Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Page 64
Betri Píratar! Lokuð inni í Boston n Gréta Mjöll Samúelsdóttir knattspyrnukona var stödd í Boston þegar sprengjuárásin var gerð þar fyrr í mánuðinum. Hún var þar ásamt foreldrum sínum og kærasta en hún var að ljúka mastersnámi í stafrænni fjölmiðlum frá Northeastern- háskólanum. Séð og heyrt fjallar um þetta en þar lýsir Gréta Mjöll ástandinu í borginni eftir sprengjurnar. Hún segir að borgin hafi verið hálflömuð og þau hafi verið lokuð inni í einn og hálfan sólarhring á meðan lögreglan leitaði sprengju- mannsins í hverfinu. Gréta Mjöll er dóttir Samúels Arnar Erlingsson- ar, fyrrverandi íþróttafrétta- manns. Í karlafansi n Fagurkerinn og ritstjóri Home Magazine, Þórunn Högnadóttir, kann svo sannarlega að njóta lífsins en hún skellti sér á grill- námskeið fyrir helgi. Þórunn er matgæðingur mikill og á nám- skeiðinu lærði hún að fullkomna nautasteikina á grillinu. Það var ekki til baga að hún var um- vafin körlum, eina konan í þrjá- tíu manna hópi, en þeirra á meðal var eiginmaður hennar, Beisi Gunnarsson fast- eignasali. Sultuslakur og spakur n Gleðigjafinn Hemmi Gunn er staddur erlendis og er að leggja lokahönd á ævisögu sína sem hann skrifar ásamt blaðamannin- um Orra Páli Ormarssyni. „Er kom- inn til Paradísareyjar í Suðaustur- Asíu með léttri viðkomu í Dubai,“ segir Hemmi á Facebook-síðu sinni og lætur vel af dvölinni. „Er algjörlega sultuslakur og spakur á þessum yndislega stað þar sem brosið virðist ekki geta farið af inn- fæddum!“ segir hann og spyr hvort við getum ekki gert þetta líka því þá væri heimurinn betri stað- ur. P íratar standa fyrir beint lýð- ræði og vilja sjá það í öllum formum sem bjóðast,“ segir Jón Þór Ólafsson, nýr þingamaður Pírata. Flokkurinn hefur ákveðið að skuldbinda sig til að leggja fram hug- myndir sem almenningur setur inn á vefinn Betra Ísland, sem þingmál á Alþingi. „Þannig gefst kjósendum tækifæri til að koma að ákvörðunum landsins yfir allt kjörtímabilið með samráðslýðræði, í stað þess að taka þátt aðeins á fjögurra ára fresti,“ segir í fréttatilkynningu frá Pírötum. Jón Þór bendir á að vefsvæðið Betri Reykjavík hafi sannað sig hér á landi og svipuð kerfi hafi gengið vel úti í heimi. Til að mynda í Eistlandi þar sem slíkt kerfi sé notað við gerð nýrrar stjórnar- skrár. Vefurinn Betra Ísland var settur í loftið í lok árs 2011 og er því ekki alveg nýr. Píratar hafa hins vegar hug á því að efla hann enn frekar og eru í sam- starfi við hönnuði vefjarins. „Þetta hefur gefist vel þegar fólk sér að það verði eitthvað um þeirra mál. Þegar fólk sér að sú vinna sem það leggur í beina lýðræðið skili sér í beinu lýðræði.“ Jón Þór vísar til ákvæð- is í drögum að nýrri stjórnarskrá þar sem segir að tvö prósent þjóðarinnar geti lagt fram þingmál og er það mál sem Píratar leggja mikla áherslu á. „Við ákváðum bara að taka forskot á sæl- una, þangað til það er komið í stjórn- arskrá að gera þetta svona.“ Hann seg- ir frábært ef hægt verður að ræða þau mál á þingi sem rata á toppinn á vefn- um hverju sinni og jafnvel ná um þau þverpólitískri sátt. Ekki hefur ákveðið hve margir þurfi að styðja hugmynd- ir á Betra Ísland-síðunni til að Píratar leggi þær fram sem mál á þingi. Sú ákvörðun verði partur af stefnumót- unarvinnu Pírata. solrun@dv.is Píratar taka forskot á sæluna n Þingmennirnir skuldbinda sig til að leggja fram þingmál af Betra Íslandi Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 3.–5. Maí 2013 49. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Efla beint lýðræði Jón Þór vonast til að hægt verði að ræða málin á þingi og ná um þau þverpólitískri sátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.