Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 50
Helgarblað 7.–10. febrúar 201442 Skrýtið Sakamál A ð kvöldi dags, 1. febrúar 2002, skellti Brenda Van Dam sér út á lífið með nokkrum kunningjum sínum í San Diego í Kali- forníu. Eiginmaður Brendu, Damo, ákvað að vera heima og hafa auga með börnum þeirra þremur; Dani- elle, sjö ára, og bræðrum hennar tveimur. Damon kom börnunum í hátt- inn um hálf ellefu leytið og sofn- aði síðar svefni hinna réttlátu og svaf til klukkan tvö eftir miðnætti er Brenda kom heim, ásamt fjórum vina þeirra hjóna. Sexmenningarn- ir mösuðu í um hálftíma, vinirnir fóru og Brenda og Damon tóku á sig náðir. Um morguninn var Danielle hvergi að sjá og eftir að hafa leitað af sér allan grun hringdu hjónin í lögregluna, full örvæntingar. Lögreglan hafði samband við nágranna hjónanna og í ljós kom að tveir þeirra voru að heiman þennan laugardagsmorgun; David nokkur Westerfield og annar sem á ekkert erindi í þessa frásögn. Ferð í fatahreinsun David kom ekki heim fyrr en í morgunsárið á mánudeginum og þaðan í frá beindust sjónir lögreglunnar að honum. Hann fullyrti að hann vissi ekkert um Danielle, en hann hefði aftur á móti verið á sama bar og Brenda á föstudagskvöldinu – hann hefði meira að segja dansað við Brendu. Brenda staðfesti frásögn Davids en neitaði að hafa dansað við hann. Vitni sögðust þó hafa séð þau tvö á dansgólfinu saman. Tveimur dögum eftir að Dani- elle hvarf hafði David farið í fata- hreinsun með sitt lítið af hverju, þar á meðal jakka. Síðar átti eftir að finnast blóð úr Danielle á þeim jakka. Lögreglunni fannst grun- samlegt að David hefði ekki minnst á fatahreinsunina í fyrsta viðtalinu, og einnig að hann hafði látið þrífa bifreið sína rækilega þegar hann snéri heim eftir helgina. Svo því sé haldið til haga kom upp úr kafinu að David hafði, þremur dögum fyrir hvarf Danielle, keypt smákökur af henni og móður hennar og boðið þeim inn til sín við það tækifæri. Frá 4. febrúar fylgdist lögreglan með ferðum Davids allan sólar- hringinn. Lífsstíl foreldranna kennt um Það var þó ekki fyrr en 22. febrúar sem David Westerfield var hand- tekinn vegna hvarfs Danielle – blóð úr henni hafði fundist á fatnaði hans og heimili. Lík Danielle fannst fimm dögum síðar. David lýsti sig saklausan við réttarhöldin, sem hófust 4. júní, og verjendur hans ýjuðu að því að lögreglunni væri mikið í mun að leysa málið og hefði því aldrei kannað aðra möguleika en David. Barnaklám fannst á tölvu Davids og gáfu lögfræðingar hans í skyn að sonur hans, Neal, bæri ábyrgð á því. Til að bæta gráu ofan á svart gerðu verjendur Davids lífsstíl Van Dam-hjónanna að umtalsefni; þau væru frjálslynd hvað varðaði kyn- líf með öðru fólki og lífsstíll þeirra kynni að hafa opnað heimili þeirra fyrir þeim sem nam Danielle á brott. Verjendur Davids sögðu enn fremur að ekkert sýndi fram á að hann hefði nokkurn tímann kom- ið inn á heimili Danielle; „ekki hár, ekki fingraför, ekki fætaþræðir, ekki neitt“. Ákæruvaldið tefldi þá fram rannsakendum sem gátu tengt ör- fína þræði sem fundust á líki Dani- elle við mýmarga eins, sem fundust á heimili Davids. Klám eða ekkert klám Að sögn verjenda Davids hafði lögreglan á einhverjum tíma gefið út að ekkert barnaklám hefði fund- ist á tölvum Davids, en samkvæmt sérfræðingi ákæruvaldsins fund- ust um 100.000 myndir á tölvun- um. Þar af voru um 8.000 til 10.000 nektarmyndir og 80 þeirra gátu talist barnaklám. Einnig var um að ræða myndskeið sem sýndi nauðg- un á barnungri stúlku. David fullyrti að umrætt efni hefði ekki verið honum til ánægju- auka; hann hefði verið að safna efni sem hann gæti síðar sent til löggjaf- arþings Bandaríkjanna sem dæmi um þann viðbjóð sem væri að finna í netheimum. Samningur í burðarliðnum Í janúar 2003 var David Westerfield dæmdur til dauða og hann færður í San Quentin-fangelsið. Að rétt- arhöldum komst á kreik sá orðrómur að lögfræðingar Davids hefðu verið hársbreidd frá að ná samkomulagi um að hann vísaði á lík Danielle gegn því að sleppa við dauðarefsingu. Áður en til þess kom gekk hóp- ur óbreyttra borgar fram á líkið af ungu stúlkunni og samkomulagið féll um sjálft sig. Hvorki verjendur né ákæru- valdið vildu tjá sig um sannleiks- gildi þess orðróms. Árið 2003, eftir að David hafði verið sakfelldur, skrifaði James nokkur Selby orðsendingu til lög- reglunnar og játaði á sig morðið á Danielle. Hans hafði verið leitað vegna nauðgunar í San Diego árið 2001 og fyrir að hafa, árið 1999, í skjóli nætur, numið á brott níu ára stúlku úr svefnherbergi hennar og nauðgað henni. Lögreglan lagði ekki trúnað á játningu James Selby, taldi enda fullvíst að hann hefði verið í Tuc- son í Arizona þegar Danielle hvarf og var myrt. David bíður nú örlaga sinna í San Quentin-fangelsinu. n MYRT SJÖ ÁRA Danielle var sjö ára þegar hún var numin á brott í skjóli nætur„… ekki hár, ekki fingra- för, ekki fæta- þræðir, ekki neitt. Danielle Van Dam Danielle náði ekki átta ára aldri. Sakfelldur David Allan Westerfield var sakfelldur fyrir morðið á Danielle. Banað með rafbyssu Sjötíu og tveggja ára kona í Sví- þjóð hefur verið ákærð fyrir að hafa, fyrir tuttugu árum, orðið eiginmanni sínum að bana. Ákæra var gefin út í vikunni en samkvæmt henni barði hún eigin mann sinn ítrekað í andlit og brjóst áður en hún skaut hann með rafbyssu. Eiginmaður kon- unnar, sem þjáðist af hjartasjúk- dómi, lést í kjölfarið. Málið þykir allt hið óvenju- legasta enda játaði konan að hafa orðið manni sínum að bana í innhringitíma útvarpsþáttar árið 1997. Lögreglan rannsakaði málið en niðurstaðan var sú að gefa ekki út ákæru í málinu. Árið 2012 tók deild innan sænsku lög- reglunnar, sem rannsakar gömul óupplýst sakamál, upp rannsókn málsins. Lögmaður konunnar segir við sænska fjölmiðla að skjólstæðingur hans sé saklaus. Skaut kærastann Það borgar sig að svara í símann þegar konan hringir. Það fékk ungur maður í Flórída í Banda- ríkjunum að reyna á dögunum en kærasta hans var handtek- in eftir að hafa skotið manninn sinn með rafbyssu. Parið, sem á von á barni, hafði verið að ríf- ast vegna þess að hann hafði ekki svarað símtölum frá henni. Konan var ákaflega ósátt við það, greip til rafbyssunnar og lét vaða í síðu síns heittelskaða. „Hún hélt áfram að skjóta hann á meðan fórnarlambið reyndi veikum mætti að komast í burtu,“ segir í lögregluskýrslu um atvikið. Konan var handtek- in fyrir misbeitingu vopnsins en engum frekari sögum fer af sam- skiptum þeirra. Orange News greinir frá þessu. Vilja greiðslur frá Guantanamo Meðlimir kanadísku iðnaðarra- frokkhljómsveitarinnar Skinny Puppy hafa krafið Bandaríkja- her um eins konar stefgjöld fyrir notkun hans á lögum sveitarinn- ar. Hljómborðsleikarinn Cevin Key segir í samtali við BBC að fangavörður við Guantanamo- fangelsið hafi greint honum frá því að lög sveitarinnar hafi ver- ið spiluð af miklum styrk – til að pynta fanga. „Ég er ekki aðeins mótfallinn því að lögin skuli vera notuð til að valda vanlíðan held- ur er ég líka ósáttur við að þau skuli vera spiluð í heimildarleysi,“ hefur BBC eftir honum. Sveitin hefur sent reikning upp á rúm- ar 75 milljónir króna. Talsmaður Bandaríkjahers vildi ekki kannast við að reikningurinn hafi borist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.