Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Qupperneq 16
Helgarblað 31. janúar 201416 Fréttir
Banaslys í umferðinni
á árunum 2004–2014
Samkvæmt Umferðarstofu sýnir þetta kort helstu staði þar sem dauðaslys hafa orðið á
árunum 2004–2014. Samtals hafa slysin verið 147, þar með talið slysið í Norðurárdal. Alls
hefur 161 látist í umferðinni á sama tímabili.
til minningarathafna sem haldnar
hafa verið í minningu þeirra. Eftir
andlát Önnu Jónu var haldin athöfn
fyrir hana en einnig minningarakstur-
inn sem var afskaplega fjölmennur.
Nemendur í fjölbrautaskólanum hafa
að auki kveikt á kertum fyrir utan
skólann sinn til minningar um sam-
nemendur sína. Á miðvikudag hitt-
ust svo vinir og fjölskylda Skarphéð-
ins í Reykjavík og mættu tæplega tvö
hundruð manns á athöfnina. Á Sauð-
árkróki var einnig haldin athöfn þar
sem yfir hundrað manns mættu.
Vinir í sorg
Félagar og vinir Skarphéðins og
Önnu Jónu eiga erfitt og glíma við
mikla sorg. Félagar Skarphéðins
skrifuðu fallega til hans á Facebook-
síðu hans og kvöddu mikinn vin og
félaga og þökkuðu margir honum
fyrir að styðja við bakið á sér. Útför
hans fer fram 8. febrúar næstkom-
andi. „Ef það kom nýr nemandi í
bekkinn varst þú fyrst til að tala við
hann og láta honum finnast hann
velkominn, þú varst góð við alla.
Þú varst algjör gleðigjafi og gerðir
lífið mikið auðveldara fyrir marga.
Þú varst aldrei hrædd við að vera þú
sjálf, hvort sem það þýddi að þú lit-
aðir hárið á þér fjólublátt, mættir í
skærbleikum buxum í skólann eða
bara hvað sem er, þér var alveg
sama, þú varst bara þú,“ segja skóla-
félagar úr Árskóla um Önnu Jónu í
minningargrein í Morgunblaðinu
en þar er talað sérstaklega um
hversu vinmörg hún var og fljót að
eignast nýja vini og taka fólk undir
sinn verndarvæng.
Þakklæti
Foreldrar beggja segjast afar þakk-
látir fyrir þann mikla stuðning sem
þeim hefur verið sýndur. „Við vilj-
um senda starfsfólki gjörgæslunn-
ar í Fossvoginum sérstakar þakkir,“
segir Steinunn Rósa. „Okkur langar
líka að þakka sérstaklega fyrir
allan þann hlýhug sem við fáum
að norðan,“ segir hún, „og hversu
yndislegt fólkið þar hefur verið við
Skarphéðinn okkar. Engin furða
að hann var hamingjusamur þar
og vildi hvergi annars staðar vera,“
segir Steinunn.
„Samfélagið hér hefur staðið þétt
við bakið á okkur. Þetta eru gríðar-
lega erfið spor,“ segir Sigurbjörn.
„Það var allt lamað hér svona fyrstu
vikuna, meira og minna, eftir slys-
ið. Samfélagið allt. Það var því aft-
ur þungt högg þegar að við fengum
fréttir af andláti Skarphéðins,“ segir
hann. Vel er haldið utan um ung-
mennin, sérstaklega skólafélaga
þeirra tveggja, og hrósa bæði Sigur-
björn og Steinunn umsjónarmanni
heimavistar fjölbrautaskólans. „Við
töluðum strax við skólastjórnendur
um að það þyrfti að halda vel utan
um krakkana almennt í skólanum
og það hefur tekist vel,“ segir hann.
„Þegar allt samfélagið þjappar sér
svona saman ganga hlutirnir betur.
Það er gott að vera í samfélagi sem
lætur sér annt um náungann. Við
höfum fundið gríðarlega vel fyrir því
og fyrir þessum samhug. Það hefur
gefið okkur mikið og haldið okkur
gangandi,“ segir Sigurbjörn. n
Fimm þúsund
óhöpp árlega
Mikill mannskaði í umferðarslysum
2013
13 létust í umferðarslysum
166 slösuðust alvarlega
943 slösuðust lítillega
4.528 óhöpp án meiðsla
2012
9 létust í umferðarslysum
136 slösuðust alvarlega
899 slösuðust lítillega
4.810 óhöpp án meiðsla
„Það var
allt lamað
hér svona fyrstu
vikuna