Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Qupperneq 45
Menning 33Helgarblað 3.–5. maí 2013
„Óþreytandi
og á nóg eftir“
Iron Man 3
Leikstjóri: Shane Black
„Þessir þættir fylla mann
þakklæti fyrir hversdagslífið“
Walking Dead
Skjár einn
„Þrjú ný leikskáld
og eitt efnilegast“
Núna!
Borgarleikhúsið
Leitar sannleikans
í umdeildu sakamáli
sem margir koma að. Þess vegna
eru Guðmundar- og Geirfinns-
málin svona áhugaverð. Hug-
myndin kviknar út frá vinnslu-
aðferðinni, ferlinu. Sú sköpun
að vinna upp úr öllum þessum
málsskjölum og textum stendur
svo enn yfir og mun gera þar til á
frumsýningunni. Hver dagur er
ný leit, ferðalag.“ n
Lab Loki
Leikverk eftir Rúnar Guðbrandsson
og Sjón.
Leikstjórn: Rúnar Guðbrandsson.
Leikmynd og búningar: Eva Signý
Berger.
Tónlist og hljóðhönnun: Guðni
Franzson.
Leikarar: Arnar Jónsson, Árni
Pétur Guðjónsson, Birna Hafstein,
Friðrik Friðriksson, Stefán Hallur
Stefánsson, Magnús Jónsson, Hilmir
Jensson, Svandís Dóra Einarsdóttir,
Þorsteinn Bachmann og fleiri.
Verkið er frumsýnt í Þjóðleikhúsinu,
Kúlunni, þann 4. apríl.
Leikstjórinn
Rúnar Guðbrands-
son, leikstjóri og
höfundur verksins.
„Markmiðið er
ekki að leysa
Guðmundar- og Geir-
finnsmálin heldur
bregða á þau birtu
S
cheisse, scheisse, scheisse,“
segir maðurinn við hlið mér.
A Mighty Heart kemur seint í
mark. Ég hafði veðjað á hann
líka. Sigurvegarinn reynist
vera Severin, sem er nefndur í höf-
uðið á upphafsmanni masókismans
í bókmenntum. Það hefði mátt segja
sér að sá yrði harðast barinn áfram.
Veðreiðar eru afar vinsælar í
Þýskalandi þessa dagana, þó að
tímabilið hafi byrjað seint í ár sökum
erfiðs vetrar. Það er ekki lengur bara
afdankaður aðall sem stundar veð-
hlaupabrautina, heldur er hér að
finna þverskurð samfélagins. Hér má
sjá fjölskyldufólk sem kemur til að
sýna börnunum hestana frekar en til
að þátt í veðmálunum, og allt upp í
langt leidda spilafíkla eins og þann
sem stendur við hlið mér.
Stjörnustríð stóðhestanna
Lágmarksveðmálið er aðeins 50
sent fyrir að veðja á fyrsta sætið, en
borgi maður helmingi meira er nóg
að sá sem maður valdi lendi í ein-
hverju af þremur efstu sætunum. Í
næsta umgang ákveð ég að hafa vað-
ið fyrir neðan mig og set tvær evrur á
að Anakin Skywalker verði í fyrsta til
þriðja sæti.
Áður en að keppni hefst gefst
tækifæri til að kanna hestana og sjá
þá teymda af stað. Rétt eins og nafni
hans í Stjörnustríðsmyndunum virð-
ist Anakin eiga við reiðivandamál að
stríða og lætur illa að stjórn. Ég vona
að þetta skili sér í glæstum árangri
á veðhlaupabrautinni. Dvergvaxinn
Darth Maul gengur næstum á mig
en reynist ekki vera knapi Anakin,
heldur einungis lítill strákur málað-
ur í framan að reyna að koma auga á
fararskjótana.
Litlir menn á stórum hestum
Knaparnir stíga fram og koma sér fyr-
ir. Þeir eru vissulega lágvaxnir eins og
sögur herma, og mynda skemmtilega
andstæðu við íslenska reiðmenn. Ís-
lendingar virðast risavaxnir á kjána-
lega litlum hestum sínum, en hér
sýnast reiðmennirnir dvergar þegar
þeir setjast á bak glæstum fákum.
Til að auka við myndina eru ístöðin
afar hátt uppi, og menn standa upp-
réttir þegar keppni hefst. Hver knapi
ber sinn eigin einkennisbúning til
að aðskilja hann frá öðrum. Riddar-
inn sem situr Anakin heitir Viktor
Schulepov og er í bláu með hvítum
stjörnum, örlítið Bandaríkjalegur að
sjá.
Hestunum er raðað í byrjunar-
hliðið eins og byssukúlum í skamm-
byssu. Hleypt er af, og allir þeysast
af stað í einu. Úr fjarlægð líta þeir út
eins og leikfangahestar á teinum þar
sem hver fylgir öðrum, en þegar nær
markinu dregur gefa allir í og keppn-
in verður hnífjöfn. Mátturinn er ekki
með Anakin þennan daginn, hann
endar ekki meðal hinna þriggja efstu.
Konudagur og kappreiðar
Það eru enn fjörutíu mínútur í næsta
leik, svo ég held af stað í bjórgarðinn
sem minnir nánast á paródíu af
Þýskalandi og hefur lítið breyst síð-
an Hoppegarten þessi var opnaður
af sjálfum Bismarck árið 1868. Feitir
menn standa í röðum eftir bjór og
pylsum á meðan lúðrasveit spilar
af palli í miðjunni. Fáir gera sér ferð
á kokkteilbarinn, en þar ku verða
breyting á eftir tvær vikur þegar sér-
stakur konudagur verður haldinn
hér. Þar er ekki aðeins keppt í veð-
reiðum, heldur verður einnig skraut-
legasti hattur gesta valinn. Kven-
kynsknapa má þó finna hér í dag.
Ég og Daninn fáum okkur pylsu
og bjór. „Þetta er lag úr Olsenbandet-
myndunum,“ segir Daninn glaður
þegar lúðrasveitin hefur leik að nýju.
Við höldum aftur af stað að útsýnis-
pöllunum og í þetta sinn veðja ég á
I Do. Með hverri keppni er byrjunar-
reiturinn færður aðeins nær mark-
inu og kapphlaupinu er lokið á auga-
bragði. Bónorðinu er svarað, í þetta
sinn reynist sá sem ég veðjaði á með-
al hinna þriggja efstu. Veðhlaup eru
eins og ástin, allt er lagt undir og er
alltof fljótt yfirstaðið, en stundum er
maður heppinn.
Ástin er örkumla
Ölvaður af sigrinum veðja ég næst
á L‘Amour. Fyrst bónorðið var svo
vel heppnað hlýtur að vera hægt að
treysta á ástina. Svo reynist ekki vera.
L‘Amour er veikur og því dæmdur úr
leik. Í staðinn veðja ég á Rule Britt-
ania. Breska heimsveldið hefur átt
betri daga og endar í síðasta sæti.
Veðreiðum dagsins er lokið, og ég
tek miðann og held af stað til að fá
vinningsféð greitt út. Vinningurinn
reynist vera þrjár evrur og tíu sent í
smáu. Veðreiðar eru eins og ástin,
mikil eftirvænting en síðan hálfgerð
vonbrigði þegar uppi er staðið. n
Eftir Val Gunnarsson
Anakin
„Rétt eins og nafni hans í
Stjörnustríðsmyndunum virðist
Anakin eiga við reiðivanda-
mál að stríða og lætur illa að
stjórn.“
Dagur á veðbrautinni
n Veðreiðar vinsælar í Þýskalandi