Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 34
Helgarblað 31. janúar 201434 Fólk Viðtal
OKKAR
LOFORÐ:
Lífrænt og
náttúrulegt
Engin
óæskileg
aukefni
Persónuleg
þjónusta
Borgartún 1 Fákafen 1 Hæðasmári
www.lifandimarkadur.is
Allt vistvænt og lífrænt
kjöt með 15% afslætti
31. janúar - 2. febrúar
15%
afsláttur
!
Bæði ferskt og frosið
Lífrænnkjúklingur
KJÖTDAGAR
Í FÁKAFENI
En þó alltaf með bjórinn með. Ég
gafst upp á þessu árið 2008 en vinir
mínir drifu mig aftur með sér árið
2011,“ segir Anna Margrét og seg-
ir vini sína lítið kippa sér upp við
það þannig séð að hún sé nú orðin
kona. Anna K. mætti þó held-
ur verra viðhorfi margra sinna
gömlu vina þegar hún hóf sitt líf
sem kona. „Það er fjöldi fólks sem
ég þekkti í gamla daga sem hefur
ekki talað við mig eftir að ég fór í
aðgerðina,“ segir hún.
Anna Margrét segist hafa skrif-
að bréf sem hún sendi fólki ef
það vildi vita meira. „Ég var búin
að búa til bréf sem var klárt – við
gerum það flest, skrifum bréf sem
kemur ýmislegt fram í. Um leið og
þetta fór af stað og fólk vildi vita
meira þá bara sendi ég þeim þetta
bréf.“
Allir eiga rétt á
að vera þeir sjálfir
Anna Margrét segist hafa upplifað
visst frelsi þegar hún gat farið að
lifa sem kona. Það hafi auðvitað
verið erfitt fyrst, fólk hafi starað en
þegar hún náði að komast á þann
stað að vera sama hvað öðrum
fyndist þá varð hún sátt. „Það var
auðvitað áskorun að fara í fyrsta
skipti í Kringluna í pilsi. Fólk horfði
á mann. En svo fór ég að hugsa
þannig að þetta fólk gengur fram-
hjá þér og þú sérð það aldrei aftur
þá fór mér bara að vera sama. Ég er
bara svona og það skiptir mig ekki
máli hvað öðrum finnst. Það eiga
allir rétt á að vera eins og þeir eru.“
Þær eru sammála um að enn
séu til staðar fordómar fyrir trans-
fólki. Þær finna aðallega fyrir að
það sé starað á þær en eru löngu
hættar að spá í það. Þær segja for-
dóma fólks þó vera smámál mið-
að við eigin fordóma. „99 prósent-
um fólks er alveg sama – það hefur
bara nóg með sig og sína,“ segir
Anna Margrét. „Það sem er verst
eru manns eigin fordómar gagn-
vart sjálfum sér.“
Stórt skref að fara
í kvennaklefann
Aðspurðar hvort þær lendi oft í
vandræðalegum aðstæðum þar
sem fólk viti ekki hvernig það eigi
að ávarpa þær segjast þær það
sjaldan gerast. Það hafi gerst hjá
sýslumanni þegar Anna Margrét
fór að ganga frá dánarbúi foreldra
sinna að nafnabreyting hennar
hafði ekki náð í gegn þar og því hét
hún enn Ágúst samkvæmt þeirra
bókum. Það sé vandræðalegt og
pínlegt að lenda í slíkum aðstæð-
um en sem betur fer gerist það
sjaldan. „Það er helst að maður
lendi í einhverju svona þegar mað-
ur er að tala við fólk í síma. Röddin
hjá transkonum breytist nefni-
lega mjög lítið. Hún mýkist að-
eins, en mjög lítið. Það er reyndar
hægt að fara í raddþjálfun sem tek-
ur mikinn tíma og hægt að þjálfa
röddina.“
Þær segja báðar að lífið hafi
breyst mikið eftir aðgerðina. Þær
séu sáttari og glaðari. Anna Margrét
hafði til dæmis alltaf haft gaman af
því að fara í sund en hafði í nokkur
ár fyrir aðgerðina ekki treyst sér. Nú
er hún farin að synda á ný og mætir
í réttan klefa. „Það var dálítið stórt
skref að fara í kvennaklefann fyrst
en svo bara ekkert mál og ég fer
reglulega í sund.“
Enn langt í land
Báðar eru þær öflugar í stjórn sam-
takanna Trans-Ísland. „Það hefur
mikill árangur náðst síðan við stofn-
uðum félagið árið 2007,“ segir Anna K.
„Við náðum þeim árangri að fá í gegn
lög um réttindi transgender fólks árið
2012. Síðan höfum við gert fræðslu-
efni og bæklinga,“ segir Anna Mar-
grét. Þær segja margt hafa breyst með
tilkomu laganna og eins hafi viðhorf
heilbrigðis kerfisins tekið breytingum.
„Nú er það þeirra sýn að fólki líði
miklu betur eftir aðgerð. Það er orðið
jákvætt. „Það er þó enn margt sem hef-
ur ekki áunnist í baráttunni að þeirra
mati. Til dæmis sé kynáttunarvandi
enn skráður sem geðsjúkdómur. „Það
er enn langt í land og margt sem þarf
að berjast fyrir,“ segir Anna K.n
„Ég gerði það ekki
ófull – það get ég
alveg sagt þér. Það var
ekki gert edrú og búið að
plana það lengi.
Anna Margrét
Betra líf Þær öðluðust nýtt líf
eftir að hafa undirgengist kynleið-
réttingarferli. Anna Margrét fór í sína
aðgerð þegar hún var 60 ára en Anna
K. fór í sína árið 1995. Mynd Sigtryggur Ari