Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Side 50
Helgarblað 24.–27. janúar 201442 Lífsstíll „Ljótar gallabuxur eru alltaf mistök“ Helgi Ómars fer yfir helstu tískustrauma H elgi Snær Ómarsson er 22 ára ljósmyndari sem held- ur úti vinsælu tískubloggi á vefsíðunni Trendnet.is. Hann er búsettur í Dan- mörku og vinnur þar fyrir Elite Mod- el Management en starfar einnig fyr- ir íslenska tímaritið MAN Magazine. Hann spáir mikið í tísku og DV fékk að forvitnast aðeins um fatastíl Helga og hvað hann telur vera heit- ast í herratískunni á nýju ári. Hann þráir Acne-leðurjakka og segir verstu kaupin hafa verið notaða peysu sem lyktaði eins og ruslapoki. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? „Hann er „sporty streetgoth“ og nokkuð minimalískur.“ Fyrir hverju fellur þú yfirleitt? „Ég er jakkasjúkur – ég yfirleitt enda alltaf þar. Ég elska líka „sneakers“ þessa dagana, ég fer ekki inn í búðir lengur, ég er hættur að hafa stjórn á þessu, svei mér þá.“ Hver er uppáhaldsflíkin í fata­ skápnum þínum? „Ég ætti eflaust að velja svaka „ fashion“-flík, en ég get ekki annað en sagt 66°N Þórsmörk Parka-úlp- an mín, ég er svo svakalega mikill þægindakarl og kuldaskræfa að ég get hreinlega ekki annað, úlpan er að bjarga mér frá því að frjósa til dauða þegar ég fer út á morgnana. Jú, og reyndar trefillinn minn frá Acne, en það er líka aðallega því hann held- ur á mér hita. Jú, sjáið þið til – það er móðins að vera hlýtt.“ Hver er tískufyrirmynd þín? „Nú get ég ekki sagt að ég eigi tísku- fyrirmynd þegar kemur að klæðnaði, ef það væri einhver þá væri það Rick Owens, hann er svaka töffari. En ég á mér smá goð er kemur að tískuljós- myndun, og það er Steven Meisel ljósmyndari. Pant vera hann þegar ég verð eldri. Litlar líkur á því, en hei …“ Hvað vantar þig í fataskápinn? Mig vantar Biker-leðurjakkann frá Acne fyrir sumarið, ég kannski nýti tækifærið og hvet þann sem langar að gefa mér hann að hafa samband við mig, því mig sárvantar hann, næstum því upp á líf og dauða.“ Verstu fatakaupin? „Ég keypti fyrir nokkrum árum einhverja rauða prjónaða gollu í Spútnik sem var eiginlega alveg rosa ljót, lyktaði eins og rusla- poki og gerir það eflaust enn í dag, hvar svo sem hún er í lífinu. Ég hélt eflaust að það mundi gera mig eitt- hvað kúl.“ Bestu fatakaupin? All Saints-leðurjakkinn minn, hann hefur fylgt mér síðan hann var keyptur fyrir góðum fjórum árum, þykir ótrúlega vænt um hann og mun eflaust nota hann að eilífu (mig vantar samt jakk- ann að ofanverðu enn mjög mjög mikið).“ Hvað er nauðsynlegt í fataskápinn á þessu ári? „Fullkominn bomber-jakki, sólgler- augu með tréumgjörðinni frá Ribot Reykjavík, einfaldar og fallegar peys- ur/sweatshirt og Nike MaxAIR snea- kers. Ekkert of hellað.“ Hvað er heitast í herratískunni um þessar mundir að þínu mati? „Sportlúkkið – ég elska það. Ég er að vona að því meira sem ég er í sport- fatnaði því duglegri sé ég að fara í ræktina, sú kenning er ekki búin að sanna sig enn en ég er ekki búinn að missa vonina. Svart og hvítt er áber- andi líka, ég fíla það í tætlur.“ Hvaða mistök gera karlmenn oftast í klæðaburði? „Setja sokkana yfir buxurn- ar – og ljótar gallabuxur eru alltaf mistök.“ Spá karlmenn minna í tísku en konur eða er það að breyt­ ast? „Ég get nú ekki talað fyrir hönd allra karlmanna, en hvað mig varðar þá finnst mér eins og áhuginn sé að verða meiri og meiri, mér finnst ég taka eftir því miðað við „mailana“ sem ég fæ í gegnum bloggið og svo- leiðis. Manni líður auðvitað rosa vel þegar maður lítur vel út sem mér finnst kannski skipta hvað mestu máli. Þetta er líka bara skemmtilegt, spá, skoða, prófa og svoleiðis, mér finnst það vera nokkuð áberandi hjá strákunum.“ Hægt er að fylgjast með Helga á síðunni: trendnet.is/helgiomars n Cavalli hannar á Miley Cyrus Ítalski fatahönnuðurinn mun hanna búningana fyrir væntan- lega tónleikaferð bandaríska poppstirnisins Miley Cyrus. Tónleikaferðalagið hefur hlot- ið nafnið Bangerz og hafa fyrstu skissur Cavalli nú verið birtar. Búast má við að búningarn- ir verði í djarfari kantinum, en í skissum Cavalli má til dæmis sjá mikið af fötum úr gallaefni, stutt- buxur og jakka, auk þess sem mikið verður um samfestinga og dýramynstur. Cavalli hefur áður hannað búninga fyrir stórstjörnur á borð við Beyoncé, Cheryl Cole og Spice Girls. Ekki blóð – ef til vill rautt blek Það sem lítur út fyrir að vera blóð í klósettskálinni getur í raun- inni verið rautt blek úr klósett- pappírnum. Þessu heldur krabbameins- læknirinn Guy Nash fram og hefur af því miklar áhyggjur. Hann óttast að þar sem svo margir noti klósettpappír sem skreyttur sé með rauðu bleki geti margir tekið blek fyrir blóð og það sem verra er, blóð fyrir blek, og séu því síður greindir með krabbamein í ristli. „Að mínu mati er afar ábyrgðarlaust af framleiðendum að nota rautt blek við klósettpappírsfram- leiðslu,“ segir Nash í viðtali við LiveScience. Ekki deila allir læknar þessum áhyggjum með Nash. Einn þeirra segir athugasemdir hans einfald- lega tímaeyðslu enda sé blóð úr endaþarmi algengt vandamál sem sjaldnast sé hægt að útskýra sem krabbamein. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is „Ég get nú ekki talað fyrir hönd allra karlmanna, en hvað mig varðar þá finnst mér eins og áhuginn sé að verða meiri og meiri Litla Moss Litla systir ofurfyrirsætunnar Kate Moss, Lottie Moss, hefur stigið sín fyrstu skref sem fyrir- sæta. Fyrstu myndirnar birtust í tímaritinu Dazed á sama tíma og Kate hélt upp á fertugsafmælið. Lottie sem er hálfsystir Kate, er 16 ára. Kate hefur ráðlagt litlu systur að klára skólann áður en hún fer út í fyrirsætubransann og reynir að halda henni frá fjölmiðlum. Lottie þykir minna á Kate á yngri árum en hún hefur um árabil ver- ið ein fremsta fyrirsæta heims.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.