Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Page 52
Helgarblað 31. janúar 201452 Menning Dýrasta sund- ferð allra tíma n Ferðast á slóðir upprunalands Íslendinga í Norður-Noregi H vað er opið lengi í verslunar- miðstöðinni?“ „Tja, ætli það sé ekki til sex,“ segir afgreiðslumaður- inn. „Hvað heldur þú, Stig?“ spyr hann kollega sinn. „Ég reikna með að það sé ekki nema til fjögur,“ segir hinn. „Það hlýtur þá allavegana að vera opið til fimm,“ segir sá fyrsti. Ég er staddur í Harstad í Norður- Noregi, 20.000 manna bæjarfélagi á eyjunni Hinnöya. Það er miður janúar norðan við pólbaug, það sem heimamenn kalla „mörketida“ þegar sólin rís aldrei yfir sjóndeildarhring. „Er þetta stærsta eyja Noregs?“ spyr ég strætóbílstjórann. „Má vera. Hvað segir þú, Trond?“ spyr hann einn farþega.“ „Senja er ansi löng,“ segir hinn. „Langöya líka,“ segir bílstjórinn. Opnunartímar búða og stærðir eyja verða hvort tveggja heimspekilegar spurningar þegar svo norðarlega er komið. Allir hafa sína skoðun og allar skoðanir eru jafn rétt- háar. Staðreyndir, hins vegar, eru hér ekki til. Dýrasta sundferð allra tíma Þegar ég kem aftur á kollegíið gúgla ég þetta. Jú, Hinöya er vissulega stærsta eyjan við meginland Noregs. Þær eru stærri á Svalbarða, en rétt eins og Texasbúar telja Alaska ekki með þegar þeir tala um stærðir, þá kjósa menn hér frekar að miða við meginlandið. Það er fljótgert að skoða bæinn. Grottebadet er sundlaug sem hefur verið sprengd inn í fjall og þykir nokk- uð fín. Ég hef ekki sundskýlu með- ferðis og kemst að því að þeir leigja ekki sundskýlur, heldur selja þær á 350 krónur norskar. Ásamt aðgöngu- miða kostar sundferðin því 10.000 krónur íslenskar. Ég segi eitthvað um gengismun áður en ég geng inn. Auk sundlaugarinnar eru helstu kennileiti hér að finna á tanganum Trondsnes. Hér er stærsta steinkirkja norðan Þrándheims og hefur verið síðan á miðöldum. Hér voru einnig fangabúðir rússneskra stríðsfanga í stríðinu og reistu eftirlifendur minn- isvarða um leið og þeir sluppu út. Rétt fyrir ofan er síðan stolt bæjarbúa, „Adolf kanonen,“ ein fjögurra risa- vaxinna fallbyssa sem Adolf nokkur lét koma hér fyrir í áðurnefndu stríði. Hún er staðsett inni á norskri herstöð, og ekki hægt að skoða hana nema í fylgd leiðsögumanns sem kostar álíka mikið og sundferð. Útlagar, illmenni og Íslendingar Á sögusafninu má sjá að hér bjó Þórólfur Kveldúlfsson, bróðir Skallagríms, áður en hann komst upp á kant við Harald hárfagra og var veg- inn. Tore Hund kom líka héðan, en hann drap Ólaf helga konung, sem síðar varð verndardýrlingur Noregs. Margir héðan fluttu til Íslands, enda þekktir fyrir að vera með eindæm- um óstýrilátir og börðust hatramm- lega gegn ásælni konunga sunnan frá. Í seinni tíð hafa þó margir Íslendingar flutt aftur heim til Harstad til að starfa sem sjúkraliðar, enda er einn helsti háskóli Noregs hér þegar kemur að heilbrigðisfögum. Það eru fleiri frægir Norðmenn sem komu héðan. Hans Edge kristn- aði Grænland á 18. öld og var fyrstur til að skrásetja tungumál inúíta. Þekktasti Harstad-búinn í dag mun þó vera Sophie Elise Isachsen, sem heldur úti vinsælasta bloggi Noregs með 25.000 smelli á dag. Sophie Elise vakti fyrst þjóðarathygli þegar hún fór í miklar lýtaaðgerðir fyrir tveim árum, svo sem brjóstastækkun og varafyll- ingu, þá 18 ára gömul. Annar norðlendingur sem vakið hefur athygli er Arne Pedersen, 90 ára, en hann neitaði að nota björg- unarvesti á bát sínum. Þegar hann var handtekinn af landhelgisgæslu neitaði hann svo að borga sektina og verður brátt dreginn fyrir dóm. Þetta hefur verið upphaf mikilla skrifa, leiðari Harstad Tidende segir að sömu lög verði að ganga yfir alla á meðan samkeppnisaðilinn Nord- lys hefur útnefnt hann norðlending ársins. Ást við fyrstu sýn Sumir hafa jafnvel viljað breyta stjórnarskránni og gefa þeim sem eru komnir á tíræðisaldur leyfi til að haga sér eins og þeir vilja, en Arne tilheyr- ir hverfandi kynslóð stríðshetja sem börðust í andspyrnuhreyfingunni. Reyndar er verið að taka stjórnar- skrána til gagngerrar endurskoðun- ar í tilefni 200 ára afmælis hennar í ár. Verður málfarið gert nútímalegra, að sjálfsögðu bæði á bókmáli og nýnorsku, en sumum finnst sem einnig þurfi að breyta innihaldinu. Um helmingur ákvæðanna fjallar um vald hins valdlausa konungs og er í flestum tilfellum átt við þingið, eða svo telja menn. Í öðrum fréttum er sagt að hinn ástkæri bæjarbetlari Tromsö, Ionan Banec sé látinn. Ionan var ættaður frá Rúmeníu en hefur undanfarin ár sett svip sinn á bæjarlífið þar. Bæjar- búar söfnuðu rúmri milljón íslenskra króna til að senda lík hans heim, sem hann hafði óskað eftir. Ástkonan Hel- ena mun fylgja honum á leiðarenda, en þau kynntust fyrir þrem árum. „Hann kom hlaupandi á eftir mér og sagðist hafa elt mig í gegnum allan bæinn, svo ég tók hann með heim,“ segir Helena. „Það má segja að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn.“ Í Harstad er stíft fundað um fram- tíð pósthúsdólgs nokkurs, sem hefur daglega í hótunum við starfsfólk póst- hússins og lögregla hefur oft keyrt heim sökum ölvunar. „Við ætlum að reyna að koma honum í meðferð,“ segir Geir Pedersen lögreglustjóri (allir hér í bæ virðast heita Pedersen). Brjálað fólk í borgum „Það hlýtur að vera erfitt að búa í borg þar sem enginn þekkir neinn,“ segir kona á fimmtugsaldri í félagsþjónustu námi. „Í bæjum hafa allir fjölskyldurnar í kringum sig.“ „Það eru ekki allir sem vilja vera það sem þeir eru fæddir,“ segi ég. „Allt brjálaða fólkið flytur í borg- irnar,“ svarar hún. Að lokum heimsæki ég bæjarblað- ið Harstad Tidende. „Hver er stærsta fréttin sem þið hafið flutt?“ spyr ég blaðamann. „Ætli það sé ekki um þennan sem datt niður dauður á fótboltaæfingu. Hvað ætli hann hafi verið gamall? 19?“ „20,“ segir kollegi hans. „Hann var 16 ára,“ segi ég. „Ég las það í blaðinu. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com „ Í Harstad er stíft fundað um framtíð pósthúsdólgs nokkurs, sem hefur daglega í hótunum við starfsfólk pósthússins. Egde Brúða af Hans Edge sem kristnaði Grænland á 18. öld og var fyrstur til að skrá- setja tungumál inúíta. „Ásamt aðgöngu- miða kostar sundferðin því 10.000 krónur íslenskar M y n D S h u t tE r S to ck Skáldskapur brýst inn í veruleika Sindra Fékk tölvupóst frá Fjólu Sindra Freyssyni brá í brún á dögunum þegar hann fékk tölvu- póst frá Fjólu nokkurri. Þótti hon- um sem skáldskapurinn væri við að brjótast inn í veruleikann. En kvenpersóna nýjustu skáldsögu hans Blindhríð, Viola Fillmora, Fjóla, hrellir aðalsöguhetju bók- arinnar með því að senda honum tölvupóst í gríð og erg. „Í fyrstu er netfangið violaf @ hotmail.com en síðan þegar hann blokkerar hana skiptir hún um netföng, notar t.d. violafillm@hotmail. o.s.frv. Í dag fékk ég síðan tölvupóst utan úr heimi frá netfanginu violafillm@ arcor.de, sem hefur þýskan upp- runa. Mér brá nokkuð í brún, verð að viðurkenna það. Í póst- inum var síðan bréf – hvers innihald ég vil ekki segja frá á þessari stundu – undirritað af Fjólu. Skáldskapurinn brýst inn í veruleikann!“ sagði Sindri frá á Facebook-síðu sinni. Sótsvört helgi Sjón, Hugleikur og Sigurjón heiðra De Palma Bíóhelgin verður tileinkuð meistaranum Brian De Palma í Bíó Paradís. Í boði verða þrjár úrvals- myndir í leikstjórn Brian De Palma. Veislan byrjar á föstu- daginn kl. 20.00 með sálfræði- tryllinum Dressed to Kill frá 1980 þar sem fleygar setningar á borð við „It was then, when I realised I had to kill that wom- an“ hljóma auk þess sem besta morðsena Brian De Palma, að eigin sögn, er í þeirri mynd, en hann hefur leikstýrt þeim nokkrum. Laugardaginn 1. febrúar kl. 20.00 verður Scarface (1983) sýnd þar sem Al Pacino skartar sínu fegursta með hríð- skotabyssuna á lofti. Helginni lýkur svo á Svörtum Sunnudegi líkt og lög gera ráð fyrir með Blow Out frá 1981 en Brian De Palma sagði að hugmyndin að þeirri mynd hefði kviknað þegar hann var að hljóðsetja Dressed to Kill. Dagskráin er partur af Cult klassík dagskrá Svartra sunnu- daga en að þeim standa þeir Sigurjón Kjartansson, Hugleikur Dagsson og Sjón. Markmið hópsins er að auðga bíómenn- ingu borgarinnar. Þetta verð- ur helgi blóðs og perversjóna líkt og Sjón kemst að orði á Facebook-síðu hópsins Svartir Sunnudagar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.