Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 6
Helgarblað 7.–10. febrúar 20146 Fréttir Illa haldin eftir árás Áfram í gæsluvarðhaldi eftir líkamsárás á barnsmóður á jólanótt K arlmaður sem grunaður er um að hafa beitt barnsmóður sína ofbeldi á jólanótt í Mosfellsbæ verður í gæsluvarðhaldi til 27. febrúar næstkomandi sam­ kvæmt úrskurði Hæstaréttar. Mað­ urinn er sagður hafa haldið kon­ unni og barni þeirra föngnum um nóttina og beitt konuna grófu ofbeldi. Í úrskurði Hæstarétt­ ar kemur fram að undir morgun á jóladag hafi konunni tekist að hlaupa út úr íbúðinni sinni til ná­ granna. Þar bað hún um aðstoð og greindi frá því að maðurinn væri í íbúðinni með dóttur þeirra. Kon­ an greindi frá því að hún hefði verið laminn og beitt kynferðisof­ beldi. Hún greindi einnig frá því að maðurinn hefði borið hníf að hálsi hennar og hótað henni og dóttur þeirra lífláti. Maðurinn seg­ ir að kynmök hafi farið fram með samþykki beggja en viðurkennir að hafa beitt konuna ofbeldi upp að vissu marki. Í gögnum máls­ ins er að finna myndir af áverkum konunnar sem og rifnar nærbuxur. Samkvæmt upplýsingum DV voru áverkar konunnar mjög alvarleg­ ir og hún illa haldin eftir árásina. Í skýrslum lögreglu er greint frá því að maðurinn hafi verið mjög æstur þegar lögreglumenn bar að garði. Lögreglumenn fylgdust með hon­ um í gegnum glugga íbúðarinnar og áttu samskipti við hann. Hann róaðist talsvert og sagðist ætla að svæfa dóttur sína í svefnher­ bergi íbúðarinnar. Maðurinn varð skyndilega aftur mjög æstur, braut síma og sótti hnífa og hótaði að beita þeim kæmu lögreglumenn í íbúðina og hótaði að beita þeim gegn dóttur sinni. Maðurinn hót­ aði einnig lögreglumanni og sagð­ ist ætla að drepa fjölskyldu hans. Þá lagði hann hníf að hálsi sínum og sagðist ekki fara úr íbúðinni lifandi. Hann ætlaði að auki að myrða dóttur sína með hnífnum. Í skýrslum lögreglunnar er greint frá því að maðurinn hefði lagt mikla áherslu á að ef lögreglan kæmi í íbúðina myndi allt enda illa. Lög­ reglumenn töldu á endanum ekki annað fært en að fara í íbúðina og fór svo að sérsveitin braut sér leið inn og náði tökum á ástandinu. Maðurinn hefur verið kærður og er ríkissaksóknari nú með málið og mun taka afstöðu til ákæru. n Slapp undir morgun Konan slapp út úr íbúðinni og kallaði til lögreglu. Ástandið var eldfimt og undir morgun náðu lögreglumenn tökum á ástandinu þegar sérsveitin braut sér leið inn í íbúðina. SviðSett mynd eyþór ÁrnaSon Aðhefst ekki í gagnaleka Viðkvæm gögn sett á vefinn Ríkissaksóknari mun ekki að­ hafast sérstaklega í máli lög­ regluvarðstjóra sem kært hefur birtingu á rannsóknargögnum í kynferðisbrotamáli á netinu. Um er að ræða rannsóknar­ gögn sem birtust á vefsvæðinu stondumsaman.com og tengjast máli lögreglumanns sem var í þrígang kærður til lögreglu, sak­ aður um að brjóta gegn stúlkum undir lögaldri. Maðurinn var aldrei dæmdur og í öllum þrem­ ur tilfellum voru mál er hann vörðuðu felld niður þar sem ekki var talið líklegt að þau myndu leiða til sakfellingar. Í yfirlýs­ ingu segist ríkissaksóknari ekki sjá ástæðu til að aðhafast frekar, enda sé málið í höndum lög­ reglunnar þar sem rannsakað er brot á lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga vegna birtingar gagnanna. Ríkis­ saksóknari segir að vissulega geti birting gagnanna varðað refsingum samkvæmt ákvæðum laga um persónuvernd og með­ ferð persónuupplýsinga, sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Líkt og áður hefur komið fram hefur málið vakið mikla athygli enda sjaldgæft að slík gögn, með svo viðkvæmum persónu­ upplýsingum, séu sett á vefinn. Í gögnunum er meðal annars að finna vitnisburð lögreglu­ mannsins og einstaklinga undir lögaldri. Gögnin hafa nú verið fjarlægð af vefnum, enda hefur lögmaður lögregluvarðstjórans, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hót­ að hópnum „Stöndum saman“, sem birti gögnin, málsókn. Ítarlega var fjallað um málið í vikublaði DV þann 4. febrúar. Samkvæmt upplýsingum DV er málið enn til rannsóknar hjá lögreglu, en ljóst er að ríkissak­ sóknari mun að svo stöddu ekki aðhafast. Þ orleifur Gunnlaugsson, vara borgarfulltrúi Vinstri grænna, íhugar nú stöðu sína innan flokksins. Ákvörðun hans um að bjóða sig ekki fram í flokksvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar vakti athygli og hefur hann ver­ ið orðaður við annað framboð. Í samtali við DV staðfestir Þorleif­ ur að hann sé að íhuga stöðu sína og að það komi til greina að bjóða sig fram í kosningunum í vor á öðr­ um lista en Vinstri grænna. „Ég neita því ekki að ég hef rætt við ýmsa. Ýmsir hafa komið að máli við mig, og aðra, um hugsanlegt fram­ boð. Það er ekki útilokað að ég fari í framboð til borgarstjórnar,“ segir hann. Langvarandi deilur Flokkurinn kom illa út úr ríkis­ stjórnarsamstarfi við Samfylk­ inguna á síðasta kjörtímabili, sem einkenndist af innanflokksdeil­ um vegna ýmissa mála. Evrópu­ sambandsumræðan hefur leik­ ið flokkinn grátt. Nokkrir áberandi flokksfélagar hafa yfirgefið flokkinn á undanförnum misserum, ým­ ist látið af afskiptum af stjórnmál­ um eða beitt sér innan raða nýrra stjórnmálaafla. Athygli hefur vakið undanfarið að Þorleifur hefur kom­ ið fram á fundum hjá einu þessara nýju afla, Dögun. Aðspurður segist hann ekki genginn til liðs við flokk­ inn. Þorleifur er einn þeirra sem eru ekki ánægðir með hvernig flokk­ urinn hefur staðið sig að undan­ förnu. „Ég er ekki ánægður með Vinstri græn. Stefnan er að mestu leyti góð en efndirnar hafa ekki ver­ ið góðar að mínu mati og það eru ekki sama orð og efndir. Í mínum huga er þetta ekki þessi róttæki fé­ lagshyggjuflokkur sem ég gekk í á sínum tíma,“ segir hann en segist þó enn vera félagsmaður í Vinstri grænum. Gerjun í borginni Vænta má nokkurra nýrra framboða fyrir borgarstjórnarkosn­ ingarnar í maí. Þegar hefur verið tilkynnt um áhuga Pírata á að bjóða fram en auk þess íhuga liðsmenn Dögunar alvarlega að bjóða fram í kosningunum. Flokkurinn er einn þeirra sem nýtur ríkisstyrkja vegna stuðnings í síðustu alþingiskosn­ ingum án þess að eiga fulltrúa á þingi. Þá hefur flokkurinn verið starfandi síðustu ár og hefur byggt upp „infrastrúktúr“ sem mun gagn­ ast þeim til að tryggja mögulegt framboð. Einnig hefur verið greint frá áhuga Alþýðufylkingarinnar, eða R­listans, á að bjóða fram í vor. Ólíklegt verður hins vegar að teljast að það muni takast en flokkurinn er fámennur. Þorleifur vill ekki gefa upp hvaða fólk það er sem íhugar fram­ boð til borgarstjórnar með honum en segir það koma úr mismunandi stjórnmálahreyfingum. „Það fólk sem er að ræða við mig er bæði fólk úr Dögun, núverandi og fyrrver­ andi félagar úr VG og fólk úr Sam­ fylkingunni, svona róttækara fólk, félagshyggjufólk. En þetta er frekar laust í reipunum og ekkert ákveðið ennþá,“ segir hann. „Það kemur allt til greina en það er ekkert ákveðið ennþá.“ n n Þorleifur ekki ánægður með Vinstri græn n Nýtt framboð í burðarliðnum Íhugar að kljúfa sig frá flokknum aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is „ Í mínum huga er þetta ekki þessi róttæki félagshyggju- flokkur sem ég gekk í á sínum tíma. ósáttur Þorleifur er ósáttur við efndir Vinstri grænna þótt hann sé að mestu ánægður með stefnu flokksins. Þau hafa sagt skilið við flokkinn Nokkur þeirra sem hætt hafa síðustu misseri n Jón Bjarnason Fyrrverandi ráðherra flokksins sagði skilið við flokkinn eftir að hafa starfað í forystu- sveit Vinstri grænna. Hann bauð sig fram undir merkjum Regnbog- ans í síðustu kosningum en fékk ekki stuðning til áframhaldandi þingsetu. n Bjarni Harðarson Eftir að hafa farið frá Framsóknarflokknum til Vinstri grænna stofnaði Bjarni nýjan flokk fyrir síðustu kosningar. Hann, Jón Bjarnason og aðrir úr VG buðu fram undir merkjum Regnbogans en án árangurs. n Vésteinn Valgarðsson Starfaði með Vinstri grænum um árabil en sagði skilið við flokkinn til að taka þátt í stofnun Alþýðufylkingarinnar ásamt öðr- um fyrrverandi meðlimum VG. Vésteinn leiddi flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður en náði ekki inn á þing. n Atli Gíslason Atli sagði skilið við flokkinn á síðasta kjörtímabili ásamt öðrum þáver- andi þingmönnum flokksins. Hann bauð sig ekki fram aftur heldur hætti afskiptum af stjórnmálum. n Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Hætti á þingi eftir að hafa leitt lista Vinstri grænna í kosningunum árið 2009 í Kraganum. Sagði skilið við stjórnmál og sagði að hún og aðrir hafi gert sér vonir um nýja og breytta tíma en að margt hafi valdið vonbrigðum. Máli skólastjór- ans ekki lokið Hæstiréttur Íslands hefur sent Grindavíkurbæ bréf þar sem samþykkt er leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness í eineltismáli sem átti sér stað innan veggja Grunnskóla Grindavíkur. Suðurnesjafréttir DV fjölluðu fyrst um málið í byrjun desember en þá hafði Grindavíkurbær verið dæmdur til að greiða kennara miskabæt­ ur fyrir einelti sem hann varð fyrir af hendi Páls Leós Jóns­ sonar, sem þá var starfandi skólastjóri. Grindavíkurbær var dæmdur út frá „húsbónda­ ábyrgðinni“ en í dómnum kom fram að það sé ólögfest regla í skaðabótarétti að vinnuveit­ andi geti orðið skaðabótaskyld­ ur vegna tjóns sem starfsmaður hans hefur valdið með saknæm­ um hætti, óháð því hvort vinnu­ veitandinn sjálfur hefur sýnt af sér saknæma háttsemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.