Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Síða 16
Helgarblað 24.–27. janúar 201416 Fréttir Hasar og hömluleysi í Maríuhúsi n Sérhæfð dagþjálfun fyrir heilabilaða n Þar sem fólk lætur allt flakka n „Við reynum bara að njóta stundarinnar“ n Tíu mánaða bið eftir plássi M aríuhús stendur mitt í grónu íbúðahverfi í Foss­ voginum og er fljótt á litið líkt og öll önnur hús í göt­ unni. Nema hvað, fólk­ ið sem hingað sækir glímir flest við óminnið sem fylgir Alzheimer og öðrum heilabilunarsjúkdómum, en hér fer fram dagþjálfun. Við bönkum upp á og lokkandi ilmur af bökuðum eplum og kanil fyllir vitin þegar við göngum inn. „Ert þú komin?“ spyr maður á sjötugsaldri og spyr hvort hann þekki okkur ekki, blaðamann og ljós­ myndara, hann sé nú alveg viss um það. Hann var að koma úr sundi, ásamt stórum hópi fólks, sem gant­ ast hvert við annað og æðir inn um leið og það hefur fengið aðstoð við að afklæðast. Forstöðukonan, Ólína Kristín Jónsdóttir, sem ólst upp með öldr­ uðu fólki, byrjaði og sérhæfði sig í öldrunarhjúkrun, brosir út í annað og leiðir okkur út ganginn og inn á skrifstofu þar sem hún segir frá starf­ seminni og lífinu hér í Maríuhúsi, þar sem skjólstæðingarnir eru allir með heilabilunarsjúkdóm og flestir með Alzheimer. Skjólstæðingarnir eru 20, koma þrisvar til fimm sinnum í viku og eru flestir meira og minna allan daginn. Þjónustan er eftirsótt, svo eftirsótt að það er tíu mánaða bið eftir sérhæfðri dagþjálfun og síðast þegar staðan var tekin voru 108 á biðlista. Maríuhús er eitt af sjö slíkum úr­ ræðum á höfuðborgarsvæðinu en á hverjum stað er pláss fyrir 15–24 einstaklinga. Maríuhús var opnað árið 2008 og er rekið af Alzheimer­ félaginu en borgin á húsið. „Þessi langa bið er mikil synd,“ segir Ólína, „því hún gerir það að verkum að þeir sem koma eru oft orðnir veikari og eiga styttri tíma hér hjá okkur.“ Sligaðir af samviskubiti Flestir sem hingað koma hætta ekki að koma fyrr en þeir eru orðnir svo veikir að það er ekki um annað að ræða fyrir þá en að fara á hjúkrunarheimili. Þró­ un þessara sjúkdóma er mjög einstaklingsbundin og mishröð, svo sumir eru hér í fjóra mánuði og aðrir í fjögur ár. „Við gerum allt til þess að fólk geti haldið áfram að koma í Maríuhús þar til það kemst inn á hjúkrunarheimili. Það kemur aldrei að því að við segjum við viðkomandi að hann sé orðinn of veikur til að koma hingað og verði að vera heima. Fólk er hér eins lengi og það mögulega get­ ur. Ég mæli alltaf með því að fólk komi sem flesta daga og sé í sem mestri rútínu. Rútínan er svo mikilvæg og hér fær fólk þjálfun og örvun sem skiptir máli. Við leggjum áherslu á að viðhalda þeirri færni sem er til staðar í stað þess að fólk sé eitt heima og félagslega ein­ angrað, eins og gerist gjarna. Stór hluti af þessu snýst líka um að aðstandendur geti fengið hvíld og sinnt sínum erindum, farið áhyggju­ lausir út í búð sem þeir gætu ekki ef sá veiki væri einn heima. Oft er sá veiki eins og skugginn af maka sín­ um þegar hann er heima. Ef hann sér ekki maka sinn kallar hann. Sumir aðstandendur komast ekki út í búð því sá veiki er svo óöruggur. Það að skreppa í leikhús eða leikfimi getur verið heilmikið mál. Stundum er sá veiki með ásakanir um að mak­ inn sé svo lengi frá ef hann hefur taf­ ist um hálftíma. Þetta getur verið mjög erfitt fyrir aðstandendur og þá er mikilvægt að geta þegið þá hjálp sem er í boði. Margir eru tregir við að þiggja hjálp. Sumir fá samviskubit yfir því að senda maka sinn hingað og finnst þeir vera að svíkjast um. Þá leggj­ um við áherslu á að hér sé hann í öruggum höndum og fái þjálfun og örvun sem hann þarf á að halda. Því betur sem aðstandendur geta sinnt sjálfum sér því lengri tíma getur sá veiki átt heima. Hjúkrunarheimili eru mun dýrari úrræði fyrir ríkið svo þetta borgar sig fjárhagslega, auk þess sem fólki líður oftast best heima hjá sér.“ Tilfinningin gleymist ekki Aðstæðurnar eru erfiðar fyrir maka, sem verða í ofanálag að gefa sína drauma upp á bátinn. „Framtíðar­ áætlanir breytast fljótt þegar maki þinn veikist. Þá er mikilvægt að horfa á það sem hægt er að gera. Þetta er erfiður og sorglegur sjúk­ dómur en það er svo margt sem hægt er að njóta. Það er svo mikilvægt að hætta ekki að gera hluti þótt maki þinn, aðstandandi eða vinur veikist. Þótt hann hafi hvorki sömu getu né frumkvæði og áður þá getur hann samt notið þess ef þú tekur af skar­ ið. Ekki hætta því, þótt þú haldir að hann muni ekki eftir því sem er gert eða sagt.“ Ólína bendir á að það sé algengt að vinir og kunningjar hverfi smám saman. „Þá þarf að segja fólki að það sé tilfinningin sem gildir. Fólk held­ ur áfram að njóta þess að fara út að borða með félögunum eða fá símtal frá vinum sínum þótt það muni ekki lengi eftir því. Ef þér líður vel núna þá eru allar líkur á því að þér muni Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is „Oft er sá veiki eins og skugginn af maka sínum þegar hann er heima. Skelfilegur sjúkdómur Á meðan blaðamaður fylgist með störfum þeirra segir einn frá því hversu skelfilegt það var að fá þennan sjúkdóm. Hann sem var alltaf sjálfstæður maður. Alls konar klúbbastarf Í Maríhúsi eru starfræktir alls kyns klúbbar, meðal annars bókaklúbbur þar sem fólk sekkur sér í spennusögurnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.