Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Síða 47
Food Detective fæðuóþolspróf einfalt og öflugt hjálpartæki til bættar heilsu! „Það er mín skoðun að það verði sífellt mikilvægara að fólk taki ábyrgð á eigin heilsu og leiti eftir hjálpinni þar sem hana er að finna segir Inga Kristjánsdóttir, næring- arþerapisti. Marga sjúkdóma má rekja til mataróþols og mataræðis eins og húðvandamál, vefjagigt, ristil- og magavandamál, höfuðverki, kvíða og þunglyndi svo eitthvað sé nefnt og hefur fólk oftar en ekki getað náð betri heilsu með því að huga vel að því hvað það borðar. Food Detective fæðuóþolsprófið er góður vegvísir að bættri líðan og getur flýtt fyrir að fólk komist á rétta braut með mataræðið.“ Ótrúlegur munur á syninum eftir að hann fór í fæðuóþolspróf hjá lækni Helga Benediktsdóttir á unglingsdreng með As- perger einkenni. „Hann hefur alla tíð verið mjög einrænn og félagsfælinn, átt mjög erfitt með samskipti, einbeitingu og að skynja tilfinningar an- narra og átta sig á svipbrigðum. Honum gekk illa í skóla og hef ég þurft að keyra hann meira og min- na hvert sem hann þurfti að fara. Síðastliðið sumar var hann erlendis og fór í Food Detective fæðuóþolsprófið hjá þarlendum lækni. Í ljós kom að drengurinn er með óþol fyrir 10 matar- tegundum sem kom mér verulega á óvart. Við sættumst á að taka út þær matartegundir sem mældust hæst á prófinu sem voru mjólkurvörur, egg, hveiti og baunir. Nú er liðið tæpt ár síðan og er munurinn alveg ótrúlega mikill. Hann er ekki læknaður af Asperger en öll skynjun hans og samskipti við hann eru svo miklu auðveldari. Hann fer nú allra ferða sinna einn og er nú kominn í framhaldsskóla og stendur sig mjög vel. Einnig þjáðist hann oft af miklum hö- fuðverkjum og tíðum blóðnösum sem hafa svo til horfið með breyttu mataræði. Við eigum eftir að taka út fleiri fæðutegundir og það verður skoðað við fyrsta tækifæri.“ – Helga Benediktsdóttir, móðir drengsins Food Detective er nýtt byltingarkennt fæðuóþolspróf sem byggir á áralöngum rannsóknum á fæðuóþoli og er þróað af vísindamönnum í Cambridge. Prófið er notað í 60 löndum út um allan heim og hefur verið selt í 4 milljónum eintaka. Prófið er mjög einfalt í notkun og sýnir niðurstöður innan 40 mínútna. Prófið er hannað bæði til einkanota sem og fyrir lækna, hjúkrunarfólk og aðra fagaðila. Hvar fæst óþolsprófið? Útsölustaðir FoodDetective: Lyfja, Heilsuhúsið, Lifandi markaður og www.heilsan- heim.is. Lyfja Lágmúla og Lyfja á Smáratorgi bjóða upp á óþolsmælingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.