Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Qupperneq 20
Helgarblað 31. janúar 201420 Fréttir Nærmynd „Ég er bara n gullganga Magnúsar geirs n Metnaðargjarn vinnuþjarkur n Hafði samið 15 leikrit 9 ára e ftir að hafa helgað lífinu listinni mun Magnús Geir Þórðarson, Borgarleikhús- stjóri, kveðja leikhúsið á næstu dögum þegar hann hefur störf sem útvarpsstjóri. Á Ríkisútvarpinu mun Magnús Geir leggja áherslu á að sinna menn- ingarhlutverki þess en allt frá barn- æsku hefur hann haft óþrjótandi ástríðu fyrir leiklistinni og sagði á sínum yngri árum að það hlyti „að vera einhver erfðagalli“, þar sem ættmenni hans hafa í gegnum tíðina frekar tengst viðskiptum en listum. Viðskiptin rædd heima Magnús Geir er fæddur árið 1973 og ólst upp í Vesturbænum þar sem hann gekk í Melaskóla. Hann er sonur þeirra Þórðar Magnússonar og Mörtu Maríu Oddsdóttur, mið- barn í hópi þriggja drengja. Á upp- vaxtarárunum var faðir Magnúsar Geirs framkvæmdastjóri Eimskipa en varð seinna sjálfstæður fjárfestir og tók sæti í stjórnum fyrirtækja. Eldri bróðir Magnúsar Geirs, Árni Oddur, fetaði í fótspor föðurins og rekur með honum Eyri Invest sem á stóran hluta í Marel og fleiri fyrir- tækjum. Yngri bróðir Magnúsar Geirs hef- ur hins vegar deilt leiklistaráhuga bróður síns, en þeir bræður fengu menningarlegt uppeldi. Foreldrar þeirra kenndu þeim strax í æsku að njóta bókmennta, hlusta á tónlist, sækja leikhús og horfa á kvikmyndir. „Eflaust er það ástæðan fyrir því að ég smitaðist af þessari leikhúsbakt- eríu,“ sagði Magnús Geir í viðtali við Mannlíf árið 2011. Innan fjölskyldunnar er einnig mikill áhugi á viðskiptum og mikið rætt um rekstur, sem hefur verið Magnúsi Geir lærdómsríkt þar sem leikhúsrekstur lýtur sömu lögmál- um og önnur fyrirtæki, stefnan þarf að vera skýr, starfsfólkið ánægt til að njóta sín og reksturinn réttu megin við núllið. Þrátt fyrir velgengni hefur Magn- ús Þór aldrei látið sig dreyma um auð og ríkidæmi. „En auðvitað vil ég hafa í mig og á og líða vel. Geta átt íbúð og bíl og nóg fyrir einum bjór.“ Metnaðurinn er hins vegar mikill og þegar litið er yfir sögu Magnúsar Geirs kemur bersýnilega í ljós að hann er vinnuþjarkur sem leggur hug og hjarta í hvert verkefni. „Ég veit að ég er metnaðargjarn og vinnusamur,“ sagði hann, „það sést á þeim fjölda tíma sem ég ver í leik- húsinu. Ég er keppnismaður.“ Magnús Geir er maður sem ger- ir miklar kröfur, bæði til sín og annarra, er kappsamur og stundum þrjóskur, eins og fram kom í viðtali við DV árið 2012. Sem stjórnandi sagðist hann alltaf reyna að nálgast fólk á jákvæðum forsendum og hafa trú á hæfileikum starfsmanna. Hans verkefni væri að reyna að ná fram því besta í fólki og skapa hvetjandi umgjörð um starfsemina. Sérstakt barn Leikhúsið hefur alltaf átt hug hans allan og fram til þessa hefur hann hvergi annars staðar viljað vera. Níu ára tók hann sig til og gekk einn síns liðs upp í Þjóðleikhús, bankaði upp á og sótti um starf sem leikari. „Ég vissi að börn léku stundum í leik- húsum og mig hafði langað að leika svo ég fór bara þarna niður eftir. For- eldrar mínir vissu ekkert af því. Ég bankaði upp á og hitti fyrst dyravörð sem sagði að ég ætti ekk- ert erindi þangað og rak mig út. Svo gekk ég í flasið á Kristínu Hauks- dóttur sýningarstjóra sem spurði hvað ég væri að gera. Hún sagði að þarna hlyti að vera starf fyrir mig, dró mig inn og kynnti mig fyrir Bene- dikt Árnasyni leikstjóra. Um kvöldið var hringt heim og spurt hvort ég vildi koma í prufu og daginn eftir var búið að ráða mig. Viku síðar var ég byrjaður að æfa í verkinu Tyrkja- Guddu,“ sagði Magnús Geir þegar hann var að lýsa því hvernig leik- listarferillinn hófst í viðtalinu við Mannlíf. Á þessum tíma hafði hann löngu ákveðið að gera leiklistina að ævistarfi, það ákvað hann sem smá- strákur. Leikhúslífið heillaði, því þar var alltaf eitthvað nýtt að gerast og núið allsráðandi. En Magnús Geir lét sér ekki nægja að leika sjálfur heldur fór hann á flestar leiksýningar sem sett- ar voru upp, hvort heldur sem var í Þjóðleikhúsinu eða Iðnó, og spáði þá lítið í hvort sýningarnar væru ætl- aðar börnum eða fullorðnum. Hann hafði að vísu gaman af því að sjá bíómyndir, hafði dálæti á Duran Duran og lærði á klarínett og sagði það hjálpa sér að kunna að lesa nótur þegar hann væri að velja söngva í leikrit. Þá tók hann einnig þátt í skátunum en meira að segja þar sagðist hann njóta þess best þegar hann fékk að leika leikrit, líkt og fram kom í Skátablaðinu árið 1984. „Ég held að ég hafi verið dálítið skrýtið barn að mörgu leyti, ég var lítið úti að leika mér en miklu meira að vesenast eitthvað, skipuleggja og framkvæma.“ Stofnaði eigið leikhús Aðeins níu ára var Magnús Geir bú- inn að semja fimmtán leikverk. Eitt þeirra, Keisarinn, var sýnt á tíu ára afmæli Flugleiða, en hafði áður ver- ið sýnt í sunnudagaskólanum og í Melaskóla við mikinn fögnuð áhorf- enda, enda allt upp á grínið. Af þessu tilefni ræddi Helgar- pósturinn við Magnús Geir og var hann hvergi nærri hættur, með tvö ný verk í smíðum. Hann sagði þó að leiklistin heillaði meira en ritstörfin, enda lék hann sjálfur í verkinu og leiklistarferillinn kominn á skrið. Hann hafði til að mynda leikið í kvikmyndinni Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson og átti seinna eftir að leika í fleiri myndum Hrafns, þeim Reykjavík og Í skugga hrafns- ins. Magnús Geir tók einnig virkan þátt í Barnaleikhúsinu en ellefu ára ákvað hann að stofna eigið leikfélag með félögum sínum úr Melaskóla. Stofnfélagar Gamanleikhússins voru ellefu talsins og allir á aldrin- um átta til tólf ára. „Okkur fannst þeir fullorðnu stjórna of miklu og því ákváðum við að setja sjálf upp leik- hús,“ sagði hann seinna í viðtali við Vikuna. Í viðtali við Æskuna sagði hann að fyrst börnin gátu sett á svið leik- rit hjá Barnaleikhúsinu undir stjórn fullorðinna þá ættu þau líka að geta gert það sjálf. „Þegar við höfðum æft Töfralúðurinn í sjö vikur í kjallaran- um í Neskirkju hringdi ég og pantaði sal á Hótel Loftleiðum.“ Yngsti leikstjóri landsins Fyrsta verkið sem Gamanleikhúsið sýndi var Töfralúðurinn eftir Henn- ing Nielsen. Frumsýningin var á Hót- el Loftleiðum í október 1985. Leik- ritið fjallaði um fjóra nágranna sem voru ósammála um allt þar til stelpa með dreka birtist í lífi þeirra og þeir sammæltust um að losa sig við bæði stelpuna og drekann. Töfraflautan var sýnd þrisvar og rÉtt að byrja“ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is „Okkur fannst þeir fullorðnu stjórna of miklu og því ákváðum við að setja sjálf upp leikhús.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.