Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Side 62
Helgarblað 24.–27. janúar 201454 Fólk „Þetta er skemmtilegt“ É g fékk próf fyrir tveimur árum en Goggi er nýkom- inn með próf,“ segir Orri Páll Dýrason, trymbill hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Hljómsveitarfélagarnir Orri og Georg Hólm, sem báðir eru í Sigur Rós, vöktu athygli ljós- myndara DV á dögunum þar sem þeir rúntuðu um vígalegir á mótorhjólum. Félagarnir nota tímann milli hljómsveitartúra meðal annars til þess að viðra hjólin. Orri segir mikinn mótor- hjólaáhuga vera að myndast inn- an bandsins en sjálfur fékk hann sitt próf fyrir tveimur árum og viðurkennir að um hálf- gerðan æskudraum hafi verið að ræða. Bráð- um verður hins vegar allt bandið komið með mótorhjólapróf. „Já, þetta er skemmtilegt. Ég er á Yamaha-hjóli og Goggi er á Royal Enfield,“ segir hann. „Goggi er frekar ný- kominn með próf, svo er Lukka, konan mín, líka með próf og Jónsi er á leiðinni í próf,“ segir Orri. Hann segist mikið fara sjálfur að hjóla. „Ég fer stundum einn eitthvert út fyrir bæinn,“ segir hann. Orri og félagar í Sigur Rós eru núna heima í fríi eftir að hafa verið síðustu mánuði á tón- leikaferðalagi með sveitina. n viktoria@dv.is n Meðlimir Sigur Rósar með mótorhjóladellu Flottir Hér sjást þeir Orri og Georg á hjólunum í Tryggvagötu. Sigur Rós Þeir Orri og Georg eru báðir komnir með mótor- hjólapróf og að sögn Orra er Jónsi á leið í próf líka. É g hótaði ekki Bubba, það felst engin hótun í þessu bréfi,“ segir G. Helga Ingadóttir sem reyndi fyrir sér í þáttunum Ísland got talent sem sýndir verða fljótlega á Stöð 2. Helga komst ekki áfram í keppninni og hefur margt út á hana að setja, en þó fyrst og fremst framkomu dómaranna, sérstaklega Bubba Morthens, í sinn garð. Nokkrum dög- um eftir keppnina sendi Helga Bubba bréf eins og frægt er orðið þar sem hún greindi honum frá því hvernig hún hefði upplifað keppnina og við- mót dómaranna. Rúmum mánuði síðar birtist grein í Fréttablaðinu þar sem Bubbi greindi frá því að honum hefði borist hótunarbréf og var fyrir- sögnin: „Bubba barst hótunarbréf.“ „Ég er alls ekkert fúll yfir þessu en ég fékk smá ónot þegar ég fékk bréfið. Þá velti ég fyrir mér hvort þessi kona ætlaði að láta bloggherinn ræna af mér ærunni,“ sagði Bubbi við Fréttablaðið. Auðvelt að átta sig Hann nafngreindi ekki Helgu en sagði frá laginu sem hún söng svo auð- velt verður fyrir þá sem sjá þáttinn að átta sig á því hver skrifaði bréfið, segir Helga. Bréfið má sjá hér til hliðar. „Í því felst þó engin hótun, önnur en sú að birta það,“ segir Helga við DV. „Ég mun einnig senda þetta bréf til fjölmiðla og inn á vefinn. Því ég stend fullkomlega undir því sem að ég er að segja varðandi minn flutning og getu, ég hef lagt mik- ið á mig til að ná því sem að ég hef, verið óvægin og kröfuhörð við sjálfa mig, bæði raddlega og hvað varðar listræna túlkun,“ segir Helga í bréfinu. Sagði hana blindaða af reiði „Í einu orði sagt geta vonbrigði, höfn- un og reiði fólks orðið svo rosaleg að það blindar það,“ sagði Bubbi í grein Fréttablaðsins. Hann sagðist einnig hafa skrifað Helgu til baka, en Helga segist aldrei hafa fengið bréf frá hon- um. „Ég held að þetta hafi átt að vera auglýsing fyrir þáttinn. Þú sérð það að eftir að hann lýsti laginu er mjög auð- velt að átta sig á því hver ég er,“ segir hún. Eftir að hún birti bréfið opinber- lega, áður en greinin í Fréttablaðinu birtist, var haft samband við hana og henni bent á smáa letrið í samn- ingnum sem hún skrifaði undir fyrir keppnina að hún mætti ekkert tjá sig um hana og tók hún það því af vefnum. Eftir umfjöll- un Fréttablaðsins finnst henni þó rétt að sín hlið komi fram, ekki bara sagan frá Bubba. „Mér finnst þeir og sérstaklega Bubbi, hafa brotið trún- aðinn við mig með þessari frétt um bréfið. Þegar Bubbi kemur fram með þessum hætti þá finnst mér hann vera búinn að nafngreina mig,“ segir hún. Slökkti strax Helga er 52 ára og hefur mikla unun af því að syngja. Hún hefur haft söng að áhugamáli sínu í hartnær þrjá ára- tugi og lærði söng á sínum tíma. Framleiðendur þáttarins höfðu verið í sambandi við Helgu fyrir þáttinn og báðu hana meðal annars að koma með tvö lög sem og hún gerði. Þegar hún svo loksins steig á sviðið, 22. keppandinn af 28 keppendum á síðasta degi áheyrnarprufanna, var hún full eftirvæntingar. Í saln- um biðu fjölskylda og vinir, alls tólf manns, sem fylgdust stoltir með. Helga valdi lag- ið Blakk, bandarískt þjóðlag við texta Jónasar Árnasonar, til að flytja. „Það er svona lagið mitt,“ segir hún. Þegar Helga hafði sungið fyrstu línuna í laginu ýtti Bubbi á bjölluna, en dómararnir geta gert það kunni þeir ekki við það sem þeir sjá og heyra á sviðinu. „Ég lét eins og ég sæi það ekki og hélt bara áfram, enda höfðu framleiðendurnir sagt okkur að gera það. Ég hélt bara mínu striki og gerði mitt besta. Flutningurinn gekk mjög vel,“ segir Helga. Eftir flutninginn kváðu dómararn- ir svo upp sinn dóm. Þá sagðist Bubbi ekki kunna að meta Helgu og taldi lag- ið fara betur í flutningi Bob Dylan, en hann hefur gert lagið að sínu. „Þú ert glæsileg og falleg kona, Jónas Árna- son flottur, en ég þekki þetta lag með Bob Dylan, einn með gítarinn, ég segi nei,“ segir Helga að dómur Bubba hafi verið. Þórunn Antonía Magnúsdóttir, samdómari Bubba, sagði það ekki vera fyrir sig og sammála henni var Jón Ragnar Jónsson. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var hins vegar hrifin og hrósaði Helgu fyrir flutninginn. Vonbrigði Bréfið sem Helga sendi Bubba er langt og þar tíundar hún vissulega vonbrigði sín, þá sérstaklega yfir því hversu lítil gagnrýni dómaranna var og segir hana ekki hafa verið upp- byggilega. Í bréfinu segist Helga hafa viljað deila þessari upplifun sinni með Bubba. „Ef að ég hefði fengið rökstudda gagnrýni, uppbyggilega, eitthvað sem að gæti sannfært mig um að þið hefðuð eitthvað ykkur til stuðnings þessu nei, faglegt álit, það væri allt annað,“ segir hún í bréfinu og segir að ef það hefði átt að ráða för hefði Stöð 2 átt að senda lista með lögum og útsetningum sem dóm- ararnir kynnu að meta. „Ég skrifaði honum bréfið því ég var mjög sár og reið yfir því hvern- ig var staðið að þessu. Ég fékk ekki gagnrýni á mig sem söngkonu, held- ur lagið. Ég hélt að ég ætti að sýna að ég gæti sungið,“ segir hún að lok- um. Vert er að geta þess að Bubbi Morthens treysti sér ekki til að ræða við DV þegar eftir því var leitað. n Fékk samfellu í pósti „Hver sendi mér þetta krútt í pósti?“ skrifaði fjölmiðlakonan Tobba Marinós undir mynd sem hún birti á Facebook-síðu sinni. Á myndinni var ungbarnasam- fella sem á stóð: „Við skulum bara hafa það á hreinu að ég er barn en ekki dvergur.“ Sendingin barst til Tobbu í pósti en líkt og DV sagði frá á dögunum eiga hún og unnusti hennar Karl Sigurðsson von á barni. Eftir myndbirtinguna kom í ljós að litla systir Tobbu hafði sent samfelluna. Dr. Gunni vill kók Dr. Gunni hefur miklar áhyggjur af þeirri þróun að sífellt fleiri fyrir tæki og veitingastaðir séu nú farnir að selja Pepsi í stað Coke en um þetta tjáir hann sig á bloggsíðu sinni. „Þetta er uggvænleg þróun sem hófst með því að bíóin duttu út eitt af öðru og er nú svo komið að aðeins Laugarásbíó býður upp á Coca Cola með poppinu,“ skrif- ar hann. „Starfsfólk er alltaf afsakandi við mann þegar það segir „Við erum með Pepsi, er það í lagi?“ Auðvitað er það ekki í lagi enda frekar augljóst fyrir fólk með sæmilega bragðlauka að Coca er miklu betra en Pepsi – it’s the real thing, eins og sagt er. Líklega er til eitthvað fólk sem finnst Pepsi betra en Coca, en það er minni- hlutahópur, hálfgerð frík.“ Það er aldrei hægt að venjas t ofbeldi og það á enginn að þ urfa að sætta sig við slíkt. an dlegt ofbeldi er ekki minna skaðlegt en líkam legt. Ég get alveg fyrirgefið yk kur, en það að fyrirgefa þýðir ekki að ég leifi slíka framkomu, né sætti mig við hana. Fyrirgefning er bar a ákvörðun um að hata ekki f ólk, heldur elska. Ég hata ykkur ekki, ég ber ekki kala til ykkar, en mé r finnst hins vegar þörf á að s egja ykkur frá minni upplifun og sársauka. Þ etta var bæði ljótt af ykkur og óréttlátt. Ef að ég hefði fengi ð rökstudda gagnrýni, uppbyggilega, eitth vað sem að gæti sannfært m ig um að þið hefðuð eitthvað ykkur til stuðnings þessu NEII, fagleg t álit, það væri allt annað. Er það ekki bara málið að þið hö fðuð enga rökstudda gagnrýni aðra en þ á "af því bara“ ! Ég mun einnig senda þetta b réf til fjölmiðla og inn á vefinn . Því ég stend fullkomlega un dir því sem að ég er að segja varðandi minn flutning og getu, ég hef lagt m ikið á mig til að ná því sem að ég hef, verið óvægin og kröfuhörð við sjálf a mig, bæði raddlega og hvað varðar listræna túlkun. Hins vegar og að sjálfsögðu er smekkur manna á tónlist mjög misjafn, allt í la gi með það, það kemur samt ekki hæfileikum neitt við eða getu , smekkur er bara smekkur og á ekki að ráða úrslitum, held ur frammistaða keppandans. Þa ð var allavega mín túlkun á þ essar keppni. Ég sendi þér þetta bréf, ekki til að fá neinum dómum breyt t, enda er minn áhugi fyrir þá tttöku ekki lengur til staðar, heldur til að minna ykkur á að aðgætni og virðingu skal gæta í nærveru sálar og að Stöð 2 auglýsti eftir hæfileiku m, ekki ákveðnum tólistarstíl, né að menn ættu að reyna á einhvern hátt að sníða sig að smekk dóma ranna. Þá hefði átt að senda lagalista og fyrirmæli um útse ntningu á þessum tilteknu lögum og hvo rt að karlmaður eða kona mæ ttu syngja viðkomandi lag. P.s. ég kveð þig með litlu ljóð um eftir sjálfa mig og hér er e innig linkur inn á vídíó "heima tilbúið" það sem að ég flyt lag eftir Dylan, bein útsending af rás 2 í gam la daga, en ég hef ekki verið mikið á sjónarsviðinu síðan þá http:/ /www.youtube.com/watch?v= hBue7KKTiOY Þó að ég sé nakin þá er mér hlýtt, en þú skelfur í þykkum klæðum fortíðar Hef lært leynimerkin tungumál grímufólksins Brosa framan við tárin Ekki vissi ég að það væri hug rekki að fela orð sálarinnar ... Bestu kveðjur – G.Helga Ingad óttir Hvolsvöllur 12. des. 2013 Blessaður Bub bi og takk fyrir síðast. í texta s em að þú skrifa ðir, "gott lag fin nst mér" stend ur m.a. "Það er talin heimsk a að opna sína sál" þessi orð og mörg önnur sem að þú hef ur skrifað snert a mig og ég ber virðingu fyr ir þér sem tónli starmanni og t extahöfundi. Ég verð samt þ ví miður að seg ja að það eru e kki sömu tilfinn ingar sem að b ærast í hjarta m ínu til þín sem persónu. P ersónan Bubbi virðist vera ma ður með brotna sjálfsmynd sem að felur sig ba k við valdhroka og d ómhörku, já þr öngsýni. Þanni g komstu mér fyrir sjónir þega að þú gafst mé r þinn dóm á sunnudaginn v ar, ýttir á bjöllu na strax í fyrstu hendingu lags ins, sem að ég annars flutti m eð fullkomnu öryggi og mínu m persónulega stíl. Á þér virtis t brenna að þú vildir frekar fá sjálfan Dylan ti l flytja þetta lag, enginn ann ar ætti mögule ika með flutnin g á þessu þjóð lagi nema hann . Og þá að sjál fsögðu með enskum texta, því ekki syngur Bob kallinn á í slensku, svo ég muni. Ég hef sungið Blakk með þes su lagi síðan a ð ég var 17 ára og á löngum t íma skapað mé r minn eiginn persónulega st íl á því. Hann e r örugglega ek ki líkur neinu s em að þú hefu r heyrt áður me ð þetta lag, en túlkun mín e r einlæg og röd dinn sterk eins og landið okka r og veðrið. Ég á mér enga fy rirmynd í hvernig á að sy ngja þetta lag, ekki eins og þú , þ.e. Dylan. T extinn fjallar um hest sem má m una fífil sinn fegri og fe r til fjalla í sína hinstu ferð til a ð deyja. Ekki h ressilegur boðs kapur, en sam t fallegur og sterkur eins og lífið sjálft er, a llt hefur sinn tím a. Mitt líf hefur ek ki verið þrautal aust og má seg ja að ég þekki höfnun frá balu tu barnsbeini, e r eineltis barn / unglingu r, vegna offitu, óvirkur alkahol isti, hef verið e drú í 27 ár, eða frá því að ég v ar 25 ára. Ég er alin upp við ofbeldi og geðv eiki, verið köllu ð allskonar ljót um nöfnun og þekki því vel bæ ði andlegt og líkamlegt of beldi. Það sem að ég upplifði á sviði nu var hroki og andlegt ofbeld i frá ykkar hálfu , enn ég bað D rottinn sjálfan um að g efa mér anda r ósemi og stillin gar allt til enda þessarar dags skrár og það g erði hann. Ég er í rauninni m jög skapmikil k ona, með sterk a réttlætiskenn d og þoli ekker t verr en að sjá gert lítið úr öðru fólki og þa ð á einnig við g agnvart mér. Hvers vegna e r ég að segja þ ér þetta? Vegn a þess að þú la gðir í rauninni l ínuna fyrir þess um dómi sem að ég fékk , með því að ýt a á bjölluna str ax í upphafi. Þ að þýddi að þú bara nenntir e kki að hlusta á mig, ekki af þ ví að ég væri fö lsk eða syngi s vona illa, nei h eldur vegna þin nar þrönsýnu s koðunnar á tónlist og hvern ig hún á að ver a. Að því leiti e rum við ólík, ég sjálf hlusta ekk i á aðra á þenn an hátt. Ég vil gefa hverjum einstaklingi plá ss til að hafa s inn persónuleg a stíl og met vi ðkomandi eftir því. Ég var með þá hugmynd að þ ið væruð að lei ta að hæfileiku m, en ekki pers ónulegri skemm tun fyrir ykkur sjálf, þ.e . dómnefndina. Yfirlýsingar ein s og Jón Jónso n kom með min nir mig, "ég fíla þetta ekki" eða Þórunn An tonía " þetta ge rir ekkert fyrir m ig" og bæði sög ðu þau síðan n ei, er ein furðu legasta gagnrýni sem a ð ég hef fengið á ævinni, ef að gagnrýni á að kalla. Og eins þú sjálfur " Þú ert glæsleg og falleg kona, Jónast Árnaso n flottur, en ég þekki þetta lag með Bob Dyla n, einn með gít arinn, ég segi NEI" Er þe tta gagnrýnin e ða brandari? Nei, það var sv o sem ekkert a nnað sagt við m ig af ykkur þrem ur, enda hvað áttuð þið svo s em að segja, þar sem að hvorki heyr ðist falskur tón n eða slæmur flutningur að ne inu leiti, ég bar a einfaldlega féll ekki að ykk ar smekk. Sjáðu ég er 52 ára og ég á fjö lskyldu, eiginm ann og ungling a sem að sátu úti í sal, yfir sig stolt af mömmu sinni a ð hafa stigið þe tta skref, þrátt fyrir að vera ko min af léttasta skeiði, af því a ð þau vita að ég er hörkusön gkona og get s ungið marga o g mismundand i stíla af tónlist. Ég hafði bara örstuttan tíma til að sýna hvað ég get og varð því að ve lja eitthvað eitt . Þau voru sleg in og miður sín , eins og þau hefðu feng ið rýting í hjarta ð. Þau voru jú búin að sitja al lt kvöldið og sjá fólk fara áfram , sem að hafði ekki brot af minni getu, v ar jafnvel falsk t og þess hátta r. Mitt atriði var númer 22 í síð asta úrtaki inn í keppnina og kvótinn að v erða fullur. Þið orðin uppgefin , jafnvel búið a ð gefa línuna f yrir því hverjir ættu að fara áf ram og hverjir ekki. Fólkið mi tt sagði að þið hefuð varla ýtt á bjölluna fyrir hlé og þá kom einnig yngsta f ólkið fram. Það fékk allt aðra ú treið. Það hva rlar að mér að þetta sé hugsu nin og mælikvarðinn s em að farið var eftir. " Enga g amlingja í þess a keppni, látum þá sitja heima , þeir gátu bara reynt að k oma sér á fram færi á sínum yn gri árum, fávita r. " „ÉG hótaði ekki BuBBa“ n helga tók þátt í Ísland got talent n Bubbi segir hana hafa hótað sér Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Ég skrifaði honum bréfið því ég var mjög sár og reið. Sár út í dómarana „Ég bjóst ekkert við því að komast endilega áfram eða standa uppi sem sigurvegari, en mér fannst þessi framkoma ekki rétt,“ segir Helga. Sagði Helgu hafa hótað Bubbi sagði Helgu hafa hótað sér í bréfinu sem hann fékk sent.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.