Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Síða 25
Umræða 25 Spurningin Breytir gjörsamlega engu að hann hafi sagt þetta þegar hann var 17 ára Þessi birting er fráleit Það er allt í einu kominn bíll í hinn endann Ertu ánægður með árangur Íslands á EM í handbolta? Þuríður A. Sigurðardóttir um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir. – Freyjur Logi Pedro Stefánsson tjáir sig um umdeild skrif Geirs H. Haarde árið 1968. – Facebook Vilhjálmur H. Vilhjálmsson um birtingu gagna í máli gegn lögreglumanni. – Vísir Logi Unnarson Jónsson lenti í alvarlegu bílslysi í október. – DV Helgarblað 24.–27. janúar 2014 S kýrar upplýsingar um nær- ingargildi matvæla eru mjög mikilvægar fyrir neytendur og auðvelda þeim að taka upp- lýsta ákvörðun. Þær merk- ingar sem er skylt að setja á umbúð- ir matvæla um næringargildi eru oft ekki skýrar. Þær eru gjarnan af skorn- um skammti og oft eru villandi full- yrðingar um hollustu matvæla á um- búðum. Þá er jákvæðum kostum matvæla óspart haldið á lofti en dýpra er á upplýsingar sem snúa að magni viðbætts sykurs og salts svo að dæmi sé tekið. Þessu þarf að breyta. Það er nefnilega ekki hægt að gera þá kröfu að fólk taki ábyrgð á eigin mataræði ef upplýsingar sem máli skipta eru ekki skiljanlegar. Rannsóknir sýna að neyt- endur eiga erfitt með að skilja þær hefðbundnu upplýsingar sem í boði eru . Í norrænni könnun sem gerð var árið 2006 voru neytendur spurðir að því hvernig merking þeim hugnaðist best og voru 1.000 Íslendingar meðal svarenda. Niðurstaðan var sú að yfir- gnæfandi meirihluti kaus myndir og merki í stað prentaðs texta. Grænn, gulur og rauður Í Bretlandi hefur verið komið á nær- ingagildismerkingu þar sem litirnir grænn, gulur og rauður eru m.a. not- aðir til að gefa til kynna magn salts, sykurs og fitu í matvælum. Hafa þess- ar merkingar verið kallaðar „traffic light label“ eða umferðarljósamerk- ingar. Það er meira en áratugur síðan breska matvælastofnunin hóf þessa vinnu með stuðningi neytenda- og lýðheilsusamtaka. Merkingin er val- kvæð og í upphafi tóku fáir framleið- endur þátt. Þegar í ljós kom að neyt- endur kunnu mjög vel að meta þessar skiljanlegu merkingar tóku framleið- endur við sér. Stjórnvöld ákváðu að samræma merkinguna, en ýmsar út- færslur höfðu verið í gangi, og var breski heilbrigðisráðherrann áhuga- samur um málið og talaði fyrir því. Í júní í fyrra var merkingin kynnt opin- berlega og þá tilkynntu stórfyrirtæk- in Nestle, Pepsico, Mars og Premier Foods þátttöku. Auðvelt að velja og hafna Markmið merkinganna er að gera neytendum auðveldara að velja hollan mat og ekki síður að forðast óholl- ustu kjósi þeir það. Óhollt mataræði er ástæða margra lífsstílssjúkdóma sem minnka lífsgæði og auka útgjöld til heilbrigðismála. Það er því ekki að ástæðulausu sem stjórnvöld víða um heim fara í aðgerðir sem miða að því að hjálpa neytendum að taka meðvit- aða og upplýsta ákvörðun. Nú geri ég alls ekki lítið úr því að neytendur taki ábyrgð á eigin heilsu og séu meðvitað- ir um næringargildi og innihald þeirra matvæla sem þeir neyta. En ef fólk á að taka ábyrgð á eigin mataræði þá er grundvallaratriði að upplýsingarnar séu skiljanlegar. Ég þekki t.d. sárafáa sem kunna að lesa saltmagn úr þeim upplýsingum sem skylt er að setja á umbúðir í dag. Ef vara er með rauðan lit fyrir salt þá þýðir það að varan inni- heldur mikið salt. Það eru skiljanlegar upplýsingar. Þingmenn úr öllum flokkum hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu um einfaldar næringarmerkingar á mat- væli að breskri fyrirmynd. Mín skoðun er sú að ef það er raunverulegt mark- mið íslenskra stjórnvalda að bæta lýð- heilsu landans þá fara þau að dæmi Breta og gera neytendum kleift að axla ábyrgð á eigin mataræði. n Einfaldari merkingar á matvæli„Markmið með merkingunni er að gera neytendum auð- veldara að velja hollan mat. Brynhildur Pétursdóttir þingkona Bjartrar framtíðar Kjallari J afnvel þótt tengsl séu augljós á milli forsætisráðherra og yfir- manna hjá MP banka, þykir kraf- an um umburðarlyndi gagnvart þeirri staðreynd fullkomlega sjálfsögð. Já, jafnvel þótt ríkisvaldið sé með beinum hætti að vernda téðan banka. Við verðum að sýna umburðar- lyndi þegar stjórnmálamenna segja eitt í dag og annað á morgun. Það sama er að segja um loforð um skuldaniður- fellingu: Þegar í ljós kemur að einung- is er um það að ræða, að færa peninga á milli vasa og kalla það niðurfellingu skulda, þá ber okkur (sem alvöru Ís- lendingum; í anda þjóðrembu) að sýna slíku bulli fullkomið umburðarlyndi. Ef stjórnmálamenn segjast ætla að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við viljum halda áfram viðræðum við Evrópusambandið, þá merkir það (að teknu tilliti til umburðarlyndis), að þeir ætli ekki að halda slíkar kosningar. Og umburðarlyndið er byggt á því, að við verðum að taka tillit til þess að stjórn- málamenn þurfa allajafna að gæta hagsmuna þeirra sem setja peninga í kosningasjóð; þeirra sem eru þeim vil- hallir og tillit til þeirra sem styrkja já- kvæða umfjöllun um þá rotnustu bit- lingapólitík sem hugsast getur. Hér er kannski rétt að geta þess að einhverjum fjölmiðlinum hugkvæmd- ist það snjallræði að velja Bjart í Sum- arhúsum sem mann ársins. Og þessi Bjartur er enginn annar en Sigmundur Davíð Oddsson. Og talandi um fjölmiðla og um- fjöllun þeirra, verður að segjast einsog er, að umburðarlyndið sem finna má í ýmsum miðlum, er slíkt, að það verður að hreinni og klárri þöggun. Hér verð ég benda á eina brjálæðislega þöggun sem opinberuð hefur verið, en um er að ræða grein Ó. B. Kárasonar í Mogg- anum núna fyrir skemmstu; grein um drauga vinstristjórnar. Í greininni er sviðsett þöggun í þeim tilgangi að fela aðgerðir og aðgerðaleysi hvítflibbanna sem núna sitja að kjötkötlum ríkisins. En þöggunin sú arna birtist mér einsog greinin sé rituð af fullkomlega dóm- greindarsnauðum manni. Að benda á flísina, er einstaklega heimskuleg leið, þegar menn reyna að fela bjálkann. Mér er minnisstæð ræða prests sem þekktur var fyrir einstakan hlýhug í garð útrásarvíkinganna. Hann vildi að þjóðin sýndi öllum glæpamönnum allt það umburðarlyndi sem hugsanlega má koma auga á – í alheiminum og þótt víðar væri leitað. Við áttum bara að líta á glæpina sem ópólitísk mistök. Þetta sama umburðarlyndi verðum við að sýna strákgreyinu sem óvart líkti handboltalandsliðinu okkur við menn, sem í eina tíð studdu stjórnmálaflokk sem taldi það í góðu lagi að byggja og reka útrýmingarbúðir, þar sem börn- um jafnt sem fullorðnum var hreinlega slátrað. Hér verð ég þó að geta þess, að ónefndu skáldi var ekki sýnt um- burðarlyndi þegar það kallaði ómerki- lega ráðherrablók himpigimpi og ekki fékk skáldið góða, svo mikið sem, smjörþef af umburðarlyndi þegar því varð eitt sinn á, að tala um Árna Nonsens og þjóf í sömu setningu. Engu að síður sýnir skáldið ykkur, lesendur góðir, yndislegt umburðarlyndi með eftirfarandi vísu: n Að ljúga það er Frosta fag sem færir honum borgun; hið sanna orð er eitt í dag en annað svo á morgun. Hið yndislega umburðarlyndi Kristján Hreinsson Skáldið skrifar Könnun Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa? 18,5% 8,1% 5,2% 10,4% 14,8% 7,4% 28,9% n Skila auðu n Regnbogann n Landsbyggðarflokkinn n Dögun n Lýðræðisvaktina n Flokk heimilanna n Pírata n Vinstri græn n Bjarta framtíð n Samfylkinguna n Framsóknarflokkinn n Sjálfstæðisflokkinn „Já, ég er ánægður. Það hefði þó verið betra ef þeir hefðu farið lengra.“ Pétur Arnar Kristjánsson 39 ára öryggisvörður „Já, ég er mjög ánægður. Þetta er ungir strákar sem eru að fá reynslu á stórmótum. Það er ekkert fyrir alla að spila á tveimur vikum alla þessa leiki.“ Birkir Örn Sveinsson 20 ára matreiðslumaður „Eftir atvikum.“ Sigvaldi Snær 71 árs gluggahreinsir „Alveg hundrað prósent hlutlaus.“ Hilmar Ragnarsson 21 árs nemi „Ekkert frekar, en Ásgeir Örn var flottur.“ Sindri Már Kaldal 21 árs nemi Rugl á ríkisstjórnarstigi Í vikunni gerði ég að umtalsefni í þinginu þverrandi traust erlendra fjárfesta á efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar og umfjöllun um það í erlendum fjölmiðlum. Viðbrögð ráðherranna voru dæmigerð fyrir ráðvillta menn. For- sætisráðherra talaði um undarlega fyrirspurn og þóttist ekkert kannast við slíka umfjöllun en fjármála- og efnahagsráðherra sagði fréttinar vera „tómt rugl“. Neikvæð þróun rakin til stjórnarskipta Bæði Reuters-fréttastofan og International Financial Review, hafa greint frá því að fjárfestar forð- ist Ísland á sama tíma og fjármagn streymi til kreppuríkjanna Portúgals, Grikklands og Írlands. Er ástæðan rakin til stjórnarskiptanna hér á landi í maí á síðasta ári og bent á að síðan þá hafi vextir á fimm ára skuldabréfi íslenska ríkisins hækkað úr 4,1% í 6,4% á meðan vextir á sam- bærilegum írskum bréfum eru að- eins 1,8% og portúgölsk skuldabréf bera 3,8% vexti. Segir fréttir vera tómt rugl Þegar ég spurði fjármála- og efna- hagsráðherra um viðbrögð ríkis- stjórnarinnar við þverrandi trausti á efnahagsstefnu hennar urðu við- brögð ráðherrans þau að væna mig um það úr ræðustóli Alþingis að ég gengi erinda erlendra kröfuhafa með fyrirspurn minni. Ráðherrann lét hins vegar hjá líða að svara fyrirspurn minni og því er málflutningur hans ómálefnalegur og sýnir vangetu hans til að bregðast við réttmætri gagnrýni. Að auki tel ég nú að einhverjir aðr- ir en ég bæði séu og hafi verið fyrri til að ganga erinda eignamanna í gegn- um tíðina. Óróleiki sjálfstæðismanna – stóra kosningaloforðið Ég ræddi líka um afurð stóra kosn- ingaloforðs Framsóknarflokks- ins og svokallað frískuldamark bankaskatts. Tilurð þess var að ég eignaðist óvænt skoðanabróður þegar Oddgeir Ágúst Ottesen, vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, lýsti efasemdum um skuldaniðurfellingaráform rík- isstjórnarinnar. Hann taldi þau ekki aðeins efnahagslega óhagkvæm heldur og óréttlát. Stóra kosningaloforð Fram- sóknar felur það í sér að skattfé er útdeilt til hinna efnameiri í samfé- laginu og það er ekkert launungar- mál að efasemdarröddum vegna þessa ráðslags fjölgar sífellt. Ég velti því vissulega fyrir mér hvort ekki hafi fleiri Sjálfstæðismenn áhyggjur af þessu ráðslagi og afleiðingum þess. Margsaga nefndarformaður Það er víða pottur brotinn hjá ríkis- stjórninni og sú pínlega uppákoma sem formaður efnahags- og við- skiptanefndar, Frosti Sigurjónsson, bauð upp á í vikunni fór ekki framhjá mörgum. Hann varð margsaga um tilurð frískuldamarks bankaskatts- ins sem var reyndar nífaldað á milli umræðna vegna þess að hið stóra kosningaloforð Framsóknarflokks- ins var óútfært fyrir kosningar og ófjármagnað því ekki átti ríkissjóð- ur að taka neitt á sig að þeirra sögn. Svo upplýsist auðvitað að ríkissjóð- ur, sameiginlegur sjóður Íslendinga, á að ábyrgjast greiðslu upp á 80 milljarða. Önnur niðurfærsla verð- tryggðra lána upp á 70 milljarða verður ákvörðun launþega, tekin af eigin launum og á þeirra ábyrgð. Og til að kóróna vitleysuna skilaði forsætisráðherra auðu við fyrirspurn sem fram kom um þessi mál í síð- ustu viku. Svona voru svörin: „For- sætisráðuneytið býr ekki yfir upplýs- ingum til að svara þessari fyrirspurn. Enginn fyrirliggjandi gagnagrunnur getur metið áhrif leiðréttingar- innar á einstaka tekju-, skulda- og greiðslubyrðishópa með nægjan- lega nákvæmum hætti, ekki hvað síst vegna samspils við fyrri aðgerð- ir sem dragast frá leiðréttingunni.“ n Bjarkey Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna Kjallari Helstu atriði n Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra spurðir um fréttir af þróun efnahagsmála. n Ráðherrar segja fréttir alþjóðlegra fjölmiðla vera „tómt rugl“ sem ekki þurfi að leiðrétta. n Fjármála- og efnahagsráðherra gerði því skóna að undirrituð gengi erinda kröfuhafa með fyrirspurn sinni. n Heimsmetið, frískuldamark bankaskattsins og margsaga formaður efnahags-og skattanefndar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.