Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Page 2
Helgarblað 31. janúar 20142 Fréttir
Dalvegi 24 - 554 4884 - www.iess.is
Úrelt stýrikerfi
í hraðbönkum
n Flestir hraðbankar nota Windows XP n Hætta stuðningi í apríl
Þ
ann 18. apríl hættir
Mircrosoft að styðja
Windows XP-stýrikerfið. Það
getur haft áhrif á 95 prósent
allra hraðbanka í heiminum,
að því er fram kemur meðal annars
á vefmiðlinum The Verge. Íslenskir
bankar sem DV hefur haft samband
við vegna málsins eru meðvitaðir um
breytingarnar og eru farnir að huga
að ráðstöfunum til að bregðast við
þessu.
Microsoft á Íslandi hvetur not-
endur XP til að skipta um stýrikerfi.
Útsettari fyrir bilunum
Stýrikerfið XP er orðið tólf ára gamalt
og nýrri stýrikerfi á vegum Microsoft
hafa fyrir löngu tekið yfir. Það kemur
kannski einhverjum á óvart en lang-
flestir hraðbankar í heiminum nota
XP til að keyra forritin sem hraðbank-
arnir nota. Þegar stuðningi Microsoft
við XP lýkur geta hraðbankar, sem
ekki hafa verið uppfærðir, verið út-
settari fyrir villum, bilunum og árás-
um tölvuþrjóta. Microsoft tilkynnti
þó á þriðjudag að þrátt fyrir ákveðið
hefði verið að hætta stuðningi við
stýrikerfið verði áfram gerðar ör-
yggisuppfærslur, eða til 14. júlí 2015.
Fram kemur í frétt ATM Market-
place að aðeins um 15 prósent þeirra
sem reka hraðbanka á heimsvísu
hafi gert ráð fyrir að vera búnir að
uppfæra stýrikerfin þegar stuðn-
ingnum lyki.
Munu gera ráðstafanir
Haraldur Guðni Eiðsson er upplýs-
ingafulltrúi Arion banka. Hann seg-
ir að hraðbankar á vegum bankans
keyri vel flestir á Windows XP-stýri-
kerfi. „Við sem og þjónustuaðilar okk-
ar erum vel meðvituð um fyrirætlan-
ir Microsoft hvað varðar þjónustu við
XP-stýrikerfið og verða því viðeigandi
ráðstafanir gerðar í tíma,“ segir hann í
svari við fyrirspurn DV um málið.
Kristján Kristjánsson hjá Lands-
bankanum segir að þar á bæ hafi
menn ekki teljandi áhyggjur af stöðu
mála. XP-kerfið hafi keyrt lengi og
muni einfaldlega gera það áfram,
hvað svo sem Microsoft ákveði að
gera. „Við erum hins vegar, eins og
fleiri, að vinna að yfirfærslu í nýtt
kerfi sem stendur en það er ekki
meiriháttar aðgerð,“ segir hann og
bætir við að viðskiptavinir verði
aldrei varir við hana. Hann bendir á
að bankinn hafi á nokkrum stöðum
tekið í notkun nýja kynslóð af hrað-
bönkum, banka sem hægt sé að nota
til mun fleiri verka en áður. Þeim
muni halda áfram að fjölga.
Eiga að virka áfram
Helga Dögg Björgvinsdóttir,
markaðs stjóri Microsoft á Íslandi,
segir að þar á bæ hafi verið unnið
að því undanfarið að upplýsa við-
skiptavini um þessar breytingar hjá
Microsoft. „Ég get ekki sagt hver
staðan er en bankarnir eiga að vita af
þessu.“ Hún bendir á að hraðbank-
arnir eigi að virka áfram þó stuðningi
verði hætt í apríl. Hún hvetur aftur á
móti almenning til að gera ráðstaf-
anir og uppfæra stýrikerfin sín. „Það
er mikil vægt að huga að þessu til að
öryggi gagnanna sé í lagi. Við ráð-
leggjum öllum að skipta um stýri-
kerfi fyrir 18. apríl.“
Við þetta má bæta að í apríl hættir
Microsoft einnig að styðja Office
2003. n
„Ég get ekki
sagt hver
staðan er en
bankarnir eiga
að vita af þessu
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Hefur áhrif
um allan heim
Fáir þjónustuaðilar
hraðbanka á heims-
vísu hafa gripið til
ráðstafana.
Vinna í
málinu
Landsbankinn
vinnur að
því að taka
í notkun
nýja kynslóð
hraðbanka.
Aðeins 128 lóðir
Í umfjöllun DV um lóðasölu
Hafnarfjarðabæjar í Skarðshlíð
kom fram að aðeins ein lóð af
286 hefði selst. Þar voru taldar
íbúðahúsalóðir, atvinnulóðir
og hesthúsalóðir sem kynntar
eru til sölu á vefsíðu bæjarins
undir Skarðshlíð. Upplýsingarn-
ar reyndust ekki réttar en engar
atvinnu- eða hesthúsalóðir eru til
sölu í Skarðshlíð heldur í öðrum
hverfum bæjarins. Það var því að-
eins ein lóð af 128 sem seldist eft-
ir fimm milljóna markaðsherferð
bæjarins vegna lóðasölunnar.
Fjölskylduhjálp
uppfærir
heimasíðu
Heimasíða Fjölskylduhjálpar Ís-
lands hefur nú verið uppfærð og
upplýsingar um samtökin eru því
nú réttar. DV hafði áður fjallað um
að samkvæmt heimasíðu væru
allir starfsmenn samtakanna í
sjálfboðaliðastarfi en í raun er Ás-
gerður Jóna Flosadóttir formaður
með hálfa milljón króna í mánað-
arlaun. Í kjölfar umfjöllunarinnar
hefur þessu nú verið breytt og
mun ítarlegri upplýsingar er að
finna um samtökin. Þar koma nú
fram upplýsingar um kaup sam-
takanna á ýmiss konar þjónustu
og greint frá því að stjórnin hafi
tekið þá ákvörðun að rjúfa tengsl
stjórnar við bókhald, fjármál og
greiðslu reikninga.
Lömuðu aðhald verkalýðs
Þjóðarsáttin hafði miklar afleiðingar
S
amfléttun hagsmuna verka-
lýðs og atvinnurekenda í
sameiginlegu fjármálakerfi
sem kom til með þjóðar-
sáttinni árið 1990 varð til þess að
draga úr aðhaldi við fjármálavæð-
inguna sem varð í kjölfarið. Verka-
lýðssamtök urðu að stuðnings-
aðilum fjármálakerfisins frekar
en andstæðingum. Þessu held-
ur Eiríkur Bergmann, prófessor í
stjórnmálafræði við Háskólann á
Bifröst, fram í nýrri bók sinni um
efnahagshrunið.
Í bókinni, sem heitir Iceland
and the international financial
crisis: Boom, Bust and Recovery,
rekur hann hvernig Ísland reis í al-
þjóðlegum viðskiptaheimi, hrunið
sjálft og viðbrögðin við því. Meðal
annars fer hann yfir hvernig bólu-
einkenni hafi verið í íslensku efna-
hagslífi um áratugaskeið. Nefnir
hann meðal annars þegar flæði er-
lends fjármagns í kjölfar stofnunar
Íslandsbanka hafi leitt til uppgangs
í útgerð en að langvarandi kreppa
hafi tekið við þegar bankinn, sem
var í erlendri eigu, var keyrður í
þrot í lok þriðja áratugarins.
Varðandi aðdraganda hruns-
ins nefnir Eiríkur auk þjóðarsátt-
arinnar inngöngu á innri mark-
að Evrópusambandsins árið 1995,
einkavæðingu ríkisbanka um alda-
mótin þar sem ungir og óreyndir
kaupsýslumenn tóku við af varkár-
um embættismönnum, ofsafengna
útrás þar sem ógagnsæjar og sam-
fléttaðar viðskiptablokkir földu
áhættu sem leyndist í íslenska
fjármálakerfinu í heild og virkan
stuðning stjórnvalda við útrásina
í viðleitni til að hraða nútímavæð-
ingu íslensks efnahagslífs. n
adalsteinn@dv.is
Ný bók Eiríkur fjallar um aðdraganda hruns-
ins, hrunið sjálft og afleiðingar þess í nýrri bók.