Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 44
Helgarblað 7.–10. febrúar 201436 Lífsstíll Katrínaræði í Bretlandi Snjallsímaforrit og vefsíður tileinkaðar henni K atrín Middleton, hertoga- ynja af Cambridge, er gríðar- leg tískufyrirmynd í Bret- landi. Fylgst er með hverju fótmáli hennar og eru fjöl- margir sem reyna að líkja eftir útliti hennar og fatastíl en áhrif Katrínar eru í raun svo mikil að tískubylgj- an hefur hlotið heitið „The Kate Middle ton effect“. Kórallitaðar gallabuxur „The Kate Middleton effect“ er heiti yfir þau gríðarmiklu áhrif sem Katrín hefur á aðra þegar kemur að tísku, útliti og lífsstíl. Allt frá náttúru- legum fæðingum yfir í kóral litaðar gallabuxur tilheyra tískubylgjunni, en eftir að Katrín var mynduð þar sem hún lék hokkí íklædd kórall- ituðum gallabuxum í mars 2012 urðu slíkar buxur að algjöru tísku- æði í Bretlandi og seldust upp á aðeins nokkrum vikum. Hárgreiðsla Katrínar hefur auk þess vakið mikla athygli og hefur ófá konan reynt að líkja eftir hennar fallegu, fáguðu lið- um. Þá hefur augnmálningin sem gjarnan einkennir útlit hertogaynj- unnar einnig vakið athygli, en Katrín skartar yfirleitt dökkum augnblýanti meðfram neðri augnhárunum. Möguleg lýtaaðgerð Katrínaræðið einskorðast þó ekki við fatnað og hárgreiðslu því eftir brúðkaup hennar og Vilhjálms Breta prins spruttu upp miklar vangaveltur um hvort Katrín hefði farið í lýtaaðgerð fyrir stóra daginn, en sumir þóttust sjá mun á nefi og barmi hertogaynjunnar. Þetta hef- ur aldrei fengist staðfest en bresk- ir miðlar fluttu þó fljótt fréttir af því að nýjustu rannsóknir sýndu fram á að gríðarleg aukning hefði orðið á því að væntanlegar brúðir legð- ust undir hnífinn fyrir brúðkaups- daginn í kjölfar frétta af mögulegum aðgerðum Katrínar. Vefsíður og snjallsímaforrit Þrátt fyrir að Katrín hefði verið undir smásjá breskra fjölmiðla í nokkur ár sem kærasta Vilhjálms var það ekki fyrr en eftir að tilkynnt var um trúlof- un parsins sem Katrínaræðið hófst fyrir alvöru. Fjölmiðlar hófu að elta hana á röndum og skrifa um allt sem hún gerði og fataframleiðendur létu framleiða föt sem líktust þeim sem hún klæddist. Æðið fyrir hertogaynj- unni teygði anga sína fljótt út fyrir Bretlandseyjar og samkvæmt banda- ríska tímaritinu Newsweek gæti „The Kate Middleton effect“ verið virði allt að einum milljarði punda, eða um 189 milljóna króna, fyrir breska tísku- iðnaðinn. Í mars 2011 fór vefsíðan What Kate Wore í loftið, en þar birtast myndir af öllu því sem Katrín klæðist ásamt umfjöllun um fatnaðinn og hönnuði flíkanna. Í ágúst 2012 var svo snjall- símaforritinu Kate‘s Style List kom- ið á fót en þar geta aðdáendur nálg- ast yfirgripsmikinn lista yfir allar þær flíkur sem hertogaynjan hefur klæð- st ásamt upplýsingum um hvar má kaupa þær til að gera almenningi kleift að líkja eftir stíl Katrínar. n Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Kórallitaðar buxur Katrín var mynduð við spila hokkí íklædd kórallituðum buxum og vakti það mikla athygli. Doppótti kjóllinn Katrín þótti afar falleg í ljósbláum, doppóttum kjól þegar hún og Vilhjálmur frumsýndu frumburðinn. Ólétt og glæsileg Ýmsir framleiðendur meðgöngufatnaðar kepptust við að senda Katrínu föt þegar hún var ólétt að Georgi prins. Með hatt Katrín kann að líta vel út með stóran hatt á höfði. Glæsileg Þessum kjól klæddist Katrín á BAFTA- verðlaun- unum árið 2011. Transfólk í auglýsingum Barneys B andaríski tískufataframleið- andinn Barneys ákvað að fara nýjar leiðir í auglýsingum sínum fyrir vor- og sumar- línuna 2014 en auglýsingarnar prýða eingöngu transfólk. Auglýs- ingaherferðin var mynduð af Bruce Weber og ber heitið „Brothers, Sisters, Sons & Daughters“. Hún á að sýna fram á fjölbreytileika samfé- lagsins þegar kemur að kyni og voru því fengnir 17 einstaklingar, sem allir eru trans, til að sitja fyrir. Auk þess að sitja fyrir á myndunum segja fyrirsæturnar einnig sögu sína sem transfólk og fylgja þær með mynd hvers og eins. Líkt og flestum er kunnugt er afar sjaldgæft að transfólk sé fengið í auglýsingar eða tískuþætti hjá stór- um merkjum í tískuiðnaðinum og höfðu sumar fyrirsætanna í auglýs- ingu Barneys aldrei setið fyrir áður. Dennis Freedman, yfirhönnuður hjá Barneys, sagði í viðtali við New York Times að hugmyndin með auglýsingaherferðinni sé að vekja fólk til umhugsunar um réttindi transfólks sem, að hans mati, hefur orðið út undan í jafnréttisbaráttu hinsegin fólks. Auk auglýsinga- herferðarinnar mun Barneys svo gefa tíu prósent af allri sölu í stærstu búðum sínum þann 11. febrúar næstkomandi til National Center for Transgender Equality og LGBT Community Center.“ n horn@dv.is Vilja vekja fólk til umhugsunar Öðruvísi auglýsingar Edie Charles var ein þeirra sem sat fyrir í auglýsingu Barneys. Heimur Hendrikku „Gerðu það sem þú vilt við líkama minn en ekki snerta við sál minni. Ó, je þú kynþokkafulla dræsa, komdu til pabba og leyfðu mér að snerta þig.“ Þetta hljómar kannski sakleysis legra á enskri tungu. Þetta er dæmi um týpískan texta við erlend dægurlög sem börn og unglingar hlusta á. Hvað í helvítinu er verið að spila daginn út og inn fyrir eyrum barna okkar? Síðan byrja þessi litlu saklausu grey að raula á leið í skólann á morgnana: „Oh yeah yeah you sexy thing, I wanna suck you and touch you all day long.“ Prófið að færa þetta yfir á íslensku! Þetta er ekkert nema við- bjóðslegt KLÁM! Klám er bannað innan ákveðins aldurs og ofbeldiskvik- myndir eru líka bannaðar börn- um. Af hverju eru ekki textar og tónlistarmyndbönd ritskoðuð? Tónlistarmyndbönd eru ekki við hæfi neins sem hefur snert af siðgæði! Já, þessi ógeðs- legu skilaboð sem eru rekin í andlit og eyru okkar dags daglega, hafa áhrif á hvað við teljum vera normið. Hvar eru mörkin spyr ég sjálfa mig? Hvenær er ég tepra og hvenær er ég með eðlileg mörk? Ekki halda í eina sekúndu að ég sé klædd í mussur og síð pils dagsdaglega. Né geng ég í líf- rænt ræktuðum bambusbrjósta- haldara. Sumir virðast halda að klæðnaður viðkomandi segi til um hversu villtur hann er í kynlífinu. Ég er kona sem klæðist oftast í þrönga kjóla og stundum sýni ég skoru. Það þýðir ekki að ég vilji vera ríðandi, sjúgandi og sleikj- andi allan liðlangan daginn. Gullna sturtan, eða að láta pissa á sig eins og það þýðir, er alveg að gerast hjá „venjulegu“ fólki. Maður hefur nú lent í einu og öðru en mörkin dreg ég við allt sem heitir að létta á sér á við- komandi bólfélaga. Já, það er ansi margt sem fólk virðist leggja á sig til að örva kynhvöt annarra. Ég er ekki yfirlýstur femínisti og finnst ekkert að því að konur klæði sig á ögrandi hátt ef þeim líður vel þannig. En aldrei sér maður karlmann í g-streng að jugga sér utan í konu sem er full- klædd og slefandi yfir kynþokka hans! Finnst ykkur skrítið að raun- veruleikinn sé þannig að stelp- um er byrlað nauðgunarlyf í miklu meiri mæli en áður. Getur verið að fjölmiðlar beri einhverja ábyrgð? Brjóst, rassar, tungur og klof er eðlilegur hlutur … en það er EKKERT eðlilegt að troða þeim framan í litla saklausa drengi sem verða síðan ungir menn með brenglaða sýn eftir þennan sora sem þeir hafa alist upp við. Hvernig væri að kíkja reglulega og þá helst á hverjum degi á það sem barn þitt er að horfa og hlusta á í símanum eða tölvunni. Vertu óþolandi foreldri og fylgstu vel með öllu sem barn þitt gerir. Það mun skila sér á góðan hátt þegar fram í sækir. Gerðu það sem þú vilt við líkama minn Nema kannski pissa á hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.