Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 48
Helgarblað 7.–10. febrúar 201440 Sport Peningar eru ekki allt n Byrjunarliðið Atletico Madrid um helgina kostaði 20,8 milljónir punda n Margfalt minna en lið Real Madrid og Barcelona Þ ví er stundum haldið fram að hægt sé að kaupa ár- angur í knattspyrnu með því að verja nógu miklum peningum til leikmanna- kaupa. Þetta er sem betur fer ekki algild regla eins og árangur spænska liðsins Atletico Madrid í vetur sann- ar. Liðið trónir á toppi spænsku deildarinnar þegar 22 umferðir eru búnar, þremur stigum á undan þeim liðum sem borið hafa höfuð og herðar yfir önnur lið deildarinnar undanfarinn áratug; Barcelona og Real Madrid. Á toppnum Liðið komst á topp spænsku deildar- innar um síðastliðna helgi þegar liðið rassskellti Real Sociedad, 4–0, á heimavelli sínum Vicente Cald- erón. Á sama tíma töpuðu bæði Barcelona og Real Madrid stigum; Barcelona tapaði á heimavelli fyrir Valencia en Real Madrid gerði jafn- tefli gegn Athletic Bilbao á útivelli, 1–1. Atletico Madrid er með 57 stig á toppnum en Barcelona og Real Madrid með 54 stig. Atletico hefur aðeins tapað einum af fyrstu 22 leikjum sín- um í vetur og er það lið sem fengið hefur á sig fæst mörk allra liða í deildinni, eða 14. Hræódýrt byrjun- arlið Árangur Atletico Madrid í vetur er í raun ótrúlegur sé litið til þess hversu litlum fjár- munum félagið hefur eytt í leikmannakaup á undanförnum árum. Í því samhengi er athygl- isvert að skoða verðið á þeim leikmönnum sem byrjuðu leiki þessara þriggja liða um helgina. Á vefnum Transfer- markt er hægt að skoða Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Mikill munur Verðið á byrjunarliðum toppliðanna um síðustu helgi Re al M ad rid 2 6 4, 7 Ba rc el on a 11 8 ,3 At le tic o M ad rid 2 0 ,8 hvað leikmenn helstu deilda heims kostuðu. Það er skemmst frá því að segja að byrjunarlið Atletico í leikn- um gegn Sociedad kostaði 20,8 millj- ónir punda, eða 3,9 milljarða króna. Diego Simeone, stjóri Atletico, stillti engum aukvisum upp í leiknum. Diego Costa og David Villa leiddu sóknarlínu liðsins og einn efnileg- asti leikmaður Spánar, Koke, var á sínum stað í liðinu. Dýrasti einstaki leikmaður liðsins í þeim leik var Úrú gvæinn Diego Godín sem kost- aði sjö milljónir punda árið 2010 þegar hann var keyptur frá Villareal. Verðið á byrjunarliði Atletico er að- eins fjórðungur af verðinu sem Real Madrid greiddi fyrir Cristiano Rona- ldo árið 2009. Hafa ber í huga að Arda Turan og Toby Alderweireld, sem kostuðu samtals rúmar 17 milljónir punda, spiluðu ekki í leiknum. Peningar ekki allt Byrjunarlið Real Madrid gegn Bil- bao um liðna helgi kostaði talsvert meira en byrjunarlið toppliðsins. Byrjunar lið Real Madrid kostaði 264,7 milljónir punda, rúma 50 milljarða króna á núverandi gengi. Þrátt fyrir þessa ótrúlegu upphæð vantaði í liðið einn dýrasta leikmann í sögu félagsins, Gareth Bale, en auk þess vantaði aðra fokdýra leikmenn eins og Sami Khedira, Asier Illara- mendi og Isco, en allir kostuðu þeir meira en allt byrjunarlið Atletico. Byrjunarlið Barcelona um helgina var öllu ódýrara en lið Real, en þó margfalt dýrara en lið Atletico. Þeir ellefu leikmenn Barcelona sem byrjuðu leikinn kostuðu samtals 118,3 milljónir punda, 22,4 millj- arða króna á núverandi gengi. Bras- ilíumaðurinn Neymar spilaði ekki í leiknum en hann er dýrasti leik- maður í sögu félagsins. Barcelona í lokaumferðinni Hvort Atletico takist að halda sjó og vinna spænsku deildina skal ósagt látið. Það yrði þó ótrúlegur árangur Þrír lykilmenn Atletico Madrid Diego Costa Aldur: 25 ára Staða: Sóknarmaður n Diego Costa hefur farið hamförum í liði Atletico Madrid í vetur og nánast skorað að vild. Hann hefur skorað 25 mörk í 29 leikjum í vetur. Í fyrra stóð hann í skugganum af Radamel Falcao þótt hann hafi skorað 20 mörk í 44 leikjum. Eins og gefur að skilja eru fjölmörg lið áhugasöm um þennan sterka sóknar- mann. Chelsea er talið áhugasamt og er José Mourinho sagður ætla að leggja fram tilboð í sumar. Thibaut Courtois Aldur: 21 árs Staða: Markmaður n Courtois er núna á sínu þriðja tímabili sem lánsmaður frá enska úrvalsdeildar- félaginu Chelsea. Courtois hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína og hefur hann aðeins fengið á sig 14 mörk í 22 deildarleikjum í vetur. Þrátt fyrir ungan aldur er Courtois nú þegar kominn í hóp bestu markvarða í heimi og hann á aðeins eftir að verða betri. Atletico vill halda honum en spurningin er hvort Chelsea sé tilbúið að selja. Koke Aldur: 22 ára Staða: Miðjumaður n Koke hefur verið frábær í liði Atletico í vetur og yfirleitt leikið á vinstri vængnum þar sem hann hefur blómstrað. Það sem af er tímabili hefur hann lagt upp níu mörk í deildinni og skorað fjögur. Aðeins Cesc Fabregas hefur lagt upp fleiri mörk í deildinni. Koke var mikið orðaður við Manchester United fyrir jól en hann er talinn vera áhugasamur um að vera áfram hjá Atletico og taka þátt í uppbyggingu félagsins. Lykilmaður Diego Costa hefur farið á kostum hjá Atletico Madrid í vetur. mynDir rEuTErS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.