Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 40
Helgarblað 7.–10. febrúar 201432 Fólk Viðtal „Ég brosti ekki í mánuð“ Þ að verður enginn ríkur sem töframaður á Íslandi,“ seg- ir Einar Mikael Sverrisson, betur þekktur sem töframað- urinn Einar Mikael sem, þrátt fyrir ungan aldur, hefur átt mikilli vel- gengni að fagna. „Mér finnst gaman að gleðja fólk og koma því á óvart og er ótrúlega þakklátur fyrir viðtökurnar sem ég hef fengið. Ég vissi í rauninni ekkert hvernig fólk myndi taka mér. Það getur samt enginn orðið atvinnu- töframaður hér á landi og ég vinn við þetta samhliða öðrum verkefn- um,“ segir Einar Mikael sem er með sveinspróf í húsasmíði og hefur unnið sem smiður síðustu átta, níu árin. Gleðigjafi með athyglisþörf Einar Mikael fæddist í Keflavík árið 1986 en leiðir foreldrar hans skildi þegar hann var fimm ára. „Pabbi er frá Keflavík en mamma frá Vest- mannaeyjum. Við mamma höfum víða búið en ég hef búið í fjórum löndum utan Íslands. Lengst af hef ég búið í Reykjavík svo ég myndi segja að ég væri borgarbarn,“ segir Ein- ar sem á eina hálfsystur sem er 15 árum eldri en hann. „Ætli ég sé samt ekki nokkurs konar einbirni. Alla- vega fékk ég mikla athygli frá báðum foreldrum. Mamma segir að ég hafi fæðst glaður og brosandi; gleðigjafi með mikla athyglisþörf,“ segir hann brosandi en þegar Einar var 13 ára og bjó úti á Flórída kynntist hann töfra- manni. „Eftir það hef ég haft nánast stjórnlausan áhuga á töfrabrögðum.“ Smíðar og box Einar bjó hjá móður sinni til 15 ára aldurs en var einnig í sambandi við föður sinn. „Hver og einn á sína hetju þegar hann er ungur og pabbi var hetjan mín. Hann var bæði stór og sterkur og ég ætlaði að verða ná- kvæmlega eins og hann þegar ég yrði stærri, bara uppfærð útgáfa af honum. Ég vildi líkjast honum sem allra mest enda góður maður sem hefur kennt mér mikið. Þrettán ára fór ég að vinna með honum í öll- um mínum frítíma. Pabbi var svona týpískur íslenskur iðnaðarmaður og ég kynntist honum best eftir að ég fór að vinna með honum. Síðan hef ég unnið myrkranna á milli. Ég var bara alltaf að vinna. Í framhaldsskóla vann ég með skólanum sem boxþjálfari og hef örugglega þjálfað 300–400 manns í boxi. Nú er ég hættur að boxa enda er ég þannig maður að ég er „all in“ í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ef ég get ekki gert hlutina vel bíð ég frekar með þá.“ Drukkið fólk man ekkert Einar Mikael er ókvæntur og barnlaus en segist stefna á að eignast fjölskyldu þegar tími gefst. „Það er svo mikið að gera hjá mér og þetta er það sem ég vil gera núna. En svo mun ég draga mig í hlé og vonandi stofna fjölskyldu. Þessi bransi, skemmtanabransinn, er ekki beint fjölskylduvænn. Ég þarf að eiga tíma fyrir mig til að gíra mig upp fyrir sýningar og svo er maður and- lega þreyttur á eftir. Ein sýning get- ur verið eins og tíu tíma vinnudag- ur. Þegar ég var að byrja stóð ég varla í fæturna á eftir, titraði allur, en í dag gæti ég tekið margar sýningar í röð. Nú hef reynsluna og veit hvernig ég næ mér niður og díla við þetta. Mig langar að eignast tvö börn, stelpu og strák, enda hef ég gaman af börnum og veit ekkert meira gef- andi en að skemmta krökkum,“ segir Einar Mikael og bætir við að hann hafi skemmt á mörgum stærstu árs- hátíðum landsins. „Það finnst mér bara ekki nógu gefandi. Drukkið fólk man ekkert eftir þér daginn eftir svo þú getur sýnt sömu brögðin aftur og aftur og það verður alltaf jafn hissa. Töfrabrögð gefa börnum hins vegar svo mikið, þau kenna þeim mannleg samskipti og auka sjálfstraust. Það vilja allir geta gert ótrúlega hluti.“ Missti allt í hruninu Einar Mikael segir að þótt foreldrar hans séu hans mestu stuðningsmenn í dag hafi það ekki alltaf verið svoleið- is. „Pabbi spurði mig lengi vel hvort ég ætlaði ekki að fá mér alvöru vinnu og stríðir mér stundum á því ennþá. Þau voru skeptísk í byrjun enda var þetta erfitt í upphafi,“ segir Einar Mikael sem ákvað, eftir að hafa lent illa fjár- hagslega í hruninu, að taka u-beygju í lífinu. „Mér finnst alltaf jafn leiðinlegt þegar fólk talar um „hrunið“ því að mínu mati var þetta stærsta og besta tækifæri sem við höfum fengið. Ég hafði alltaf haldið rétt á spöðunum, aldrei skuldað neitt og hafði unnið mig næstum til dauða í tvö ár áður en ég fjárfesti í íbúð árið 2007. Að vera 23 ára og missa allt sem þú ert búinn að vinna markvisst að í sex, sjö ár var mjög erfitt. Í marga mánuði hafði ég unnið í 300 klukkustundir og þegar allt hrundi átti ég erfitt. Ég hef aldrei verið þunglyndur en þarna held ég að ég hafi farið mjög nálægt því. Ég brosti ekki í mánuð, sat bara í sófanum og horfði á Youtube-myndbönd. Þegar ég sá myndband með Lance Burton, sem er að mínu mati einn besti töfra- maður mannkynssögunnar, ákvað ég að fara á fullt í þetta. Ég vil meina að það ráði ein tilfinning í hjartanu, hvort sem það er hamingja, gleði eða hatur, og þarna ákvað ég að setja fulla gleði í hjartað á mér.“ Reiður út í allt og alla Einar Mikael stóð upp úr sófanum og gekk niður í miðbæ þar sem hann þræddi skemmtistaðina og sýndi fólki töfrabrögð. „Ég labbaði bara um og kom fólki á óvart. Fyrst og fremst til að gleðja sjálfan mig og lyfta mér og öðr- um upp enda held ég að öllum hafi liðið hálf illa á þessum tíma. Ég var svakalega reiður eftir hrunið, reiður út í allt og alla. Eftir þrjá slæma mánuði ákvað ég að ég ætlaði ekki að standa í þessu lengur heldur byrja upp á nýtt og gera eitt- hvað spennandi. Þess vegna vil ég ekki kalla þetta „hrunið“. Þetta var besta tækifæri lífs míns. Síðan hefur ekkert haldið aftur að mér. Ég held að það sé tvennt sem við eigum öll sameiginlegt; að vilja láta okkur líða vel og vera frjáls. Það er ekki hægt að ná þessum atriðum nema geta haft stjórn á tilfinningum sínum. Ég byrjaði því alla morgna á að lesa kafla úr sjálfshjálparbók. Ég breytti umhverfi mínu og hætti að umgangast fólk sem mér fannst halda aftur af mér. Mér finnst oft vanta að fólk samgleðjist öðrum. Ef þú ferð á hausinn ertu bara auli. Málið er hins vegar að því fleiri mistök þú gerir og lærir af þeim því lengra kemstu. Það nær þessu enginn rétt í fyrsta skiptið.“ Ótti heldur aftur af fólki Aðspurður bendir hann fólki á að skrifa niður markmið sín vilji það láta drauma sína rætast. „Fyrstu þrjú markmiðin mín, árið 2009, voru þau að láta mér líða betur, verða betri töframaður og sinna fjölskyldunni betur. Í fyrra setti ég mér 22 háleit markmið og ég náði þeim öllum. Og í ár eru þau enn stærri. Markmið er bara hugmynd í hausnum á manni þar til það er komið niður á blað. Svo er ég með 20 blaðsíðna bók sem ég hef klippt og límt inn í myndir og setningar. Í hverst skipti sem ég fletti henni loka ég augunum og sé fram- tíðina fyrir mér. Sumir hafa enga trú á þessu en þetta virkar. En fyrst og fremst verður maður að hafa trú á sjálfum sér og þora. Ótti heldur aft- ur af svo mörgum. Bara gera þetta; hoppa í djúpu laugina.“ Talar fólk í kaf Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum sem hitt hefur Einar Mikael að þar fer mikill karakter. „Galli minn er sá að þegar ég stefni að einhverju set ég alla mína orku í það atriði en fórna öðru. Mér er alveg sama um allt annað á meðan ég er að einbeita mér. Ég get líka verið mjög ákveðinn, svo ákveðinn að sumir verða hreinlega hræddir við mig. Líklega geta ekki all- ir höndlað mig of lengi; ég sprengi af mér jákvæðni og gleði. Ég er bara svo mikill orkugjafi. Ég er vanur að standa á sviði með alla athygli á mér og hef lent í því að tala fólk í kaf þegar ég kem niður. Þá er ég bara að skemmta mér, sprella og gantast og fatta ekki að bremsa mig af. Þetta gerist alveg óvart. Ég er að vinna í þessu. Þetta er eitt af markmiðum mínum, að geta brems- að mig af svo fólk fái ekki nóg af mér. Maður getur ekki verið góður í öllu,“ segir hann brosandi og bæt- ir við að hann hafi oft verið spurður hvort hann hafi ekki áhuga á leiklist. „Töfrabrögð og leiklist eiga lítið sam- eiginlegt. Sem töframaður þarftu að hafa meiri trú en allir aðrir á það sem þú ert að gera. Þú verður eiginlega að trúa þessu sjálfur svo bragðið líti út fyrir að vera kraftaverk. Þótt svo það hafi afar einfalda skýringu.“ Elskar dúfurnar sínar Einar Mikael segist ekki hafa verið nörd í æsku. „Ég held ég hafi bara ver- ið þægilegur og skemmtilegur á milli þess sem ég var að sprella með fé- lögunum. Ég held líka að orðið nörd sé misskilið. Hver og einn er nörd í sínu fagi. Það hafa allir sín áhuga- svið. Mér finnst hlutir skemmtileg- ir sem öðrum finnst ekki. Ég er bara stoltur af því að hafa svona mikinn áhuga á því sem ég er að gera,“ segir hann og bætir við að félagarnir sýni honum skilning. „Ég gef þeim ekki mikinn séns á öðru. Minn áhugi er svo brjálæðislegur og það smitar út frá sér,“ segir Einar Mikael sem hefur tileinkað líf sitt faginu. „Ég drekk ekki né reyki heldur lifi fyrir töfrabrögð og sjónhverfingar. Það er það eina sem kemst að í mínu lífi. Þetta er ofboðs- lega gaman og ég held að það séu fáir sem fá að sinna áhugamáli sínu svona mikið. Ég vakna snemma en morgnarnir eru heilög stund hjá mér. Þá fer ég út og gef dúfunum. Þann hálftímann er ég ekki með símann á mér heldur einbeiti mér að þeim, spjalla við þær, gef þeim að borða og baða þær. Þær eru alltaf í góðum gír og í miklu stuði snemma á morgn- ana. Ég elska dúfurnar mínar meira Einar Mikael Sverrisson segist hafa verið fæddur til að skemmta fólki og gleðja. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Einar Mikael um erfiða æsku, athyglisþörfina, hrunið sem breytti öllu og dúfurnar sem hann elskar meira en allt annað í lífinu. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Gömul sál Einar Mikael segist gömul sál en hann hefur upplifað ýmislegt þrátt fyrir ungan aldur. MynDIR SIGTRyGGuR ARI „Ég get líka verið mjög ákveðinn, svo ákveðinn að sumir verða hreinlega hræddir við mig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.