Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 64
Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 11. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Skapti og Skafti? „Nakið fólk hefur engin áhrif“ n Sessunautarnir Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2, og Kjartan Hreinn Njálsson mættu fyrir tilviljun eins klæddir í vinnuna. Þorbjörn setti mynd af sér og Kjartani á netið, þar sem má sjá þá í eins jakka og skrifaði Þorbjörn við myndina að hann „hafi verið á undan“. Þorbjörn, sem hefur vakið mikla athygli á sjónvarpsskjánum, vitnar í Oscar Wilde í athugasemd við myndina sem segir að „fötin skapi mann- inn. Nakið fólk hefur lítil sem engin áhrif á samfélagið.“ Keppa í bloggskrifum n Sagnfræðingurinn Stefán Páls­ son hefur nú hafið samkeppni við stærðfræðinginn Pawel Barto­ szek í að skrifa hundrað færslna bloggbálk. Bálkur Pawels nefnist „Þegar ég var átta ára undir stjórn Jaruzelskis“ meðan bálkur Stef- áns heitir „Fótboltasaga mín“. Segja má að rígur þeirra hafi hafist þegar Stefán spáði því að árið 2014 myndi Pawel skrifa pistil sem byrj- aði ekki á orðunum: „Þegar ég var átta ára undir stjórn Jaruzelskis“. Heldur hallar þó á Stefán í fjölda blogga og ef hann ætlar að ná Pawel þarf hann að gefa í. Stefán hefur skrifað ellefu af hundrað meðan Pawel er búinn með tuttugu og sex. Íhugar pásu í femínisma n Hildur Lilliendahl greindi frá því á miðvikudaginn að deilur hennar við Frosta og Mána, um- sjónarmenn útvarpsþáttarins Harmageddon á X-inu 977, hafi tekið svo á að hún íhugi að taka sér hlé í femínisma. „Harmageddon- mál hið síðara er svo óendanlega og viðbjóðslega leiðinlegt að ég er mikið að spá í að taka þennan kall í kvöld,“ skrifar Hild- ur og deilir tengli á grínsíðuna On- ion þar sem sagt er frá konu sem tekur sér pásu í femínisma með- an hún horfir á sjónvarpsþátt. „Ískalt og fullt af útlendingum“ Leoncie er flutt aftur til Íslands og heldur tónleika á laugardag S öngkonan Leoncie flutti nýverið aftur til Íslands frá Bretlandi og heldur hún sína fyrstu tónleika í langan tíma næstkomandi laugardag. Í samtali við DV lofar hún nýju efni og leggur hún áherslu á að tónleikagestir mæti tímalega, en tón- leikarnir fara fram á Gamla Gauknum. „Ég veit ekki klukkan hvað tónleikarn- ir byrja en ég ætla að vera akkúrat á réttum tíma. Seinast þegar ég hélt tón- leika á Gauknum þá kom ég á réttum tíma en var svo látin bíða í tvo klukku- tíma. Það er ég sem er alltaf stundvís. Núna ætla ég að spila á slaginu,“ segir Leoncie. Leoncie segir margt breytt síðan hún var á Íslandi síðast. „Það eru all- ir með jeppadellu í dag. Þetta er eitt- hvað nýtt,“ segir poppprinsessan. Hún segist auk þess hafa tekið eftir því að það sé mikið meira um útlendinga á Íslandi í dag. „Það er ískalt hérna og fullt af útlendingum. Stundum þegar ég fer út að versla í búðum fyrir hitt og þetta þá skil ég ekki hvað fólk er að segja. Þau tala ekki íslensku. Mað- ur þarf að leita að Íslendingum sem skilja mann,“ segir Leoncie. Hún leggur auk þess áherslu á það að götur á Íslandi séu hrein- legar í samanburði við breskar götur sem hún segir vera ógeðslegar. Leoncie segir sömuleiðis að íslensk hús séu mikið sterkbyggðari og fallegri en þau bresku. „Þau eru öll byggð á leir í Bretlandi svo þau sökkva niður. Þau eru líka öll skökk og við- bjóðsleg,“ segir hún í sam- tali við blaðamann. n hjalmar@dv.is Poppprinsessa Leoncie segir erfitt að gera sig skilj- anlega við af- greiðslufólk í búðum á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.