Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 10
10 Fréttir Helgarblað 31. janúar 2014 Samfélagsmiðlar illa nýttir n Fá ráðuneyti með Facebook-síðu n Ráðherrar mjög misjafnir í notkun á Facebook og Twitter Þ ingsályktunartillaga Bjartrar framtíðar um aukinn sýnileika Alþingis á samfé- lagsmiðlum var lögð fyrir Alþingi í haust og hlaut já- kvæðar undirtektir. Stjórnskipun- ar- og eftirlitsnefnd hefur nú mál- ið á sinni könnu, en ekkert hefur heyrst af málinu frá því í nóvember. Einn tilgangur tillögunnar var sá að efla ímynd Alþingis og voru þing- menn í stjórnarflokkum ánægð- ir með hana. Forseti Alþingis, Ein- ar K. Guðfinnsson, steig í pontu og sagðist ekki vera í vafa um nauðsyn þess að auka aðgengi almennings að upplýsingum um störf þingsins. Þá hefði Alþingi jafnan haft forystu í slíkum málum miðað við þjóð- þing annarra landa, til dæmis þegar ákveðið var að hljóðrita skyldi þing- ræður. Möguleikar á opinberum samræðum ráðherra og ráðuneyta við almenning hafa sjaldan verið fleiri en þó er það yfirleitt ekki vel nýtt. Leiðbeiningar gefnar út 2012 Aðeins þrjú ráðuneyti eru með síðu á Facebook. Þau eru mennta- og menningarmálaráðuneyti, um- hverfis- og auðlindaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Öll eru þau nokkuð virk en deila fyrst og fremst fréttum af heimasíðum sínum. Utan ríkisráðuneytið stendur sig best í því að setja inn stakar mynd- ir og annað efni, sem einungis rat- ar inn á samfélagsmiðilinn. Árið 2012 voru leiðbeiningar um notkun ráðuneyta á Facebook gefnar út af sérstökum vinnuhópi, en í honum voru upplýsingafulltrúar allra ráðu- neytanna. Bönnuð orð í gagnagrunni Þar er meðal annars til þess mælst að enginn geti sett inn athugasemdir á síður ráðuneyt- anna nema við færslur þeirra. Einnig að nýtt yrði sú þjónusta Facebook að setja inn orð í gagna- grunn sem væru bönnuð á síðum ráðuneytanna, en þannig væri sjálfvirkt eftirlit öflugra. Viðkom- andi ráðuneyti beri þó ábyrgð á meiðandi ummælum sem gætu birst á síðu þess og mælt er með því að vinnureglur séu settar um daglega vöktun. Notendur geta þó sett inn umsagnir í sérstökum dálki um viðkomandi síðu, og þar setja margir inn athugasemdir líkt og þeir væru að skrifa beint inn á síður viðkomandi ráðuneyta. Af þessum þremur ráðuneyt- um fær utanríkisráðuneytið hæstu einkunn og þá fyrst og fremst fyrir myndir. Greinilegt er að þeir sem fara með umsýslu síðunnar taka myndir á farsíma og setja jafnóð- um inn. Slíkt er mjög í anda hinna hröðu samskipta sem einkenna miðla á borð við Facebook og til fyrirmyndar. Utanríkisráðherra duglegastur Ráðherrar eru misduglegir við að nýta sér kosti Facebook eða Twitt- er. Utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, virðist vera sá sem er hvað duglegastur að nota báða miðlana. Hann setur ekki inn sama efni á þær báðar og er dug- legur að hlaða upp myndum sem hann tekur við störf sín. Eins og fleiri ráðherrar er hann með sér- staka „aðdáenda“-síðu, þar sem hægt er að smella á „Líkar við“ og þá birtast stöðuuppfærslur og myndir í fréttayfirliti notandans. Hafa ber í huga að aðstoðarmenn ráðherra og upplýsingafulltrúar gætu haft aðgang að slíkum síð- um og sett inn efni tengt ráðherra. Því þarf ekki endilega að vera svo að ráðherra sjálfur skrifi, þó það sé gert í hans nafni. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Sigurður Ingi: Lítið virkur Sigurður Ingi er ekki með opinbera síðu en hefur persónulega síðu, þar sem hann setur gjarnan inn efni sem er opið öllum. Það er þó yfirleitt ótengt störfum hans sem ráðherra, til að mynda snúast flestar færslur hans um handboltalandsliðið og í raun er fátt á síðu hans sem bendir til þess að þar fari valdamikill maður. Sigurður Ingi er ekki heldur á Twitter og af ráðherrum er hann því sá sem hefur minnst samskipti í gegnum samfélagsmiðla. Ragnheiður: Birtir margar opnar færslur Opinber síða Ragnheiðar er ekkert notuð í dag, en var notuð í kosningaherferð hennar enda heitir síðan „Ragnheiður Elín í 1. sæti.“ Hún notar sína persónulegu síðu mikið og þar birtast margar opinberar færslur. Við þær færslur geta allir sett athugasemdir en þar skapast sjaldan um- ræður og þá tekur Ragnheiður ekki þátt í þeim. Ráðherrann er ekki á Twitter. Illugi: Opinbera síð- an lítið notuð Illugi er mjög virkur á sinni persónu- legu síðu og notar opinberu síðuna minna. Margar færslur Illuga eru opinberar og því þarf ekki að vera vinur hans á Face- book til að sjá það sem hann setur inn. Hver sem er getur sett inn athugasemdir á opinberu síðuna, en Illugi svarar þeim þó ekki. Ekki er hægt að setja athugasemdir við opnu færslur Illuga nema vera vinur hans. Kristján Þór: Myndir frá ferðalögum Kristján Þór setur reglulega inn efni á opinbera Facebook-síðu sína, og það er þá gjarnan myndir frá ferðalög- um sínum. Hver sem er getur sett inn athugasemdir á síðu Kristjáns og þó hann svari að jafnaði ekki slíkum athugasemdum ýtir hann stundum á „Líkar við.“ Hanna Birna: Sama efni á Twitter og Facebook Hanna Birna er eins og flestir ráðherrar með sérstaka síðu á Facebook, þar sem hægt að er að smella á „Líkar við.“ Hún virðist hins vegar ekki vera með persónulega síðu, miðað við einfalda leit á samfélagsmiðlinum. Efnið sem fer inn á vefinn virðist oft koma beint frá Hönnu Birnu sjálfri, þó auðvitað sé erfitt að fullyrða um slíkt. Hún hefur sett inn persónulegar myndir, meðal annars af dætrum sínum um jólin og frá göngutúr með eiginmanni sínum sem hún sagði hluta af nýársheiti sínu. Hana er einnig að finna á Twitter, en hún setur þó aldrei inn sérstakar færslur þar heldur fara allar færslur á Facebook einnig inn á Twitter. Bjarni: Pólitík í bland við annað Bjarni er ekki á Twitter, en þar er þó notandi með hans nafn og mynd af fjármálaráðherra. Tístin eru þó greinilega einhvers konar grín sem kom upp í tengslum við síðustu kosn- ingar. Bjarni er með síðu á Facebook og einnig sína eigin persónulegu síðu. Hann hefur þó ekki sett opið efni inn á sína persónulegu síðu í langan tíma. Opinbera síðan er mun líflegri og Bjarni hefur af og til sett sjálfur inn myndir af því sem hann gerir. Mest virðist hún þó notuð til þess að koma á framfæri til- kynningum vegna einhverra einstakra mála sem upp koma, svo sem vegna meints leka á Glitnisgögnum fyrir jól. Í kosningabaráttu síðasta árs var Bjarni duglegur að setja inn alls kyns efni og myndir. Ekki er hægt að setja inn athugasemdir beint á vegginn en hver sem er getur sett athugasemdir við stakar færslur. Sigmundur Davíð: Sæmilega duglegur Sigmundur Davíð er bæði með Facebook- og Twitter-síðu. Sigmundur er sæmilega duglegur að setja inn efni. Hann myndi ekki standast kröfur sérfræðinga, sem telja að halda þurfi slíkum síðum lifandi með því að setja þar inn efni að minnsta kosti daglega. Raunar eru fæstir ráðherrar svo duglegir. Á síðunni getur hver sem er sett inn athugasemdir á hinn svokallaða vegg, en þeim er þó nánast aldrei svarað. Sigmundur er mjög óvirkur á Twitter og síðasta færsla hans er frá því í desember. Fyrir hafði hann verið óvirkur á Twitter í tæpt ár. Samtal við almenning Möguleikar á samræðum ráðherra og ráðuneyta við almenning hafa sjaldan verið fleiri með tilkomu samfélagsmiðla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.