Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Side 11
Helgarblað 24.–27. janúar 2014 Fréttir 11 Núna þarf að hlusta á fólkið n Fyrirtækin ánægð með samning, launþegar ósáttir Þ etta eru bara tímamót í sögu verkalýðshreyfingar- innar, að það hafi verið svona stór hluti sem felldi,“ segir Arnar Hjaltalín, for- maður stéttarfélagsins Drífandi í Vestmannaeyjum í samtali við DV. is, en nú er ljóst að mikill meirihluti launþega í ASÍ hafnaði kjarasamn- ingnum sem gerður var við Samtök atvinnulífsins í síðasta mánuði. Fyrirtækin samþykkja – launþegar ekki Niðurstaðan er vonbrigði að mati Gylfa Arnbjörnssonar, formanns ASÍ, en eftir niðurstöðu kosning- anna má segja að samningurinn hafi verið vonbrigði fyrir launþega sem margir kolfelldu samninginn. Gylfi segir þó að hann og forysta ASÍ hefðu gert sér grein fyrir að samn- ingarnir væru umdeildir. Aðildarfyrirtæki Samtaka at- vinnulífsins samþykktu samning- ana, raunar með 98 prósentum greiddra atkvæða. Svo var ekki meðal launþega þar sem sextán aðildarfélög ASÍ samþykktu samn- inginn, en sautján felldu samn- inginn. Athygli vekur að kjörsókn var upp til hópa mjög lítil, eða allt niður í níu prósent, en einnig að oft munaði litlu í prósentutölum, til og frá, hvort samningurinn var felldur eða samþykktur. Fara aftur til aðildarfélaganna Gylfi telur mikilvægt að fara aftur til þeirra aðildarfélaga sem felldu samninginn og komast að því hverj- ar þeirra væntingar voru og hvern- ig tækla ætti málin nú. „Nú þarf að komast að því hvort fólk vildi hafa krónutöluna hærri eða hvort það var prósentutalan sem fólk vildi hafa hærri. Það er ekki nein ein lína í því,“ segir Gylfi. „Samningurinn var undirbún- ingur að langtímasamningi, sam- ræðu um fastgengisstefnu eða breytt fyrirkomulag peningamála, forsendur lægri verðbólgu og lægri vaxta. Ég held nú að það sé vilji fyr- ir því, en nú þarf að heyra hvað fólk vill leggja af mörkum varðandi það,“ segir hann en bendir á að samn- ingurinn átti líka að vera samkomu- lag við stjórnvöld um skatta- og verðlagsmál. Þá segir hann mikilvægt að rík- ið klári samninga sem eru innan þeirra vébanda. „Mér finnst mik- ilvægt að benda á að þeir sem eru lægst launaðir innan okkar sam- bands starfa hjá ríkinu,“ segir Gylfi, en samningarnir við ríkið eru laus- ir um mánaðamótin. Hann segir að forsætisráðherra hafi boðað aðra launastefnu í áramótaávarpi sínu og hvatt til þess að lægstu launin yrðu hækkuð. Þær kjarasamninga- viðræður ættu því að vera áhuga- verðar í ljósi ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Stöðugleikakrafa Krafan hefur verið um stöðugleika til langs tíma og töldu bæði Samtök atvinnulífsins og forkólfar ASÍ að þessi samningur myndi ná að knýja slíkt fram. Mikil áhersla hefur ver- ið lögð á téðan stöðugleika, með- al annars af Bjarna Benediktssyni, efnahags- og fjármálaráðherra, sem hefur hvatt ríkisfyrirtæki til þess að fara varlega í hækkanir á gjald- skrám. Gylfi Arnbjörnsson bend- ir þó á að það tók Bjarna heilan mánuð, frá undirritun samninga í desember, að senda fyrirtækjum í ríkiseigu bréf þess efnis að halda að sér höndum. Þá voru margar hækkanir þegar um garð gengnar. Gylfi segir að margir, sérstaklega innan Starfsgreinasambandsins, hafi orðið reiðir þegar ríkisstjórn- in vildi ekki kalla aftur sínar eigin hækkanir, en krafðist stöðugleika á sama tíma. „Þeir ætluðu bara að sjá til. Það var of seint í rassinn grip- ið, eins og maðurinn sagði, að ætla að senda það bréf í lok janúar. Ég held að þetta hafi haft mikil áhrif á afstöðu fólks,“ segir Gylfi. Þessi krafa hefur einnig komið frá ASÍ sem gekk raunar svo langt að setja fram svartan lista yfir fyrirtæki sem hækkað hafa gjaldskrár sínar. Það er metið svo að fyrirtæki sem haldi verðhækkunum sínum til streitu, þrátt fyrir tilmæli um annað, séu að vinna gegn þessum stöðugleika- markmiðum. Mikil áhersla var lögð á að allir tækju þátt í slíku og legð- ust á eitt. Ljóst er að krafan um launaleið- réttingu og launahækkun var þó talsvert meiri en krafan um stöð- ugleika meðal launþega ef marka má niðurstöður kosninganna. Sam- kvæmt samningnum, sem skrifað var undir rétt fyrir jólin, áttu laun almennt að hækka um 2,8 prósent, þó að lágmarki um 8.000 krónur á mánuði fyrir dagvinnu ef miðað var við fullt starf. Sama var um að ræða varðandi aðra kjaratengda liði. Nú þurfa aðildarfélög ASÍ að finna leið til þess að samræma þessa kröfu um launahækkun, í krónum eða prósentum, við stöðugleikakröfuna. „Nú er þetta mál í höndum þeirra aðildarfélaga sem felldu og nú þarf forysta þeirra að fara og hlusta á þá,“ segir Gylfi en bætir við: „Það er ekki búið að tryggja frið á vinnumarkaði, það er alveg ljóst.“ Kjaftshögg „Það er kjaftshögg fyrir Gylfa Arn- björnsson, forseta ASÍ, að kjara- samningar skuli vera felldir svo víða og með svo miklum mun. Í raun er ekki hægt að hugsa sér meira van- traust á formanninn sem hefur lagt mikið undir til að sannfæra laun- þega um að þetta séu góðir samn- ingar,“ segir Egill Helgason, sam- félagsrýnir og fjölmiðlamaður, á vefsíðu sinni. Aðspurður segir Gylfi svo ekki vera, og bendir á að nú sé verið að semja um kjarasamninga, en þing ASÍ fari fram í haust þar sem formannskosning fari fram. „Ef það ætti að byrja á því að allir segðu af sér, kjósa um stjórnir og trúnað- armál þá tæki það marga mánuði. Þetta er bara afstaða félagsmanna til þessa samnings og við deilum ekki við þá um það. Við vinnum fyrir þá og nú þarf að komast að því hvað það er sem þeir vilja. Ég þekki engan sem véfengir þessa niðurstöðu, hún er bara rétt,“ segir hann og segir að ef vilji er fyrir því að skipta um for- ystu ASÍ sé tækifærið í október. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Það er ekki búið að tryggja frið á vinnumarkaði, það er alveg ljóst. Fyrst samningar, svo kosningar Gylfi segir mikil vægt að klára kjara- samningana en í haust verði svo hægt að kjósa um forystu ASÍ. Mynd Sigtryggur Ari Risagjald- þrot Nýsis Greiðsla fékkst upp í 2,6 pró- sent – eða 643,5 milljónir – af 24,6 milljarða króna kröfum í þrotabú Nýsis hf. Félagið var stórtækt og átti fjölmörg dóttur- félög erlendis sem innanlands. Í samstæðureikningi félagsins fyrir árið 2006, en félagið hefur ekki skilað ársreikningi síðan þá, kemur fram að samstæðan hafi hagnast um 1,6 milljarða króna árið 2005. Árið eftir varð hins vegar 450,5 milljóna króna tap og leiðin lá niður á við eftir það. Nýsir var stofnað árið 1999 og starfaði á sviði einkafram- kvæmda, fasteignastjórnunar, rekstarverkefna, viðskiptaþró- unar og fjárfestinga. Félagið teygði anga sína til Bretlands, Danmerkur og Möltu. Vill fyrsta sætið Líf Magneudóttir gefur kost á sér í 1. sæti á lista Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, en valfundur hreyfingarinnar fer fram þann 15. febrúar næst- komandi. Líf hefur setið í skóla- og frístundaráði fyrir Vinstri græn frá kosningunum 2010. „Við búum í ólíkum hverfum, við ólíkar aðstæður,“ segir Líf í tilkynningu og bætir við: „Samt eigum við ótal margt sameigin- legt. Ég hef fundið fyrir því að að Reykvíkingar vilja hafa bein áhrif á borgina sína.“ Að mati Lífar er ekki nóg að gefa Reykvíkingum kost á að velja hvort ráðist sé í að laga rólur á leik- skólum eða gera við gangstéttir. Það á ekki að vera þörf á því að kjósa um eðlilegt viðhald. „Það er líka löngu tímabært að rjúfa þá múra sem hafa risið á milli stjórnmálanna og íbúa Reykjavíkur,“ segir hún. „Það er kominn tími til að fá íbúa að borðinu til að taka ákvarðanir um mál sem snerta þá og hafa áhrif á umhverfi þeirra og framtíð. Jafnt í stórum og mikilvægum málum sem varða alla sem og þeim er varða færri en geta skipt þann hóp miklu. Við þurfum að byggja upp samfélag og borg sem einkennist af samhug og samtakamætti.“ Lífeyrissjóðirnir auka hlut sinn Íslenskir lífeyrissjóðir eiga nú um 36,6 prósent af hlutafé ís- lenskra hlutafélaga á Aðallista Kauphallarinnar. Þetta þýðir að hlutdeild lífeyrissjóðanna hefur aukist allnokkuð undanfarið en í byrjun síðasta árs var hún 29 pró- sent, að því er fram kemur á vef Greiningar Íslandsbanka. „Ofangreindar tölur byggja á mati okkar miðað við hlutahafa- lista frá 16. janúar 2014. Um er að ræða íslensku félögin á Aðallista Kauphallarinnar að viðbættum HB Granda sem skráður verður á Aðallista síðar á þessu ári,“ segir í frétt Greiningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.