Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Síða 30
4 Pepsi-deildin 2013 3.–5. maí 2013 Helgarblað Hörkuleikir í bikarnum n KR-ingar oftast orðið bikarmeistarar n Úrslitaleikurinn verður 17. ágúst Ö nnur umferðin í Borgunar­ bikarnum fer fram 13. og 14. maí næstkomandi. KR­ingar eru ríkjandi bikarmeistarar eins og flestum ætti að vera kunnugt en liðið lagði Stjörnumenn að velli í úr­ slitaleiknum í fyrra, 2–1. Í annarri um­ ferðinni koma inn lið sem leika í fyrstu deildinni og má búast við nokkrum hörkuleikjum. Þannig tekur Víkingur R. á móti Haukum en báðum liðum er spáð ágætu gengi í fyrstu deildinni í sumar. Þá tekur ungt lið ÍR­inga, sem féll úr fyrstu deildinni í fyrra, á móti liði Selfoss sem féll einmitt úr Pepsi­ deildinni í fyrrasumar. Úrvalsdeildarfélögin koma svo inn í mótið í þriðju umferðinni, 32­liða úr­ slitunum, og fara þeir leikir fram mið­ vikudaginn 29. maí og fimmtudaginn 30. maí. Gert er ráð fyrir því að úr­ slitaleikurinn fari fram laugardaginn 17. ágúst. KR­ingar hafa oftast orðið bikarmeistarar, eða 13 sinnum. Val­ ur og ÍA eru næstsigur sælustu félögin með níu sigra hvort lið. n M unurinn nú og yfirleitt áður er sá að nú hefur okkur gefist tækifæri til að byggja ofan á góðan grunn og erum aldrei þessu vant ekki að missa neinn lykil mann milli leiktíða og það hjálpar gríðarlega vona ég,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiða­ bliks, sem tekur á móti nýliðum Þórs á sunnudaginn kemur í fyrsta leik Pepsi­deildarinnar þessa leiktíðina. Þjálfarinn telur eðlilegt að setja markið hátt og enda meðal þriggja efstu í lok leiktíðarinnar. Það mun ganga eftir ef spá DV rætist en þar er Blikum spáð 3. sætinu. Byggt á góðum grunni Lið Breiðabliks náði fínum árangri á síðustu leiktíð og endaði í öðru sætinu á eftir Íslandsmeisturun­ um úr FH. Liðið hefur yfir að ráða að mestu sama hópi nú í grunninn og það er í raun lúxus sem Ólafur þjálfari hefur í raun ekki notið síð­ ustu árin enda liðið misst frá sér lyk­ ilmenn nánast árlega og því þurft að byggja upp eftir hendingu. „Það er ekki raunin nú, aldrei þessu vant. Við höfum haldið kjarnanum og bætt lítið við sem er jákvæð breyting frá því sem verið hefur. Fyrir vikið er liðið betur stemmt og klárara í slaginn nú en fyrri ár og ég vona sannarlega að það komi til með að hafa áhrif. Í öllu falli hef ég ekki lengur þá afsökun að hafa misst sterka leikmenn.“ Mótið jafnara nú en áður Ólafur telur að deildin verði harðari nú en undanfarin ár og byggir það á því sem hann hefur séð til annarra félagsliða í vor. „Það er mín tilfinn­ ing að liðin almennt séu jafnari nú en verið hefur og fyrir vikið verði deildin harðari og jafnari og það yrði frábært ef það gengi eftir. Ég sé ekki fyrir mér að eitt lið stingi af nú eins og í fyrra og vona að það verði raunin.“ Hvað ný lið deildarinnar varðar segir Ólafur ljóst að lífið verði þeim erfitt eins og öllum nýliðum en dettur ekki í hug annað en bæði Þór og Víkingur Ólafsvík eigi erindi í deildina. Fyrsti leikur heima gegn Þór Nýju liðin tvö í deildinni eru að­ eins óþekktari stærðir en þessi hefðbundnu og sem fyrr eru lík­ urnar takmarkaðar á að nýliðarnir geri öðrum félögum mikla skrá­ veifu á fyrsta tímabili sínu í efstu deild. Ólafur fellur þó ekki í þá gryfju að vanmeta Þórsara sem mæta á Kópavogsvöllinn á sunnu­ dag. „Þórsarar eru nýliðar, vissu­ lega, en lið af því tagi sem gefur sig allt í leikinn og spilar af ástríðu og gegn slíkum andstæðingum er ekkert gefið. En auðvitað er krafa um sigur í fyrsta leik og sérstaklega á heimavelli. Það er tilhlökkun í mér og liðinu og við teljum okkur klára til að takast á við öll önnur lið og halda haus.“ n Blikar stefna á Evrópusæti n Undirbúningurinn óvenju góður n Leika fyrst gegn nýliðum Þórs Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Lykilmaður Gunnleifur Gunnleifsson Markvörður Breiða­ bliks er af mörgum talinn besti mark­ vörður landsins en til eru þeir sem töldu hann hafa dal­ að á síðustu leiktíð þegar hann lék með Íslandsmeisturum FH. Hann er vissulega orðinn 38 ára sem þarf þó ekki að vera hár ald­ ur hjá markaverði. Hann þarf að sýna sitt besta form á ný eigi Blik­ ar að eiga möguleika á að enda meðal efstu liða. Fylgstu með Nichlas Rohde Daninn ungi var Blikum mikill styrkur á síð­ ustu leiktíð þó ekki léki hann nema tíu leiki í deildinni. Þeir leikir dugðu þó til að hann skoraði ein sex mörk og mætir hann nú til leiks þroskaðri og mun meðvitaðri um liðs félaga sína. Jafnari deild þetta árið Þjálfari Blika segir lið sitt óvenju klárt í slaginn í Pepsi-deildinni. Markakóngar síðustu ára Ár Markakóngur Félag Mörk 2012 Atli Guðnason FH 12 2011 Garðar Jóhannsson Stjarnan 15 2010 Gilles Mbang Ondo Grindavík 14 2009 Björgólfur Takefusa KR 16 2008 Guðmundur Steinars. Keflavík 16 200 Jónas Grani Garðars. Fram 13 2006 Marel Baldvinsson Breiðablik 11 2005 Tryggvi Guðmunds. FH 16 Íslands- meistarar Ár Félag 2012 FH 2011 KR 2010 Breiðablik 2009 FH 2008 FH 2007 Valur 2006 FH 2005 FH 3. sæti Bikarmeistarar síðustu ára Ár Félag 2012 KR 2011 KR 2010 FH 2009 Breiðablik 2008 KR 2007 FH 2006 Keflavík 2005 Valur 2004 Keflavík 2003 ÍA Oftast meistarar KR-ingar hafa orðið bikarmeistarar þrettán sinnum. Þeir hafa unnið undanfarin tvö ár og eru kandídatar í ár líka. Heiðar heim Einn öflugasti sóknarmaður lands­ ins, Heiðar sonur Helgu, segir punktinn kominn á atvinnu­ mannaferli sínum erlendis og mun halda heim á leið innan tíðar. Forráðamenn Þróttar hafa gengið á Heiðar með það í huga að fá þennan leikreynda leikmann til að sprikla í búningi Þróttara í sumar. Heiðar hefur ekki gefið svar enn sem komið er. Það yrði Þrótturum og reyndar öllum íslenskum félags­ liðum mikill fengur að Heiðari sem er kappsamur með afbrigðum. Ekki gleyma stúlkunum Það er ekki aðeins Pepsi­deild karla sem er að hefast þetta árið heldur taka stelpurnar líka fram skóna á næstu dögum. Pepsi­deild kvenna hefst formlega tveimur dögum á eftir körlunum á þriðju­ daginn kemur þegar einir fimm leikir fara fram. Fáum dylst að kvennaboltinn á Íslandi batnar með hverju árinu og að sama skapi eykst jafnræði með liðunum. Er áberandi minna um leiki sem enda með miklum markamun ár eftir ár og er von til að sú þróun haldi áfram. Kvennadeildin á eftir að verða spennandi ekki síður en hjá strákunum. Spár fjarri lagi Það er árlegur viðburður fyrir Ís­ landsmótið í knattspyrnu síðustu árin að dregnir eru fram hinir ýmsu spekingar sem spá fyrir um sumarið. Svo er líka nú og víst er um ágæta lesningu að ræða fyrir marga. Þeir sömu ættu þó að taka öllum spádómum með miklum fyrirvara enda sérfræðingarnir svokölluðu oftar en ekki haft kolrangt fyrir sér. Nægir að nefna að það var KR sem átti að sigra Pepsi­deildina í fyrra samkvæmt þjálfurum sjálfum og Fram talið öruggt með þriðja sætið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.