Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 11
Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 Fréttir 11 Eiturlyf, uppgjör og ástamál Sviptur frelsi í hálfan sólarhring Á rið 2010 dæmdi Héraðs­ dómur Norðurlands þá Gest Hrafnkel Kristmundsson og Eyþór Helga Guðmunds­ son í fangelsi fyrir pyntingar og frelsissviptingu. Eyþór Helgi hlaut tveggja og hálfs árs dóm en Gestur Hrafnkell fékk 20 mánaða dóm. Ástæða frelsissviptingarinnar var sú að fórnarlambið, karlmaður, skuldaði peninga vegna fíkniefna­ kaupa. Þegar Eyþór hafði samband við hann ákváðu þeir að hittast, en Eyþór sótti hann í leigubíl. Það­ an var farið á bensínstöð, þar sem Eyþór og Gestur keyptu reipi og límband. Að því loknu var haldið í íbúð í stúdentagörðum á Akur­ eyri, þar sem Eyþór bjó. Þá hóf Ey­ þór að hóta manninum og skip­ aði honum að setjast. Eyþór vafði kaðli utan um manninn og herti svo að hálsi hans að maðurinn átti erfitt með andardrátt. Gestur kom síðar inn í íbúðina og tví­ menningarnir slógu manninn og spörkuðu í hann, bæði í höfuð og annars staðar á líkamanum. Bæði var hann laminn með berum hnef­ um en einnig járnröri. Tvímenn­ ingarnir báðu hann um að útvega peningana sem hann skuldaði, en hann mátti ekki yfirgefa íbúðina til þess. Hann var beðinn um að hafa samband við einhvern sem gæti reddað honum. Þeir hótuðu því að smita manninn af lifrarbólgu C með því að sprauta hann með sýktri nál. Þeir helltu yfir hann heitu kertavaxi, klipu hann víða með flísatöng, helltu yfir hann áfengi og hentu svo strax í hann logandi pappírssnepli. Einnig pissuðu þeir á manninn, áður en þeir skipuðu honum að þrífa hús­ næðið. Gestur hótaði jafnframt fjölskyldu mannsins, sagðist ætla að nauðga systur hans og móður ef hann borgaði ekki. Fórnarlambið smitaðist í kjölfarið af lifrarbólgu C og var bólginn víða um líkamann og í andliti. Maðurinn slapp úr íbúðinni tólf tímum eftir að hann var sviptur frelsi sínu. Eyþór neitaði því fyrir dómi að hafa ógnað manninum með sprautunál, að hafa frelsissvipt hann og reynt að kyrkja. Hann bar við minnisleysi fyrir dómi og sagð­ ist hafa verið í mikilli vímu. Hann játaði þó nokkra liði ákærunn­ ar sem sneru að ofbeldi gagnvart manninum. Gestur Hrafnkell bar einnig við minnisleysi vegna fíkni­ efnaneyslu og kannaðist við lítið af því sem honum var gefið að sök. n Keflaður með munnkúlu Í janúar árið 2009 dæmdi Hæsti­ réttur í máli þriggja sem voru ákærð fyrir húsbrot, rán og frelsissviptingu. Arnar Óli Bjarnason hlaut tveggja og hálfs árs dóm og Róbert Wayne Love hlaut tveggja ára dóm. Þá hlaut Ólöf Ósk Erlendsdóttir 18 mánaða fangelsisdóm. Atvik í málinu þró­ uðust þannig að karlmaður, sem var fórnarlambið í málinu, Ólöf Ósk og Arnar höfðu eytt nótt saman í íbúð fórnarlambsins þar sem neytt var áfengis og eitur lyfja. Um morguninn skutlaði fórnar­ lambið Ólöfu heim að hennar ósk en Arnar varð eftir. Þegar fórnarlambið sneri til baka var Arnar horfinn og einnig talsvert magn verðmæta. Fórnarlambið hringdi þá í Ólöfu, sem sagðist ætla að endurheimta munina. Um kvöldið kom hún síðan heim til hans og sagðist hafa haft uppi á verðmætunum, og fór inn í íbúð­ ina. Hún hafði ekki verið þar lengi þegar hún hleypti þeim Arnari og Róberti inn. Fórnarlambið var þá þvingað til að setjast niður. Ólöf batt hann fastan með reipum og límbandi, keflaði hann með ól sem á var föst munnkúla og setti svo leðurgrímu yfir höfuð hans. Þeir Arnar og Ró­ bert réðust þá að manninum, kýldu hann í andlitið og spörkuðu í hann. Róbert lamdi manninn með járnstöng í vinstra hnéð og þvingaði hann til að vísa á verð­ mæti í íbúðinni og bíllykla. Arnar Óli hótaði honum einnig, hellti yfir hann eldfimum vökva, hótaði því að mölva í honum tennurn­ ar og bora í hnéskeljar. Þá sagðist hann ætla að stinga hann með banvænni sprautu. n Beit í lim árásarmannsins S eint á síðasta ári var pólskur ríkisborgari, Wojci­ ech Marcin Sadowski, dæmdur í fimm ára fang­ elsi fyrir nauðgun, frelsissvipt­ ingu og sérstaklega hættulega líkamsárás. Hann hélt ástralskri konu nauðugri í verslunarhús­ næði í Lágmúla í rúmlega hálf­ tíma og þvingaði hana til munn­ maka. Konan brást við með því að bíta í getnaðarlim hans og þannig freista þess að komast undan. Wojciech veittist þá að henni með höggum og spörk­ um. Fyrir dómi sagði hann að áverkar hennar hefðu komið til vegna þess að hún hefði fallið niður tröppur. Hún hafi að fyrra bragði togað niður um hann bux­ urnar, hafið munnmök og síð­ an bitið í liminn. Dómnum þótti það lítt trúverðugt og sekt hans þótt sönnuð. n „Sveðjuárásin“ G arðbæingurinn Tindur Jóns­ son var viðriðinn tvö stærstu sakamál síðustu tíu ára. Hann, ásamt félaga sínum Jónasi Inga Ragnarssyni, setti upp amfetamínverksmiðju í Hafnar­ firði. Sérfræðingar Europol töldu verksmiðjuna eina þá fullkomnustu sem þeir höfðu séð og að þar hefði verið hægt að framleiða allt að 353 kíló af amfetamíni. Jónas Ingi hlaut tíu ára fangelsisdóm fyrir þetta brot, en Tindur átta ára dóm. Athyglis­ vert þótt að þegar Tindur var hand­ tekinn hafði aðeins liðið mánuður frá því að hann fékk reynslulausn. Einu og hálfu ári áður hafði hann verið dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir stórhættulega líkamsárás og hann afplánaði því ekki nema brot af dómnum. Á þessu eina og hálfa ári fór hann aldrei á Litla­Hraun, held­ ur sat á Kvíabryggju í minna en eitt ár áður en hann var fluttur á áfanga­ heimilið Vernd. Þar var hann í námi við Háskóla Íslands í efnafræði, en ætla má að sú þekking sem hann aflaði sér þar hafi nýst honum við uppsetningu verksmiðjunnar. Eins og fyrr segir var Tindur dæmdur í sex ára fangelsi, meðal annars fyrir stórhættulega líkams­ árás. Hún átti sér stað í samkvæmi í Bæjargili í Garðabæ, en á þeim tíma var hverfið stundum kallað „Bófa­ gil.“ Þar bjó meðal annarra Þórður Kárason, sem bauð vinum sínum í teiti heim til sín en hann bjó þá hjá foreldrum sínum, sem voru fjar­ verandi umrætt kvöld. Þá ákvað lít­ ill hópur fólks að kíkja í samkvæm­ ið sem þeir höfðu heyrt af, en þeir þekktu til gesta þar. Einn gestanna, Helgi Guðmundsson, sagðist eiga eitthvað sökótt við einn drengj­ anna úr hópnum, sem var þá í anddyrinu. Hann fór und­ an í flæmingi og flúði samkvæmið. Hann taldi sig öruggan á hringtorgi í hverf­ inu, en þá kom Þórður að hon­ um og sneri hann niður. Þórður, Tindur og Helgi réðust á manninn þar til félagi hans kom honum til hjálpar og náði að stöðva þremenningana. Þeir gengu í burtu, en þá gekk annar maður úr hópnum út úr húsinu til að athuga hvað gengi á. Þremenn­ ingarnir réðust þá á hann og Tind­ ur var vopnaður stóru eggvopni, sem sak­ sóknari hélt fram að hefði verið sveðja. Aldrei tókst þó að sanna um hvaða vopn var að ræða. Tindur sló manninn ítrekað, með þeim afleiðingum að hann höfuð­ kúpubrotnaði og hlaut djúpan skurð á hendi þar sem sinar og slag­ æð fóru í sundur. Sjálfur sagðist Tindur hafa verið ómeðvitaður um að hann hefði vopnið í hendinni, en sagðist hafa rokið af stað þar sem hann hélt á hníf. Hann hafi hins vegar gleymt honum og talið sig vera að veita manninum hnefahögg en ekki stungusár. Vitni staðfestu þetta og sögðu Tind hafa höggvið með vopninu en ekki beitt því eins og um hníf væri að ræða. Í sama dómsmáli var Tindur einnig sakfelldur fyrir að hafa ráð­ ist að bardagakappanum Gunnari Nelson með gaddakylfu. Árásin átti sér stað á menningarnótt í mið­ bæ Reykjavíkur. Þá var einnig tek­ in fyrir ákæra gegn honum og fé­ lögum hans, sem réðust að fólki í Lyng móum í Garðabæ. Tindur, fé­ lagar hans og fleiri höfðu safnast saman á leiksvæði í Lyngmóum og verið með læti. Íbúar í hverfinu fóru út til að ræða málin og fá ung­ mennin til að róa sig niður eða fara, en áður höfðu bæjarvöld reynt að koma í veg fyrir að þau kæmu með því að dreifa skít á svæðinu. Þær samræður enduðu með barsmíð­ um, en hópurinn réðst að fólk­ inu. Einn þeirra sló konu með flösku í höfuðið og félagar hans réðust síðan að eiginmanni kon­ unnar þegar hann kom henni til bjargar. Ólátunum linnti ekki fyrr en lögregla mætti á svæðið. n Árás á Akureyri Pyntingarnar og frelsissviptingin átti sér stað í þessu fjölbýlishúsi á Akureyri, Skarðshlíð 46. jA.is Tindur jónsson Fékk sex ára dóm fyrir árás í Bæjargili í Garðabæ, þar sem honum var gefið að sök að hafa beitt sveðju. Húsið í Bæjargili Á tímabili var Bæjar­ gil kallað „Bófagil“ í daglegu tali ungra Garðbæinga. Mynd jA.is n Hrottalegt ofbeldi, frelsissviptingar og nauðganir n Færri ofbeldismál en grófari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.