Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Qupperneq 43
31Helgarblað 3.–5. maí 2013
manns létu lífið af völdum raðmorðingjans Eric Edgar Cooke en hann var síðasti glæpamaðurinn
sem var hengdur í Ástralíu en það var árið 1964. Cooke var kallaður The Night Caller en hann olli miklum
ótta í borginni Perth þar sem hann framdi 22 ofbeldisglæpi á borgurum.8
Þ
ann 25. apríl, 1978, leit-
uðu hjónin Bill og Valda
Thomas sveppa í kjarrlendi
við Swamp-veg skammt frá
bænum Truro í Suður-Ástr-
alíu. Við leitina hnutu þau um bein
sem þau töldu vera úr kú, en tveim-
ur dögum síðar fékk Valda hugboð og
linnti ekki látunum fyrr en eiginmaður
hennar féllst á að kíkja nánar á beinið.
Valda hafði eitthvað til síns máls
því þegar Bill tók beinið upp úr kjarr-
inu kom í ljós skór. Skammt frá fannst
fatnaður og fleiri bein.
Síðar kom í ljós að um var að ræða
líkamsleifar Veronicu Knight, 18 ára
stúlku sem hafði horfið frá Adelaide
um jólaleytið 1976.
Adelaide er í um 70 kílómetra fjar-
lægð frá Truro en engu að síður, og í
ljósi skorts á vísbendingum um annað,
var sú ályktun dregin að Veronica hefði
villst og sennilega dáið úr þorsta.
Réttu ári síðar, 15. apríl 1979, fann
lögreglan líkamsleifar 16 ára stúlku,
Sylvíu Pittman, í um eins kílómetra
fjarlægð frá þeim stað sem líkamsleif-
ar Veronicu höfðu fundist áður. Sylvía
hafði horfið um svipað leyti og Veron-
ica. Þessi tveir líkfundir vörðuðu upp-
haf máls sem fékk nafngiftina Truro-
morðin.
Raðmorð nýtt fyrirbæri
Á þessum tíma voru raðmorð nýlunda
í Ástralíu og lögreglan stóð frammi
fyrir miklu verkefni. Augljóst þótti að
tenging væri á milli Veronicu og Sylvíu
og fimm annarra ungra kvenna var
saknað frá Adelaide á þessum tíma.
Viðamikil leit var framkvæmd við
Swamp-veg og eftir ellefu daga leit
fundust beinagrindur tveggja stúlkna;
Connie Iordanides og Vicki Howell,
stúlkna sem hafði verið saknað.
Talið er að tveir menn, Christoph-
er Worrell, 23 ára, og James Miller, fer-
tugur verkamaður, hafi staðið að baki
morðunum. Christopher var lýst sem
ungum, sjarmerandi en siðblindum
manni, en James var sagður rótlaus
hommi, og áttu þeir í kynlífssambandi.
Þeir kynntust þegar þeir afplánuðu
fangelsisdóma, James fyrir hin ýmsu
innbrot og Christopher fyrir nauðgun
og brot á skilorði sem hann var á vegna
vopnaðs ráns.
Þegar þeir losnuðu úr grjótinu
bundust þeir böndum og bjuggu og
unnu saman. James var hugfanginn
af Christopher sem leyfði honum að
njóta sín kynferðislega meðan hann
sjálfur skoðaði klámefni, sem að
stærstum hluta tengdist BDSM.
En eftir því sem tíminn leið hneigð-
ist hugur Christophers æ meira til
kvenna og kynferðislegt samband
hans og James lognaðist út af og við
tók eins konar bræðrasamband.
Þann 19. febrúar, 1977, lentu fé-
lagarnir í bílslysi ásamt vinkonu
Christophers. Christopher og vinkona
hans létu bæði lífið en James slapp við
illan leik – og þar með lauk morðskeiði
þeirra.
Vísbending frá James
Í kjölfar dauða Christophers lagðist
James í mikið þunglyndi og varð heim-
ilislaus. Þegar þarna var komið sögu
voru Truro-morðin ekki komin í um-
ræðuna – og því ekki um neina rann-
sókn að ræða af hálfu lögreglu.
Engu að síður varð það hugarvíl sem
James glímdi við sem kom lögreglu
síðar á sporið. Við jarðarför Christoph-
ers sagði fyrrverandi vinkona hans,
Amelia, James frá því að Christopher
hefði grunað að hann væri með æða-
gúlp í heila. Þessar upplýsingar urðu
til þess að James sagði henni frá þeirri
ánægju sem Christopher fékk við að
fremja morð og velti þeim möguleika
upp hvort gúlpurinn kynni að hafa
orsakað morðfýsn Christophers.
Það varð þó ekki fyrr en í maí 1979
sem Amelia veitti viðtöku 30.000 Ástr-
alíudala fyrir að hafa veitt lögreglu
upplýsingar sem leiddu til handtöku
James. Sagði Amelía að hún hefði
dregið það á langinn því hún hefði í
raun ekki haft neitt í höndunum sem
renndi stoðum undir orð James.
Því varð það ekki fyrr en fréttir af
Truro-morðunum birtust í fjölmiðlum
sem hún taldi sig hafa fengið einhverja
staðfestingu.
Stundum morð – stundum ekki
James Miller var færður til yfirheyrslu
og neitaði í fyrstu að vita nokkuð um
morðin. En innan skamms gaf hann
sig og við yfirheyrslurnar kom í ljós
óhugnanleg saga. Félagarnir óku um
Adelaide öll kvöld leit að stúlkum sem
Christopher gæti gamnað sér með.
Þegar fórnarlamb var fundið ók James
á afvikinn stað þar sem Christopher
lauk sér af en síðan var ekið aftur í bæ-
inn og stúlkunni skilað.
En brátt nægði þetta Christoph-
er ekki og hann tók að nauðga þeim
konum sem ekki vildu þýðast hann og
síðan tóku morðin við. Að sögn James
lá aldrei ljóst fyrir hvort félagi hans
myndi myrða fyrr en af því varð og
morð var ekki reglan.
En Christopher varð sífellt ofbeld-
isfyllri og að lokum var ekki laust við
að James óttaðist hann.
Fórnarlömbin sjö
Veronica Knight, 18 ára, og vinir henn-
ar urðu viðskila í verslunarleiðangri
23. desember 1976. Christopher og
James buðu henni far og örlög henn-
ar voru ráðin.
Annan janúar 1977 þáði Tania
Kenny, 15 ára, far með tvímenn-
ingunum. Þau enduðu heima hjá
systur James og hann sat úti í bíl en
Christopher og Tania fóru inn. Þeir
grófu Tanieu síðar sama kvöld.
Hinn 21. janúar beið 16 ára stúlka,
Juliet Mykyta, eftir strætó í Adelaide.
Hún þáði far með Christoph-
er og James. Að sögn James kyrkti
Christopher Juliet. Líkamsleifar henn-
ar fundust síðar við Truro.
Örlög Sylvíu Pittman urðu þau
sömu. Hún var myrt 6. febrúar, 1977,
eftir að hún lenti í klóm tvímenning-
anna þar sem hún beið eftir lest á lest-
arstöð í Adelaide.
Vicki Howell var 26 ára fráskilin
kona. Hún var, að sögn James, alveg
til í fara með þeim til Nuriootpa – smá
ævintýri hélt hún. Hún var grafin við
Truro.
Connie Iordanides, 16 ára, var myrt
9. febrúar og grafin við Truro.
Deborah Lamb, 20 ára, reyndi að
húkka far 12. febrúar og hélt Deborah
að lánið léki við hana þegar Christoph-
er og James sáu aumur á henni. Leiðin
lá á stað sem heitir Port Gawler og hún
var grafin þar.
Allar voru konurnar kyrktar en
grunur leikur á að síðasta fórnarlamb-
ið, Deborah Lamb, hafi verið kviksett.
Dómur og dauði
James Miller var síðar sakfelldur fyr-
ir sex morð af sjö og fékk sex lífstíðar-
dóma. Hann hefði átt möguleika á
reynslulausn á næsta ári en á þann
möguleika mun ekki reyna. James
Miller fór yfir móðuna miklu þann
21. október, 2008, í kjölfar lifrarbilun-
ar vegna lifrarbólgu C. Þegar þar var
komið sögu hrjáði hann einnig blöðru-
hálskrabbamein og lungna og því varla
hægt að segja að hann hafi verið heil-
brigt lík eftir að hann skildi við 68 ára
að aldri. n
n Samkynhneigður karlmaður og siðblindingi tóku höndum saman n Myrtu sjö ungar konur
TRURO-MORÐIN
Christopher Worrell
Sjarmerandi og stórhættulegur
siðblindingi.
Hugfanginn af Christopher
James Miller fékk sex lífstíðardóma.
Kjarrlendið við
Truro Fórnarlömb
Christophers og
James; Deborah,
Julie, Veronica,
Connie, Sylvia,
Vicki og Tania.
„ ... og hélt
Deborah að
lánið léki við hana
þegar Christoph-
er og James sáu
aumur á henni.