Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 46
Helgarblað 7.–10. febrúar 201438 Lífsstíll Á þessu ári ætlar Ferðafélag Ís- lands að halda úti röð göngu- ferða undir heitinu: Geng- ið á góða spá. Eins og nafnið ber með sér byggir þessi hug- mynd á því að þegar veður spá er góð skuli haldið til fjalla en kúrt heima í sófa þegar regnið bylur á þakinu eða stormurinn hvín. „Okkur langar til þess að þetta séu fjölþætt verkefni,“ segir Rósa Sig- rún Jónsdóttir, fararstjóri hjá Ferða- félagi Íslands, en hún og Páll Ásgeir Ásgeirsson hafa umsjón með göngu- ferðum þar sem gengið er á góða spá. Boðað í göngur eftir veðurspá „Við sjáum fyrir okkur að þetta verði ekki einungis fjallgöngur heldur einnig gönguferðir á vit sér- stakra sögustaða, gamlar þjóðleiðir, fjörugöngur, skíðagöngur, tunglskins- göngur og miðnætursólargöngur, allt eftir því hvert hugur okkar stefnir hverju sinni.“ Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að gefa út fyrirfram prentaða dagskrá fyrir góðviðrisgöngurnar en Rósa segir að þeir sem áhuga hafi á að koma með og fylgjast með geri rétt í því að láta skrá sig á póstlista hjá Ferðafélaginu eða vakta heimasíðu félagsins og Facebook-síðu. Fyrirkomulag ferðanna verður með þeim hætti að þegar umsjónar- mönnum líst vel á veðurspá t.d. um helgi þá er ákveðið að boða til göngunnar eigi síðar en hádegi á fimmtudeginum. Þá er tilkynning um áfangastað, tímasetningu, verð og annað sem menn þurfa að vita, sett inn á heimasíðu FÍ, sem er www.fi. is. Samhliða þessu verður fagnaðar- erindið boðað á Facebook og tilkynn- ing send út á póstlista félagsins. Í heimsókn hjá Óskari og Blómey Um síðustu helgi var fyrsta gangan undir þessu kjörorði farin. Veðrið var blanda af nokkrum vindi af norð- austri, vægu frosti en björtu og úr- komulausu. Gott veður er ávallt matsatriði en séu menn klæddir í skjólfatnað og viðbúnir vetrarveðri bjátar ekkert á og svo var um þenn- an hóp. Gengið var frá Skíðaskálanum í Hveradölum en þangað komu menn á eigin bílum. Síðan var haldið austur með Reykjafellinu sem rís fyrir ofan skálann og gengið upp á topp þess til þess að átta sig á landslagi Hellis- heiðarinnar. Þaðan gekk hópurinn til austurs niður að rústum Garðstungu þar sem Óskar Magnússon og Blómey Stefánsdóttir bjuggu fjarri heimsins glaumi á Hellisheiði fram á tíunda áratug síðustu aldar. Óskar og Blómey fengust við listvefnað og varð sérstak- lega Óskar nokkuð þekktur fyrir verk sín og var oft kallaður Óskar vefari. Þau hjónin bjuggu á heiðinni við erfiðar aðstæður í rösk 20 ár og við rústirnar settust göngumenn niður, fengu sér af nestinu og fararstjórar rifjuðu upp sögu Óskar og Blómeyjar. Til eru ýmsar sögur af sérvisku Ósk- ars sem hafa ratað á prent og koma bæði listfræðingar og blaðamenn þar við sögu. Skriðið undir leiðslur Þessu næst var gengið yfir í Hellis- skarð sem liggur milli Reykjafells og Skarðsmýrarfjalls. Um það lá vörðuð þjóðleið um aldir, líklega í 1.000 ár eða svo. Vörðulínan sést vel þegar snjór er annars yfir og hópurinn ákvað að fylgja hinum fornu vegvís- um niður að Kolviðarhóli. En þá kom babb í bátinn ef svo má að orði kom- ast því um Hellisheiðina hlykkjast „spagettí“ af leiðslum sem flytja gufu úr borholum til Hellisheiðarvirkjun- ar. Á endanum skreið allur hópur- inn undir leiðslurnar en sumt af því sem var sagt um Orkuveitu Reykjavík- ur er varla eftir hafandi. Þegar fram í Hellisskarðið kom var aftur skriðið undir leiðslur og svo haldið niður að Kolviðarhóli. Einhver hafði á orði að sjaldgæft væri að finna fyrir inni- lokunarkennd í fjallgöngum en slík kennd hefði einmitt sótt á hann und- ir leiðslunni. Ferðafélagar mannsins hugguðu hann eftir megni. Þar sjást nokkur ummerki eftir búskap og rekstur því Kolviðarhóll var fjölfarinn áfangastaður um ára- tugaskeið. Þar er velhirtur heimagra- freitur þar sem Sigurður Daníelsson og Valgerður Þórðardóttir, síðustu gestgjafarnir á hinum forna Kolviðar- hóli, eru jarðsett ásamt Davíð syni sínum. Grafreiturinn er hellulagður og í ljósi þess að þarna hvílir fólk sem tók á móti gestum alla ævi, settist hópur- inn niður í grafreitnum í nestis tíma og sögustund þar sem víða var komið við. Svo var gengið undir gufustrókum Hellisheiðarvirkjunar og rýnt eftir vangasvip Matthíasar Jochumssonar utan í Reykjafellinu sem allir ferða- menn þekktu fram til 1958 þegar veg- urinn um Svínahraun var færður og prófíllinn hætti að blasa við. En hann er þarna enn. Gangan endaði á teygjuæfingum við Skíðaskálann í Hveradölum og hvarf svo hver til síns heima með rjóðar eplakinnar eftir svalan norðanvind og tilhlökkun í hjarta eftir næsta ævintýri þar sem gengið verður á góða spá. n Gengið á góða spá Fara saman á fjöll og í áhugaverðar sögugöngur þegar veðrið er gott Kúra inni þegar það er kalt Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir stjórna gönguferðum fyrir Ferðafélag Íslands þar sem gengið verður á góða spá og reynt að vera úti þegar veðrið er gott en kúra heima í sófa þegar veður eru slæm. Mynd Rannveig TRauSTadÓTTiR „Okkur langar til þess að þetta séu fjölþætt verkefni góð ganga Hér má sjá hópinn sem fór í fyrstu gönguna. Mynd PÁÁ Fyrsta gangan Hópurinn sem mætti í fyrstuna gönguna á góða spá á vegum Ferðafélags Íslands. Mynd PÁÁ Góð þátttaka í fjallaverk- efnum FÍ Ferðafélag Íslands heldur úti nokkrum skipulögðum göngu- verkefnum á þessu ári líkt og undanfarin ár. Boðið er upp á eitt eða tvö fjöll á mánuði og eitt fjall á viku. Þessir þrír valkost- ir njóta vinsælda og er þátttaka allgóð. Verkefnin eru komin vel af stað og hafa gengið vel frá áramótum því færi til fjalla er ágætt og veður hafa verið þokkaleg um helgar. Sérstakt verkefni fyrir Hvannadalshnúk eða Hrútfjallstinda Hjalti Björnsson mun stýra sér- stöku verkefni sem hefst í næstu viku á vegum Ferðafélags Ís- lands og hefur fengið yfir- skriftina Alla leið. Boðið verður upp á fjallgöng- ur, æfingar og undirbúning fyrir þá sem vilja ganga á Hvannadals- hnúk í vor. Þátttakendur geta valið um Hvannadalshnúk eða Hrútfjallstinda og verður ekki farið á bæði fjöllin sömu helgina svo þeir sem eru sérlega áhugasamir geta einsett sér að ganga á bæði þessi tignarlegu fjöll í Öræfajökli. allir á brodda Svokallað- ir hálku- broddar eða smábroddar njóta sívaxandi vinsælda meðal útivistarfólks. Um er að ræða brodda sem fest- ir eru með teygjum á skóna og eru 1–2 sentimetrar að lengd. Þessir broddar duga vel í hálku og verja fólk falli. Ekki er rétt að nota þá í mjög bröttum brekk- um og harðfenni þar sem þörf er á fullvöxnum jöklabroddum, ísöxi og kunnáttu í að beita þessum tækjum rétt. Einhver orðaði það svo að hálkubroddarnir væru ágæt- ir upp að Steini í Esjunni en ef maður vildi fara hærra ættu stærri broddar að vera skilyrði. Umræddir hálkubroddar fást í flestum útivistarverslunum frá nokkrum framleiðendum. Spyrjið vana fjallamenn hvað sé best að kaupa. Hvað er vinsælast í sumar? Nú liggja áætlanir ferðafélag- anna fyrir og á mörgum heimilum er verið að bollaleggja um gönguferð- ir eða sumarleyfisferðir kom- andi sumars. Heyrst hefur að Hornstrandir séu vinsælli en nokkru sinni fyrr og útlit sé fyrir meiri aðsókn á þessar heillandi strendur en áður hefur sést.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.