Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Side 64
Helgarblað 31. janúar–3. febrúar 2014 9. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Auga fyrir auga, tönn fyrir framrúðu? Hafa unnið sextíu og átta leiki í röð n KR-ingar hafa unnið alla leiki frá tíu ára aldri n „Við erum klárlega ánægðir með þá“ L eikmennirnir í tíunda flokki drengja í körfuknattleiks- deild KR unnu sinn 68. leik nýlega. Sigurganga drengj- anna, sem eru allir í tíunda bekk grunnskóla, hefur varað frá þeir voru ellefu ára gamlir. Flestir hafa drengirnir spilað með liðinu nær allan tímann. „Við erum klár- lega ánægðir með þá. Þetta er mjög öflugur hópur. Fullt af flott- um og efnilegum strákum,“ segir Finnur Stefánsson, yfirþjálfari yngri flokka KR, í samtali við DV. Hann segir ástæðuna fyrir gríðarlega góðum árangri drengj- anna vera blöndu af góðri þjálfun og hæfni. „Það eru miklir hæfileika íþróttamenn í þessum árgangi. Arnar Hermannsson, bróðir hans Martins Hermannssonar sem er að gera vel í meistaraflokknum. Svo eru strákar eins og Þórir Þor- bjarnarson og Eyjólfur Halldórs- son sem eru manna öflugastir þarna,“ segir Finnur. Hann segir þrjá til fimm drengjanna vera í landsliðsúrtökum. „Þeir hafa verið að spila upp fyrir sig,“ segir hann. Þjálfari drengjanna, Bojan Desnica, hefur þjálfað drengina síðastliðin ár með nokkrum hlé- um. „Þetta er nánast sami hópur. Það eru samt alltaf einhverjir strákar sem hætta eða bætast inn í,“ svarar Finnur spurður um hvort liðið hafi verið skipað sömu leik- mönnum öll árin. Í grunninn er um sömu leikmenn að ræða. Það er merkilegt í ljósi þess að þeir spiluðu sinn fyrsta leik tíu ára. Liðsmenn 10. flokks KR hafa því varla tapað leik frá því þeir byrj- uðu að keppa. n hjalmar@dv.is Þvær fimm sinnum á dag n Barnalánið hefur heldur betur leikið við fyrirsætuna Ósk Norð- fjörð en hún á sex börn og á von á því sjöunda. Ósk hefur nóg fyrir stafni á heimilinu en hún segist í samtali við Séð og heyrt sem kom út á fimmtudag hafa lítinn tíma til að vinna. „Það eina slæma við að eiga svona mörg börn er þvottur- inn, ég þvæ í kringum fimm þvottavélar á dag,“ segir hún. „Við þurfum að endurnýja þvottavél- ina á tveggja ára fresti.“ Það er hins vegar ekki stórt vandamál og útilokar Ósk ekki frekari barn- eignir í samtali við blaðið. Reyndi að mölva tennur Geirs n Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason leiðrétti hvimleiðan misskilning Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á Facebook-síðu sinni í vikunni. Hannes hafði skrif- að í Morgunblaðið að Hallgrímur hafi reynt að mölva framrúðu á bíl Geirs Haarde þáverandi forsætis- ráðherra í búsáhaldabyltingunni. „Langar bara til að leiðrétta tækni- lega villu: Það var ekki framrúðan heldur framtennurnar sem ég reyndi að mölva,“ skrifar Hallgrím- ur. Í kjölfar þessa hófust umræður um hvor væri meira skáld, Hannes eða Hallgrímur. „Mér finnst skemmtilegt hvernig þessi at- burður vex í hvert skipti sem Hann- es skrifar um hann,“ skrifaði Egill Helga- son. Freistingar Jóhannesar n Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðar- maður Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar forsætisráðherra, stendur í ströngu við að binda enda á „ýmis sjálfskaparvíti líkamlegs óheilbrigð- is.“ Með það markmið að leiðarljósi syndir hann fimm hundruð metra þrisvar í viku og telur hann sig allan jákvæðari fyrir vikið. Að hans sögn hefur horft til bóta hvað varðar mataræði fyrir utan „að standast freistingar hins ógurlega súkkulaði-Belse- búbbs.“ Jóhann- es segir djöful þann skilja eftir laumulegar freistingar fyrir sig á fundum og mannamót- um. Rúm | Sængurver | Springdýnur | Púðar og rúmteppi | Kistur og náttborð Gaflar | Heilsukoddar | Dýnuhlífar og lök | Fylgihlutir Allt fyrir svefnherbergið RB rúm | Dalshrauni 8 | Hafnarfirði | Sími: 555 0397 Opið alla virka daga frá kl. 09.00–18.00, laugardaga 10.00–14.00, sunnudaga lokað www.rbrum.is | rum@rbrum.is | erum á Íslensk hönnun RÚM ára 1943-2013 Framúrskarandi fyrirtæki 2012 Framúrskarandi fyrirtæki 2011 Framúrskarandi fyrirtæki 2010 Björt framtíð Hér má sjá liðið eftir enn einn sigurleikinn. Bojan Desnica, þjálfari liðsins, er lengst til vinstri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.