Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Side 30
Helgarblað 24.–27. janúar 201430 Karlmenn J akob Jakobsson og Guðmund­ ur Guðjónsson hafa verið saman í rúm 30 ár og hafa árum saman haft það fyrir sið að verja bóndadeginum í sumar­ bústað sínum og borða heimatilbú­ inn þorramat. Árið var 1984. Síldarvertíð. Jakob Jakobsson vann þá sem kokkur í mötuneyti á Djúpavogi en hann varð árið 1994 fyrsti karlmaðurinn til að útskrifast sem „smørrebrødsjom­ fru“ frá hinu heimsfræga veitinga­ húsi Idu Davidsen. Það var líf og fjör á síldarplaninu á Djúpavogi. Strákarnir og mennirnir sem tóku tunnurnar, sem voru fullar af síld, settu merki í stígvél kvennanna til að telja tunnurnar. Guðmundur Guð­ jónsson var einn af þeim. „Hann var sá alsælasti,“ segir Jakob. Þarna hittust þeir, Amor þvældist á milli þeirra og það var einfaldlega ekki aftur snúið því Amor hitti í mark. „Við erum líklega með síðustu pörum sem hafa kynnst á síldar­ plani,“ segir Jakob. Þeir Guðmundur opnuðu síðan Jómfrúna í Lækjargötu árið 1996 þar sem fæst ekta danskt „smørrebrød“. Á þjóðlegu nótunum Jakob segir að þeir hafi fljótlega far­ ið að gera eitthvað sérstakt á bónda­ daginn en þó ekki fyrstu árin. „Við ólumst báðir upp við íslenska matarhefð og finnst gaman að borða þorramat sem við útbúum á haustin með mæðrum okkar. Við leggjum jafnvel í súr og reykjum eigið hangi­ kjöt. Við gerum gjarnan rúllupylsur úr lambaslögum og kryddum vel og einnig lundabagga sem við setjum í súr. Við höfum í mörg ár reykt okkar eigið hangikjöt í nóvember – venju­ lega um 25 hangilæri „ og gefið fjöl­ skyldu og vinum. Það er mikilvægt að halda í gamla og þjóðlega siði. Svo getum við verið eins nútímaleg og nýjungagjörn þar að auki eins og okkur sýnist.“ Þorramatinn fara þeir svo með á bóndadaginn í sumarbústaðinn sem þeir eiga austur í sveit og halda tveggja manna þorrablót. „Við reynum að hafa svolítið þjóð­ legt í bústaðnum. Við setjum dúka af eldri gerðinni á borð, klæðum okkur ekki alveg í nýjasta móð heldur svo­ lítið þjóðlega og það er ekkert verra að spila íslensk lög svo sem eftir Sigvalda Kaldalóns og Inga T. Þetta er á þjóðlegu nótunum enda algjörlega þjóðlegur siður og óþarfi að módern­ isera hann of um.“ Þeir kveikja á kertum og njóta svo heimatilbúna þorramatarins og drekka bjór eða snafs. Vináttan mikilvæg Jakob segir að sér finnist að pör eigi að taka bóndadaginn pínulítið hátíð­ legan. „Mér finnst að það eigi að taka hann frá fyrir, rifja upp gamla tíma og eiga góða stund saman. Mér finnst það vera mikilvægt því fólk er oft svo upptekið.“ Rúmlega 30 ár … hvað finnst Jak­ obi skipta máli til að halda góðu sam­ bandi gangandi? „Vinátta er forsenda langs sam­ bands. Við erum sannarlega góðir vinir; vissulega giftir en vináttan er giftingunni sterkari. Henni má auð­ veldlega slíta en ekki ævarandi vin­ áttu. Nú eigum við litla afastelpu sem heitir Mia og allt bendir til að hún eigi eftir að deila með okkur bóndadegi og þorramat enda kröftug stelpa. Við Guðmundur höfum starf­ að saman og því verið saman allan sólar hringinn í um 30 ár og við ætl­ um að halda því áfram og hlökkum til að eldast saman.“ n Útbúa þorramatinn með mæðrum sínum Jakob og Guðmundur halda bóndadaginn heilagan í sumarbústaðnum„Við erum líklega með síðustu pörum sem hafa kynnst á síldarplani. Þjóðlegir Jakob Jakobsson og Guðmundur Guðjónsson. Mynd SiGtryGGur Ari „Við reynum að hafa svolítið þjóðlegt í bústaðnum Bjórbumban er mýta Ekkert sem lætur kaloríur í bjór setjast framan á fólk S amkvæmt tékkneskri rannsókn frá 2003 eru engin tengsl á milli þess hversu mikið magn af bjór manneskja drekkur og hversu mikið magamál henn­ ar er. Kaloríumagn áfeng­ is er helst að finna í alkóhóli drykkjarins. Það eru ekki fleiri kaloríur í bjór en rauðvíni til að mynda en sökum þess að gjarnan er drukkið meira magn af bjór en víni verður kaloríuinntakan umfangs­ meiri þegar bjór er drukk­ inn. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Popular Science. Hvers kyns lífsstíll getur leitt til þess að manneskja bætir á sig fitu og fer það til að mynda eftir erfðum hvar á líkamanum fitan sest. Það er ekki svo að drekki einhver bjór í óhófi verði það óumflýjanlega til þess að viðkom­ andi fái svokallaða bjórbumbu. Það er ekkert sérstakt við kaloríur í bjór sem lætur þær setjast beint framan á þann sem drekkur hann. Mýtan um bjór­ bumbuna lifir þrátt fyrir þessar stað­ reyndir ennþá góðu lífi. n erlak@dv.is Sniðug smáforrit Lærðu að hnýta bindishnút How to tie a tie Smáforrit eftir Damir Nigomedyanov Verst geymda leyndar­ mál karlmanna er vankunnátta þeirra til að hnýta bindishnút. Það er að minnsta kosti ekki af tilviljun einni saman að tíu milljónir manna hafa náð í smáforritið How to Tie a Tie og nota eiginleika þess óspart. Forritið er einfalt í notkun og er karlmaðurinn leiddur í gegnum myndrænt ferli, skref fyrir skref, og fyrr en varir hefur myndarleg­ ur bindishnútur litið dagsins ljós. Þeim sem ná ekki tökum á þeim leiðbeiningum gefst kostur á að horfa á stutt kennslumyndbönd. Sláðu í gegn í eldhúsinu How to Cook Everything Smáforrit eftir Culinate, Inc. Margir karlmenn fá kvíðahnút í magann þegar kemur að því að framreiða dýrindis rétt í eldhúsinu. Smáforritið er byggt á samnefndri metsölubók eftir blaðamanninn Mark Bittman, sem skrifar fyrir New York Times. Forritið inniheldur yfir tvö þús­ und uppskriftir sem eiga það sam­ eiginlegt að vera einfaldar og eru því tilvaldar fyrir karlmenn sem kunna því illa að verja tíma í eld­ húsinu. Hver veit nema áhugi og metnaður kvikni í kjölfarið og fyrr en varir verði til nýr sælkeri. Hugsaðu um peninginn Meniga Smáforrit eftir Meniga ehf. Íslenska hugbúnaðarfyrir tækið tryggir notanda fullkomna sýn yfir fjármálin. Það hefur loðað við unga karlmenn að eyða um efni fram þegar skynsamlegra er að leggja fé til hliðar með framtíðaráform í huga. Fyrirtækið leggur upp úr því að sparnaður þurfi ekki að vera sársaukafullur og í forritinu má finna sparnaðarráð sem eru sniðin að neyslumynstri hvers og eins. Frítt Frítt 4.99 dollarar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.