Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Page 15
Helgarblað 24.–27. janúar 2014 Fréttir 15 Víkur ekki undan gagnrýni Eftirminnileg ummæli Björn Bragi Arnarson er ekki sá eini sem hefur látið eftirminnileg ummæli falla í beinni útsendingu. Ýmislegt hefur verið sagt í hita leiksins sem skapað hefur heitar umræður í kjölfarið og jafnvel heilt atriði í Áramótaskaupinu. Blaðamaður DV tók saman nokkur ummæli sem vöktu athygli og lifa enn í fersku minni. „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1938. Við erum að slátra Austurríkismönnum.“ Björn Bragi Arnarson lét þessi ummæli falla í EM-stofunni á RÚV að loknum fyrri hálfleik Íslands og Austurríkis á EM í handbolta sem fram fer um þessar mundir. Björn Bragi baðst strax afsökunar á ummælum sínum sem hafa vakið athygli utan landsteinana og urðu til þess að HSÍ, handknattleikssamband Austurríkis og handknattleikssamband Evrópu hafa nú skipulagt tvo vináttulandsleiki í apríl til að undirstrika samstarfsvilja samtakanna. „Það er mikil fátækt í þessu landi og þetta eru mestmegnis glæpamenn […] þessi þjóð er ekki upp á marga fiska.“ Þessi orð lét Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, falla um Albani í viðtali við Fótbolti. net fyrir leik Íslands og Albaníu í október 2012. Um- mælin vöktu mikla athygli og reiði margra en Aron baðst afsökunar á þeim skömmu síðar og sagði að sér hefðu orðið á mistök. Aron ætti því að skilja vel hvernig Birni Braga líður í kjölfar sinna óheppilegu ummæla en Aron skrifaði þeim síðarnefnda eftirfarandi skilaboð á Twitt- er vegna málsins: „Veit hvernig þér líður kæri vinur.“ „Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi.“ Forsetafrúin Dorrit Moussaieff var himinlifandi yfir árangri íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Þessi orð lét hún falla í beinni útsendingu á RÚV þegar íslenska liðið hafði náð að tryggja sér þátttöku í úrslitaleik Ólympíuleik- anna með sigri á Spánverjum í undanúrslitum. „Stjórnmálaflokkar eru kosnir til fjögurra ára í senn. Þegar verið er að ræða svona brýn mál þá er strax kannski teygjanlegt hugtak.“ Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, uppskar hörð viðbrögð vegna þessara orða en þau lét hún falla í Kastljósi í október 2013 þegar hún var spurð hvað hún hefði átt við þegar hún lofaði því fyrir kosningarnar síðasta vor að 12 til 13 milljarðar króna yrðu settir „strax“ inn í rekstur Landspítalans. „Hann er algjört fífl þessi maður og dóni.“ Geir H. Haarde, þáverandi forsætis- ráðherra, kallaði fréttamann- inn Helga Seljan fífl og dóna á blaðamannafundi í Iðnó í október 2008. Geir hvíslaði orðin í eyru Urðar Gunnarsdóttur upplýs- ingafulltrúa og virtist ekki gera sér grein fyrir því að kveikt væri á hljóðnemanum svo að allir í salnum heyrðu hvað hann sagði. „Sjálfstæðis­ menn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.“ Hannes Hólm- steinn Gissurarson kom með þessa skemmtilegu greiningu á sjálfstæðismönnum í viðtali á Stöð 2 í apríl 2009. Hannes ræddi þar um muninn á hægri- og vinstri- mönnum og sagði auk ofangreindra orða: „Vinstrimenn eru menn sem halda að með masi og fundarhöldum og ljóðalestri þá sé hægt að leysa ein- hverjar lífsgátur“. „Ég snappaði bara. Ég löðr­ ungaði hann bara þvert og yfir moldar­ beðið.“ Ragnar Hauksson kom í eftirminnilegt viðtal í Kompás í maí 2008 þar sem hann ræddi líkamsárás á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrver- andi forstöðumanni Byrgisins. Tveimur vikum fyrir viðtalið hafði Ragnar ráðist á Guðmund en eiginkona Ragnars var ein þeirra fjögurra kvenna sem Guðmundur var dæmdur fyrir að brjóta gegn í Byrginu. „Hvaðan kom hann? Hvert er hann að fara? Hvað er hann?“ Adolf Ingi Erlingsson gat ekki hamið sig þegar Alexander Petersson stöðvaði hraðaupphlaup með ótrúlegum hætti í leik Íslands og Póllands á EM í handbolta í janúar 2010 og lét þessi eftirminnilegu orð falla. „Ég er bara mannlegur.“ Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, sagði þessi orð í tilfinningaþrungnu viðtali í Kastljósi í aðdraganda þingkosning- anna síðasta vor. Í viðtalinu sagðist Bjarni meðal annars íhuga afsögn sem formaður Sjálfstæðisflokksins en í kjölfarið jókst stuðningur við hann mjög innan flokksins. „Þú ættir að skammast þín, þú ert óþverri.“ Páll Magnús- son, fyrrverandi útvarpsstjóri, kallaði fréttamanninn Helga Seljan óþverra eftir fund með starfsmönnum RÚV í kjölfar fjölda- uppsagna hjá stofnuninni í desember síðastliðnum. Til átaka hafði komið á milli Helga og Páls á fundinum en að honum loknum lét Páll þessi orð falla við útganginn í Efstaleiti, en þar voru fréttamenn staddir og náðist atvikið því á myndband. „Guð blessi Ísland.“ Geir H. Haarde, þáverandi for- sætisráðherra, lauk sjónvarpsávarpi sínu til þjóðarinnar með þessari frægu setningu, en ávarpið flutti Geir í kjölfar bankahrunsins þann 6. október 2008. Setningin hlaut mikil viðbrögð og hafa meðal annars verið gerð heimildamynd og útvarpsleikrit eftir henni. Geir sagði síðar að orðin hefðu átt að vera „vinaleg kveðja“ en ekki trúarleg bón líkt og margir álitu. „Þú verður nú að horfa aðeins á leikinn ef þú ætlar að segja þetta. Ég held ég sé með sjö mörk úr níu skotum eða eitthvað, ég veit ekki hvað þú vilt frá mér … kannski viltu tíu mörk úr níu skotum.“ Ólafur Stefánsson lét þessi orð falla eftir leik Íslands og Austurríkis á EM í handbolta í janúar 2010. Íþróttafréttamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson sagði Ólaf ekki hafa náð sér almennilega á strik í undanförnum tveimur leikjum liðsins en Ólafur svaraði þeirri fullyrðingu á þennan hátt. „Hún er orðin rauð á brjóstinu hún er orðin svo upptrekkt konan.“ Óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson lét þessi orð falla um sjónvarpskonuna Eyrúnu Magnúsdóttur í eftirminnilegu Kastljósviðtali í desember 2004. Kristján hafði verið gagnrýndur harkalega fyrir að þiggja greiðslu fyrir að spila á tónleikum til styrktar krabbameinssjúkum börnum og varð heitt í hamsi þegar Eyrún spurði hann út í málið. „Það er ekki alltaf hægt að fara heim með sætustu stelpunni á ballinu, en önnur gerir kannski sama gagn.“ Geir H. Haarde, þáver- andi utanríkisráðherra, sagði þessa setningu í mars 2006. Um- mælin vöktu mikla umræðu og voru meðal annars gagnrýnd af Femínistafélagi Akureyrar sem krafðist þess að Geir útskýrði hvað hann ætti við með þessum orðum. „Við erum að ákveða að við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðu­ manna.“ Þessi orð lét Davíð Oddsson, þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, falla í Kastljósi daginn eftir bakahrunið á Íslandi, þann 7. október 2008 og lét þar með í ljós að ríkið myndi ekki borga skuldir bankanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.