Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Síða 22
22 Fréttir Erlent Helgarblað 24.–27. janúar 2014 10 mýtur um fyrri heimsstyrjöldina M argt af því sem sagt hefur verið um fyrri heimsstyrj- öldina er alrangt, að því er blaðamaður BBC, Dan Snow, hefur afhjúpað. Í grein hans kemur meðal annars fram að fyrir hermenn, sem barist hafi í stríðinu, hafi heimsstyrjöldin að ýmsu leyti verið bærilegri en raunin var í þeim stríðum sem fóru fram fyrir þann tíma. 1 Um var að ræða blóðugasta stríð sögunnar fram að því Fimmtíu árum áður en fyrri heims- styrjöldin hófst áttu sér stað mun blóðugri átök í Asíu – í suðurhluta Kína. Hófsömustu heimildir benda til þess að alls hafi 20 til 30 milljónir manna fallið á þeim fjórtán árum sem stríðið stóð yfir. Um 17 milljónir manna, hermanna og borgara, féllu í fyrri heimsstyrjöldinni. Rétt er að fleiri Bretar féllu í fyrri heimsstyrjöldinni en í nokkru öðru stríði. Mest mannfall, miðað við mannfjölda í landinu, var þó í borgarastríðinu á 18. öld. Tvö pró- sent Breta féllu í heimsstyrjöldinni fyrri, sem er mun lægra hlutfall en á 18. öld, þar sem áætlað er að um 4 prósent íbúa hafi fallið. 2 Aldrei fleiri hermenn hafa fallið Hið rétta er að sex millj- ónir hermanna fóru á vígvöllinn. Af þeim voru 700 þúsund drepin. Það gerir 11,5 prósent. Staðreyndin er sú að hlutfallslega dóu miklu fleiri her- menn í Krímstríðinu, 1853 til 1856, en í fyrri heimsstyrjöldinni. 3 Hermenn bjuggu í skotgröf-um árum saman Skotgrafir gátu verið hræðilegur samastaður. Grafirnar voru yfirleitt blautar, kald- ar og berskjaldaðar fyrir árás óvina. Löng dvöl í skurði gat haft slæm áhrif á móral og andlega heilsu her- manna. Þess vegna sá breski herinn til þess að skipt var reglulega út þeim sem voru í fremstu víglinu. Á milli bardaga voru sömu herdeildirnar sjaldnast meira en 10 daga í skotgröfum og afar sjaldan lengur en þrjá daga í senn í fremstu víglínu. Stöku sinn- um, þegar mikið gekk á, voru sömu menn stundum sjö daga í fremstu víglínu, en það kom sjaldan fyrir. 4 Menn úr efri stéttum sluppu ódýrt Þrátt fyrir að langflestir þeirra bresku hermanna sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni hafi komið úr röðum verkamanna, er stað- reyndin sú að ungir piltar af góðum ættum voru í mun meiri hættu. Synir ráðamanna fengu oft það hlutskipti að leiða sveitir og sýna dirfsku og þor. 12 prósent óbreyttra hermanna féllu í heimsstyrjöldinni fyrri en 17 prósent yfirmanna. Margir af helstu ráðamönnum Bret- lands misstu syni sína; þar á meðal Herbert Asquith forsætisráðherra á stríðstímanum. Næsti forsætis- ráðherra, Anthony Eden, missti tvo bræður í stríðinu. Þriðji bróðir hans slasaðist alvarlega. 5 „Ljónum stýrt af ösnum“ Orðfærið „Lions led by donkeys“ eiga þýskir liðsforingjar að hafa haft um breska hermenn, sem þóttu öðrum hugaðri. Samkvæmt sögunni var það skoðun þeirra þýsku að breskir yfirmenn hersins væru einhvers konar gungur. Orð- færið var að sögn blaðamanns BBC fyrst til hjá sagnfræðingnum Alan Clark og þýskir liðsforingjar komu hvergi þar nærri. Ríflega 200 hershöfðingjar féllu, særðust eða voru handsam- aðir í stríðinu. Flestir heimsóttu víglínurnar daglega og samkvæmt greininni á BBC voru yfirmenn miklu nær átakasvæðunum en þeir eru í dag – nú þegar fjarskipti hafa tekið stakkaskiptum. Fram kemur að vitanlega hafi hershöfðingjarnir verið misjafnir. Sumir hafi hins vegar verið magnaðir, svo sem Arthur Currie. 6 Ástralíumenn og Nýsjálendingar börðust um Gallipoli-skagann Miklu fleiri Bretar börðust á Gallipoli- skaganum en Ástralíumenn og Nýsjálendingar til samans. Bretar misstu fjórum til fimm sinnum fleiri menn en þessar þjóðir samanlagt, þó mannfall þeirra hafi verið mikið hlutfallslega. Meira að segja Frakkar misstu fleiri. Árásin á Gallipoli er talin ein sú tilgangslausasta í stríð- inu, en skaginn var á valdi Tyrkja. 7 Stríðsaðferðir á vesturvíg-stöðvunum voru staðnaðar Aldrei í stríðssögunni hafa orðið jafn byltingarkenndar tækninýjungar og í fyrri heimsstyrjöldinni. Í upphafi stríðsins skeiðuðu menn á hestum yfir vígvöllinn, með baðmullarhúfur á höfði og fátt annað riffla að vopni. Fjórum árum síðar hafði stálhjálm- urinn komið til sögunnar, eldvörp- ur, færanlegar hríðskotabyssur og handsprengjur, sem skotið var úr rifflum. Árið 1914 hefði þótt óhugs- andi að flugvélar sveimuðu yfir átakasvæðunum, eitthvað sem þótti orðið eðlilegt árið 1918. Talstöðvar komu fram en um þær var í fyrsta sinn hægt að flytja „lifandi“ fréttir af átakasvæðunum. Skriðdrekar, sem í besta falli voru á teikniborðinu 1914, voru nú komnir á vettvang og gjörbreyttu ásýnd stríðsins. 8 Enginn vann Dan Snow bendir á að í stríði sé enginn sigurvegari. Mann- fall í heimsstyrjöldinni fyrri hafi gríðarlegt, ótal menn hafi særst og enn fleiri þurftu að burðast með andlegar afleiðingar út ævina. Fátæktin og hörmungarnar hafi við stríðslok blasað við. Hann segir að þrátt fyrir þetta hafi, í hernaðarlegum skilningi, Bret- ar unnið sannfærandi sigur. Þýska flotanum hafi verið sökkt af þeim breska, eða allt þar til þeir sem eftir lifðu gerðu uppreisn í stað þess að fremja nokkurs konar sjálfsvígsárás á breska flotann. Hann segir að þýski herinn hafi beinlínis fallið saman. Í september 1918 hafi Þjóðverjar grát- beðið um vægð. Þeir hafi að lokum gefist upp þann 11. nóvember. Bretar hafi unnið fullnaðarsigur. 9 Versalasamningurinn var harðneskjulegur Samningurinn kvað á um að Þjóð- verjar létu Bandamönnum eftir 10 prósent af landsvæði þeirra en þeir héldu stöðu sinni sem stærsta og ríkasta landið í Mið-Evrópu. Landið var að minnstum hluta hernumið og greiðslur til annarra ríkja voru háðar því af hvaða krafti Þjóðverjar gætu greitt. Blaðamaðurinn segir að þeir hafi á endanum sloppið vel og að samningurinn hafi verið mildari en þeir samningar sem voru gerðir eftir fransk-prússneska stríðið 1871 og eftir síðari heimsstyrjöldina. Eftir síðari heimsstyrjöldina hafi Þýskalandi verið skipt upp, verk- smiðjur skemmdar og milljónir fanga hafi verið notaðar sem þrælar og verkamenn. Þjóðverjar hafi misst allt það land sem þeir höfðu numið eftir fyrri heimsstyrjöldina, og gott betur. Hitler hafi hins vegar talað um samninginn þannig að hann væri óásættanlegur, í því skyni að herða andstöðu við Bandamenn og komast sjálfur til valda. 10 Enginn naut góðs af stríð-inu Eins og á öllum átaka- tímum skiptir máli að vera réttur maður á réttum stað. Þú gætir upplifað hræðilegan hrylling, dáið, slasast alvarlega eða orðið fyrir óbætan legum andlegum skaða. Snow segir að sumir hermenn hafi notið lífsins í fyrri heimsstyrj- öldinni. Þeir hafi sumir hverjir sloppið við átök og búið við betri aðstæður en heima fyrir. Þeir hafi borðað kjöt, sumir daglega, getað reykt sígarettur, drukkið te og neytt áfengis. Fjarvistir vegna veikinda, mikilvægur mælikvarði á líðan hermanna, hafi verið álíka og á friðartímum. Margir ungir menn hafi notið þess að fá reglulega greitt, lúta ströngum aga og átt auðveldara með það en nokkru sinni áður, að heilla dömur upp úr skónum. n n Var ekki blóðugsta stríð sögunnar n Menn úr efri stéttum sluppu ekki ódýrt Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Mýtur Margt af því sem haldið hefur verið fram um fyrri heimsstyrjöldina er ekki satt. Myndir reuters skotgrafarhernaður Bretar skiptu reglulega út þeim sem voru í fremstu víglínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.