenta flata niðurfærslu skulda. „Tuttugu prósentin eru eitthvað sem menn voru að tala um 2009,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali í Silfri Egils síðastliðinn sunnudag aðspurður um loforðið um skulda- niðurfellingu. „Það sem við höfum verið að tala um núna er leiðrétting á því sem menn í daglegu tali kalla forsendubrestinn eða stökk- breytinguna sem leiddi af efna- hagshruninu. Augljóslega hafði það ekki sömu áhrif á lán sem var tekið í síðasta mánuði og lán sem var tekið 2006. Þess vegna er ekki talað um einhverja ákveðna pró- sentutölu.“ Hugmyndir Framsóknarflokks- ins hafa verið gagnrýndar mikið í aðdraganda kosninga en flokk- urinn ætlar nú að fjármagna stór- fellda skuldaniðurfærslu með þeim fjármunum sem fást með samn- ingum við kröfuhafa bankanna þegar gjaldeyrishöftin verða leyst. Hefur verið bent á að margt ann- að væri hægt að gera við peningana en flöt niðurfærsla skulda sem og að óljóst sé hvað nákvæmlega fá- ist í þessum samningum. Nú þegar Sigmundur Davíð hefur fengið um- boð til stjórnarmyndunarviðræðna frá forseta Íslands er líklegt að lítið annað sé í stöðunni en að efna lof- orðin eða fá þjóðina upp á móti sér. Aldrei nein stefnubreyting Flokkurinn hefur frá hruni talað um 20 prósenta skuldaniðurfell- ingu en það var aðalkosningalof- orð flokksins fyrir kosningarnar 2009. Á kjörtímabilinu hefur tónn- inn aðeins breyst, ekki lengur talað um nákvæma útfærslu á niðurfell- ingu heldur markmiðið að færa skuldirnar niður. Tuttugu prósenta leiðin hefur þó aldrei verið tek- in beinlínis úr stefnu flokksins. Á flokksþingi bæði 2013 og 2011 seg- ir einfaldlega: „Framsóknarflokk- urinn hefur lagt fram ítarlegar tillögur til lausnar skuldavanda heimila.“ Engar frekari skýringar fylgja með til hvaða tillagna vísað er. Framsóknarflokkurinn hefur tvívegis frá kosningunum 2009 kynnt aðgerðir sem flokkurinn vill að ráðist verði í; Þjóðarsátt 2010 og Plan B. Hvorug þessara að- gerðaáætlana gefa nokkuð ann- að til kynna en að stefna flokksins frá 2009 um 20 prósenta almenna skuldaleiðréttingu sé enn það sem flokkurinn vill fylgja. Flokk- urinn opnaði þó á að aðrir kæmu með útfærslurnar á hvernig þessu markmiði yrði náð, til dæmis segir í Plani B: „Svigrúm fjármálastofn- ana verði nýtt til almennrar leið- réttingar skulda heimilanna eftir því sem kostur er eins og Fram- sóknarflokkurinn hefur áður lagt til, eða með öðrum almennum aðgerðum sem stefna að sama marki.“ n Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Tuttugu prósentin eru eitthvað sem menn voru að tala um 2009 Leiðrétta lánin Framsókn hefur allt frá 2009 lofað að leiðrétta skuldir heimilanna. Flokkurinn mótaði ítarlega stefnu 2009 og hefur síðan vísað í hana í flokksþings­ ályktunum. Mynd Þorri náttúrulegt eða vaxhúðað Hýðið hleypir í gegnum sig raka en vaxið ekki. Mynd: Sigtryggur Ari JóHAnnSSon Aukafundur með Bjarna Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknar- flokksins, átti á fimmtudag auka- fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þar sem farið var nánar yfir til- lögur framsóknarmanna varð- andi skuldamál heimilanna. Áður höfðu formennirnir fundað á miðvikudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstoðarmanni Sigmundar sem hefur síðustu daga átt óform- legar viðræður við fulltrúa allra stjórnmálaflokka á þingi. „Viðræð- urnar hafa fyrst og fremst snúist um að fá fram sýn flokkanna á stöðuna eftir alþingis kosningarnar og hver helstu áherslumálefni þeirra eru við upphaf kjör- tímabilsins,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sig- mundar, í tilkynningu til fjölmiðla. Ekkert hefur verið ákveðið varð- andi framhaldið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.