Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 30
Helgarblað 7.–10. febrúar 20142 Vetrarsport „Þarft að vera með hlutina á hreinu“ Björn Ingason skíðar á jöklum og niður ótroðnar hlíðar Alpanna B jörn Ingason er 23 ára Akur­ eyringur sem býr um þessar mundir í bænum Chamonix í Frakklandi, ásamt vinum sínum og jöklaleiðsögu­ mönnunum, Magnúsi Arturo Batista og Hinriki Ólasyni, aðeins steinsnar frá snæviþöktum tindum Alpanna. Björn hefur skíðað frá blautu barns­ beini en hann æfði skíði til átján ára aldurs. Lífið í Chamonix gengur út á að nýta daginn sem best í fjöllunum og skíða sem mest, ásamt því sem Björn er í fjarnámi í sjávarútvegs­ fræði frá Háskólanum á Akureyri. Björn svaraði nokkrum spurn­ ingum blaðamanns um daglegt líf í Chamonix, skíða­ og fjallamennsku og hætturnar sem leynast í fjöllunum. „Dagurinn er þannig að þú vaknar 7.30 og svo reynir þú að vera mættur á undan öllu fólkinu í lyft­ urnar, til þess að ná besta snjónum. Það er ann­ aðhvort að taka strætó á skíðasvæðin eða ganga hérna út bakgarðinn hjá okkur í kláfinn sem ber þig upp fjallið Aiguille du Midi, hann kemur þér úr 1.000 metrum upp í 3.800 metra, sem er mesta hækkun í heimi sem kláfur fer.“ Viðeigandi búnaður mikilvægur Björn segir það fara eftir því hvað skuli gera þann daginn, hversu lengi er skíðað. Lyftun­ um sé lokað klukkan fjögur en þeir vinirn­ ir taki stundum síð­ ustu lyftu upp og lengi þannig daginn. „Þá ertu að skíða kannski úr 3.800 metrum nið­ ur í 1.000 metra og það tekur heillangan tíma.“ Björn segir mikilvægt að vera með við­ eigandi búnað hverju sinni, eftir því hvort fólk er að skíða á jökl­ um eða aðeins utan brauta. „Fyr­ ir skíðun utan brauta þarftu alltaf að hafa reipi, mannbrodda, ísaxir, snjóflóðaýli auk stangar og skóflu til þess að geta fundið og bjarg­ að félaga þínum ef hann lendir í snjóflóði. Á jöklum þarftu auk þess að hafa sprungubjörgunarbúnað. Það eru engar troðnar leiðir niður sums staðar. Þú ert bara einn á báti, þannig að þú þarft að vera með hlutina á hreinu.“ „Þurftum að hringja eftir þyrlu“ Björn segir fjallaskíðamennskuna stundum svolítið hættulega. „Þú getur dottið ofan í sprungu, þú get­ ur lent í snjóflóði og þú getur týnst.“ Hann segir frá reynslu þeirra vin­ anna af því að hafa lent í mikilli hættu á svæðinu í fyrra, þegar þeir tóku eina ranga beygju. „Við Magnús lentum í smá rugli hérna í fyrra. Þá tókum við eina vit­ lausa beygju og enduð­ um á slæmum stað fyrir ofan jökul uppi á risa­ stóru klettabelti. Svo vorum við að síga þarna niður og það var farið að dimma, þannig að við komumst ekki alla leiðina niður. Héngum utan í klettunum þarna um miðja nótt og þurft­ um að hringja eftir þyrlu. Þá vorum við skíthræddir.“ Blaðamaður spyr Björn að lokum hvort allir dagar vikunnar feli í sér svona mikinn hasar. „Þegar við erum búnir að skíða svona tíu, fimmtán daga þá er gott að taka einn frídag. Þá gerir maður ekki neitt, bara hvíl­ ir sig.“ n Erla Karlsdóttir erlak@dv.is@dv.is „Þegar við erum búnir að skíða svona tíu, fimmtán daga þá er gott að taka einn frídag. Með góðum vinum Björn (t.h.) ásamt Magnúsi Arturo Batista (t.v.) og Martin Grannås Brannström. Björn Ingason Klífur tind og gerir sig kláran fyrir að renna niður. MyndIr úr EInKasafnI fallegt útsýni Útsýnið frá Ölpunum í Frakklandi í heiðskíru veðri er einstakt. Horft niður Stund milli stríða þar sem horft er niður brattann. F yrsta notkunin á gönguskíð­ um var hugsuð til þess að fara á milli staða,“ segir Þórodd­ ur F. Þóroddsson, formaður Skíðagöngufélagsins Ulls, en hann hefur stundað gönguskíði í háa herrans tíð. „Það hefur síðan þró­ ast yfir í það að fólk er farið að nota þetta sem íþrótt og keppa í henni.“ Skíðagöngufélagið Ullur er með aðsetur í Bláfjöllum og tekur á móti félagsmönnum í skála sem félag­ ið fékk frá ÍTR fyrir fimm árum. Ullur var stofnað árið 2007 og er markmið félagsins að stuðla að iðk­ un skíðagöngu og efla áhugann á íþróttinni sunnan heiða. Göngu­ skíði hafa verið stunduð víðs vegar um landið, en Þóroddur segir að ákveðin deyfð hafi verið yfir íþróttinni á höfuðborgar svæðinu. Áhuginn fari þó vaxandi og eru 50 fleiri skráðir í félagið en á sama tíma í fyrra. En eru gönguskíði góð líkamsrækt? „Alveg feikilega,“ svarar Þóroddur. w „Hópar hafa verið að panta hjá okkur byrjendanám­ skeið. Það er yfirleitt feikilega mikil ánægja þegar fólk uppgötvar hvað gönguskíði eru skemmtileg. Þú getur haft mikið út úr því að fara á gönguskíði. Það fá flestir strengi á ólíklegustu stöðum. Við erum almennt að stuðla að því að gera fólki auðvelt að kom­ ast á gönguskíði,“ segir Þóroddur, en Ullur hefur verið í samstarfi við verslanir sem selja skíðavörur sem og sveitarfélög á höfuðborgar­ svæðinu um að leggja brautir ef snjóar nægilega mikið. „Allir geta verið með,“ bætir Þóroddur við að lokum og hvetur áhugasama að heimsækja skálann. n ingolfur@dv.is Strengir á ólíklegustu stöðum Mikill uppgangur á milli ára hjá skíðagöngufélaginu Ulli Á skíðum Þóroddur segir algengt að hópar komi og prófi gönguskíði. Mynd GíslI Harðarson 3 gleymdar Ólympíu- greinar Á Sumarólympíuleikunum árið 1908 var í fyrsta sinn keppt í vetr­ aríþróttum, sextán árum áður en fyrstu Vetrarólympíuleikarn­ ir voru haldnir. Meðal annars var keppt í eins konar skauta­ teikningum. Þar skautaði kepp­ andinn á öðrum fæti og teiknaði ákveðið form á ísinn með skaut­ anum. Rússinn Nikolai Panin fór með sigur úr býtum í greininni árið 1908 og varð þar með fyrsti Ólympíumeistari Rússa. Fjórum sinnum hefur verið keppt í „military patrol“, árin 1924 sem aðalgrein en árin 1928,1936 og 1948 sem sýningargrein. Um er að ræða hópíþrótt, sem gjarnan var stunduð af hermönnum, sem er eins konar þríþraut. Keppt er í skíðagöngu, fjallaklifri og skotfimi með riffli. Árið 1960 vék íþróttin að mestu fyrir skíðaskotfimi sem er enn keppnisgrein á ólympíuleikum. Skiðaballet, eða acroski, var meðal sýningargreina árin 1988 og 1992. Greinin er hluti af skíð­ um með frjálsri aðferð, sem enn er keppt í á ólympíuleikum. Skíðaball­ etinn hefur hins vegar ekki verið stundaður á alþjóðlegum vettvangi síðan árið 2000. Í grunninn líkist íþróttin helst listdansi á skautum en keppendur nota stafina með­ al annars til að sveifla sér í hringi. Dómarar meta svo frammistöðu keppenda og gefa þeim einkunn. Notar þú gleraugu? Bubble optical gleraugun eru sérstaklega hönnuð fyrir þá sem að þurfa að nota gleraugu. Dýptin og breiddin er meiri en í venjulegum skíðagleraugum. Erum einnig með skíðahjálma fyrir unga sem aldna, bakbrynjur og sólgleraugu fyrir þá bjartsýnu. Skíðagleraugu skíðahjálmar, sólgleraugu, bakbrynjur ofl ofl www.sportvik.com Snjólaug M Jónsdóttir snjoa.m@sportvik.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.