Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Qupperneq 35
Helgarblað 24.–27. janúar 2014 Karlmenn 7 Gauti Már gefur ráð um mataræði „Mikilvægt að menn séu duglegir og óhræddir við að prófa sig áfram með mat“ G auti Már Rúnarsson er fimm- faldur Íslandsmeistari í vaxtarrækt í –80 kílóa flokki karla og þrefaldur Íslands- meistari í fitness karla frá því að hann keppti fyrst fyrir 20 árum, auk annarra titla. Hann kveðst hafa stundað lyftingar í um 27 ár eða frá því hann var 14 ára og fyrsta líkams- ræktarstöðin var opnuð á Dalvík. Gauti svaraði nokkrum spurn- ingum blaðamanns um mataræði sitt og hvað hann borðar til þess að halda sér í formi. Hann segir mataræði sitt vera nokkuð breyti- legt yfir árið. „Það kemur tímabil þar sem ég er ekkert mikið að stressa mig á hlutunum en stærsta hluta ársins er mataræðið í föst- um skorðum.“ Gauti hefur reynslu af því að prófa mismunandi matar- æði og er í dag hrifnastur af keto- genísku mataræði. „Síðastliðin ár hef ég prófað margar og mjög ólík- ar nálganir varðandi næringu til að finna út á hvaða mataræði skrokk- urinn funkerar best. Í undirbún- ingi fyrir síðasta mót borðaði ég til dæmis einungis eina máltíð á sól- arhring, fastaði í 22 klukkustundir. Hún var að vísu nokkuð stór en ég er einna hrifnastur af þessu fyrir- komulagi, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Eins og ég set mataræðið upp fyrir mót þá er ég að fá flestar hitaeiningar úr fitu, en mjög fáar úr kolvetnum en það kallast keto- genískt mataræði og er það sem ég hef fundið út að virkar best fyrir mig. Að mínum dómi er mikilvægt að menn séu duglegir og óhræddir við að prófa sig áfram með matinn til að finna út hvað hentar hverjum og einum því engir tveir eru eins.“ Gauti gefur körlum sem eru að stiga fyrstu skrefin í líkamsrækt ráð um smáar og skynsamar breytingar á mataræði. „Ég held að flestir viti nú orðið hvað má og má ekki varð- andi mataræðið. Helsta ráðið held ég að sé að vera ekki að kúvenda öllu á einu bretti heldur gera smáar og skynsamlegar breytingar jafnt og þétt. Það er, taka út sykur og hveiti og færa sig yfir í sem minnst eða alger- lega óunna matvöru, til að mynda ávexti, grænmeti, kjöt og fisk.“ Að lokum segir Gauti mataræði leika stórt hlutverk í líkamsrækt. „Mataræðið á mjög stóran þátt í þeim árangri sem menn ná í líkams- rækt, úr því þurfum við að fá öll þau næringarefni sem líkaminn þarfn- ast til að uppbygging geti átt sér stað ásamt því að gefa okkur þá orku sem þarf til að æfa af krafti.“ n erlak@dv.is G uðmundur Jörundsson fata- hönnuður hefur vakið mikla athygli en verslun hans í miðbæ Reykjavíkur er full af hönnun hans. Hann reið á vaðið með herrafatnað en í haust bættist dömudeild við í versluninni. Hvað segir Guðmundur annars al- mennt um herratískuna í dag? „Það er meira um jakkaföt núna en hefur ver- ið; það þykir fínna að vera í jakkaföt- um. Karlar eru auk þess meðvitaðri um tískuna og vilja fylgjast með.“ Jakkaföt? Hvers vegna eru þau „in“ eins og sumir myndu segja? „Þetta er bara tímabil; tíðarandinn. Bíómynd- ir hafa áhrif. Þetta byrjaði með sixtís stemmingu.“ Fer aðrar leiðir JÖR er merki Guðmundar Jörunds- sonar og verslunin hans heitir einfald- lega JÖR. Guðmundur hjá JÖR viðurkennir að hann fari aðrar leiðir en margir aðr- ir hönnuðir. „Flest tískuhús starfa þó eins – eru með hönnunarteymi.“ Guð- mundur er með hönnunarteymi enda er JÖR tískuhús. Laxableik jakkaföt voru á meðal þeirra jakkafata sem héngu uppi í versluninni í fyrrasumar. „Við erum líka með úrval af klassískum fötum en alltaf með eitthvað öðruvísi til að brjóta upp.“ Innblásinn af fangelsisfatnaði Röndótt föt einkenna vetrarlínuna í herrafatnaðinum. „Ég var mikið að skoða fangelsisfatnað; þetta er allt röndótt – svart og hvítt. Það var aðal- innblásturinn.“ Hann nefnir líka alls konar mynstur en það sem kveikti hugmyndir voru til dæmis gólfflísar og ýmis geómetrísk form. „Það er misjafnt eftir línum á hvað ég legg áherslu. Ég safna fyrst og fremst myndum héðan og þaðan. Ég bý til einhvern heim. Þetta geta verið myndir af byggingum, þetta geta ver- ið bækur, tónlist eða hvað sem er. Fyrir þessa línu var það meðal annars fang- elsisfatnaður og gólfflísar.“ Hann talar um heim. Jörheim. Hvernig er sá heimur? „Ég held að það sé sterk formalímynd. Við erum mikið með jakkaföt og fínni fatnað og ég held að hann sé fyrst og fremst töffaralegur eða kúl. Karlmannlegur.“ Hör, bambus og silki Guðmundur segir það hafa áhrif á hvern og einn að ganga í fallegum og vönduðum fötum. „Þetta er bara tilfinningin; fólk sem hefur áhuga á lífinu vill kaupa sér vandaðan fatnað og er ekki í hverju sem er. Það er erfitt að útskýra þetta. Það er skemmtilegra að versla við merki sem einhver vinna og hug- myndir eru á bak við; eitthvað sem er ekki bara maskína. Fjöldaframleitt. Mönnum líður vel ef þeir eru í falleg- um fötum; alveg eins og manni líður vel eftir að hafa baðað sig.“ Sólin er farin að hækka á lofti sem þýðir að vorlínan frá JÖR er á næsta leiti. Meðal annars verður lögð áhersla á hör, bambus og silki. n Svava Jónsdóttir „Það er meira um jakkaföt núna en hefur verið. Gauti Már Segir ketogenískt mataræði virka best fyrir sig fyrir mót. Mynd Guðný ÁGústsdóttIr Flestir telja eðli kvenna og karla ólíkt og fjölbreytnin sé meiri inn- an kyns en á milli kynja. Þó eru staðalímyndir sterkar í íslensku samfélagi. Kristín Tómasdóttir, annar höfundur bókarinnar, Strákar, segist telja að helsta mýtan um karlmenn felist í því að hægt sé að stimpla þá í flokka sem þeir passi inn í. Páll Óskar Hjálmtýs- son segir stærstu mýtuna vera að karlar geti ekki rætt um tilfinn- ingar sínar. Karlar geta gert margt í einu „Í raun tel ég að helsta mýtan varðandi karlmenn felist í þeirri trú fólks að hægt sé að stimpla alla karlmenn og allar konur í flokka sem flest- ir þeirra passa inn í. Karl- menn eru jafn ólíkir og þeir eru margir og ógjörningur að alhæfa um þá sem einn hóp. Þessu til stuðnings get ég t.d. full- yrt að margir karlmenn geti gert margt í einu þó það vefjist fyrir einhverjum þeirra líkt og það get- ur gert hjá konum.“ Karlar eru ekki tilfinningalausir! „Ætli ég hafi ekki rekist oftast á sleggjudóma í þá áttina að karl- menn séu tilfinningalausir. Þarna verð ég að vera hjartanlega ósam- mála. Þeir karlmenn sem ég hef verið svo heppinn að kynnast í líf- inu hafa allir verið drekk- hlaðnir tilfinn- ingum. Skiptir kynhneigð- in þá engu máli. Þetta er sú mýta sem ég hef hnot- ið um hvað oftast í lífinu. Og að karlmenn geti ekki rætt tilfinn- ingar sínar við hvern annan. Það er öðru nær, mín upplifun er allt önnur. Ég get ekki komið því í orð hvað mér þykir vænt um karla út af þessum hæfileika, að geta deilt tilfinningum sínum.“ Mýtur um karla Dalvegi 24 - 554 4884 - www.iess.is Guðmundur Jörundsson maðurinn að baki JÖR fer aðrar leiðir í hönnun sinni „Ég bý til einhvern heim“ Meðvitaðri um tískuna „Það er meira um jakkaföt núna en hefur verið; það þykir fínna að vera í jakkafötum. Karlar eru auk þess meðvitaðri um tískuna og vilja fylgjast með,“ segir Guðmundur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.