Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Síða 32
Helgarblað 24.–27. janúar 20144 Karlmenn H annes Björnsson sál- fræðingur segir Mekka sálfræðinnar vera í Bandaríkjunum, þar sé allt rannsakað. Deild 51 í bandaríska sálfræðingafélaginu fæst sérstaklega við sálfræði karl- mennskunnar og birtir greinar um rannsóknarefni sitt í fagtímaritinu „Psychology of Men & Masculini- ty“ en þar er byggt á femínískri rannsóknarhefð. „Megináherslan er á að skilja hvað felst í því að vera karlmaður og að stuðla að því að frelsa karlmenn úr þröngu menn- ingarbundnu kynhlutverki sem í raun takmarkar karlmennsku þeirra. Svokölluð „ofurkarl- mennska“ er einnig rannsökuð þar en það eru viðhorf sem ganga svo langt að vera lítilsvirðandi í garð ákveðinna hópa. Það er eins kon- ar einangrunarstefna karlmennsk- unnar sem er takmarkandi en hún er til staðar í mörgum hópum og samfélögum.“ Fjórir þættir einkenna karlmenni Útbúin hafa verið ákveðin mæli- tæki sem mæla hugsjónir karl- mennskunnar og eitt það lífseig- asta er frá árinu 1984, „Brannon Masculinity Scale“. Samkvæmt því eru það fjögur einkenni sem ein- kenna karlmenni. „Í fyrsta lagi er karlmennið ekki kvenlegt (no sissy). Í öðru lagi nær karlmennið árangri og ávinnur sér þannig aðdáun og virðingu. Í þriðja lagi er karlmennið hart af sér. Það kemur fram í líkamlegu at- gervi og andlegu en einnig í því að karlmennið ber ekki tilfinningar sínar á torg. Loks er „alvöru“ karl- maðurinn óhræddur við að prófa nýja hluti og það fylgir honum ákveðin ævintýramennska.“ Hannes segir að þessi grunnstef hafi komið aftur og aftur fram í rannsóknum. Ekki of horaðir Hvað líkamlegt atgervi varð- ar segir hann að það komi fram í rannsóknum að ungir karlar vilji almennt ekki vera of horað- ir. „Það þykir ekki vera karlmann- legt ef karl er of horaður eða of þéttur en þá er hann kominn út úr þessu normi. Þar er samsvar- andi vandi kominn upp og í útlits- dýrkun ungra kvenna. Það getur haft mjög neikvæð áhrif á sjálfs- mynd ungra karla að vera ekki „nógu massaðir“. Það spila fæðu- bótarefnasalar á auk þess sem það heldur steramarkaðnum gang- andi. Við sjáum líka karlmennsk- una í kvikmyndum. Þar sér maður oft ofboðslegan vöðvamassa og ákveðið atgervi sem er ekkert endilega hollt. Börnin sleppa ekki heldur því „aksjónkarlarnir“ eru alveg jafn afmyndaðir og Barbie.“ Hannes segist þó telja að svig- rúmið sé meira þegar kemur að störfum karla. „Maður sér þó að haldið er fram ákveðinni ímynd – að karlmenni séu í líkamlega erf- iðum störfum sem hafa áhrif á það að atgervið verði „flottara“.“ Hinn mjúki maður Þegar Hannes er spurður um hinn mjúka mann, sem svo er nefndur, segir hann að samkvæmt framan- sögðu mætti líta á mýktina sem kvenlegan þátt og að niðurstöður rannsókna sýni að það sé í ákveðinni andstöðu við hugmynd- irnar um karlmennsku. Hann bendir hins vegar á að þjóðfélagið hafi breyst mikið og að sennilega muni þessar hugmynd- ir um ímynd karlmennsku breyt- ast að einhverju leyti. Hann nefnir matslistann „Gender Role Conflict Scale“ þar sem skoðaðir eru þeir árekstrar sem karlmaðurinn lendir í í nútímaþjóðfélögum. „Þetta væri einfalt ef karlmað- urinn væri veiðimaður í einföldu samfélagi, kúreki eða indíáni. Nú- tímamaðurinn þarf hins vegar að vera duglegur, ná árangri, hann á ekki að sýna tilfinningar sínar al- mennt og passa sig sérstaklega á að sýna ekki tilfinningar innan um aðra karla – en svo lendir hann í miklum árekstrum milli heim- ilis og vinnu. Ég held þó að þetta sé mikið að breytast hér á landi vegna þess að karlarnir eru ekki endi- lega fyrir vinna heim- ilisins lengur. Það er miklu meira jafnræði í samfé- laginu. Það þykir til dæmis ekki tiltakanlega karlmann- legt verk að vaska upp sem ég geri þó vissu- lega heima hjá mér sem og flestir karlar sem ég þekki en það skerðir þó ekki karlmennsku þeirra á neinn hátt. Það að mega ekki sýna tilfinn- ingar er stærri vandi. Í rannsókn- um er jafnvel talað um tilfinninga- ólæsi karlmanna, að þeir geti ekki greint á milli tilfinninga, hvað þá tjáð þær. Það er mjög alvarlegt ef svo er því tilfinningalegur vandi leitar þá út á óheppi- legri hátt. Í Bandaríkjunum var til dæmis gert sérstakt átak 2003 undir kjör- orðinu „Real men, real depression“ þar sem karlmenni lýstu reynslu sinni af þunglyndi. Mér finnst þetta líka vera að breytast, yngsta kynslóð karla er miklu meðvitaðri um til finningar sínar en þær eldri eru og eiga miklu auðveldara með að tjá líðan sína.“ Vandmeðfarin en nauðsynleg umræða Hannes segir að umræð- an um karl- mennsku hafi oft farið niður á lágt plan hér á landi. Það verði að að- greina eðlilega umræðu um karl- mennsku frá niðrandi ofurkarl- mennsku og tengingum við valdið líkt og í gamla feðrasamfélaginu þar sem karlinn réð öllu. „Staðreyndin er að það er mun- ur á körlum og konum og það sem hentar öðru kyninu hentar ekki endilega hinu. Femínisminn hef- ur verið mikilvæg vegferð í bar- áttu kvenna fyrir jafnræði og sjálfs- skilningi. Á sama hátt tel ég að fólk komist ekki hjá því að velta því fyr- ir sér, faglega, hvað sé karlmönn- um eðlilegt og hvað ekki.“ n Svava Jónsdóttir Á lágu plani Hannes segir að umræð- an um karlmennsku hafi oft farið niður á lágt plan hér á landi. Mynd Sigtryggur Ari Mjúki maðurinn Hvað er karlmennska? Jú, ákveðnar hugmyndir eru til um karlmennsku en tímarnir breytast og mennirnir með. „Nútímamaðurinn þarf hins vegar að vera duglegur, ná árangri, hann á ekki að sýna til­ finningar 5 leiðir til að minnka líkur á krabbameini n Hreyfðu þig Það er engin mýta að hreyfing er gulls ígildi. Í niðurstöðum rann- sóknar sem Háskólinn í Vermont framkvæmdi kemur fram að karlmenn í góðu líkam- legu formi eru 68 prósentum ólíklegri til að fá lungnakrabba- mein og 38 prósentum ólíklegri til að fá ristilkrabbamein en karlmenn í lélegu formi. Hreyf- ing heldur jafnvægi á hormóna- starfsemi líkamans og heldur ónæmiskerfinu við efnið. n Ekki borða djúpsteikt Karlar sem borða djúpsteikar franskar kartöflur, kjúkling, fisk eða kleinuhringi einu sinni í viku eða oftar eru í meiri hættu en aðrir á að fá krabba- mein í blöðru- hálskirtli. Þetta er samkvæmt niðurstöðum Fred Hutchinson- rannsóknarstofnunarinnar. n Drekktu granateplasafa Samkvæmt rannsókn sem vísindamenn við Háskólann í Wisconsin framkvæmdu getur granateplasafi dregið úr vexti lungnakrabbameins. Fyrri rannsóknir sýna einnig að þessi ofurfæða geti seinkað myndun krabbameins í blöðruhálskirtli og lækkað svokallað PSA-gildi hjá körlum sem fengið hafa meðferð við krabbameini. n Borðaðu bláber Bláber innihalda efnasamband sem kallast „carcinogenic“ sem er náttúrulegt andoxunarefni. Efnasambandið er talið geta dregið úr líkum á ristilkrabba- meini, að sögn vís- indamanna við Rutgers- háskólann í Bandaríkjun- um. Einn bolli á dag af þessum næringarríku berjum getur gert kraftaverk. Settu þau út á morgunkornið, skyrið eða borðaðu þau fersk. n Borðaðu trefjaríka fæðu Þeir sem leggja áherslu á að borða trefjaríka fæðu – rúm 30 grömm af trefjum á dag – eru í minni hættu en aðrir á að þróa með sér krabbamein í lifur. Þetta kom fram rannsóknar- niðurstöðum sem birtust í tímaritinu Clinical Nutrition. Samkvæmt rannsókn- inni geta trefjarnar hindrað för eiturefna inn í lifrina. Algengustu mistökin í ræktinni D avey Wavey er bandarískur einkaþjálfari sem heldur úti vef- síðu um fitness, þjálfun, heilsu og næringu á daveywaveyfit- ness.com/. Wavey tók saman lista yfir algengustu mistök sem hann hefur gert í líkamsrækt undanfarinn áratug. Að halda sig ávallt við sömu æfingar Það er mikilvægt að brjóta upp æfingaplanið á fjögurra til sex vikna fresti til þess að forðast stöðnun. Að fylgja sama æfinga- plani á hverjum degi Ef þú æfir oft er mikilvægt að þjálfa hvern vöðvahóp á mismunandi dög- um. Að þjálfa ekki þol. Að þjálfa ekki styrk Óháð því hvort markmiðið með líkamsrækt er að auka styrk eða þol er mikilvægt að þjálfa bæði styrk og þol. Að hvíla of lengi Það getur verið gagnlegt að ákveða fyrirfram hversu lengi á að hvíla eftir hverja æfingu. Annars er hætta á að þú ráfir um salinn of lengi eða horfir óvart á hálfan sjónvarpsþátt án þess að átta þig á því. Að hita ekki nógu vel upp Þú þarft að gera léttar þolupphitun- aræfingar ef þú ætlar að þjálfa þol. Ef þú ætlar að þjálfa styrk þarftu að gera létt- ar æfingar til þess að hita upp vöðvana. Að stunda líkamsrækt þegar þú ert veikur Þú skalt halda þig heima ef þú ert veikur. Annars vegar getur hreyfing lengt veikindin og hins vegar get- urðu smitað félaga þína í ræktinni. Að halda að þreyttur hug- ur merki þreyttur líkami Ef þú æfir eftir vinnu er freist- andi að afsaka sig með því að segjast vera of þreyttur til þess að æfa en þreyttur hugur er ekki endilega þreyttur líkami. Að stunda líkamsrækt getur í raun vakið þig og aukið orku. Að eyða lengri tíma í að slúðra en að æfa Mundu eftir markmiði þínu þegar þú ferð í ræktina. Ekki nema markmiðið sé að eignast nýja vini. Að nota enga sérstaka aðferð í átt að markmiði Að æfa eingöngu til þess að æfa fær- ir þig ekki nær markmiði þínu. Ef þú vilt fá vöðvameiri handleggi er mikil vægt að kynna sér viðeigandi aðferðir og fara eftir þeim til þess að ná markmiðinu. Að herma alfarið eftir öðrum Það er allt í lagi að gera eins æfingar og aðrir í ræktinni en ekki herma al- farið eftir. Ekki nema þú vitir að æf- ingar næsta manns smellpassi við markmiðið sem þú hefur sett þér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.