Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Side 22
Helgarblað 31. janúar 201422 Fréttir Nærmynd endurbætur og sköpuðu rými fyrir myndlist og bóksölu fyrir fagurbók- menntir, leikritasöfn og bækur sem tengdust leikhúsinu með einum eða öðrum hætti. Árið 2000 voru þrjú félög sam- einuð undir merkjum Leikfélags Ís- lands, en Flugfélagið Loftur hafði rekið leikhússtarfsemi í Loftkast- alanum og Hljóðsetning var í eigu nokkurra leikara og umsvifamik- ið í hljóðsetningu á kvikmyndum og sjónvarpsefni auk þess sem það framleiddi barnaefni fyrir sjónvarp. Við samrunann varð til nýtt at- vinnuleikhús sem hafði yfir tveim- ur sýningarsölum að ráða, í Iðnó og í Loftkastalanum, og sá um að tal- og hljóðsetja teiknimyndir, kvikmynd- ir, auglýsingar og framleiðslu á sjón- varpsefni. Leikfélag Íslands var orðið stærsta sjálfstæða leikhúss landsins og þar störfuðu margar af skærustu stjörn- um samtímans auk þess sem Baltasar Kormákur varð hluthafi í gegnum Loft og þeir Jóhann Sigurðsson, Sig- urður Sigurjónsson og Örn Árnason í gegnum Hljóðsetningu. Vigdís Finn- bogadóttir var verndari félagsins. Risinn fæddur „Risinn er fæddur“ var fyrirsögnin á viðtali við Magnús Geir í DV. Hann var þá 26 ára og sagði að möguleik- arnir og krafturinn fælist ekki í því sem þeir áttu heldur en því sem þeir gætu. „Við munum reka leikhús sem spannar allt litrófið,“ sagði hann. „Við viljum segja fólki sögu í leikhúsinu og snerta við hjarta þess, hvort sem það er til hláturs eða gráturs.“ Hann sá einnig vaxtarmöguleika í sjónvarpi þar sem fólk vildi íslenskt skemmtiefni. „Þessari eftirspurn vilj- um við geta svarað.“ Tveimur árum síðar var Leik- félag Íslands komið í fjárhagslegar ógöngur. Magnús Geir fór þess á leit við stjórn félagsins að hann yrði leystur frá störfum sem leikhússtjóri. Stjórnin varð við þeirri beiðni, enda lá starfsemin niðri. Þegar Leikfélag Íslands lagði upp laupana voru skuldir félagsins um 170 milljónir króna. Lífeyrissjóður verslunarmanna óskaði eftir gjald- þrotaskiptum þar sem félagið skuld- aði alls um 10 milljónir í iðgjöld og vörslugjöld. Litlar eignir voru til í fé- laginu til þess að mæta kröfuhöfum. Skýring Magnúsar Geirs á ógöng- um félagsins var sú að kostnaðar- aukningin við íslensk leikhús hefði verið mikil síðustu þrjú starfsárin. Leikfélagið hefði ekki getið haldið áfram án stuðnings frá ríki og borg. Borgin hafði lýst yfir vilja til að styrkja leikhúsið um tíu milljónir en ríkið hefði dregið ákvörðun sína til baka þar til útséð yrði hvort leikfé- lagið gæti haldið starfinu áfram eða ekki. Starfsemin var því stöðvuð sjö árum eftir fyrstu frumsýningu. Magnús Geir var þó ekkert á því að láta deigan síga og sagði: „Ég er bara rétt að byrja,“ þegar hann kvaddi þetta ævintýri. Enda var leikhúsið hluti af lífi hans, stærra en lífið sjálft á stundum. Það var þar sem hans fyrstu minningar urðu til. „Ég man bara eft- ir því að það gerðist neðansjávar. Ég man eftir fiskum á sundi, skærum lit- um og því að ég var pínulítið hrædd- ur,“ sagði hann í viðtali. Og það var þar sem hans stærstu listupplifan- ir urðu. Af því að þar gerast hlutirn- ir bara einu sinni: „Ekkert verður endurtekið. Leikhúsið er ástand þar sem núið er allsráðandi. Sigur í kvöld er ekki ávísun á sigur á morgun.“ Átök á Akureyri Leiðin lá til Wales þar sem Magnús Geir fór í meistaranám í leikhúsfræði og sérhæfði sig í leikstjórnarstefn- um 20. aldarinnar, sem og breskri og franskri nútímaleikritun. Á meðan hann skrifaði meistara- ritgerðina undirbjó hann sýningu á Eldað með Elvis eftir Lee Hall, manninn sem skrifaði meðal annars kvikmyndina Billy Elliot. Sýningin var sýnd samhliða í Leikfélagi Akur- eyrar og í Reykjavík. Vegna anna hafði Magnús Geir ekki tíma til að halda upp á afmælið sitt þegar hann varð þrítugur en hann sagðist ætla að gera það seinna. Árið 2004 var hann svo ráðinn til Leikfélags Akureyrar. Ráðninguna bar brátt að þegar forveri hans sagði upp og hætti strax. Magnús Geir hafði sótt um starfið áður en hann fór út en ekki fengið. Þegar honum var síðan boðið að koma norður- hafði hann verið orðaður við starf Þjóðleikhússtjóra en gaf lítið fyrir það. Í viðtali vegna nýja starfsins brosti hann út í annað og sagði að nú væri gamall draumur að rætast. Þá sagðist hann leggja áherslu á að bjóða upp á leiklist í hæsta gæða- flokki sem höfðaði til breiðs hóps. Líkt og Ríkisútvarpið gerir nú þegar Magnús Geir tekur við sem útvarps- stjóri loguðu eldar fyrir norðan áður en hann kom þar að. Leikhúsið var í miklum vanda, áhorfendafjöldi hafði hrapað, erfitt reyndist að fylla sæti leikhússins, listræn stefna var óljós og innviðirnir virkuðu ekki. Með Magnúsi Geir tók við mesta blómaskeið í sögu leikhússins, að- sóknin hafði aldrei verið meiri, sýn- ingar hlutu lof og leikhúsið varð eitt helsta aðdráttarafl bæjarins. Um leið gekk rekstur félagsins vonum framar. „Ekki var laust við átök í byrjun,“ sagði hann síðar: „Það þurfti að gera róttækar breytingar og stokka starf- semina upp en fólk var mjög fljótt til að stökkva um borð og vera með.“ Léttist í leikstjórahlutverkinu Samhliða leikhúsrekstrinum lauk Magnús Geir MBA-námi frá Háskól- anum í Reykjavík árið 2005. Eins og gefur að skilja gafst ekki mikill tími fyrir annað. Í samtali við Fréttablað- ið árið 2005 sagðist Magnús Geir öðru hvoru taka sér tak í líkamsrækt- inni, en þegar hann væri að stjórna leiksýningu færi allt úr skorðum á æfingatímabilinu. „Eitt það fyrsta sem dettur út er líkamsræktin. Á móti kemur að það tekur svo á að leikstýra að ég léttist yfirleitt alltaf meðan á því stendur, hvort sem það er heilsusamlegt eða ekki.“ Áður hafði hann sagt að espressó- vélin og hljómflutningstækin væru mikilvægustu hlutirnir á heimilinu. „Ég væri líklega jafn vængbrotinn hvort sem ég missti kaffið góða eða tónlistina. Ég hlusta mikið á tónlist. Það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim er að setja disk á.“ Aðaláhugamálið væri þó að vera með fólki, fjölskyldu og vinum, en það væri góð hvíld í því að sjá góða kvikmynd. Fékk fálkaorðuna Árið 2008 tók stjórn Leikfélags Reykjavíkur einróma ákvörðun um að bjóða Magnúsi Geir stöðu leik- hússtjóra Borgarleikhússins. Magnús Geir var trúr sínum áherslum þegar hann sagði markmiðið að gera leik- hús í hæsta gæðaflokki, kraftmik- ið og nútímalegt leikhús með sterk- an snertiflöt við áhorfendur. „Ég vil að gæði verði sett á oddinn og þess gætt að magnið verði ekki það mikið að það komi niður á gæðum sýning- anna.“ Betra væri að gera færri hluti í einu og gera þá vel, heldur en að ætla sér of margt. Þannig skapaðist rými til að hlúa að verkunum. Gullganga Magnúsar Geirs hélt áfram, líkt og fyrir norðan var að- sóknarmet slegið í Borgarleikhúsinu, sala áskriftarkorta margfaldaðist og sýningarnar mæltust vel fyrir. Árangurinn vakti eftirtekt og Magnús Geir var valinn markaðs- maður ársins 2007 af Félagi íslensks markaðsfólks og viðskiptafræðing- ur ársins 2009 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Í rökstuðningi sagði að Magnús Geir hefði með undra- verðum hætti náð að tengja saman viðskipti, menningu og listir og náð bæði faglegum og rekstrarlegum ár- angri með leikhúsin sem hann hefði stýrt. Hann væri frumkvöðull á sínu sviði og óumdeildur sem slíkur. Þá hefði hann sýnt og sannað að í hon- um byggi mikill leiðtogi. Árið 2013 fékk hann svo riddara- kross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu íslenskrar leiklistar. Sjálfur hafði hann verið nefnd- ur í úttekt Fréttatímans um hugs- anlega frambjóðendur til forseta- kosninga árið 2012 með þessum orðum: „Sjarmör og eins og fæddur í utanríkis þjónustuna.“ Fjölskyldan himnasending Sama ár spurðist út að Magnús Geir hefði sést hönd í hönd með fyrrverandi samstarfsfélaga sínum úr Leikfé- laginu á Akureyri, Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra menningarhússins Hofs. Um árabil hafði Magnús Geir verið einn af eftirsóttustu piparsveinum landsins, en gaf piparsveinalífið upp á bátinn fyrir ást og fjölskyldu. Ingi- björg Ösp á þrjú börn úr fyrra sam- bandi en saman eignuðust þau son, sem er núna rúmlega árs gamall, en þau hafa verið í fjarbúð og haldið heimili í Reykjavík og á Akureyri. Þessi kúvending á lífinu reyndist Magnúsi Geir ekki erfið, en hann sagði að fram til þessa hefði lífið verið einfalt „– of einfalt. Það hefur snúist um leikhús frá morgni til kvölds. Það hefur verið gott líf – en auðvitað er raunverulega lífið það að eiga fjöl- skyldu og horfa á börn vaxa úr grasi. Þetta er auðvitað mikil breyting fyr- ir mig en hún er jákvæð á allan hátt, himnasending.“ Líkt og hann lýsti því þá felst frels- ið í skuldbingunni: „Eins og ég hef ríka ástríðu fyrir leikhúsinu þá fann ég líka fyrir miklu frelsi þegar ég átt- aði mig á því að það væri þó ekki upp- haf og endir alls; að ég gæti alveg líka notið þess að takast á við önnur við- fangsefni.“ Erfið ákvörðun Sjálfstæðisflokkurinn skipaði Magn- ús Geir í stjórn RÚV árið 2012. Í við- tali við DV á mánudag tók hann hins vegar fram að sjálfur hefði hann aldrei haft afskipti af stjórnmálum, og það væri af og frá að ráðning hans til Ríkisútvarpsins væri pólitísk, hann væri faglegur stjórnandi, ekkert ann- að. Það sama sagði hann þegar hann tók sæti í stjórn Ríkisútvarpsins, að hann kæmi þar inn vegna reynslu sinnar af rekstri menningarstofn- ana. Hann hefði skoðanir á hlutverki þeirra í samfélaginu og því hvaða kröfur mætti gera til þeirra. „Ég veit líka að maður getur ekki gert allt sem maður vill, hlutirnir kosta peninga og dæmið þarf að ganga upp.“ Þá sagði hann að metnaður hans og áhugi lægi í innlendri dagskrár- gerð og menningarhlutverkinu, sem þyrfti að styrkja. Þegar hann ákvað að sækja um sem útvarpsstjóri, í kjölfar þess að Páll Magnússon kvaddi Ríkisútvarp- ið, tók hann í sama streng. Í bréfi sem hann sendi starfsfólki Borgarleikhússins greindi hann frá ákvörðun sinni og sagði hana þá erf- iðustu sem hann hefði tekið um æv- ina: „Ástæða þess að ég ákveð að sækjast eftir starfinu er að mig langar til að takast á við þetta krefjandi og spennandi verkefni sem felur í sér nýja áskorun,“ en hann sagðist hafa verið hvattur til þess að gefa kost á sér í starfið. „Eftir mikla yfirlegu varð niðurstaðan sú, að ég vildi taka þátt í að leiða RÚV inn í nýja spennandi tíma þar sem framleiðsla fjölbreytts íslensks dagskrárefnis er í öndvegi.“ Bjartari tíð Áður hafði hann lýst því yfir að hann myndi ekki sækja um stöð- una og þegar umsóknarfrestur rann út þann 6. janúar síðastliðinn var Magnús Geir ekki á meðal umsækj- enda. Umsóknarfresturinn var hins vegar framlengdur til 12. janúar og á lokadegi lagði hann inn umsókn. Stjórn RÚV samþykkti einróma á sunnudagskvöld að bjóða honum stöðuna. Þegar það varð ljóst var Magnús Geir samkvæmur sjálfum sér í fréttum Ríkisútvarpsins þegar hann sagði að það þyrfti að kjarna starfsemina betur, einbeita sér að aðalatriðunum og gera færri hluti en gera þá betur. Og horfa sérstaklega til þess sem er séríslenskt, menn- ingar og umfjöllunar um dægurmál og frétta líðandi stundar sem eiga sérstakt erindi við Íslendinga, frekar en aðra. Í samtali við DV á mánudag, degi eftir ráðninguna, sagðist Magnús Geir ekki óttast að ganga inn í Rík- isútvarpið og taka við stjórninni eft- ir fjöldauppsagnir, blóðugan niður- skurð og hörð mótmæli. Þvert á móti. „Mér finnst það spennandi,“ sagði hann, því tækifærin væru mörg. „Klárlega er staðan að mörgu leyti erfið, en ég vona að okkur takist að spyrna við fótum og að fram und- an sé bjartari tíð.“ n Í hnotskurn Hvað borðar þú í morgunmat? Rótsterkan espressó. Hefur þú komist í kast við lögin? Einu sinni fyrir of hraðan akstur. Hvenær hefur þú orðið hræddastur? Ég varð einu sinni skíthræddur í leigubíl sem beygði inn í drungalegt iðnaðar­ hverfi í Pétursborg, þá var ég að spá í að stökkva út. Gleðiríkasta augnablikið? Ég er heppinn því ég er alltaf að upplifa gleðirík augnablik. Ég held samt að ég eigi þau allra bestu eftir. Ef þú fengir eina ósk, hvers myndir þú óska þér? Að fólkið mitt fái sem stærstan skammt af hamingju í lífinu. - úr Mannlífi 2011 „Leikhúsið er ástand þar sem núið er allsráðandi. Sigur í kvöld er ekki ávísun á sigur á morgun. Fjölskyldumaður Hér er Magnús Geir með Ingibjörgu Ösp, en þau hafa verið í fjarbúð. Hann sagði það frelsandi að finna að fleira skipti máli í lífinu en leikhúslífið. mynd EyþóR ÁRnAson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.