Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 18
18 Fréttir Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 Flugæfing á skjálftamælum Frá klukkan 11.25–11.35 og aftur 11.45–12.00 á miðvikudag varð vart við óróatoppa á skjálftamæl- um Veðurstofu Íslands um allt land. Veðurstofan segir nokkra hafa sett sig í samband við stofn- unina og sagst hafa heyrt og fundið fyrir höggbylgjum. Veð- urstofan segir að ekki sé um jarðskjálfta að ræða heldur sé líklegt að þetta tengist flugæfing- um NATO sem standa yfir til 21. febrúar. Um er að ræða þjálfunar- verkefni sem nefnist Iceland Air Meet 2014 sem var formlega sett á mánudag. Þátttakendur Iceland Air Meet 2014 (IAM2014) koma frá aðildarríkjum NATO; Íslandi, Noregi, Hollandi og Bandaríkjun- um. Einnig taka þátt í æfingunni flugsveitir frá Finnlandi og Sví- þjóð sem eru þátttakendur í sam- starfinu Partnership for Peace. Hjördís flutt til Danmerkur Hjördísi Svan Aðalheiðardóttir var handtekin á miðvikudag af dönskum lögreglumönnum og flutt til Danmerkur. Hjördís verður færð fyrir dóm í Horsens, en hún hefur verið ákærð fyrir mannrán. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við barns- föður sinn, Kim Laursen. Í sept- ember 2012 fékk hann forræði yfir börnunum samkvæmt ákvörðun danskra dómstóla. Hjördís hafði umgengnisrétt við börnin en ákvað að flýja með þau til Noregs þar sem hún fór huldu höfðu í tvær vikur áður en hún flúði með börnin til Íslands í ágúst í fyrra. Hún sakar föður barnanna um að beita þau ofbeldi. Gefin var út norræn handtökuskipun á hend- ur henni og hafa bæði Héraðs- dómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands staðfest að skilyrðum væri fullnægt til að afhenda mætti Hjördísi dönskum yfirvöldum. Ríkissaksóknari fól ríkislögreglu- stjóra að hafa samband við yfir- völd í Danmörku og biðja þau um að sjá til þess að handtökuskipun- in næði fram að ganga. Strandaði í höfninni Flutningaskipið Green Maloy strandaði í höfninni á Þórshöfn um 1.20 aðfaranótt fimmtudags. Um er að ræða 5.000 tonna flutn- ingaskip, 109 metra langt, en skip- ið var á leið úr höfn þegar það strandaði. Varðskipið Þór var sam- stundis kallað út og sigldi til að- stoðar. Engin mengun var sjáanleg og björgunarsveitir voru fengnar til að vakta skipið. Skipið losnaði af sjálfsdáðum af strandstað um klukkan fjögur um morguninn og var þá varðskipinu Þór snúið við. Höfnuðu þriggja prósenta hækkun n Framhaldsskólakennarar höfnuðu kjaraviðbót árið 2012 S egja má að samskipti samn- inganefndar framhalds- skólakennara og samn- inganefndar ríkisins séu við frostmark eftir fund þeirra á miðvikudag. Alvarlegar ávirðingar fljúga á milli samninganefndanna í fjölmiðlum. Það bætir að auki ekki stöðuna að í nóvember 2012 höfnuðu framhaldsskólakennar- ar þriggja prósenta launahækkun. Það sem þeim stendur til boða í dag er aðeins 2,8 prósenta hækkun, sú sama og launþegar innan ASÍ hafa margir samið um meðal annars við Samtök atvinnulífsins. SA standa fast á því að ekki sé svigrúm til annarra launahækk- ana og virðist ríkið taka sama pól í hæðina. Samningar ASÍ við SA voru sem kunnugt er mjög umdeildir og hafa mörg stéttarfélög innan ASÍ hafnað þeim. Ljóst er að þessi pró- sentutala leggur línurnar fyrir aðra kjarasamninga. Kennarar segjast ekki sætta sig við neitt nema launa- leiðréttingu og telja að það feli í sér að minnsta kosti sautján prósenta hækkun. Þá myndu þeir vera á pari við starfsmenn ríkisins sem eru í BHM, Bandalagi háskólamanna, en samningar þeirra eru einnig laus- ir. Ætla má að 20 prósenta hækk- un hið minnsta myndi vera keppi- kefli kennara, það er 17 prósenta launaleiðrétting og að minnsta kosti þriggja prósenta hækkun. Slík hækkun virðist ekki vera á borðinu hjá stjórnvöldum. Höfnuðu tillögum Sú þriggja prósenta launahækkun sem framhaldsskólakennarar höfn- uðu árið 2012 fylgdi samningi við fjármálaráðherra sem sneri að breytingum á vinnutíma og vinnu- mati kennara og greiðslur vegna námskrárbreytinga, en lög um nýja námskrá voru samþykkt árið 2008. Í reynd var ekki um að ræða eigin- legan kjarasamning heldur viðbót við kjarasamning sem gerður var árið 2011 við kennara. Samningurinn gekk að mestu út á það að kennarar fengju þriggja prósenta hækkun, auk hækkunar sem kjarasamningurinn frá 2011 hafði kveðið á um. Samhliða því átti að fara fram skoðun á vinnutíma- samkomulagi, sem og námskrár- breytingar. Samkvæmt heimildum DV litu sumir kennarar á þessa þriggja pró- senta hækkun sem leiðréttingu, en aðrir voru ekki tilbúnir að ganga að henni og litu þeir þannig á að hún væri skilyrt umræðunni um vinnu- tímabreytingar. Þeir töldu að ekki ætti að kjósa sérstaklega um slíka hækkun, ef ríkið vildi hækka laun framhaldsskólakennara ætti að gera það og kennarar þyrftu ekki sérstak- lega að kjósa um það. Ekki hefði átt að setja hækkunina og endurskoðunina á vinnutímanum undir sama hatt og sömu kosningu, um væri að ræða tvennt ólíkt. Svo fór að samningurinn var kolfelldur. 74 prósent þeirra kennara sem tóku þátt í kosningunni höfnuðu samn- ingnum og aðeins 22,3 prósent sam- þykktu hann. Segir formann segja ósatt Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagð- ist í samtali við Morgunblaðið hafa miklar áhyggjur af málflutningi formanns Félags framhaldsskóla- kennara, Aðalheiðar Steingríms- dóttur. Hann segir Aðalheiði brjóta trúnað um samningaviðræðurn- ar og segir að hún greini ekki rétt frá því sem fram hafi farið á samn- ingafundum hjá ríkissáttasemjara. „Þetta finnst okkur því mjög alvar- legt, ekki síst þegar hún afflytur og segir ekki rétt frá. Sú frásögn sem höfð er eftir henni af þessum fundi er í verulegum atriðum frábrugðin því sem fram fór á fundinum,“ sagði Gunnar við Morgunblaðið, en Að- alheiður sagði samninganefnd rík- isins hafa verið óundirbúna og að- eins lagt fram sama boð og síðast og samninganefnd kennara hafi ítrek- að hafnað. Um er að ræða títtnefnt 2,8 prósenta boð. Aðalheiður sagði þá hafa komið tómhenta til fundar- ins. Tilraunir DV til að ná í Aðalheiði Steingrímsdóttur báru ekki árangur á fimmtudag. Baráttuhugur kennara Í samtölum DV við framhaldsskóla- kennara kemur fram mikill baráttu- hugur, sérstaklega eftir samstöðu- fund sem haldinn var á mánudag í flestum skólum landsins. Fyrir þann fund voru margir mjög tvístígandi en mikill hugur var í fólki að fundi loknum. Nokkrir kennara sem DV ræddi við óttast að í ljósi þess hvern- ig samningar ASÍ hafa farið hafi þeir ekki endilega stuðning samfélagsins gagnvart verkfalli. Þrátt fyrir að mörg aðildarsamtök ASÍ hafi fellt kjara- samningana hafi mörg staðfest þá. Þá eru þeir einnig minnugir þess að árið 2004 setti þáverandi fjármála- ráðherra lög á verkfall grunnskóla- kennara. Framhaldsskólanemendur tóku sér mótmælastöðu fyrir utan Alþingi á fimmtudag og hvöttu til þess að staðið væri með kennurum í kjarabaráttu þeirra. Troðfullt var af ungmennum sem létu vel í sér heyra meðal annars með trumbu- slætti. Þeir nemendur sem DV hef- ur rætt við og stefna á útskrift eru uggandi yfir stöðunni og óttast að þurfa að fresta útskrift verði af löngu verkfalli. Flestir segjast þó styðja kennara og vonast til að deilan leysist sem fyrst. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Létu í sér heyra Framhaldsskóla nemendur hvöttu kennara sína áfram á fimmtudag og létu í sér heyra við Alþingishúsið. Mynd Sigtryggur Ari Grunnskólakennarar vilja samning til 2017 Samninganefndir Félags grunnskóla- kennara og Sambands íslenskra sveitar- félaga hafa ákveðið að ræða möguleika á gerð kjarasamnings til ársins 2017. Markmið samningsins mun vera að hækka laun grunnskólakennara til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir á samningstímanum. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, greindi frá þessu í bréfi til kennara á fimmtudag. Með þessu á að ná því fram að laun grunn- skólakennara verði sambærileg launum annarra háskólamenntaðra stétta. Funduðu Kennarar funduðu vegna samningaviðræðna í kjaradeilu á mánudag.Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.