Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Qupperneq 53
Menning 45Helgarblað 24.–27. janúar 2014 „Velkominn Þorri – vertu ekki grimmur“ Þegar út var komið fóru þeir í aðra brókarskálmina en létu hina lafa og hoppuðu þannig á öðr- um fæti umhverfis bæjarhús- in um leið og þeir buðu Þorra að ganga í garð eða til húsa. Eitthvað var mismunandi eftir landshlutum hversu langt menn gengu í að skemmta sjálfum sér og öðrum með svona skrípalát- um. Vestfirðingar virðast hafa verið alvörugefnari að þessu leyti því Strandamenn og Ön- firðingar létu víst nægja að ganga kringum bæinn og heilsa Þorra án mikilla fíflaláta. Sums stað- ar var gantast með það að skipta þorradögunum milli bændanna í sveitinni og tileinka hverjum einn dag. Skemmtunin fólst svo í því að heimfæra veður og tíðar- far þessara daga á skapsmuni og geðslag sveitunganna. Þessir sið- ir tíðkast ekki lengur. Það sem hefur hins vegar þróast og dafn- að eru þorrablótin – en sá gamli heimilissiður, sem kannski var trúarsiður í árdaga og heiðni, hefur lifað af bæði kristnitöku og siðaskipti. Það eru ekki margir ís- lenskir heimilissiðir lífseigari.“ Innrás erlendra tyllidaga Ólína segir að bóndadagur og konudagur séu íslensku „Val- entínusar- og mæðradagarn- ir“. „ Þessir dagar hafa á síðustu árum fallið svolítið í skuggann fyrir innrás erlendra tyllidaga sem blómasalar og veitingahús halda mjög á lofti til að tryggja góð viðskipti. Þetta gengur auð- vitað í bylgjum; á einum tíma vilja Íslendingar vera þjóðlegir og heiðra gamlar hefðir, á öðrum tíma nenna þeir því ekki. Ég hef ekki kannað sjálf hug yngra fólks til þessara íslensku daga en flestir sem komnir eru um og yfir miðj- an aldur þekkja bæði bóndadag, fyrsta dag þorra og konudag; fyrsta dag góu. Ég veit ekki bet- ur en karlar gefi konum blóm á konudag og að konur eldi góða máltíð eða færi eiginmönnum sínum eitthvað á bóndadag. Þá eru blessuð þorrablótin auðvitað sterkur eimur af minn- ingu bóndadagsins þó að þau hafi færst yfir á aðra daga mánað- arins. Bóndadagurinn er hluti af menningarhefð sem gaman er að viðhalda. Hátíðabrigðin felast í því að stjana svolítið við maka sinn og láta hann finna væntum- þykju. Þetta er góður siður.“ n Á sviðinu miðju er snjóhús og inni í því stendur Brynhildur, hin kalda og fallega drottn- ing Íslands. Eða er snjóhúsið hvelfing þinghússins í Berlín, eins af helstu kennileitum Þýska- lands? Í Niflungasögunni mætast menningarheimar Þýskalands og Ís- lands. Og það gera þeir einmitt hér, á sviði Kammerspiele í leikstjórn Þor- leifs Arnarsonar. Niflungasagan gerist á þjóðflutn- ingatímunum miklu sem hófust við fall Rómaveldis á 5. öld, en elsta út- gáfa hennar sem vitað er um er skráð á þeirri 13. Nánast á sama tíma var á Íslandi rituð önnur útgáfa sögunnar og nefnist Völsungasaga. Á íslensku er Sigfried kallaður Sigurður Fáfnisbani og hin hefnigjarna kona hans, Kriem- hild, heitir Guðrún Gjúkadóttir. Í báð- um tilfellum endar sagan á því að hún giftist konungi Húna og fær hann til að slátra frændum sínum og bróður sem áður höfðu gengið frá drekabananum. Fótgangandi í ástarleit Þegar ég geng inn á æfingu í Kammer- spiele í Bonn er verið að þurrka blóðið af sviðinu, enda er lokaþáttur sögunn- ar nánast splattermynd í miðaldabún- ingi. Leikararnir hneigja sig, gener- alprufunni er lokið. Á bak við sviðið sitja sminkurnar og reykja. „Wagner byggði óperu sína á bæði íslenskum heimildum og þýskum,“ segir önnur þeirra. „Sviðsetningin hér er þó byggð á útgáfu Hebbel frá 1863,“ segir hin. „Hefurðu heyrt um hann?“ Ég verð að játa að ég hef það ekki og furða mig um leið á hinum mikla leikhúsáhuga Þjóðverja. Allir hér virð- ast vita sínu viti, enda eru yfir 80 at- vinnuleikhús í landinu. Til saman- burðar má nefna að í Bandaríkjunum eru þau ekki nema 74, þó þar búi fjór- um sinnum fleiri. Þýskur kvikmynda- iðnaður rís og hnígur á víxl, en þýskt leikhús er alltaf með því besta í heimi. Stutt heimsókn á Wikipediu leiðir í ljós að Friedrich Hebbel þótti með helstu leikskáldum Þjóðverja á 19. öld og gekk eitt sinn frá München til Hamborgar til að hitta ástkonuna, Elise Lensing. Hann neyddist á end- anum til að giftast hinni fallegu og ríku leikkonu Christine Enghaus til að tryggja afkomu sína til áframhaldandi skrifa, en sótti þó innblástur áfram til Elise þar til hún lést. Niflungarnir urðu síðasta verk hans, klárað 1862 en hann lést ári síðar, þá fimmtugur að aldri. Leikarar teknir á beinið Og nú skal hann lífgaður við eina ferðina enn. Allt frá Brecht hefur það verið hefð þýsk hefð að minna áhorf- endur á að þeir séu staddir í leikhúsi, og hér er það gert með því að láta Hebbel sjálfan (leikinn af Wolfgang Rüter), kynna verkið og trufla það við og við. Meðal annars hneykslast hann á nasískum tilburðum einnar persón- unnar, enda voru nasistar duglegir að nota minni úr sögunni í áróðri sínum. Sagan hefur fylgt þýsku þjóðinni í 800 ár hið minnsta, til góðs og til ills. Sviðsmyndin er nokkurs konar yfirlit yfir þýska sögu og er hönnuð af Lit- háanum Vytautas Narbutas sem hef- ur verið búsettur á Íslandi í 20 ár og unnið mikið í íslensku leikhúsi. Auk Reichstag-hvelfingarinnar má hér sjá styttuna af Brandenburger Tor, kross, fána og ýmislegt annað. Sagan er hvorki látin gerast á sögutíma né ritunar, heldur er öllu blandað saman og sér Filippía Einarsdóttir um bún- ingana, en hún hefur meðal annars unnið mikið með Vesturporti. Boba Fett miðalda Söguhetjan Sigfried er undarlega lítið í sögunni. Hann drepur vissulega dreka, en lifir helst á fornri frægð þar eftir og er stunginn í bakið þegar hann drekkur úr læk. Í raun er hann nokkurs konar Boba Fett miðaldasagna, þykir mikill töffari en gerir lítið og er oftast drepinn öðrum hvorum megin við hlé. Þorleifur leikur sér með þetta, hin mikla hetja Germana er hálfsköllóttur og lítill en í gylltum jakkafötum til að sýnast. Drekadrápin gerast utan sviðs en við heyrum Sigfried sífellt grobba sig og erum dauðfeginn þegar Hagen slekkur á honum með því að þrýsta þumlinum í bak hans. Við tekur hótun Kriemhild um hefnd, og líklega er hún hin raunveru- lega meginpersóna verksins. Sviðið er rutt í einum af hápunktum sýningar- innar, en við fáum ekki að sjá hið mikla blóðbað sem fylgir í kjölfarið. Blóðið á generalprufunni virðist að mestu vera frá Sigfried sjálfum komið. Við tekur nokkurs konar leiklestur, þar sem höf- undurinn Hebbel reynir, án árangurs, að fá leikarana til að vera áfram kyrrir á sviðinu. Að lokum birtast þeir aftur til að hneigja sig eins og áður var æft. Og þýðverskir áhorfendur virðast bara nokkuð hrifnir. Mafíósar og víkingar í spagettívestra „Allir Þjóðverjar þekkja söguna og læra um hana í skóla,“ segir Símon Birgisson sem sér um tónlistina og vinnur reglulega með Þorleifi, meðal annars skrifuðu þeir leikgerðina að Englum alheimsins sem enn gengur fyrir fullu húsi á Íslandi. „Þjóðverjar eiga stundum erfitt með að nálgast Niflungana. Það fylgir mikil baksaga verkinu. Göring vitnaði til dæmis í þá í frægri ræðu í Stalíngrad og því er ekki auðvelt að nálgast það í dag. Oft er farin sú leið að afbyggja það eða setja einhvers konar „konsept“ á svið. Ætli það byltingarkennda í nálgun Þorleifs og hópsins hafi ekki verið að rannsaka það með augum utanaðkomandi, kanna hið leikræna í texta Hebbels og athuga hvað felst í textanum sjálfum. Það er fyndið, beinskeytt eins og Íslendinga- sögurnar og stundum hámeló- dramatískt eins og sápuópera. Við enduðum með blöndu af mafíós- um, spagettívestra og víkingadrama á sviðinu. Og ætli sú nálgun hafi ekki bara komið Þjóðverjunum nokkuð á óvart?“ „Hvers vegna fór Kriemhild úr að neðan?“ spyr einn áhorfenda leik- stjórann. „Vegna þess að með því að giftast Etzel er hún að selja sig, sem er einmitt það sem hún ásakar Bryn- hildi um að gera þegar erjur þeirra á milli brjótast út.“ Áhorfandinn melt- ir þetta um stund. „Hvers vegna fór hún þá ekki úr að ofan líka?“ spyr hann loks. Eftir að hafa sýnt heimamönnum nýja hlið á Niflungunum heldur ís- lenska leikhúsfólkið af stað, Þorleif- ur til Sviss að undirbúa sýningar á Shakespeare og Wagner, Filippía til Braunschweig að taka þátt í dans- sýningu, Vytautas til Borgarleik- hússins og Símon að undirbúa leik- gerð að jólaleikriti Þjóðleikhússins. Ekki má enn uppljóstra hvaða varð fyrir valinu, en tekist verður á við eitt af höfuðverkum íslenskra bók- mennta. Hvort einhver verði ber að neðan þar mun koma í ljós. n Ný hlið á Niflungunum - Íslenskt blóðbað í Þýskalandi Ber að neðan í Bonn Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Íslendingar í Bonn Símon, Filippía, Vytautas og Þorleifur í Bonn. Anton Helgi hlaut Ljóðstafinn Afþreying og fræðimennska í senn A nton Helgi Jónsson hlaut í dag Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt Horfurnar um miðja vikuna. Þetta kom fram við athöfn á afmælisdegi Jóns í Saln- um þar sem niðurstöður ljóða- samkeppninnar voru kynntar. Tíu ljóð komust í úrslit keppninnar að þessu sinni og tvö af þeim reynd- ust vera eftir Anton Helga, verð- launaljóðið og annað til. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skáldið hlýt- ur þessi ljóðaverðlaun. Anton Helgi hlaut Ljóðstafinn fyrst árið 2009 fyr- ir ljóðið Einsöng án undirleiks. Sama ár fékk hann sérstaka viðurkenningu fyrir stutt ljóð sem heitir Vorganga í Dölum. Bæði ljóðin birtust síðar í bókinni Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð. Bæði nýju ljóðin, verð- launaljóðið og hitt sem komst í úrslit, birtast í næstu ljóðabók skáldsins sem væntanleg er hjá Máli og menn- ingu síðar á þessu ári. n Stjana við makann „Bónda- dagurinn er hluti af menningarhefð sem gaman er að viðhalda. Hátíða- brigðin felast í því að stjana svolítið við maka sinn og láta hann finna væntumþykju,“ segir Ólína.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.