Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Side 4
4 Fréttir Helgarblað 31. janúar 2014
TENNIS
er skemmtileg hreyfing
Nú er rétti tíminn til að
panta fastan tíma í tennis.
Eigum nokkra tíma lausa.
Skemmtilegu byrjendanámskeiðin
fyrir fullorðna eru að hefjast.
Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is
Kemur Jónínu
til varnar
„Ég horfði á hana eftir þennan
skelfilega dóm brotna niður af
sorg. Hún bugaðist vegna rang
lætisins og svo sagði þessi elska:
„Það er alveg sama hvað ég legg
hart að mér fyrir þetta land mitt,
ég á ekki séns hér“,“ sagði Gunnar
Þorsteinsson, sem kenndur er við
Krossinn, um dóminn sem féll
í Héraðsdómi Reykjavíkur gegn
Jónínu Benediktsdóttur eigin
konu hans á þriðjudag. Jónína
var dæmd í þrjátíu daga fangelsi
fyrir ölvunarakstur og svipt öku
réttindum ævilangt. Atvikið átti
sér stað 18. júní í fyrra og mæld
ist vínandamagn í blóði Jón
ínu 1,50‰. „Ég veit að ég er ekki
einn sem finn fyrir árásum gegn
henni, ekki einn sem veit um
þau öfl sem hún hefur glímt við
en þetta, að dæma farþega í bíl
svona og ganga fram með þess
um hætti er glæpur.“
Brynja komin
í leitirnar
Brynja Mist Snorradóttir er fund
in eftir að lögreglan hafði leitað
hennar síðan um miðjan janúar.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá lögreglunni á höfuðborgar
svæðinu. Auglýst hafði verið
nokkrum sinnum eftir Brynju
Mist í fjölmiðlum en hún er fædd
árið 1997. Brynja Mist strauk
frá vistheimili að Hamarskoti í
Flóa þann 15. janúar síðastliðinn
ásamt vinkonu sinni sem einnig
er komin í leitirnar. Lögregla
þakkar veitta aðstoð.
Tók sex vikur að
svara saksóknara
n Ólga í innanríkisráðuneytinu n Félagið sem skoðaði málið sér um símsvörun
F
yrirspurnin var send með
bréfi dags. 10. desember
2013,“ segir í svari Sigríðar
J. Friðjónsdóttur ríkissak
sóknara við fyrirspurn DV
varðandi skoðun embættisins á
trúnaðarbresti innanríkisráðu
neytisins gagnvart hælisleitand
ann Evelyn Glory Joseph. Það tók
innanríkisráðuneytið því sex vik
ur að svara fyrirspurn ríkissak
sóknara, en hún snéri að því hvaða
upplýsingar og gögn lægju að baki
þeirri könnun sem ráðuneytið
segist hafa gert hjá sér. Ríkissak
sóknari staðfestir að svar ráðu
neytisins hafi borist á miðnætti
þann 20. janúar, eða sex vikum
síðar.
Í tilkynningu ríkissaksóknara
sem birt var á vefsíðu embættis
ins þann 13. janúar kemur fram að
embættið hafi óskað eftir upplýs
ingum um það hvað lægi að baki
þeirri könnun sem ráðuneytið
sagðist, í tölvupósti til lögmanns,
hafa gert hjá sér.
„[H]vort ráðuneytið hafi, við
sína könnun, ritað minnisblöð
eða hvort önnur gögn eru fyrir
liggjandi sem upplýst gætu um þá
könnun. Ef slík gögn eru fyrirliggj
andi var þess óskað að þau yrðu
send ríkissaksóknara.“
Í tilkynningu innanríkisráðu
neytisins þann 22. nóvember var
því haldið fram að ekkert benti til
þess „að slík gögn hefðu verið af
hent frá embættismönnum innan
ríkisráðuneytisins.“ Ekki var vísað
í hvernig ráðuneytið hefði komist
að þeirri niðurstöðu og beinist
skoðun ríkissaksóknara að því
hvað búi að baki fullyrðingunni.
Í tilkynningu sem ráðuneytið
sendi frá sér þann 12. janúar kom
fram að „athugun ráðuneytisins
og rekstrarfélags Stjórnarráðsins
staðfesti að trúnaðargögn vegna
umrædds máls hafa einungis far
ið til þeirra aðila sem samkvæmt
lögum eiga rétt á þeim.“ Ríkissak
sóknari metur nú hvort efni séu til
að vísa málinu til rannsóknar hjá
lögreglu, en þar liggur þegar fyrir
önnur kæra vegna málsins.
Ólga hjá starfsmönnum
Eins og DV hefur greint frá hafa
allir starfsmenn ráðuneytis
ins sem og ráðherra verið kærðir
til lögreglu vegna þess. Líkar
starfsmönnum illa að hafa mál
ið hangandi yfir sér á meðan ekki
hafa fengist fullnægjandi svör
við því hvernig persónuupplýs
ingar sem sagðar voru eiga upp
runa sinn í innanríkisráðuneytinu
komust í hendur fjölmiðla.
Fjallað var um málið í Kastljósi
á þriðjudaginn en Hanna Birna
hætti við að koma í þáttinn með
stuttum fyrirvara. Ragnheiður Rík
harðsdóttir, þingflokksformaður
Sjálfstæðisflokksins, kom ráðherra
og ráðuneyti til varnar í þættin
um og sagðist ekki geta ann
að en tekið ráðuneytið trúanlegt.
Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðar
kona Hönnu Birnu, er eiginkona
Ríkharðs Daðasonar, sonar Ragn
heiðar. Sem starfsmaður ráðu
neytisins er Þórey á meðal þeirra
sem kærðir hafa verið til lögreglu.
Á mánudaginn var sérstök um
ræða um málið á Alþingi. Hvöttu
þingmenn Hönnu Birnu Kristjáns
dóttur innanríkisráðherra til þess
að láta gera óháða rannsókn á því
sem gerst hefði. Ráðherra sagðist
margoft hafa svarað spurningum
í tengslum við málið. Hún svaraði
hins vegar ekki fjölmörgum spurn
ingum sem lagðar voru fram, þar
á meðal hvers vegna rekstrarfé
lag Stjórnarráðsins hefði verið
látið athuga trúnaðarbrestinn, og
hvernig sú athugun hafi farið fram.
Þögult rekstrarfélag
DV hefur síðan 22. janúar sent
ítrekaðar fyrirspurnir á rekstrar
félag Stjórnarráðsins varðandi
þá athugun sem félagið á að hafa
gert. Spurningar blaðsins snúast
um það hvenær athugunin hafi
verið gerð, hversu lengi hún hafi
staðið yfir, í hverju hún hafi falist
og hvort athugun rekstrarfélags
ins hafi staðfest að trúnaðargögn
vegna umrædds máls hafi ekki
borist fjölmiðlum.
Í svari sem Guðmundur H.
Kjærnested, framkvæmdastjóri
rekstrarfélagsins, sendi DV þann
24. janúar síðastliðinn staðfesti
hann ekkert. „Með vísan til þess
að ríkissaksóknari hefur málið til
skoðunar og mun meta hvort að
efni séu til að vísa málinu til rann
sóknar hjá lögreglu telur rekstrar
félagið sér ekki heimilt að veita
upplýsingar um það.“
DV hefur ítrekað fyrirspurn
sína þrisvar sinnum með vísan í
upplýsingalög og beðið um rök
stuðning fyrir því á grundvelli
hvaða laga og/eða reglna rekstrar
félagið neitar að svara spurningum
um athugunina. Engin svör höfðu
borist þegar blaðið fór í prentun á
fimmtudagskvöld.
Sér um póstþjónustu
Rekstrarfélag Stjórnarráðsins
heyrir undir fjármála og efna
hagsráðuneytið. Það er ekki skráð
í símaskrána en í fyrirtækjaskrá
er það skráð í sama húsnæði og
ráðuneytið. Rekstrarfélagið er ekki
með neina heimasíðu og erfið
lega reyndist að fá upplýsingar
frá framkvæmdastjóra rekstrarfé
lagsins um hvert hið skilgreinda
hlutverk þess væri. Hjá fjármála
ráðuneytinu fengust þau svör að
rekstrarfélagið yrði sjálft að svara
fyrir starfsemi sína. Upplýsinga
fulltrúi fjármálaráðuneytisins
sagði þó í samtali við blaðamann
að DV gæti átt von á svörum frá
rekstrarfélaginu fyrir helgi.
Í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir
árið 2013 má finna upplýsingar um
rekstrarfélagið. Þar kemur fram
að félagið sjái um ýmsa sameig
inlega þjónustu fyrir ráðuneytin,
svo sem símsvörun, póstþjónustu,
tölvuþjónustu, öryggisþjónustu,
viðhald og rekstur húsnæðis og
mötuneytis og ýmiss konar síma
þjónustu. Rekstrarfélagið hefur
engu lögbundnu eftirlitshlutverki
að gegna. n
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
Ólga í ráðuneytinu
Samkvæmt heimildum DV
innan úr Stjórnarráðinu er
mikil ólga á meðal starfs-
manna innanríkisráðu-
neytisins vegna málsins.
Hanna Birna Kristjáns-
dóttir innanríkisráðherra
sat fyrir svörum á Alþingi í
vikunni. Mynd Sigtryggur Ari
tók sex vikur að svara Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari staðfestir við DV að hún
hafi sent fyrirspurn sína á innanríkisráðuneytið þann 10. desember, eða sex vikum áður en
svar barst frá ráðuneytinu. Mynd Sigtryggur Ari JÓhAnnSSon